Austurland


Austurland - 08.02.1979, Page 1

Austurland - 08.02.1979, Page 1
29. árgangur Neskaupstað, 8. febrúar 1979 6. tölublað. Hitaveita á Egilsstöð- um, fjarvarmaveita á Höfn í Hornafirði Hjörleifur Guttormsson orku- og iðnaðarmálaráðherra Lánsfjáráætlun ríkisins fyrir 1979 hefur verið í undirbúningi hjá ríkisstjórninni undanfarna mánuði. Blaðið hringdi í Hjörieif Gutt- ormssoti orku- og iðnaðarráðherra til að leita frétta af málinu síðast- liðinn priðjudag. Hann staðfesti að ríkisstjórnin hefði nú afgreitt fjárfestinga- og lánsfjáráætlun fyr- ir þetta ár og verður hún væntan- lega lögð fram á Alþingi í næstu viku, til kynningar og staðfest- ingar varðandi lántökuheimild. Hann kvaðst ekki vilja greina frá efni áætiunarinnar í einstökum atriðum að svo stöddu en þó mætti koma fram að gert sé ráð fyrir nokkru framlagi til Bessastaðaár- virkjunar til að ljúka áætlanagerð vegna virkjunarinnar og til annars undirbúnings. Einnig hafi tekist að fá samþykkta byrjunarfjárveit- ingu til Vopnafjarðarlínu þ. e. raflínu frá Lagarfossi um Hellis- heiði og Búr til Vopnafjarðar þannig að sú framkvæmd getur farið af stað í ár. Þá eru framlög samkvæmt láns- fjáráætlun til hitaveitufram- kvæmda á Egilsstöðum og til fjar- varniaveitu á Höfn og eru það nýmæli að skriður komist á slíkt hér eystra. Hjörieifur sagði áætlað fram- kvæmdafé til rafvirkjana og raf- veitna nema hátt í 18 milljarða króna og til hita- og vatnsveitna yfir 9 milljarða af um 60 milljarða fjárveitingu hins opinbera sam- kvæmt fjárfestingar og lánsfjár- áætlun. Þannig sé þessi áætlun mun afdrifaríkari fyrir málefni er undir iðnaðarráðuneytið heyra en sjálf fjárlög ríkisins serft afgreidd Loðnuafli Sl. þriðjudag hafði verið landað rúmlega 100 þús. lestum af loðnu á Austurlandi. Skiptist aflinn þannig milli staða. Vopnafjörður 12.500 tonn Seyðisfjörður 27.000 tonn Neskaupstaður 16.000 tonn Eskifjörður 27.000 tonn Reyðarfjörður 10.000 tonn Fáskrúðsfjörður 7.000 tonn Stöðvarfjörður 2.000 tonn Breiðdalsvík 1.500 tonn — G. B. FÉLAGSVIST A. B. N. föstudagskvöld kl. 9. Þriðja kvöldið í 5 kvölda keppninni. Sessastaðaárvirkjun Vopnafjarðarlína á lánsfjáráætlun 1979 og voru fyrir jól. Auk þessara þátta koma inn í myndina framlög til lánasjóða þar á meðal vegna iðn- aðarverkefna svo sem til skipa- smíði og skipaviðgerða. Verði nú nokkru meira fjármagn til ráðstöf- unar vegna innlendrar skipasmíði en verið hefur undanfarin ár. Þess- ar áætlanir sem hér um ræðir eru með nokkru öðru og fastara sniði en undanfarin ár þar sem reynt er að ákveða heildarfjárfestingu í landinu og er gert ráð fyrir að hún nemi rösklega 180 milljörð- um, en það er um 24,5% af þjóð- arframleiðslu. Var ráð fyrir því gert af ríkisstjórninni að þetta fjárfestingarhlutfall yrði á bilinu 24—25%. Miklu hefur skipt í sambandi við gerð lánsfjáráætl- unar að unnt hefur verið að færa til umtalsvert fjármagn frá áætl- uðum stórframkvæmdum svo sem Hrauneyjarfossvirkjun, Járn- blendiverksmiðjunni og nú síðast Álverinu í Straumsvík, sem á rétt á stækkun á þessu ári samkvæmt fyrri samningum. Frá einstökum þáttum fram- kvæmda- og lánsfjáráætlunar verð- ur væntanlega unnt að greina nán- ar í næstu blöðum. — lóa FÁSKRÚÐSFIR ÐINGAR: Telja sig svikna af fjdrveitingarvaldinu Er fjárveitingar frá ríkinu lágu fyrir, nú nýlega, var ljóst að fjár- vcitingavaldið hafði brugðist okk- ur, hér á Fáskrúðsfirði, gjörsam- lega, í sambandi við endurnýjun og uppb.vggingu hafnarinnar. Þær tvær bryggjur, sem allt at- hafnalíf, hefur verið bundið við eru úr sér gengnar trébryggjur, byggðar í nokkrum áföngum á tímabilinu 1952—62 og samkv. upplýsingum frá Hafna- og vita- málastofnuninni er endingartími trébryggja um 15 ár. Árið 1977 fáum við úthlutað ■fjármagni til að reka niður 60 m langt stálþil og er þá gerð áætlun um að skipta því, sem eftir væri af frágangi, við þá bryggju niður á tvö næstu ár, en jafnframt að þegar framkvæmdum við hana yrði lokið 1979, yrði sama ár byrjað á framkvæmdum við Fisk- eyrarbryggju, framan við nýja frvst'húsið. Um þá bryggju fara allar afgreiðslur togaranna tveggja ásamt afskipunum á freðfiski, frá KFFB, landanir úr loðnuskip- um og mjölafskipanir. Upphaflega var gert ráð að báðar þessar gömlu bryggjur þyldu 3ja tonna öxulþunga og geta menn því séð hve gott er að standa að því að skipa út og upp um þær. Samkv. skýrslu Hafnarmála- stofnunar, sem gerð var af Þor- birni Eiríkssyni, 1976, telur hann að mesti hjólþungi á bryggjunum megi vera 700 kg. í suðurferð á liðnu hausti, féllst sendinefnd frá Búðahreppi á að fresta framkvæmdum við Fiskeyr- arbryggju til ársins 1980, með því Hvar md skera niður ? Egilsstaðir London Norðfjörður Hvað skyldu pessir staðir eiga sameiginlegt. Jú, það fyrsta sem kemur upp í hugann er að allt eru þetta þýðingarmiklar fiughafn- ir. í kjaradeilum flugmanna hefur verið beitt skæruhernaði og ekki flogið til ákveðinna staða tiltek- inn dag. Sl. fimmtudag voru Egils- staðir, Neskaupstaður og London í straffi. Varla hefur það verið tilviljun að flugmenn völdu þessa staði saman. Vonandi verða þeir líka saman í hóp er stjórn Flug- leiða raðar niður sumaráætlun. Sem dæmi um hina frábæru þjón- ustu sem Flugleiðir veita með beinu flugi milli Reykjavíkur og Neskaupstaðar má nefna að á árinu 1979 hefur félagið flogið þrisvar sinnum hingað. Að sjálf- sögðu eru Norðfirðingar snortnir af hinni frábæru þjónustu flug- félagsins. En nú eru bjartari tím- ar framundan, því við erum komn- ir á bás með Egilsstöðum og London. — G. B. Lagning olíumalar á Naustahvamm. Sumir vilja meiri olíu- möl, aörir skóla. Tillaga að fjárhagsáætlun Nes- kaupstaðar var lögð fram á þriðju- daginn mcð um 60 millj. kr. halla samkvæmt upplýsingum bæjar- stjórans. Bæjarstjórn er því mikill vandi á höndum ef takast á að afgreiða hana hallalausa. Til þess þarf vafalaust bæði niðurskurð og nýja tekjuliði, og því meiri niður- skurð ef engir nýir tekjuliðir fást. Niðurstöðutölur rekstraráætlun- ar eru 449 millj. 280 þúsund og eignabreytingaáætlun 75 millj. 286 þús. Helstu tekjuliðir eru: Útsvör og aðstöðugjöld 311 millj Fasteignaskattur 65.2 millj. kr. Framlag úr Jöfnunarsj. 44.5 millj. Stærstu útgjaldaliðjr rekstrar- áætlunar eru: Fræðslumál 62.4 millj. kr. Félagsmál 57.8 millj. kr. Götur og holræsi 75.5 millj. kr. Helstu byggingarframkvæmdir eru samkvæmt áætluninni: Fjórðungssjúkrahúsið 115 millj. kr. (hluti ríkis 100 millj.) Gagnfræðaskóiinn 50 miílj. kr. (hluti ríkis 30 millj.) Til leiguíbúðá og hluti bæjárins er áætlaður 6 milljónir. . Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig við þessum vanda verður brugðist. skilyrði þó, að lokið yrði við áðurnefnda hafskipabryggju og að fyrir lægi hönnun og tillögugerð að Fiskeyrarbryggju af hálfu Vita- og hafnarmálastofnunarinnar, sem allra fyrst. Þó að þarna hafi verið um að ræða tilslakanir af hálfu hrepps- nefndar, á áður gerðum áætlun- um, hafa yfirvöld algjörlega hundsað þetta samkomulag með fjárveitingu í ár upp á 5,6 millj. en fyrir þann pening er ekki unnt að gera þessa bryggju, sem byrjað hefur verið á, hæfa tii umferðar. Þar vantar að setja festipolla og steypa kant og þekju ofan á stál- þilið, tengja vatn og ýmsan frá- gang annan, sem nauðsynlegur telst, til að hægt sé að taka bryggj- una í notkun. Við hér á Fáskrúðsfirði teljum, að mjög illa hafi verið að þessu máli staðið, af fjárveitingavalds- ins hálfu, þykjumst við vita hvað olli því að þingmenn okkar og ráðhcrrar sáu sér ekki fært að heimsækja okkur hér í jólaleyfi sínu, eins og þeirra hefur oftast ver'ð venja, enda hefðu þeir varla hér komið kinnroðalaust. Með þökk fyrir birtingu. Ingólfur Arnarson Fáskrúðsfirði. Heldur daufl menningarlíf Menningarlíf hefur verið held- ur fábreytt á Fáskrúðsfirði undan- farið. Milli hátíða var haldið hjónaball, nokkurs konar árshátíð almennings. Þann 27. jan. var svo þorrablót Kvenfélagsins Kolfreyju hajdið. Á þrettándanum kvöddu menn jólin með leiksýningu Norðfirð- inga. Hún var mjög vel sótt, eigin- lega óvenjuvel miðað við leiksýn- ingar síðari ára. — B.S./lóa

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.