Austurland


Austurland - 08.02.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 08.02.1979, Blaðsíða 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Neskaupstað, 8. febrúar 1979 GerÍSt áskrifendur Hittumst í sparisjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Úr einu í annað KRISTINN V. JÓHANNSSON ■d':' Menntaskóli Austurlands fékk 240 millj. — 60 sinnum meira en Iðnskóli Austurlands. — Ljósm. H. G. Máiið er í atnugun jtiiuu auiUt tuiu oii uidi StU i IlClUU. ouuul' SOgUU Ui iiu Uiiuua pau uuui, auru auguu in au sva;ia pau. jLinucga cr utumvtiggja rtu. íz,u ijiii uuauiii aiuui íuru iitLuuii' au la u siícuiL oru. jMuau vai i oiou um uciuua- Kuu^a uatt u orui, ao i ueiuu- um acciu cui.fc.uui eiuoccuisuicun 05 1CU5J u iaun i>rir ucruuaiuiiui 1 viuuuiiuiauuiu viu ao ræoa mai, sem peiui vicri ætiao ao vinna 1 ci£in siarn. xr'u Uccliu margir ao sKipa nerna- ír og aorir porou ckki ao taKa sæu 1 neiuuum. £n pa ickk em- nvcr snjaua nugniynu pegar sKooa purui mai. nauu setu a lot sians- nop. i'eua potu gott orð. i pví loist ao verto væn ao vtrrna, en eKki oara otukkio Kam og svæio mai eitis og i nernaum. tn ttminn teio og nú ioru að Derast aut ira starisnopum. Pá runnu tvær grtmur á marga ráóa- menn. 1 gömiu netndunum voru mál oit svætð meo pvi að pegja pau 1 hei. uregiö var sem iengst aö ingar atvinnulífs á Austurlandi, auk pess sem sveitarfélögin purfa verkfræðipjónustu í vaxandi mæli, en aðeins pau stærstu hafa bol- magn til að hafa sjálf tæknimennt- aða menn í starfi. En um leið og ég lýsi ánægju minni með petta ágæta framtak peirra félaga og óska peim alls góðs í starfi, get ég ekki stillt mig um að koma pví á framfæri að mér líkar ekki nafnið. Kannski er pað sérviska eða íhaldssemi, en mér finnst eingöngu samtök fólks, sveitarfélaga eða önnur sambærileg ættu að kenna sig við Austurland á pann hátt, t. d. Búnaðarsamband Austurlands, Krabbameinsfélag Austurlands, Flugfélag Austurlands, Safnastofn- un Austurlands, en ekki fyrirtæki í eigu eins eða fárra einstaklinga, jafnvel pó peir séu Austfirðingar og vilji starfa fyrir Austfirðinga. Ég veit að svona nöfn eru til (Apótek Austurlands á Seyðisfirði og Bílaleiga Austurlands á Egils- stöðum), en pað breytir ekki því að ég hefði viljað einskorða þetta nafn við samtök, félög eða fyrir- tæki sem stofnuð eru af sem flest- um íbúum Austurlands eða sveit- arfélögunum. Orð og gerðir Þegar flett er í fjárlögunum og skoðaðar fjárveitingar til skóla á Austurlandi, kemur m. a. fram að 240 milljónir renna til byggingar Mcnntaskóla Austurlands, en 4 milljónir til Iðnskóla Austurlands. Þessi framlög leiða hugann að samstarfssamningi ríkisstjórnar- innar, en í honum segir það eitt um skólamál að gera eigi verulegt átak til eflingar verkmenntunar (þar með væntanlega iðnmennt- unar) í landinu!! Mér var sögð sú saga, að ein- hvern tímann fyrir margt löngu hefði sóknarprestur hér í bæ verið að predika á aðfangadagskvöld. Hann vildi leggja áherslu á að frelsarinn hefði verið af lágum stigum og spurði svo fram í kirkjuna: Og hvað getið þið hugs- að ykkur aumara en einn trésmið? Það hvarflar að mér, að þessi skoðun prestsins á smiðnum Jósep hafi færst yfir á alla iðnmenntun. Tölurnar á fjárlögunum gefa til kynna að þetta sé líka skoðun ríkisstj órnarinnar. — Krjóh. Kaha pær saman, svo var leitað auts otai sériræomga og tíminn iátinn líoa par tu neindirnar gieymdust og sem minnst sett á oiað. Wú kom fram ný aðíerd.Hun var sú aö tala eóa skrifa málin í nei. fcftir ianga iundi og marga var ntgiaöasta manni starisnops- ins ialið að setja saman álit. Varð pao gjarna pykk bók sem íæstir iOgou i að lesa og sampykktu pví atnugasemdalaust. (Eg á nokkrar siíkar og er helst að hugsa um að senaa Eáu á Aóatoóli pær). r-eir sem skipao nöiou starfshóp- inn hélau svo blaðamannafund, pöKKUou starisnopnum dugnaðinn og ruerkar mourstóöur og stungu antinu síóan niour í skúffu eða unair stót. Og smám saman fyllt- ust skúffurnar. Og pví er pað — og takið bara eftir pví — að pegar rætt er við ráðamenn landsins í útvarpi og sjónvarpi og peir spurðir um gang mála segja menn yfirieitt ekki lengur: „Eg skipaði 5 manna nefnd í máiið“, eða „Ég setti starfshóp í málið". Nú er oftast sagt einfaldlega „málið er í athugun", „við höfum sett menn í að skoða þetta“, eða „við höfum málið til meðferðar hjá okkur“ og fleira í þessum dúr. Mér hefur ekki gefist tími til að kanna hvort þetta er einhver algild regla, en málið er í athugun. Gott framtak, slæmt nafn Fyrir stuttu var sett á stofn uýtt þjónustufyrirtæki á Egilsstöð- um og heitir það Verkfræðistofa Austurlands. Stofnandi er Svcinn Þórarinsson verkfræðingur ásamt fleirum. Þessu ber að fagna því mikils virði hlýtur að vera að þurfa ekki að sækja allu tækniþjónustu út úr fjórðungnum með öllu þvf ó- hagræði og þeim kostnaðarauka, sem þvf getur fylgt. Verkfræðiþjónusta og önnur tækniþjónusta hlýtur að teljast ein af forsendum eðlilegrar uppbygg- Þegar Börkur kemur að landi Börkur NK 122 bakkar með fullfermi inn í Norðfjarðarhöfn. Slangan þrœdd á rörið. Það var hressandi að sjá Börk NK sigla inn Norðfjörð fyrsta iaugardag í þorra fleytifullan af loðnu. Myndavélin var sótt í snar- hasti en þó að menn segi að Börk- ur sé vélavana og Volvo hafi góða vél þá var það samt svo, að hann var að skríða með rassinn á und- an sér inn í höfnina þegar mynda- vélin loksins náði að festa hann á filmu. Á bryggjunni gekk allt sinn vanagang í rólegheitum og lönd- unarkallar biðu í skúrdyrunum og fylgdust með. Það var eiginlega ekki fyrr en í þann mund er taug- inni var kastað á land að líf færð- ist í mannskapinn á bryggjunni. Strákur kallaði um borð að þær áströlsku væru komnar. „Þú lýgur því“ var svarið sem hann fékk en svipurinn á andlitinu laug ekki, hafa menn kannski trú á, að þær áströlsku reynist betri en þær fs- lensku? Litlir snáðar að taka á Eru þœr áströlsku komnar? móti pabba fóru stundum heldur tæpt á bryggjubrúninni og brugðu ekki hið minnst við aðvörunarköll mömmunnar. Undirrituð var ekki eins keik því að plankinn á brún- inni var svellaður og þótt ef til vill væri hægt að komast um borð skakkafallalaust þá var það öruggt að frá borði myndi ég ekki kom- ast nema lenda í sjónum því að landgöngubrú var engin. Best var því að halda sig bara á bryggj- unni og horfa á það sem fram fór. Þegar skipið lá kyrrt og bundið — Ljósm. lóa hófust menn handa við að troða svartri gildri slöngu sem lá á dekk- inu upp á rör af sama gildleika sem lá í hlykkjum þarna fram á bryggjuna. Ég færði mig nær en fékk þá aðvörunarorð því að bráð- um myndi loðnan renna þarna um og þá væri ekki verandi nálægt án þess að á manni sæi. Ég fór að þessum tilmælum enda varla til annars en að þvælast fyrir. Þegar ég ók upp bryggjuna hafði bílum fjölgað og nokkrir pabbar voru þegar komnir í land og höfðu tek- ið pabbabörnin í fangið. — lóa FRÁ BŒJARSTJÓRN NESKAUPSTAÐAR: Skjala- og myndasafn? Safnanefnd og Bókasafnsnefnd Neskaupstaðar komu saman á fund rétt fyrir jólin til að ræða hugsanlega stofnun skjala- og myndasafns. Eftirfarandi ályktun var gerð á fundinum: „Eundurinn telur tímabært að hefja nú þegar undirbúning að stofnun skjalasafns fyrir Neskaup- stað. Skv. lögum um Héraðsskjala- söfn frá 12. febrúar 1947 er bæjar- stjórn heimilt að koma á fót skjalasafni, er varðveiti á sem tryggilegastan hátt skjöl og hand- rit og aðrar ritaðar heimildir, sem snerta sérstaklega bæjarféiagið og ekki ber að afhenda þjóðskjala- safni. 1 reglugerð frá 5. maí 1951 er nánari upptalning á þeim skjölum og gögnum, sem geyma skal í skjalasafni. Eru þar talin, auk nefnda og stofnana á vegum bæj- arfélagsins, skógræktarfélög, íþróttafélög og önnur menningar- félög. Það er því augljóst mál, að undir skjalasafn falla fundargerða- bækur og önnur gögn flestra félaga, sem starfa eða hafa starf- að í Neskaupstað síðan hann fékk bæjarréttindi. Auk þess vill nefndin benda á, að mjög aðkallandi er, að hafin sé söfnun og skráning ljósmynda, er á einhvern hátt snerta sögu og mannlíf bæjarins. Fundurinn beinir því þeirri ósk til bæjarstjórnar Neskaupstaðar að hún taki til gaumgæfilegrar athugunar að stofna til skjala- safns fvrir Neskaupstað og skapi því viðunandi aðstöðu“. í sambandi við þessa ályktun flutti Gísli Sighvatsson og Hauk- ur Ólafsson tillögu um stofnun skjalasafns. Allir fulltrúar Iýstu sig fylgjandi ályktun nefndarinn- ar og framkominni tillögu, en töldu rétt að vísa málinu til bæjar- ráðs til athugunar og var það gert. Gólfið lélegt í íþróttahúsi Skólanefnd Neskaupstaðar ræddi á fundi sínum nýlega ástand gólfsins í íþróttahúsinu, en borist hafði erindi til nefndarinnar um það frá íþróttakennurum og um- sjónarmanni hússins. Eru menn á einu máli um, að brýnt sé orðið að endurnýja gólf- ið, enda slitflötur þess orðinn lé- legur auk galla sem frá upphafi hafa fylgt teppi þessu, þ. e. bruna- sárin. Fram kom á bæjarstjórnarfundi að hér væri um talsverða fjárfestingu að ræða, a. m. k. 6—7 milljónir, og verður ákvörð- un tekin við gerð fjárhagsáætlun- ar, sem væntanlega verður lögð fyrir bæjarstjórn snemma í febrú- ar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.