Austurland


Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 11. janúar 1979 __________Æjsturland------------------------- Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Stefanfa Aradóttir s. 7571 og 7698. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað simi 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Sýnilegur árangur Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð fyrir fjórum mán- uðum var sannarlega ömurlegt um að litast í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það mátti j>ví ekki seinna vera að við völdum tæki ríkis- stjóm, sem af alvöru og með raunhæfum ráðstöfunum snerist við vandanum. Núverandi ríkisstjórn setti sér j>að markmið, að ná tökum á vandamálunum og sveigja stefnuna inn á heillavænlegri brautir. Af hálfu Aljjýðubandalagsins var jæirri stefnu fylgt, að varðveita kaupmátt launatekna og að viðhalda fullri atvinnu. Starfstími ríkisstjórnarinnar er ekki langur orðinn. Og hún hefur átt við innbyrðis örðugleika að stríða fyrst og fremst vegna óeiningar innan Alj>ýðuflokksins. En stjómin hefur hald- ið sitt strik og hefur vissulega orðið mikið ágengt. Mjög hefur dregið úr hraða verðbólgunnar án þess að kaupmáttur launa hafi verið skertur. En þetta er aðeins áfangasigur. Halda þarf áfram með öllum tiltækum ráðum að vinna að hjöðnun verðbólgunnar uns því marki er náð, að verðbólga hér verði ekki meiri en í aðal- viðskiptalöndum okkar. Þar eiga landsmenn langan og harðan baming fyrir höndum og allt veltur á j>ví, að alþýðusamtökin cg stjórnmálasamtök alj^ýðunnar stefni að sama marki og sam- ræmi baráttuaðferðir sínar. Auðvitað tekst j>etta ekki nema með því að breyta tekju- skiptingunni í landinu. Skattleggja á verðbólgugróðann og pá eignamyndun, sem hann hefur leitt til. Réttmætt er að þeir, sem með braski sínu og fjármálabrögðum hafa magnað verð- bólgubálið, beri kostnaðinn af að kæfa það. Kaupmátturinn einn skiptir máli Ekki verður það með sanni sagt, að íhaldið hafi tekið jæim árangri, sem náðst hefur í viðureigninni við verðbólguna beinlínis fagnandi. Uppáhaldsslagorð íhaldsins er að kaup hafi verið lækkað og vera má að benda megi á dæmi þess, að í einstaka tilvikum hafi kaup lækkað í krónutölu. En pað er ekki krónutalan, sem máli skiptir, heldur kaupmáttur launanna. Og staðreynd er, að efnahagsráðstafanir stjómarinnar hafa orðið til að styrkja kaupmáttinn. Verkalýðssamtökin hafa fyrir löngu lýst yfir því, að þau mætu verðlækkanir nauðsynja til jafns við kauphækkun. Þær cfnahagsráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, era gerðar í fullu samráði við launþegasamtökin. Fyrri ríkisstjóm stóðu sömu kostir til boða, en hún kaus að hundsa samtökin og segja þeim stríð á hendur. Því fór sem fór. Sú aðferð íhaldsins, að halda að fólki þeim áróðri, að kaup hafi lækkað ef t. d. kaupskrár lækka um 5% en fram- færslukostnaður lækkar á sama tíma um 10%, er fráleitt og moðhausum einum sæmandi. Peningaseðill er í rauninni ávís- un á verðmæti, sem vinna hefur skapað. Því meira, sem fæst fyrir seðilinn j>ví verðmætari er hann burtséð frá því hvaða upphæð er á hann skráð. Nú stendur til að gera róttækar breytingar á mynt landsins þannig að hún verður lækkuð um 99%. Þetta leiðir til þess að kaupgjald lækkar að krónutölu um 99%, en jafnframt lækkar allt annað jafn mikið. Ef íhaldið ætlar að verða sjálfu sér samkvæmt mun það hamra á því, að nú hafi kaup lækkað um 99%. Þetta má til sannsvegar færast. Kaupið lækkar í 10 krónur um tímann, en er ekki kjaraskerðing, því öll útgjöld lækka að sama skapi. __b. Þ. Knasmótið Úrslit í Knasmóti Þróttar sem fram fór fyrir skömmu urðu þau, í eldri flokki, að S.V.N. - Bræðsla sigraði. Keppendur fyrir Bræðsl- una voru Þórhallur Jónasson, Við- ar Sveinsson og Einar Sigurjóns- son. Alls tóku 11 lið þátt í keppninni í eldri flokki. í yngri flokki kepptu 6 lið og þar sigraði Olís. Keppendur voru Davíð Hansson, Friðrik Ottósson og Kristján Jónasson. — G. B. Nýr Fylkir í vor er leið seldi útgerðarféiag- ið Drift í Neskaupstað bát sinn Fylki til Hornafjarðar. Nú hefur félagið keypt sér bát og ber hann einnig nafnið Fylkir NK 102. Fylkir er 217 brml að stærð, smíð- aður í Austur-Þýskalandi 1967. Báturinn hét áður Eyjaver. Fylkir fer á línuveiðar von bráðar. Skip- stjóri á Fylki er Gísli Garðarsson. — G. B. Námsflokkar NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal Bjarni Þórðarson tók saman 1. Aðalsteinn Halldórsson, kaupmaður, f. á Krossi í Mjóa- firði 21. apríl 1921. Foreldrar: Halldór Jóhannsson, húsa- smíðameistari og kona hans Lilja Víglundsdóttir. Varabæjar- fulltrúi Sósíalistaflokksins 1950—1958 og Alþýðubandalagsins 1958—1962. Sat 23 bæjarstjómarfundi. Kona: Auður Bjarna- dóttir nr. 9. 2. rígúst rílfons Pádmason f. í Neskaupstað 23. ág. 1899. Foreldrar: Pálmi Pálmason kaupmaður og kona hans Ólöf Stefánsdóttir, systir Bjameyjar konu Hjálmars Ólafssonar nr. 44. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1934—1938, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins 30. jan.—11. sept. 1938, síðan bæj- arfulltrúi sameiningarmanna uns hann hvarf úr bæjarstjórn við brottflutning vorið 1939. Sat 50 bæjarstjómarfundi. Kona: Sigrún Stefánsdóttir f. í Stavanger, Noregi 16. mars 1903, alsystir Serenu konu Sigurðar Lúðvíkssonar nr. 91. Foreldrar: Stefán Stefánsson, kaupmaður og kona hans Anna Karen f. Bakke. Neskaup- staðar Námsflokkar Neskaupstaðar hefja nú sitt 5. starfsár. Frá upp- hafi hafa námsflokkarnir einbeitt sér að einum þætti fullorðins- fræðslu, þ. e. frístundanámi án tengsla við skólakerfið eða at- vinnulíf. Á þessu verður engin breyting. Hins vegar er nú reynt að auka fjölbreytni námsframboðs í trausti þess að fleiri finni eitt- hvað við sitt hæfi. Gert hafði verið ráð fyrr að starfið hæfist 10. janúar en vegna tafa á útgáfu upplýsingabæklings verður einhver röskun á tímasetn- ingu. Þorrablót ABN Þorrablót ABN verður haldið laugardaginn 27. jan. í Egilsbúð. Blótið verður með hefðbundnum hætti. Gestir okkar verða að þessu sinni Kristín Ólafsdóttir og Böðv- ar Guðmundsson frá Akureyri. Alþýðubandalagið SKÁK Jólahraðskákmót Austurlands Jólahraðskákmót Skáksambands Austurlands 1978, var haldið á Eskifirði, Egilsstöðum, Stöðvar- firði og Eiðum. Tefld var tvöföld umferð. Röð efstu manna var þessi: 1. Trausti Björnsson, Eski- firði 23^ v. (af 26). 5. Gunnar Finnson, Eskifirði 21 v. 3. Aðalsteinn Steinþórsson, Egilsstöðum 20 v. 4.—5. Viðar Jónsson, Stöðvarfirði og Hákon Sófusson, Eski- firði 18 v. 6. Hjálmar Jóelsson, Egils- stöðum 17 v. 7. Magnús Steinþórsson, Egilsstöðum 14 v. 3. Anna Björnsdóttir, húsmóðir f. í Neskaupstað 18. ág. 1936. Foreldrar: Björn Ingvarsson, útgerðarmaður og s. k. hans Kristrún Guðjónsdóttir. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins 1970 og síðar. Hefur átt sæti á 3 bæjarstjómarfundum. Maður: Lúðvík Davíðsson, vélstjóri f. í Skálateigi, Norðfjarð- arhreppi 20. mars 1929. Foreldrar: Davíð Hermannsson, bóndi og kona hans Petra Jónsdóttir. 4. Anna Sigríður Jónsdóttir, íþróttakennari f. í Neskaup- stað 18. des 1926. Foreldrar: Jón Benjamínsson, skipstjóri nr. 57 og s. k. hans Margrét Sveinbjömsdóttir. Bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins 1950—1954. Sat 39 bæjarstjómarfundi. Maður: Óskar Ágústsson, múrarameistari f. á Eskifirði 2. júní 1926. Foreldrar Ágúst Pálsson. verkamaður og kona hans Sigurlaug Einarsdóttir. (Framhald í nœstu blöðum) Traktorsgrafa Til sölu traktorsgrafa, ICB-3D árgerð 1974,notkun 4.000 vinnustundir. GRAFAN SF., Borgarfirði Upplýsingar veitir Magnús Þorsteinsson, Höfn, sími 2955. Til gjaldenda fasteigna- gjalda í Neskaupstað 1. gjalddagi fasteignagjalda 1979 er 15. janúar nk. Dráttarvextir 3% á mánuði reiknast 15 dögum eftir gjalddaga. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að fasteignagjald. er ekki innheimt hjá launagreiðendum. BÆJARGJALDKERINN NESKAUPSTAÐ Bæjarmálaráðið í Neskaupstað: Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.