Austurland


Austurland - 11.01.1979, Qupperneq 1

Austurland - 11.01.1979, Qupperneq 1
Félagsvist á föstudags- kvöld kl. 9 A. B. N. Bágborið ástand símans „Aðeins tímabilsbundið" segir umdœmisstjórinn Reynir Sigurþórsson Í annað skipti á stuttum tíma rofnaði símasamband að mestu milli Austfjarða og annarra lands- hfuta nú fyrir síðustu helgi. Frá miðjum desember hefur verið venju fremur erfitt að ná suður í gegnum sjálfvirka símann og ógerlegt á stundum. Það segir sig sjálft að siíkt ástand hefur margvíslega erfið- leika í för með sér bæði hjá hin- urn ýmsu símnotendum og ekki síður hjá afgreiðslufólki sím- stöðva. Síðustu dagarnir voru hjá mörgum peirra eins og í verstu loðnuvertíð og slegist um pær lín- ur sem í boði voru. Ástandið í símamálum kjör- dæmisins hefur verið afar bág- borið yfirleitt undanfarin ár. 111- mögulegt getur verið að ná til Reykjavíkur í gegnum sjálfvirka símann og ef á annað borð næst á sambandið til að rofna ýmist alveg eða um stundarsakir. En hvimleiðast hlýtur pó að vera peg- ar símtölum slær saman og fjórir aðilar eru í hörkusamkeppni um sömu línuna. Líka vill pað brenna við að blásaklausir menn verða hlustendur að einkasamtölum sem ekki er gert ráð fyrir að fari lengra en á milli tveggja eyrna. Þetta og margt annað hafa símnotendur á Austurlandi mátt pola og er pað í hróplegu ósam- ræmi við hið háa verð sem við greiðum fyrir símapjónustu. Fjárskorturinn lengir bilunartímann Allt petta stendur pó til bóta samkvæmt eftirfarandi upplýsing- um frá Reyni Sigurpórssyni urn- dæmisstjóra: „Þessir erfiðleikar nú stafa fyrst og fremst af biiunum sem urðu vegna veðurs. Það er erfitt að sinna pessum fjallastöðvum og tækin eru ný og byrjunartíðni erfið. í sambandi við miliiheyrslu pá er eðlileg skýring á pví. Yfir Eyjafjörð liggja 2 sæstrengir, á öðrum er viðtaka á hinum sending, á sitt hvorum streng til að koma í veg fyrir milliheyrslu. Ef annar bilar verður að flytja allt í sama strengnum. Þegar við svo misst- um örbylgjukerfið og urðum að nota einn streng pá myndaðist hætta á milliheyrslu. Milliheyrsla í Neskaupstað hef- Yfir 100 þúsund tonn Bræðslufiskur fór yfir 100 pús. tonn á Seyðisfirði síðastliðið ár í fyrsta skipti síðan á síldarárun- um. Hér eru 2 loðnubræðslur. Þá hefur afli togaranna verið mjög pokkalegur á síðasta ári og vinna af peim sökum verið jöfn og góð par til peir hófu siglingar á Englandsmarkað í desember. —J. P. ur verið plága og ég er búinn að kvarta mikið út af henni og sím- stöðvarstjórinn par Axel Óskars- son einnig Þarna var um tvöfalda bilun að ræða, leki á streng og leki á fjölsíma. Það var smíðaður sérstakur útbúnaður til að pétta fjölsímann og loksins fannst lekinn. Við petta var gert í sumar og eftir það á ekki að hafa verið um milliheyrslu að ræða í Neskaupstað. En sama vandamálið er við að eiga á leiðinni Höfn — og norðurúr og Djúpavogur og norðurúr. Þar erum við með gömul tæki sem við erum að skipta út. Nýja örbylgjuleiðin Þessi nýja örbylgjuleið sem er komin til Egilsstaða og hefur verið að stríða okkur í desember á að fara hringinn í kringum landið. Þ. e. Rvík-Akureyri —• Húsavík- urfjall-Þistilfjörður (Viðarfjall), Heilisheiði og síminn paðan niður á Egilsstaði en sjónvarpið á Gagn- heiði. Frá Egilsstöðum liggur hún í streng til Reyðarfjarðar, í lofti upp á Tröllafjöll og í lofti á Fá- skrúðsfjörð. Hinum megin kom hún í álíka áföngum til Hafnar í haust og þá er eftir að loka hringn- um sem er Fáskrúðsfjörður — Höfn. Það er búið að gera áætlun um þá framkvæmd en fjármagn hefur ekki leyft hana ennþá og ekki heldur dugað til að kaupa nægjanleg tæki og mælitæki og það háir okkur núna. Bilanatím- inn hefur orðið helmingi lengri en ella hefði orðið vegna vöntunar á þessum tækjum. Tækin sem sett hafa verið upp eru vel yfir þann styrkleika sem við þurfum. Á Norður- og Aust- urlandi eru mjög góð tæki, bilun- in á Húsavíkurfjalli varð vegna eldingar. Þau eiga að vera varin gegn slíku en petta skeði nú samt. Við erum með ágætis samband að gæðum og styrkleika og enn- fremur línufjölda. Það eina sem vantar er að komast inn í Reykja- vík. Þar eru tvær stöðvar, í Breið- holti og í miðbænum. Aukningin þar er svo mikil, að pessar 400 línur í Breiðholti eru orðnar of fáar. Verið er að stækka þessar stöðvar um samtals 360 línur, úr 920 í 1280. Þaí sem kemur í veg fyrir að samland náist við Reykjavík er að lang’ínustöðin þar tekur ekki við, hún er öll upptekin, allar þessr ' "70 línur eru þá í afgreiðslu inn í. 'ifuðborgarsvæðið. Sú breyting sem við erum langt komin með á að gera það að verkum, að við getum hringt og náð sambandi svo til samstundis, sé númerið ekki á tali. Það eina sem vantar er að loka hringnum þannig að við höfum örugga leið suður fyrir ef við ná- um ekki norður fyrir“. Eftir pessu að dæma parf ekki stórátak til að símasamband verði í viðunandi horfi hér Austanlands og cinmitt pess vegna ættum við ekki að þurfa að bíða mörg ár í viðbót. En þá er verðlagið eftir. Það er mál sem við sættum okk- ur ekki við og Austurland mun gera skil síðar. Seyðfirðingar ná langþráðu takmarki er þeir komast yfir þúsundið Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjórans i Seyðisfirði, Jónasar Hallgrímssonar, hefur í haust ver- ið haldið áfrani með nýbyggingu sjúkrahússins þar alveg undir jól enda tíðarfar gott til byggingar- vinnu, venjufremur lítill snjór og annað veifið þíðviðriskaflar, svo að fært þótti að stunda steypu- vinnu. Lokið var við uppsteypu kjallara hússins og helmings priðju hæðarinnar. í desember á pessu ári er ráðgert að fram- kvæmd þessa þáttar verksins ijúki þannig að byggingin verði fok- held og fullbúin hið ytra og lóðin jöfnuð. Það er Brúnás hf. Egils- stöðum sem er verktaki við fram- kvæmdina. Þá er hafin á vegum leiguíbúða- nefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar bygging 12 íbúða sambýlishúss í Gilsbakkahverfi. Lokið er upp- steypu tveggja stigaganga af þrem- ur og tæplega tveim hæðum hins þriðja. Nú er hafin vinna við að innrétta fyrstu af fjórum íbúðum sem ráðgert er að skila fullbún- um í mars n. k. Allar íbúðirnar eiga síðan að vera tilbúnar í desember á þessu 'ári. Byggingar- verktaki er Byggingaver sf. frá Hafnarfirði. Það má segja að yfirleitt hafa verið miklar annir í aimennum húsbyggingum enda ekki færri en 40 íbúðir í byggingu í bænum á ýmsum byggingarstigum. í haust var ætlunin að vinna að hafnarbótum neðan Fisk- vinnslunnar. Hafin var fylling með jarðvegi en síðan átti að ramma niður járnþit á þessu ári í þeim tilgangi að auka athafna- rými fyrir skip og báta. Tækni- legar áætlanir Hafnamálastofnun- arinnar stóðust hins vegar ekki og varð að stöðva verkið í bili a. m. k. Mjög brýn þörf er á úrbót- um í hafnarmálum á Búðareyr- inni. 1 lokin má geta þess að Seyð- firðingar hafa loksins náð pví langþráða takmarki að fylla pús- undið samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar frá 1. des. sl. en þá reyndust fbúarnir vera 1011 að tölu. — J. P. Innsigling á Djúpavog Eftirfarandi vísur eru að sögn heimamanna það eina sem gert hefur verið fyrir innsiglinguna til Djúpa- vogs síðastliðin ár. A Brennikletti logn Ijósin tvenn ci litinn rauð og eiga að bera saman. Þti inn er beygt, en baujuljósin prenn par blikka ykkur. pat) jinnst öllum gaman. Sú innsta er hvít og á að vera á bak sú önnur rauð á stjór á hún að vera. Sú priðja er hvít og yst pví eftir tak, sem einnig stjórnborð hefur með að gera. Jón Sigurðsson í Rjóðri Djúpavogi Mikil gróska í leiklistarlífi Mikil gróska hefur verið í leik- listarlífi á Austurlandi í vetur. í desember frumsýndu prjú leikfé- lög verk sín. Leikfélag Reyðar- fjarðar sýndi Sólarferð, Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýndi Tobacco Road og Leikfélag Neskaupstaðar sýndi Landabrugg og ást. Þá var Leikfélag Eskifjarðar með kvöld- vöku í Valhöll. Sigrún Benediktsdóttir í hlutverki Ödu í Tobacco Road. — Ljósm. Þ. P. Reyðfirðingar luku sýningum á leikriti sínu fyrir áramót en Leik- félag Neskaupstaðar sýnir enn Landabrugg og ást við fádæma góðar undirtektir og aðsókn hvar sem sýnt er. Um síðustu helgi voru sýningar á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði en síðustu sýningar verða á Héraði og Borgarfirði um næstu helgi. —G. B. Jólavaka á Leikfélag Seyðisfjarðar og Sam- kórinn Bjarmi héldu sameiginlega jólavöku 28. des. í Félagsheimilinu Herðubreið. Flutt var efni úr verkum Jónas- ar Árnasonar. Kvöldvakan pótti takast mjög vel í alla staði og var ákaflega vel tekið af áhorfendum. Dagskráin var minnst 2ja klukkustunda löng og var endurtekin tvisvar 2. jan. Milli 70—80 manns stóðu að skemmtan pessari á einn eða ann- an hátt og á þetta fólk miklar pakkir skildar fyrir þetta fram- tak sitt. ____________________—J. P. Ný snjóbifreið Einhvern næstu daga munu Seyðfirðingar taka í notkun nýja snjóbifreið sem að sögn er tækni- lega mjög fullkomin. Unnið hefur verið að yfirbyggingu bifreiðarinn- ar á Seyðisfrði undanfarnar vikur. Binda Seyðfirðingar miklar von- ir við að bifreiðin, sem er þýskrar gerðar, reynist góð samgöngubót pegar Önnúr sámgöngutæki kom- ast ekki um. —J. P.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.