Austurland


Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 1
lUSTURLAND 29. árgangur Fimmtudagur 1. febrúar 1979. 5. tölublað. FÉLAGSyiST A. B. N. föstudagskvöld kl. 9. Annað kvöldið í 5 kvölda keppninni. Gunnlaugur Haraldsson — Ljósm. H. G. Frá Alþýðubandalagi Fl jótsdalshéraðs: Þurfa aðhald og liðsinni Hinn 23. janúar sl. var haldinn aðalfundur Alþýðubandalags Fljótsdalshéraðs í grunnskólanum á Egilsstöðum. Fráf. formaður fé- lagsins, Jón Loftsson á Hallorms- stað, gerði grein fyrir starfseminni á síðastliðnu ári, en þar hefur hæst borið kosningabaráttuna í sumar. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa flutti gestur fundarins, Helgi Seljan alþingismaður, ítar- legt erindi um stöðu mála á Al- þingi fyrir þinghlé og í lands- málum almennt. Reifaði Helgi helstu baráttumál Alþýðubanda- lagsins og gerði grein fyrir fram- gangi þeirra í einstökum ráðu- neytum og á þingi. Kom berlega fram í máli Helga, að við öllu mætti búast í stjórnarsamstarfinu. Væri afar þýðingarmikið að ein- stök Alþýðubandalagsfélög úti um land ynnu kaþþsamlega og veittu ráðherrum sínum, alþingismönn- um og flokksforystu á þann hátt aukið liðsinni og aðhald við að koma fram baráttumálum, ekki síst núna þegar um aðild að rík- isstjórn væri að ræða. — Umræð- ur urðu talsverðar um einstaka málaflokka. Eftirtaldir félagar skipa stjórn Alþýðubandalags Fljótsdalshéraðs næsta árið: Gunnlaugur Haraldsson, for- maður; Gunnar Halldórsson, vara- formaður, Dröfn Jónsdóttir, Ófeig- ur Pálsson, Halldór Sigurðsson, Arinbjörn Árnason, og til vara Ásmundur Þórarinsson og Árni Halldórsson, Stjórnin hefur ákveðið að koma saman til fyrsta fundar þriðju- daginn 30. jan. þar sem starfsem- in framundan verður skiþulögð. — Verður gerð nánari-grein fyrir vetrarslarfi félagsins hér í blað- inu innan tíðar. Umboðsmaður Austurlands Egilsstöðum: Guðrún Aðalsteinsdóttir Útgarði 6 — sími 1292. Lokatakmarkið hlýtur að vera öfnun símoverðs Fyrir atbeina landshlutasamtaka sveitarfélaga var gerð á síðastliðnu ári athugun á símamálum hér- lendis. Að henni vann starfshópur sem í voru 3 framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna, þeir Guð- jón Ingvi Stefánsson, Vesturlandi, Guðmundur Gunnarsson, Suður- landi (og síðar eftirmaður hans í starfi, Helgi Bjarnason) og Jóhann T. Bjarnason, Vestfjörðum. Af hálfu Póst- og símamálastofnunar- innar voru í hópnum þeir Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri og Guðmundur Björnsson við- skiptafræðingur hjá stofnuninni. í sambandi við athugun þessa var gerð könnun á útgjöldum sím- notenda. Valdar voru símstöðvar á landsbyggðinni, sem talið var að gætu gefið sem besta hugmynd um símanotkun við hinar ýmsu atvinnu- og þjónustulegu aðstæð- ur og til samanburðar stærstu sím- stöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Gert var nákvæmt yfirlit yfir síma- útgjöld á þessum stöðvum fyrir heilt ár, 1977 og samanburður á milli þeirra. Heldur hljótt hefur farið um athugun þessa en blaðið fékk góð- fúslega leyfi hjá einum úr starfs- hópnum til birtingar á efni skýrslu þeirrar sem hópurinn sendi frá sér. Skýrslan er afar athyglisverð og staðfestir svo að ekki verður leng- ur neitað, að hér er aðgerða þörf. Því til sönnunar verður hér tæpt á nokkrum atriðum hennar. Áberandi er hversu hlutfallslega færri símnotendur á höfuðborgar- svæðinu fara yfir afnotagjalds- markið heldur en úti á landi (Akureyri er þó þar í sérflokki). Hitt vekur þó ennþá meiri athygli, að meðalfjöldi umframskrefa úti á landi er allt að fjórum sinnum hærri en á Reykjavíkursvæðinu. Á eftirtöldum stöðum árið 1977 voru greiðslur fyrir umframsímtöl (umframskref pr. síma í notkun) að meðaltali sem hér segir: Einkas. Fyrirtækjas. Höfuðborgarsvæðið 20.360 81.056 Ólafsvík 74.664 177.700 Suðureyri 83.448 219.796 ísafjörður 59.444 193.856 Blönduós 60.988 266.512. Akureyri 27.916 187.224 Egilsstaðir 72.320 295.844 Eskifjörður 74.056 212548 Fáskrúðsfjörður 67.332 227.448 Stokkseyri 33.616 130.828 20% söluskattur hœtist síðan við. Greint er á milli fyrirtækjasíma og einkasíma, þar eð talið er að eðli notkunar og þörfin fyrir síma- afnot sé ekki sambærileg. Álitið er að einkasímar séu að mörgu leyti sambærilegri innbyrðis en fyrirtækjasímar. Þegar gerður er samanburður á símagjöldum á milli fyrirtækja á höfuðborgar- svæðinu annars vegar og fyrirtækja líti á landi hins vegar verður að hafa í huga, að fyrirtæki úti á landi eru að megin fjölda smá og óvíða stórfyrirtæki á móts við mörg þeirra sem finnast á höfuð- borgarsvæðinu. Verður því að álykta, að símakostnaður fyrir- tækja á Iandsbyggðinni sé í raun mun tilfinnanlegri en tölurnar gefa til kviinu. Þegar gjaldskráin er hækkuð hlutfallslega, án annarra breytinga, leggst greiðslubyrðin sífellt þyngra á notendur á landsbyggðinni. Þannig hækka símaútgjöld fyrir- tækja pr. síma í notkun til jafnað- ar um 56.736 kr. á Reykjavíkur- svæðinu en allt að 207.092 kr. á landsbyggðinni á ári. — Fyrirtæki á Reykjavíkur- svæðinu greiða tæplega tvöfalt af- notagjald fyrir umframskref en á Egilsstöðum 7,23 falt afnotagjald. — Greiðsla fyrir aukaskref á einkasímum er að jafnaði 0,77 miðað við afnotagjald á Reykja- víkursvæðinu en á Egilsstöðum 2,7 eða 3,5 sinnum meira en í Reykja- vík. — Sama hlutfall neytenda notar margfaldan skrefafjölda úti á landi miðað við höfuðborgarsvæðið og pað gerist þrátt fyrir það aðhald, sem hinir háu símareikningar ættu að veita allri ónauðsynlegri notk- un. I niðurstöðu könnunarinnar segir: „Augljóst er að dreifing síma- notkunar sýnir margfalda notkun úti á landi miðað við höfuðborg- arsvæðið. Ástæðan er m. a. ótíma- mæld notkun innan einstakra stöðva en innan höfuðborgarsvæð- isins býr yfir helmingur þjóðarinn- ar og þar er öll aðalstjórnsýslan og þjónustumiðstöð landsins. Fyrir kr. 15.60 fá íbúar þar hvert símtal svo langt sem þá lystir inn- Framh. á 2. síðu Steypt útiþró Tveir bátar hafa róið á línu frá Fáskrúðsfirði og fiskað all- sæmilega. Þeir eru á vegum Pólar- síldar. Þar hefur verið allmikil vinna að undanförnu og gæftir góðar þar til síðustu daga. Fyrsti síldarfarmurinn af haust- síldinni frá Pólarsíld að þessu sinni fór á miðvikudaginn 24. jan. Togararnir hafa fiskað heldur treglega frá áramótum og þar af leiðandi minni vinna en venjulega verið í frystihúsi Kaupfélagsins. Fyrsta loðnan kom til Fáskrúðs- fjarðar þriðjudaginn 23. jan., eitt- hvað um 600—700 tonn og síðan hefur eitthvað bæst við. í sumar var steypt útiþró fyrir bræðsluna og þróarrými hefur þar með stækkað. — B. S./lóa 5 keppendur í toppæfingu íslandsmótið í frjálsum íþrótt- um, 14 ára og yngri, innan húss verður á Selfossi sunnudaginn 4. febrúar n. k. Þó að leiðin sé löng hefur frjáls- íþróttaráð U.Í.A. ákveðið að senda 5 keppendur á mótið. Þessir hafa verið valdir til fararinnar: Vigdís Hrafnkelsdóttir Hetti (f. 1967) Sigfinnur Viggóson Þrótti (f. 1967) Anna María Arnfinnsdóttir Hetti (f. 1966) Ármann Einarsson Hetti (f. 1965) Magnús Steinþórsson Hetti (f. 1966). Allt eru þetta krakkar í topp- æfingu og má vænta góðs árang- urs. Fararstjóri verður Helga Al- freðsdóttir. — S. B. Skiluðu sér sjálfar heim Um 20. janúar birtust tvær lambær sem ekki höfðu sést síðan í vor með sinn dilkinn hvor. Önn- ur þeirra var frá Tungu en hin frá Dölum. Þær komu sjálfar að hus- um í Tungu ágætlega haldnar og lömbin líka. — B. S./I6a Hurðin lokar ekki lengur hringveginum Nú styttist í það að opnun Hringvegarins eigi 5 ára afmæli. En það gjörbreytti samgönguhátt- um okkar Skaftfellinga eins og all- ir vita. Þegar svo vegurinn um Hvalnesskriður var tekinn í notk- un fyrir tæpum 2 árum má segja að einangrun okkar hér hvað varð- ar vetrarumferð á landi sé úr sögunni. Að vísu má segja að til að byrja með hafi opnun hringvegar- ins verið Iítið meira en nafnið tómt. T. d. lokaði Kolgríma veg- inum nokkrum dögum eftir hátíð- arhöldin ef ég man rétt. Þá má segja að Hringvegurinn sé lokaður drjúgan part úr vetrin- um vegna snjóa einhversstaðar á hringnum. En þrátt fyrir allt tal svo margra um slæmt ástand í vegamálum og of litlar fram- kvæmdir á því sviði hljóta allir að greina miklar breytingar frá ári til árs til hins betra. Það hefur stundum verið grín- ast með það hér að þeir aðilar sem hefðu í hendi sér hvort hringveg- urinn væri opinn eður ei væru höfuðskepnurnar með vatnsgangi og snjó ellegar roki. Og svo í öðru lagi Benedikt bóndi á Hval- nesi með hurðinni á bílskúrnum sínum. Én eins og menn muna sem óku þar um hlað sl. vetur lá þjóð- vegurinn svo þétt við húsið þar að hurðin af bílskúrnum stóð út á miðjan veginn væri hann opn- aður. Nú hefur þessu verið breytt. Þjóðvegurinn liggur nú í stórum sveig fram hjá bænum yfir lónið. Þessi mjög svo gestrisnu hjón þau Valgerður og Benedikt á Hval nesi mega nú horfa á nágranna sem ókunnuga þeysa hjá í ryk- mekki á 70 km hraða. Margur ferðamaðurinn var búinn að þiggja hressingu á Hvalnesi útá það að kiða sér (eða bílnum) utan í hiís- vegginn um leið oog hann smeygði sér framhjá. (Sagan segir að það hafi verið styttri leið af höfðalagi Hleinótt og fríð strandlengjan á Hvalnesi. — Ljósm. H. G. hjónarúmsins út á bílþakið heldur en til fóta). ¦' Fari höfuðskepnurnar eins vægi- lega með vald sitt hvað Hringveg- inri varðar eins og Hvalnesbónd- Framhald á 3. síðu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.