Austurland


Austurland - 01.03.1979, Page 1

Austurland - 01.03.1979, Page 1
Nýting er góð hjó Seyðfirðingum .Voru rafmagnslausir í 2 sólarhringa Verksmiðjustjórinn hjá ísbirn- inum, Hilmar Haraldsson hafði það að segja að á sunnudagskvöld yrði búið að landa um 20 þúsund tonnum af loðnu hjá ísbiminum á Seyðisfirði. Nýting væri góð í það minnsta væru þeir ánægðir með hana. Mjölið væri mest laust en ekki alveg allt sumt hafi verið sett í poka. Hilmar sagði að mjöl- ið væri farið að mestu, um 16—1800 lestir í lausu injöli og 600 tonn í pokurn. Vinnah hjá ís- birninum hefði gengið vel en þeir hafi orðið fyrir skelli þegar raf- magnið bilaði 18. febr. þá hafi þeir verið rafmagnslausir í tvo sólarhringa. Lán í óláni hafi ver- ið, að ekkert hafi eyðilagst af völdum þessa óhapps en svona töf væri býsna dýr sagði Hilmar Har- aldsson að lokum. — P. J. 29. árgangur Neskaupstað, Í. mars Í978. 9. tölublað Samkvæmt upplýsingum frá Þórði Jónssyni, verksmiðjustjóra hjá Síldarverksmiðju Ríkisins á Seyðisfirði, er búið að landa 42.334 tonnum af loðnu og allt orðið fullt. Verksmiðjan er í mjög góðu lagi og öll vinnsla gengur vel. Nýting er góð, en verksmiðjan var með besta nýtingu á landinu síðastliðið ár. Búið er að vinna 5000 tonn af mjöli og þar af lest- aði Hvalvík stærsta flutningaskip íslendinga 3500 tonnum af mjöli. Þegar það leysti festar á miðnætti 23.—24. febr. sl., þá lagðist að bryggju Eldborg stærsta íslenska fiskiskipið með 1450 tonn og 876 kíló, sem mun vera mesti afli sem við vitum um að hafi komið á land úr einu skipi í það minnsta langstærsti farmurinn sem SR á Seyðisfirði hefur fengið til vinnslu til þessa. í stuttu spjalli í Morgunblað- inu 3. febrúar sl. koma fram nokkrar fullyrðingar um bæjarmál -í Neskaupstað, sem ég sé ástæðu til að leiðrétta. Orðrétt segir þar: „Það stendur bænum fyrir þrifum, hversu lítið er byggt hér. — Þar liggur bæjar- sjóður á -liði sínu“. Ég vísa því á bug sem raka- lausri fullýrðingu, að bæjarsjóður hafi legið á liði sínu hvað bygg- ingarmál varðar. Líklega er óvíða jafn hátt hlutfall og hér af íbúð- um byggðum á félagslegum grunni með 'þáíttöku bæjarsjóðs. Gatna- gerðargjöld og öðrum byggingar- gjöldum er haldið í algeru lág- marki og bæjarstjórn hefur ítrekað hvatt til byggingar söluíbúða og m. a. haldið um það fundi með byggingariðnaðarmönnum. Úm hitt, hvort nóg sé byggt má auðvitað endalaust deila og ég tek undir það að skortur á íbúð- arhúsnæði hér er vandamál. Ég vil hins vegar minna á, að sl. kjör- tímabil voru fullgerðar hér. að skölann lokið, byggð nýbygging við sjúkrahúsið, hafin bygging byggð tvö myndarleg verslunarhús og tvö iðnaðarhús, auk viðbygg- inga og ýmissa smærri bygginga. Allir byggingariðnaðarmenn hafa verið á kafi í vinnu og stund- um hefur orðið að flytja inn verk- taka. Það er því ekki nóg að tala um að of lítið sé byggt. Finna þarf leiðir til að nýta betur vinnuafl, tæki og stuttan byggingartíma, en bæjaryfirvöld hafa aldrei staðið þar í vegi né legið á liði sínu. Þau hafa lýst sig reiðubúin til samvinnu við byggingarmenn og þau eru það. — Þá segir orðrétt í Mbl.: „Á síðasta sumri átti að gera mikið átak í gatnagerðarmálum og fyrir kosningar var öllu fögru lofað“. Unnið er að gatnagerðarfram- kvæmdum eftir 10 ára áætlun, sem gerir ráð fyrir að búið verði að leggja bundið slitlag á um II km af götum bæjarins 1985. Meiri- hluti bæjarstjórnar hefur engu lof- að öðru en því að beita sér fyrir því að þessari áætlun verði haldið. Viðmælandi Mbl. veit vel, að ekki er við bæjarstjórn að sakast að ' ""■■ " jafnáði;14 íbúðir. á ári, en það er mun meira en svarar til fólks- fjölgunarirtnar. . Á sama tíma hefur verið byggð hér loðnubræðsla með mjöl- skemmum og öðru til- heyrandi, nýbyggingu við barna- fjölbrautaskóla, reist hús yfir banka, sparisjóð og lífeyrissjóð, ekki var lagt bundið slitlag á Urðarteig og Hlíðargötu sl. sum- ar. Þar kom annað til, m. a. óhagstætt veðurfar, auk þess sem rétt þótti að athuga gæði efnisins á styttri kafla. Ég fullyrði að all- ir bæjarfulltrúar hafa mikinn áhuga á að koma bundnu slitlagi Framhald á 3. síðu yfir þrjú hundruö tonn af loðnu hjá SVN Neskaupstað Á Austfjörðum markast tilveran fyrstu mánuði ársins meira eða minna af loðnu og öllu sem henni viðkemur. Þetta er árvisst tímabil og mikið held ég að menn myndu sakna þess ef það hyrfi. Firðirnir fá aukið iíf, bátar koma drekk- hlaðnir af loðnu og fara hlaðnir vörum úr kaupfélaginu. I brælu er þröngt á þingi við bryggjuna, hver báturinn utan á öðrum og bíóin sýna fyrir fullu húsi. Vakta- vinna er i fullum gangi í bræðsl- unni, sofið í 8 tíma, unnið í 8 tíma. Þeir sem vinna á svona vökt- um hverfa sjónum annarra en vinnufélaganna á meðan. Fólkið talar um veiðarnar og bátana, bæði börn og fullorðnir og fúlan bræðslureykinn leggur yfir ná- grennið svo að ckki er hægt að hengja út þvottinu. Allir vildu vera lausir við lykt- ina, en flestir sætta sig við hana af því að þetta er „peningalykt" og pcningar hafa löngum lyktað illa. En loðnan fer ekki öll i bræðslu. Inni í saltfiskverkunarhúsi Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað er unnið af kappi, þó að laugardagur sé og klukkan að nálgast kvöld- mat. Þar er verið að frysta loðnu. Þegar ég spurði Guðjón Mar- teinsson, verkstjóra hvernig vinnslan færi fram, leit hann bara kíminn á mig og sagði að það vissu vafalaust allir, a. m. k. hér í bæ og óþarfi að tfunda það. En hann féllst á að fræða mig og les- endur blaðsins dálítið um þessa atvinnugrein í Neskaupstað og þar kom ég ekki að tómum kofanum. Eftirfarandi eru hans orð: „Fyrir nokkrum árum var loðnu- frysting nokkuð arðvænlegur at- vinnuvegur, einnig frysting á loðnuhrognum, sem eru mjög eft- irsótt nú í seinni tíð, því að það er yngri framleiðsla. Síðastliðið ár brást þessi framleiðsla og margur e;nstaklingurinn og fyrirtækið fengu skell af. Aftur virðist þetta vera orðin mjög arðvænlegt, þó aðeins fyrir markað f Japan. Norðmenn og Rússar hafa keppt um sömu markaði og íslendingar en þeirra loðnustofn hefur látið ákaflega mikið á sjá og minnkað sfðastliðið ár og þar af leiðandi meiri eftirspurn en ella. Þar sem saltfiskmarkaðurinn hefur dalað mjög mikið á síðast- liðnu ári og horfur tvísýnar, þá lá vel við fyrir Síldarvinnsluna að nýta þá aðstöðu og það fólk sem hefur unnið við hana til að taka á móti, flokka og setja loðnuna í þær umbúðir sém hún á að vera í til útflutnings, þó að kostnaðar- auki sé við að flytja hana frá salt- fiskverkunarhúsinu og í frysti- húsið.' Nú, þetta hefur gengið all- vel hjá okkur. Við erum búnir að frysta talsvert á fjórða hundrað tonn, sem hefur skapað bæði mikla vinnu og vonandi miklar tekjur fyrir fyrirtækið í heild“. Aðspurður um álit á kolmunna- vinnslu sagði Guðjón: „Frá minni fyrri reynslu til sjós og einnig eftir því sem ég hef fylgst með síðan ég kom í land þá álít ég að það sé geysi- lega mikil kolmunnagengd í sjón- um og við hefðum mátt vera fyrr á ferðinni með að nýta þá auð- lind sem sjórinn hefur þarna að bjóðá. Framh. á 2. síðu FÉLAGSVIST A. B.N. föstudagskvöld kl. 9. Afhent verðlaun úr 5 kvölda keppninni. Hornafjörður Góðu hyggingarefni dœlt upp úr ósnum Á Homafirði hafa borist á land ' 2.700 tonn af afla frá áramótum. Þetta er helmingi meiri afli en borist hafði á land á sama tíma í fyrra. Þar koma til bæði óvenju góðar gæftir framan af og geýsi- góð veiði í hverjum róðri. Þetta hefur yfirleitt verið góður fiskur mest þorskur og ýsa, óvenjustórt hvorutveggja. Segja má að Ósinn við Höfn í Horrtafirði sé orðinn ágætur til S'glinga aftur eftir leiðindaástand á tímabili í vetur. Dýpkunarskipið Pérla gróf þarna upp verulegt magn af möl og jós því í 'væntanlega uppfyll- ingu við höfnina. Nú á hún að grafa um 5000 tonn til viðbótar sem hreppurinn ætlar að nota í olíumöl og fleira. í ljós hefur komið að þetta er allgott bygg- ingarefni og helmingi ódýrara en samskonar möl sem flutt hefur verið hingað um langan veg hing- að til. Ótíðindin úr ósnum hafa sjálf- sagt átt þátt í því hve lítið hefur l orist hingað af loðnu hingað til. / ðeins er búið að landa tæpum 6 þúsund tonnum og hér er tals- vert þróarrými, þó að ekkert þró- arrými sé um langan veg, allt frá Seyðisfirði og vestur um Reýkja- Aðal loðnuaflinn barst hingað síðastliðinn föstudag og þá komu hér skip sem ekkert stóð uppúr af nema hvalbakurinn og brúin má segja. Eitthvað klóruðu þau botninn á leiðinni inn en það mun hafa verið vegna ókunnug- leika hjá flestum. — H. Þ. G. vegna spjalls í Morgunblaðinu Búið að frysta

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.