Austurland


Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 25.01.1979, Blaðsíða 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Fimmtudagur 25. janúar 1979. GerÍSt áskrÍfendUr Eflum heimabyggðina. Skiptum við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Úr einu í annað KRISTINN y. JÓHANNSSON Verðbólga og verðskyn Hefur verðbólgan slævt svo mjög verðskyn almennings að vöruverð skipti ekki máli? Getur verið að fólk á landsbyggðinni hugsi minna um vöruverð en fólk á Faxaflóasvæðinu? Mörgum finnst ef til vill undar- lega spurt, en ekki er það þó að ástæðulausu. Undanfarin ár hafa vi'ða á höfuðborgarsvæðinu risið verslanir þar sem lögð er áhersla á lágt vöruverð og er þá þjónustu haldið í lágmarki, ekki lagt mikið í húsak' nni og oft selt í stórum pakkningum. Þessar verslanir virðast þrífast vel og víst er að mikið er verslað þar. Fólk kemur akandi langt að til að gera innkaup og telur sig hafa hag af. Undanfarið hafa forsvarsmenn verslunarinnar borið sig illa vegna lágrar álagningar og telja hag þessarar átvinnugreinar stefnt í voða. Ekki er ég dómbær um það, en að mér læðist þó sá grunur að ekki eigi allar greinar versl- unarinnar jafn bágt. Á hitt skal einnig minnt, að óhagstætt inn- kaupsverð á kannski meiri sök á hinu háa vöruverði en nokkurn- tímann álagningin innanlands. Fólk úti á landsbyggðinni hefur ekki átt þess mikinn kost að skipta við verslanir, sem reknar eru með svipuðu sniði og vörumarkaðir. Þetta hefur þó verið reynt, en alls ekki gefið þá raun sem hefði mátt vænta og því er alls ekki út í bláinn að ætla að fólk á lands- byggðinni láti sig vöruverð minna skipta en höfuðborgarbúar gera. Ástæðurnar veit ég ekki. Kannski er hinn langi vinnudagur beggja hjónanna ein þeirra. Oftast er far- ið í búðir á hlaupum og lítill tími til að hyggja að verði. Fleira hlýtur þó að koma til. Hitt þori ég að fullyrða, að fólk mundi finna það á buddunum, að tíu prósent vörulækkun er meira virði en tíu prósent kauphækkun. í síðustu viku var rætt í útvarpi við formann neytendasamtakanna. Hann lagði áherslu á, að verð- bólga undanfarinna ára hefði kennt okkur, að krónutalan ein Þorrablót á Egilsstöðum Á bóndadaginn héidu Egilsstaða- menn þorrabiót i Vaiaskjálf eins og verið hefur undanfarin ár. Þar er það ekki ákveðinn féiagsskapur sem stendur aó blotinu heidur eru kosin til þess mismunanndi mörg pör. I þetta skipti voru það 15 pör sem önnuðust allan undirbúning, skemmtiatriði og báru fram mat- inn, en Valaskjálf sá um matarbún ing. Þarna var mikið glens og grín og mikil skothríð í annáli ársins, sumir hreinlega skotnir í kaf. Blót- ið stóð með miklu fjöri til kl. 4.30 frá því kl. 8.00 og fannst samt ekki öllum nóg komið þegar hætt var. Þetta er afar vinsæl skemmtun og húsið rúmar ekki lengur alla þá sem komast vilja. Nú var að- gangur takmarkaður við þá sem lögheimili hafa á staðnum eða hafa unnið þar síðastliðið ár. lóa/S.Á. væri enginn mælikvarði á kaup- getuna. Besta kjarabótin væri lækkun vöruverðs. Ég er sammála formanninum um það, en efast um að menn hafi numið nægilega lærdóma af verðbólgureynslunni og því voru þessar spurningar settar fram í upphafi spjallsins. En ef hægt er að slæva verð- skynið, hlýtur einnig að vera hægt að glæða það. Hvernig fer annars, ef verðlagseftirlit verður lagt nið- ur? Ég skora á áhugasamt fólk á Austurlandi að beita sér fyrir stofnun deilda úr Neytendasam- tökunum, sem m. a. hafi það markmið að efla og skerpa skiln- ing fólks á gildi virks verðlags- eftirlits neytendanna sjálfra. Hér er greinilega verk að vinna. Jón og séra Jón Stundum er ég spurðúr, hvers- vegna sjáist svo sjaldan núorðið myndir frá Neskaupstað í sjón- varpi. Ég hef svarað því til, að því valdi sumpart leti okkar og andvaraleysi sem eigum að koma fréttum á framfæri, en sumpart tímaskortur. En fleira kemur til og því til Föstudaginn 19. jan. s. 1. flutti útibú Landsbankans í Neskaup- stað starfsemi sína í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 20. Hið nýja húsnæði er alls 1760 rúmmetrar og skiptist í íbúð úti- bússtjóra annars vegar og banka- hús hins vegar, auk bílskúrs. Smíði hússins tók 18 mánuði og hafa þar margir lagt hönd á plög- sönnunar læt ég fylgja þessa sögu. Á nýársdag hringdi ég í sjón- varpið, sagði þeim frá 50 ára kaup- staðarafmæli Neskaupstaðar og bað þá að segja frá því, en ekkert kom. Daginn fyrir hátíðarhöldin hér (7. janúar) hringdi ég svo aft- ur, skýrði frá hvað stæði til, og bað um að frá því yrði sagt á laugardagskvöldi. Fréttamaðurinn taldi fyrst öll tormerki á því. Kvaðst telja óeðlilegt að vera að „auglýsa" slíkt fyrirfram, en sagð- ist mundi segja frá því eftir á. Eftir ákveðna eftirýtni mína lof- aði hann þó að gera sitt besta til að koma fréttinni. En hans „besta“ dugði ekki og ekkert kom um kvöldið. Á sunnudagskvöldið kom svo snubbótt frásögn. Myndir voru ekki teknar þar sem filmur vant- aði. Því er þetta rifjað upp, að bæði fyrr og síðar hefur sjónvarpið sagt frá ýmsu sem í vændum hefur ver- ið. Leiksýningar hafa verið kynnt- ar, einnig sinfoníutónleikar, svo dæmi séu nefnd. En þetta er víst menning og þar að auki í Reykja- Framhald á 3. síðu inn. Arkitektarnir Hróbjartur Hró- bjartsson og Geirharður Þorsteins- son teiknuðu húsið ásamt Magnúsi Gunnarssyni, sem starfaði með þeim í byrjun. Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen hf. sá um verkfræðiþjón- ustuna og Byggingafélagið Valmi var aðalverktaki framkvæmdarinn- Framh. á 2. síðu Guðrún Björnsdóttir: Viljum við Miðað við þá reynslu sem ég hef af börnum og foreldrum í Neskaupstað virðast allir hafa mjög jákvætt viðhorf til leikskóla — börnin eru ánægð, foreldrar tala um hvað börnin hafi gott af því að vera á leikskóla — þau læri svo margt — læri að leika sér með öðrum börnum — læri að taka tillit til annarra o. s. frv. Ég held að það sé að bera í bakkafullann lækinn að rekja gildi leikskóla í nútíma þjóðfélagi, það hefur verið gert áður. En fyrst allir eru svo ánægðir með börn sín á leikskólanum finnst mér að foreldrar ættu að leyfa þeim að njóta þess sem bæjarfélagið hefur upp á að bjóða í þessum efnum. Við höfum 67 pláss á leikskóla — 6 eru auð. Auk þess gætum við bætt við 5 plássum ef aldursdreif- ingin yrði jafnari. En svo virðist sem fólk vakni ekki til lífsins fyrr en um hádegi, þá vilja allir fá pláss á leikskóla. Færeyska bílferjan Smyrill mun á sumri komanda halda áfram siglingum milli Seyðisfjarðar, Torshavn, Bergen og Scrabster eins og undanfarin sumur. Fyrsta ferðin til og frá Seyðisfirði er laugardaginn 2. júní og síðan eru vikulegar ferðir til 16. september, 16 ferðir alls. Komutími til Seyðis- fjarðar er kl. 18.00 og brottfarar- tími kl.20.00. Eins og áður þurfa farþegar sem fara milli íslands og Noregs eða íslands og Skotlands að dvelja í Færeyjum um tíma á eigin kostn- að. leikskóla? Ég vil benda á að það geta ekki allir fengið pláss á sama tíma. Því segi ég — nýtið betur morgun- deildirnar og þann starfskraft sem þar er. „Morgunstund gefur gull í mund“. Það hefur sama gildi fyrir börnin að vera fyrir hádegi og eftir hádegi. Ég vil að lokum óska öllum heilla á nýbyrjuðu barnaári og minni á símaviðtalstímann á dag- heimilinu kl. 12.45—13.15 og 5.15—6 daglega. Sem dæmi um verð má nefna að fargjald fyrir fullorðna milli Seyðisfjarðar og Torshavn er frá 400—630 kr. danskar án fæðis og fargjald milli Seyðisfjarðar og Bergen er frá 715—1175 kr. dansk- ar. Fæði er ekki innifalið. Börn 7—14 ára borga 50% fargjald, en börn undir 7 ára aldri 10%, ef þau hafa ekki sérkoju eða stól. Gjald fyrir fólksbíla er 300 d. kr. milli Tórshavn og Seyðisfjarð- ar, en 475 d. kr. frá Seyðisfirði til Bergen eða Scrabster. „Krónurnar“ hans Leifs Breiðfjörð. Útibú Landsbankans í Neskaupstað flytur í nýtt og fallegt hús Smyrill siglir áfram

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.