Austurland


Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. jaiuíar 1979 Hátíðarfundur Framh. af 4. síðu. mál, sem allir bæjarfulltrúar stóðu að. Tillaga um umhverfismál „Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkir að gera sérstakt átak í umhverfis- og fegrunarmálum í bæjarlandinu. Gera skal áætlun til fjögurra ára og verja til verkefnis þessa a. m. k. 1% af tekjum bæjarsjóðs ár hvert. Áætlunin skal gerð í samráði við sérfróða menn og hafist handa samkvæmt henni á þessu ári“. Því næst flutti Kristinn V. Jóhannsson tillögu um kaup á höggmynd, eftir Gerði Helgadótt- ur myndlistarmann. Gerður var, sem kunnugt er , Norðfirðingur. Fjórða mál á dagskrá var eftir- farandi tillaga um félagsmál, sem allir bæjarfulltrúar stóðu að. Framsögu hafði Sigrún Þormóðs- dóttir 2. varaforseti. Tillaga um féjagsmál „Bæjarstjórn Neskaupstaðar samþykkir að taka félagsmál til sérstakrar umfjöllunar á afmælis- árinu. Á árinu verði skipan þeirra samræmd með það markmið í huga, að íbúar Neskaupstaðar treysti og auki félagslega sam- stöðu og félagsþroska og búi jafnt ungum sem öldnum, sem best lífs- skilyrði“. Tæplega þarf að taka fram, að allar hlutu þessar tillögur sam- hljóða atkvæði allra bæjarfulltrúa, og ríkti mikil hátfðarstemming á fundinum. Fimmti liður á dagskrá var kynning á dagskrá afmælisársins, en ætlunin er, að allt árið verði afmælisins minnst með ýmsum hætti, og munu félagasamtök í bænum leggja bæjarstjóm lið eftir mætti. Stór hluti Norðfirðinga í kaffi Er fundi hafði verið slitið, var boðið upp á kaffiveitingar og veislubrauð og sáu kvenfélagasam- tök í bænum um það. Var opið hús til kl. 7.00 og mun stór hluti Norðfirðinga hafa komið í af- mæliskaffið. Skemmtilegan svip setti á þenn- an hátíðisdag, að ljósmyndir eftir Björn Björnsson í eigu Norðfirð- ingafélagsins í Reykjavík, voru til sýnis í Egilsbúð, og eru þær ómetanlegar heimildir um fortíð- ina og leiddu fram fyrir okkur æskufólk og öldunga liðins tíma, og atburði og atvinnuhætti, sem fortíðin geymir. Vöktu þær verð- skuldaða athygli. — Á. J. KIRKJA Bamastarfið í Norðfjarðar- kirkju hefst á ný n. k. laugardag 13. jan. kl. 10.30 f. h. Sóknarprestur Jeppi til sölu Tilboð óskast í Willis ár- gerð 1942 í toppstandi. Upplýsingar í síma 7559 á kvöldin. Þorrablót Mjófirðingafélagsins verður haldið í Egilsbúð laugar- daginn 13. jan. kl. 20.00 stundvíslega. Miðasala föstudaginn 12. jan. frá 17—19. — Trogum skilað milli kl. 16—18 laugardag. — N E F N D I N Frá Tónskóla Neskaupstaðar lnnritað verður í vorönn í húsnæði skólans mánudag- inn 15. janúar og Jtriðjudaginn 16. janúar kl. 16—18 báða dagana. í píanóleik er enn hægt að innrita nokkra nemendur, að öðru leyti er skólinn nær fullskipaður. Umsóknir )>arf að staðfesta með greiðslu námsgjalda áður en kennsla byrjar. Kennsla hefst fimmtudaginn 18. janúar samkvæmt stundarskrá. SKÓ LAST J Ó R 1 Neskaupstaður Skattskýrslur viðskiptamanna okkar verða að berast til skrifstofunnar hið allra fyrsta ásamt öllum gögnum og er æskilegt að allar upplýsingar séu sem nákvæmast- ar. Sérstaklega er bent á að koma með allar vaxtanótur og reikninga vegna viðhaldskostnaðar húsnæðis, j>ar sem gert er ráð fyrir strangara skattaeftirliti í ár, heldur en áður hefur tíðkast. Viðskiptavinir okkar eru beðnir velvirðingar á lokun skrifstofunnar undanfamar 3 vikur vegna veikinda og þeim óþægindum sem þeir hafa hlotið af þeim sökum. Skrifstofan óskar Norðfirðingum og reyndar öllum Austfirðingum árs og friðar og ]>akkar góð viðskipti á liðnu ári. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA GUÐMUNDAR ÁSGEIRSSONAR Melagötu 2 — Neskaupstað Sími 7677 ÚTSALA Norðfirðingar komið á útsöluna 15. janúar. Aldrei eins mikið úrval af vörum, allt á að seljast. Nýtt á hverjum degi. Ath.: Fyrstu dagana verður opið frá 9—6. Verslun Pálína Imsland EGILSBÚÐ -i i—•—á\ , □□dnnbbtiDt Sími 7322 Neskaupstað □□□□□□ □□□□□□□□□□ LÆKNIR f HÖRÐUM LEIK Hörkuspennandi mynd með Nicholas Field. Sýnd í kvöld, fimmtudag, kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. TINNl í SOLTEMPLET Bráðskemmtileg teiknimynl. Sýnd sunnudag kl. 3. DRUM SVARTA VÍTIÐ Raunsæ og hörkuspennand l'tmynd um líf præla og þrælahald í Bandaríkjunum á síðustu öld. Aðalh. Warren Oates og Isela Veg Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. LOGINN OG ÖRIN Ákaflega spennandi og ævii.íýraleg kvikmynd. Aðalh. Burt Lancaster og Virginia Mayo. Sýnd mánudag kl. 8. Norðfirðingar — Eigendur fyrirtækja og hú- ráðendur í Neskaupstað eru beðnir að athuga eftirfai nú': Allt sorp skal sett í þar til gerð ílát, )?au staðsett j^annig að greiðfært sé að þeim og mokað frá feim snj '< ef með f>arf. Þeir, sem vantar sorpílát, geta haft samband við áhaldahús bæjarins. BÆJ ARVERKSTJÓRINN í NESKA UPSTAÐ RTvmfm Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað vantar starfsfólk frá miðjum þessum mánuði. Um er að ræða hluta úr störfum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 7403 og 7466. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ NESKA UPST Atí Frá kvenfélaginu Nönnu, Norðfirði Fyrirhugað er að halda á næstunni námskeið í púða- og skermasaumi. Þær konur sem voru búnar að láta skrifa sig eru beðnar að staðfesta það. Nýir félagar velkomnir. Upplýsingar í síma 7468 og 7477. S T J Ó R N I N

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.