Austurland


Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 01.02.1979, Blaðsíða 2
__________Æusturland_________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árnl Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Hverjir eiga að borga? Eib'fðarmál okkar fslendinga, efnahagsvandinn svonefndi, hefur verið mjög á dagskrá nú um iangt skeið án þess að menn hafi orðið ásáttir um hversu við skuli bregðast. Merkilegt hvað svona margir og gáfaðir menn eiga erfitt með að leysa í sjálfu sér jafn auðvelt mál. Stjórnarflokkamir hafa allir lagt fram sínar tillögur og hafa að undanförnu unnið að j>ví að bræða ]>ær saman og horf- ur sagðar á að það takist. Alþýðubandalagið lagði fram mjög ýtarlegar tillögur í efnahagsmálunum. Fjögur eru meginatriði jæirra tillagna. í fyrsta lagi á að tryggja fulla atvinnu, í öðm lagi að vemda j>ann kaupmátt launa, sem um var samið 1977, í Jmðja lagi að endurskipuleggja atvinnuvegina og draga úr hverskonar sóun í yfirbyggingu }>jóðfélagsins og í fjórða lagi að efla for- ræði fólksins yfir framleiðslutækjunum og treysta efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Síðan er gerð grein fyrir J>ví í smáatrið- um hvemig flokkurinn hyggst vinna að framgangi }>essarar stefnu. Hver sá, sem les og íhugar tillögur Aljjýðubandalagsins, kemst óhjákvæmilega að þeirri niðurstöðu, að }>að sé um- hyggjan fyrir hínum vinnandi manni og framtíðarheill j>jóðar- innar, sem mótar stefnuna. Öðm máli er að gegna um tillögur krata. Þeir sjá j>á lausn helsta, að skerða kjör launþega, láta p>á bera uppi kostnaðinn af stríðinu við verðbólguna. Og prumphænsnin í Alþýðuflokknum telja sig hafa efni á j>ví að kalla Aljjýðubandalagið verðbólguflokk bara af því að j>að vill ekki fallast á, að fóma hagsmunum almennings í barátt- unni við verðbólguna. Það vill láta j>á, sem verðbólgubálið kveiktu og blésu síðan að kolunum uns við ekkert varð ráðið með j>eim vopnum, sem borgarastéttin hefur yfir að ráða, greiða kostnaðinn við að kæfa j>að. En hverjir eiga j>á að bera kostnaðinn af baráttunni við verðbólguna? Svarið liggur beint fyrir: Auðvitað j>eir, sem hagnast hafa á verðbólgunni. Þeir eru ófáir, sem hafa spilað á verðbólguna, rakað saman auði á hverskonar braski og spákaupmennsku. Og margir hafa j>ar gengið á ystu nöf hins löglega til að safna að sér auði. Nýjasta dæmið er heildsalahneykslið, j>egar í ljós kom að heildsalar hafa með vafasömum hætti, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, dregið að sér í stómm stil frá }>jóðinni allri. Ef óbreyttir meim hefðu orðið uppvísir að öðram eins fjármálalegum afbrotum, sætu j>eir nú bak við lás og slá. Það er nefnilega ekki víst að j>egar allt kemur til alls sé allir jafnir fyrir lögum. Og Samband íslenskra samvinnufélaga, verslunar- samtök fólksins í landinu, á eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. Á meðan j>að lætur j>að ógert, verður j>að gruriað um að vera samsekt öðrum innflytjendum. Og lítið mark verður tekið á kattarj>votti heildsalanna. Sakbomingur hlýtur að verjast meðan kostur er. í }>ví ljósi ber að skoða yfirlýsingar heild- sala um sakleysi sitt. Maður, sem brýst inn til að stela, }>rætir fyrir verknaðinn, sé hann ekki staðinn að verki. Heildsaíarnir í.qí, eru j>eim mun forhertari, að j>eir j>ræta j>ótt J>eir hafi verið staðnir að verki. Þegar búið er að láta heildsalana skila aftur j>ví, sem j>eir hafa dregið sér og sömuleiðis aðra pá, sem grætt hafa á braski og svindli, skulum við tala um að láta pá, sem ekki hafa átt hér hlut að máli en látið sér nægja afrakstur vinnu sinnar, greiða framlag til að kæfa verðbólgubálið, sem hinir hafa kveikt og magnað. — B. Þ. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESRAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannata! BJARNI ÞÓRÐ ARSON TÓK SAMAN 5. Anton Lundberg, verkstjóri f. í Ólafsvík 19. júní 1905, Foreldrar Ole Hansen Waage, sjómaður og Kristín Haraldsdóttir. Varabæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins 1934—1938. Sat 21 bæjarstjórnarfund. Kona: Sigurborg Eyjólfsdóttir f. 19. okt. 1900 í Sandvík, Norðfjarðarhreppi, d. í Neskaupstað 25. ág. 1973. Alsystir Jóhanns nr. 52 og Valdimars nr. 104. Foreldrar: Eyjólfur Eyjólfsson bóndi og kona hans Jóhanna Stefánsdóttir. 6. Armann Eiríksson, framkvæmdastjóri, f. á Krossanesi, Helgustaða- hreppi 22. júlí 1900. Foreldrar: Eiríkui- Þorleifsson, bóndi og kona hans Aldís Stefánsdóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1934—1938, bæjarfulltrúi sama flokks 1942—1946 og Framsóknarflokks- ins 1954—1962. Sat 260 bæjarstjórnarfundi. Kona: Jónína Halldórs- dóttir f. í Neskaupstað 21. nóv. 1906. Foreldrar: Halldór Einarsson, byggingameistari og kona hans Emma Jónsdóttir. 7. Ármann Magnússon, útgerðarmaður f. á Kirkjubóli í Vaðlavík 23. sept. 1899, d. í Neskaupstað 28. mars 1967. Foreldrar: Magnús Marteinsson, bóndi og kona hans Sigurbjörg Stefánsdóttir, alsystir Sveins nr. 101 og Aldísar móður Ármanns Eiríkssonar nr. 6. Ármann og Sveinn nr. 100 voru albræður. Varabæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins 1954—1962. Sat 4 bæjarstjórnarfundi. Kona: Hallbera Hallsdóttir f. í Viðborðsseli, Mýrahreppi, A-Skaft. 15. júní 1905. Foreldrar Hallur Sæmundsson, bóndi og kona hans Katrín Pálsdóttir. 8. Ásgeir Lárussou, fulltrúi f. í Neskaupstað 10. jan. 1924. Foreldr- ar: Lárus Ásmundsson, verkamaður og kona hans Dagbjört Sigurðar- dóttir. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 1966—1978. Sat 21 bæj- arstjórnarfund. Kona: Unnur Bjarnadóttir f. í Neskaupstað 29. maí 1933. Foreldrar: Bjarni Sveinsson, skipasmiður og kona hans Guðrún Friðbjörnsdóttir. 9. Auður Bjarnadóttir, húsmóðir f. í Neskaupstað 25. júní 1926. Foreldrar: Bjarni Antoníusson, verkamaður og kona hans María Bjarna- dóttir. Varabæjarfulltrúi Alpýðubandalagsins 1966—1970. Sat 3 bæj- arstjórnarfundi. Maður: Aðalsteinn Halldórsson nr. 1. 10. Auður Björk Kristinsdóttir, sérkennari f. í Reykjavík 23. mars 1951. Foreldrar: Kristinn Stefánsson, vélstjóri og kona hans Sæunn Jónsdóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1978. Hefur setið 3 bæjarstjórnarfundi. Maður: Svavar Stefánsson, sóknarprestur f. í Reykjavík 14. mars 1949. Foreldrar: Stefán Svavarsson, viðskiptafræð- ingur og kona hans Ólöf Matthíasdóttir. (Framhcild í ruestu blöðum) TIL SÖLU vélar til framleiðslu á einangmnarplasti. Upplýsingar í síma 97-7445 og 7444. TILKYNN/NC Við minnum á að reikningar verða að berast í síðasta lagi á miðvikudag, annars verða j>eir ekki greiddir næsta föstudag. SÍLDA R VINNSLA N HF. ÚTGERÐ HF. SÍLDARVINNSLUNNAR Neskcutpstað Bæjarmélaráðið í Neskaupstað: Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. Alþýðubandalagið Togbraut á Fáskrúðsfirði Sunnudaginn 21. janúar var formlega tekin í notkun ný skíða- togbraut í fjallshlíðinni fyrir of- an Fáskrúðsfjörð. Brautin er frönsk af gerðinni Chipper og getur flutt um 700 manns á klukkustund. Togbrautin kostaði um 10 millj. króna og það var Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar sem safnaði fé til kaupanna og hafa þar margir lagt sitt af mörkum. Fjöldi manns var þarna í fjall- inu í glansandi góðu veðri en náðu samt ekki alveg upp í sólskinið sem var ofar í hlíðinni þó að litlu hafi munað. Það eina sem ef til vill skyggði á var að snjórinn var af frekar skornum skammti en úr því hefur nú ræst. — B. S./lóa ]öfnun ... Framhald af 1. síðu. an svæðisins. Fyrir sama gjald fær landsbyggðin 6—12 sekúndna samtal við svæði 91 en úti á landi er aðeins ótímamælt innan hverrar stöðvar. Vegna margfaldrar notk- unar greiðir landsbyggðin þar af leiðandi mun hærri notkunargjöld svo sem sýnt hefur verið fram á í töflum hér að framan. Með til- vísun til jafnréttis og þýðingu þessa samskiptatækis, verður þetta mikla misræmi að hverfa. Ljóst virðist að nauðsynlegar aðgerðir í þá átt geti tekið nokkurn tíma, m. a. til að mæta tæknilega auknu álagi vegna aukinnar notkunar. Leggja þarf þó áherslu á að hraða leiðréttingu á verstu agnúunum á núverandi gjaldskrá. Nokkrar hugmyndir um fyrstu aðgerðir eru: a. Aukning skrefafjölda innan af- notagjalda á minni stöðum, með þeim rökum, að þjónustu- svæði innan stöðvar (ótíma- mælt) er margfalt minna þar. b. Stækkun hnútstöðva til að minnka gjaldtöku, t. d. innan kjördæma eða þjónustuheilda. c. Lenging stystu skrefa, sem nú eru 6 sekúndur t. d. með því að leggja niður gjaldflokk 5. d. Hækka afnotagjöldin verulega og nota auknar tekjur af þeim til lengingar skrefa. e. Setia upp skrefatatningu innan stöðva oc nota þannig auknar tekiur til lækkunar fiarlæ"ðar- gialda. f Hækka aðra tekjustofna sím- ans (stofngjöld. símskeyti o. fl.)“ (leturbr. blaðsms) Niðurstaða þessarar könnunar færir okkur heim sunninn um það sem við vissum þó áður, að þjóðin situr ekki við sama borð hvað sím- kostnað snertir. Menn greinir á um hvaða leiðir á að fara til að leiðrétta bctta misrétti og hversu hratt, en lokatakmarkið hlvtur að- eins að verða eitt — JÖFNUN SÍMAGJALDS. — lóa KIRKJA Messa ( Norðfjarðarkirkju n. k. sunnudag 4. febr. kl. 2 e. h. Barnastund laugardag kl. 10.30. Sóknarprestur EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 5.—9. febrúar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.