Austurland


Austurland - 18.01.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 18.01.1979, Blaðsíða 1
Austubland Vinnudeila á Seyðisfirði 29. árgangur Fimmtudagur 18. janúar 1979. 3. tölublað. Fimmtudaginn 11. þ. m. lauk með samkomulagi deilu sem Verkamannafélagið Fram á Seyð- isfirði hefur átt í við fiskmjöls- verksmiðjuna Hafsíld (ísbjörninn í Reykjavík) um fyrirkomulag vakta og útskipun á lausu mjöli. Stofnun minjasafns Austurlands Hinn 7. desember sl. var haldinn stofnfundur Sjóminjasafns Austur- lands á Eskifirði. Hugmyndin að stofnun sérstaks sjóminjasafns fyr- ir Austurland kom fyrst fram í tillögum safnanefndar þeirrar, sem vann árið 1971 á vegum Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi (SSA) að stofnun Safna- stofnunar Austurlands og mótun framtíðarstefnu í uppbyggingu safna í fjórðungnum. í skipulagsskrá sjóminjasafns- ins segir m. a. um verksvið þess: „Verksvið safnsins er söfnun og varðveisla þjóðlegra verðmæta, er snerta sögu sjávarútvegs, siglinga og eldri verslunarhátta á starfs- svæði safnsins. Aðsetur safnsins skal vera í Eskifjarðarkaupstað. Auk þess geta heyrt undir safnið munir og mannvirki, sem varðveitt eru annars staðar á starfssvæðinu. Safnið er sjálfseignarstofnun í umsjá Eskifjarðarkaupstaðar, sem felur stjórn safnsins meðferð ú málefnum þess. Stjórn safnsins skal skipuð 5 mönnum og jafn mörgum til vara. Fulltrúa í stjóm skipa eftirtaldir aðilar: Eskifjarð- arkaupst. (1), Byggðarsögunefnd Eskifj. (1), Fjórðungssamband fiskiféiagsdeilda á Austurlandi (1), Alþýðusamband Austurlands (1) og Utvegsmannafélag Austurlands (1)“. Núverandi stjórn safnsins skipa: Hilmar Bjarnason, Eskifirði (form.), Þórður Sveinsson, Nes- kaupstað (ritari), Geir Hólm, Eskif. (varaform.), Kristinn Jóns- son, Eskif. og Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. Framtíðarhúsnæði Sjóminja- safnsins verður Gamla-Búð á Eskifirði, danskt verslunarhús, sem þar var byggt um 1830. Und- anfarin ár hefur staðið yfir full- komin endurgerð hússins sem næsl upprunalegri mynd á vegum Byggðasögunefndar Eskifjarðar undir leiðsögu Þorsteins Gunnars- sonar, arkitekts. Viðgerðin er nú langt komin og standa vonir til þess að hefja megi uppsetningu safnsins ( Gömlu-Búð eftir u. þ. b. tvö ár. Fram til þess tíma verður meg- inverkefni Sjóminjasafns Austur- lands söfnun sjóminja og annarra hluta, s. s. gamalla ljósmynda, sem lengjast fiskveiðum og forn- um verslunarháttum Austfirðinga, en í tengslum við sjóminjasafnið er fyrirhugað að koma upp sýnis- horni af sölubúð með aldamóta- sniði. Nú þegar er í eigu safnsins töiu- vert magn muna, sem Hilmar Bjarnason og Gunnlaugur Haralds son, minjavörður Austurlands, hafa safnað og skráð á liðnum árum, m. a. 3 bátar. Er hér ein- vörðungu um að ræða muni frá Eskifirði. Það er jafnframt Ijóst, að víðar þarf að leita fanga í sjávarkauptúnum eystra, ef takast má að gera útgerðarsögu fjórð- ungsins alls og einstakra byggðar- laga hans tæmandi skil. Gamla-Búð á Eskijirði þar sem Sjóminjasafn Austurlands verður til húsa í framtíðinni. í því sambandi má geta, að á vegum Minjasafnsnefndar Nes- kaupstaðar hefur á undanförnum árum verið safnað um 300 mun- um, sem að stærstum hluta til- heyra eldri sjósóknarháttum. Er þess að vænta að hluti þeirra renni síðar meir í sjóð Sjóminjasafns Austurlands. Á starfsáætlun safnsins fyrir árið 1979 er gert ráð fyrir áframhald- andi minjasöfnun við sjávarsíðuna auk viðgerða á því, sem þegar hefur safnast. Sjóminjasafn Austurlands skor- ar á sérhvern Austfirðing að gaumgæfa vel, hvort ekki kynnu að leynast í fórum hans einhverjir safngripir, eldri ljósmyndir eða önnur safnverðmæti, sem styrkur væri í fyrir sameiginlegt sjó- minjasafn Austfirðinga. Fastur punktur í til- verunni Opið bréf til Jónasar Árna- sonar Kæri Jónas. Mér er sagt, að þú hafir einhvern tíma látið )>au orð falla að hefðir alltaf einn fastan punkt í tilverunni, sama hvemig alit veltist og snerist. Sá punktur væri blaðið Austurland, gamla, góða Austurland sem aldrei breyttist og kæmi alltaf út. Austurland kemur enn)>á út og mun vonandi gera um ófyr- irsjáanlega framtíð, en þar sem útlit J>ess hefur breyst dálítið fór ég að hafa nokkrar áhyggjur af því að hafa valdið röskun á þínum gamla viðmiðunarpunkti. Hún var áreiðanlega ekki gerð af illvilja í pinn garð en ekki óviljandi heldur og ekki lofa ég \>ér neinu um betrumbót. Hún er einungis afleiðing ákveðinnar þróunar sem punkturinn hlýtur óhjákvæmilega að fylgja. En pað væri verra ef ]>elta orsakaði skekkju í stefnuna hjá ]>ér, sem varla ætti )>ó að verða, ]>ú ratar vafalaust blindandi Eigendur verksmiðjunnar hafa um árabil reynt að hundsa samn- inga Verkamannafélagsins Fram, sem eru að öllu leyti hinir sömu og annarra verkalýðsfélaga á Aust- urlandi hvað varðar vinnu í fiski- mjölsverksmiðjum, með því að fara ekki eftir ákvæðum samning- anna um vaktaskipti þegar bræðsla stendur yfir. í samningunum voru ákvæði um að þegar bræðsla stendur yfir skuli allir vinna á vöktum. Þetta ákvæði braut Haf- síld og vildi haga mannafjölda á vöktum að sínu höfði. Þá braut Hafsíld einnig ákvæði kjarasamn- inga um forgangsrétt félaga í Verkamannafélaginu Fram til allr- ar vinnu í verksntiðjunni. Þá stóð einnig deila um kaup fyrir útskipun á lausu mjöli en verksmiðjan tók það upp í fyrra að skipa út lausu mjöli í stað þess að hafa það í pokum eins og tíðkast hefur. Vegna þessara deilumála hafði Verkamannafélagið Fram boðað vinnustöðvun hjá verksmiðjunni frá og með 16. þ. m. en deilan leystist með samkomulagi eins og fyrr segir. Er nú bara eftir að sjá hvernig þeir Hafsíldarmenn standa við sinn nýja samning. — HF/ÁÞ nHWaWMHMgnMUBIIMMWMOai Úr Suðursveit Þetta bréf úr Suðursveit hefur cinhverra hluta vegna lent í hrakn- inguni á leið sinni til blaðnefndar og birtist því ekki fyrr en nú. Biðjum við velvirðingar á því og vonumst til að fá meira að heyra úr Suðursveitinni. Félagslíf Lítið hefur verið um að vera í félagslífinu í sveitinni það, sem af er vetrinum, og þó — Bridgefélag Suðursveitar hefur reynt að halda uppi spilaæfingum eitt kvöld í viku. Þá hafa konur úr kvenfélag- inu Ósk í Suðursveit unnið mikið starf við að undirbúa árshátíð Kvenfélagasambands Austur- Skaftfellinga, sem haldin var að Hrollaugsstöðum I. desember, en kvenfálagskonur úr Suðursveit sáu að öllu leyti að þessu sinni um árshátíðina. Hófið hófst með sam- eiginlegri kaffidrykkju. Skemmti- atriði voru fjölbreytt að vanda. M. a. ræða, smá leikþættir, upp- lestur, söngflokkur úr Ósk söng nokkur lög og sungnar voru frum- ortar gamanvísur. Húsfyllir var og voru samkomugestir úr öllum hreppum sýslunnar. Árshátíð kvenfélaganna er af mörgum talin besta skemmtun ársins, enda ekki áfengi haft þar um hönd. Félagsfundur í Egilsbúð sunnudaginn 21. jan. kl. 16.00. DAGSKRÁ: 1. Helgi Seljan ræðir stjórnmálaviðhorfið. 2. Önnur mál. S T J Ó R N I N Þorrablót A B N veröur haldið í Egilsbúð laugardaginn 27. janúar og hefst kl. 20.00 stundvíslega. Miðar verða seldir á skrifstofu félagsins að Egilsbraut 11 n. k. laugardag 20. jan. milli kl. 14.00og 17.00. Hver skuldlaus félagsmaður hefur rétt á 4 miðum. Verð m;ðans er kr. 5.000. A Iþýðubandalagið Bæjarmálaráðið í Neskaupstað: Eundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. eftir svo góðan vegvísi í svo langan tíma, Vænt þætti mér um að ]>ú sendir mér línu punktinum til styrktar J>ví að enn eru ]>eir margir sem eiga eftir að taka mið í sinni tilveru. Með baráttukveðju Lóa P. s. — Ég sendi f>ér í leiðinni ]>essa mynd af \>ér og 2 félögum ]>ínum af Þráni frá Neskaupstað, Ingva Jónssyni og Árna Vilhjálmssyni. Veður og heimtur Nú í dag, 5. desember, er búinn að vera stöðugur austan strekk- ingur í 5 sólarhringa og meiri eða minni rigning. Hiti hefur komisf upp í 6 stig og hefur verið það 2 síðustu sólarhringa. Snjór er all- ur horfinn af láglendi og að mestu nokkuð hátt upp í fjöll. Ekki koma þær þó enn í ljós ærnar 14, sem vantað hafa af Breiðamerkur- sandi, enda nú dimmt yfir á degi hverjum og erfitt um fjárleit af | e m sökum. Á austasta bænum í Suðursveit, Skaftafelli, vantaði J1 ær, þegar ••nióinn lagði á um miðjan nóvem- ber En 2. desember fundust 9 af þeim í einum hnapp æði hátt uppi inn á Heinabergsdal, fjalllendi, sem tilheyrir Flatey á Mýrum. Nú munu flestir bændur'I Suð- ursveit hafa lokið sauðfjárböðun, cndá stefnt að því að hafa lokið henni fyrir fengitímann. En hann mun hefjast hér á flestum bæjum um næstu helgi. Hala, 5. desember 1978. Torfi Steinþórsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.