Alþýðublaðið - 06.11.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.11.1923, Blaðsíða 2
2 ÁLÞYÐUBLAÐIÐ Grýlur. Pað var alsiða að tá börn tíl að gera það, sem þeim annars var ógeðfelt, með því að hræða þau með Grýlu; hún átti að koma og taka þau, ef þau gerðu ekki það, sem þeim var sagt. Þetta hreif, meðan börnio vissu ekki, að Grýla var ekki annað en hugarburður. Ó hfutvandir menn beita ottsinnis Hku bragði við uppkomið íólk, ef það er fá'rótt, til þess að fá það til að verða sér að gagni. Er akemst á að minnast grýlur þær, er burgeisaflokkurinn reyndi að hræða almenning hér í Reykja- vík með frá þyí að kjósa AÍ- þýðuflokksmenn. þegar þeir héldu því fram, að Atþýðuflokksmenn væru landráðamenn, vildu spiiia fisksölu íslendinga í útlöndum, væru guðsafneitarar og svo fram- vegis; þetta varþað, sem »kleiít var að hafa yíir hátt«, en þar fyrir utan var hítt, sem var »dreitt út að bakit, og það var bæðt margt og fáránlegt. Alt var þetta borið fram í trausti þess, að vanþekking fólksins væri nógu mikil til þess, að það festi trúnað á þessari hindurvitni, og því miður er ekki loku skotið fyrir, að þeim hafi að einhverju leyti orðið að trú sinni. En þetta bragð hefir verið leikið víðár en hér í Reykj wík. A laugardaginn varkvartar »Tim- inn« yfir >bolchew'ckagrýiu«, sem notuð hafi verið til að spiila fyrir Framsóknarflokknum meðal bændi úti um sveitirnar. Það má vel vera, að eitthvað sé hæft í þessu, að Framsóknar- flokkurinn hafi einhvers staðar mist af atkvæðum fyrir þessa sök, en um það má hann eng- um kenna nema blaði sínu, »Tím- anumc sjálfum. >Tímlnn< hefir hvað eftir ^nn- að gert sig sekan í því að ala á þessari grýlu með biöðum bur- geisanna í stað þess að nota þá góðu aðstöðu, sem hann hafði til þess að fræða almenning í landinu um, að stefua meiri hluta jatnaðarmannarina rússnesku (bol- sivisminn) er ekki vitund hættu- legri fyrlr Íslendiní;a en t, d. Stetna Frámsóknarflokksins, hefd- AijifðBtsraBðBerljn selnr hin óviðjafnaniegu hveitibraiið, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnuBtu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt er um alt Bretland fyrir vörugæði. ur er meira að segja hin sama að því, er áhrærir samvinnuna, og ekki líkt því eins hættuleg og stefna burgeisanna, sem lagt hef- ir megtnhluta Norðurálfu í rústir og nú hefir sigrað hér. Ef »Tíminn< hefði notað þessi nærfelt sex ár, sem meiri hfuta jafnaðarmennirnir rússnesku hafa híft völdin í Rússlandi, til þess að fræða íslenzkan almenning til sveita um starfsemi þeirra landi sínu til viðreisnar, þá hefði grýl- an um þá á engan b:tið við þessar kosningar Fyrir það, að hann hefir van- rækt þetta fræðslustarf, hefir h mn nú beðið ósigur, ef þessi »gtýla< hefir orðið burgeisunum að gagni í baráttunui við Fram- sóknarflokkinn. Vanþekkingu einni saman er það að kenna. Þekkiogin iætur ekki að sér hæða, og eiginlega má Framsóknaiflokkurinn þakka hamingjunni fyrir ósigurinn, ef hann stafar af þessum sökum, því að burgeisaflokkurinn einn verðskuldar að vinna sigur með vopni vanþekkingarinnar. En nú er að sjá, hvort »Tím- inn< heldur áfram að styðja bur- geisana um viðhald vanþekkiog- arinnar tii þess, að þeir geti veifað grýlunni við næstu kosningar, eða notar stundirnar til að fræða íslendinga um það, að hér er ekkert annað á ferðinni en jafn- aðarstetnan, sem séra Ólafur Ólafsson fræddi tneun um í »Þjóð- menningarsögu Norðuráifunnar<, er Tryggvi Gunnarsson lét Þjóð- vinaféiagið gefa út árið ir,oo. Ef hann velur hið fyrra, er , ekkert líklegra en að »grýlan« verði Framsóknarflokknum að talll aftur, en velji hann hið síðara, mun hann komast að raun um, að svo fremi burgeisarnir halda A f | r e i ð 81 a blaðsjDs er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 9 8 8. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að- eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera t skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. Hjálparstöð hiúkrunarfélags- ins »Líknar« er opin: Mánudaga . . . kl. ii—12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 «. - Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 ©. - Laugardaga . . — 3—4 ®. - henni upp aftur, verður hún að engu i Ijósi nýrrar þekkingar. Sagnfræðingi eins og ritstjóra >Tímans« ætti .ekki að vera um megn að fæ'A sér réttiiega í nyt þann lærdóm, sem »bo!chew!cka- grýlan« hefir lagt á borðið hjá honum að þessu sinni. Pjóðnýtt ekipulag á framleiðslu og verzlun í stað frjálsrar og skipulagslausrar framleiðslu og verelunar í höndum ábyrgðarlausra einstaklinga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.