Austurland


Austurland - 01.03.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 01.03.1979, Blaðsíða 3
Leiðrétting Framhald af 1. síðu. sem fyrst á götur basjarins, en það kostar mikið fé og eigi það að hafa forgang verður eitthvað annað að bíða svo sem vatns- veituframkvæmdir og skólabygg- ingar. Þá er spjallað um mengun frá loðnubræðslunni og fullyrt að höfð hafi verið uppi stór orð um nauðsyn mengunarvarna, en ekki sé lengur neitt á þau mál minnst af hálfu forystumanna bæjarins og orðin virðast gleymd. Þetta er alrangt. Bæjaryfirvöld halda þessu máli sífellt vakandi, bæði hafnarstjórn, heilbrigðis- nefnd og bæjarstjórn. Það er hins- vegar út í bláinn að láta líta út sem enginn vandi sé að leysa þetta mengunarvandamál. Að dómi sér- fræðinga kemur hækkun stromps- ins ekki að gagni við okkar að- stæður. Hin nýju tæki, sem sett hafa verið upp í Hafnarfirði gefa góðar vonir, en ljóst er að sérstaka fyrirgreiðslu þarf af háifu hins opinbera, ef gera á bræðslunum kleift að setja þau upp. Ví§t er mengunin hvimleið, en það eru óþarfa ósannindi að for- ystumenn bæjarins hafi ekkert um málið hirt auk þess sem ástandið er málað sterkum litum. Ég er því fyllilega sammála, að hótelleysi hér er verulegt vanda- mál og að það verður að leysa. Ég get hinsvegar tekið undir það, sem stendur annars staðar hér í blaðinu, að það er dálítið spaugi- legt að viðmælandi Mbl. skuli ekki sjá annan til að leysa málið en bæjaryfirvöld. Hvar er nú einka- framtakið? Mér er ekki kunnugt um að minni bæjarfélög reki hótel. Hótel eru auðvitað víða í minni bæjum, en rekin af einstak- lingum eða félögum. Það væri miklu eðlilegra að mínu mati, að framtakssamur einstaklingur tæki að sár hótelrekstur, en njóti þá einhverra fríðinda, t. d. húsaleigu- fríðinda. — Gagnrýni er ekki aðeins sjálfsögð, heldur nauðsynleg. Öll mannanna verk eru ófullkomin. En gagnrýni þarf að vera sett fram af góðvild og með jákvæðu hugarfari. Hún þarf líka að byggj- ast á þekkingu og oft er auðvelt að afla sér upplýsinga um það sem gagnrýnt er. Það kostar jafn- vel ekki nema eitt símtal, en þann- ig geta menn komist hjá því að fara með rangt mál. Ég hripa niður þessar leiðrétt- ingar, því ég þykist vita að við- mælandi Mbl. vilji hafa það sem sannara reynist. Hann hefur sjálf- ur setið yfir tuttugu bæjarstjórnar- fundi, og þó hann hafi ekki flutt þar tillögur í þessum málum veit hann að bæjarfulltrúar, bæði í meiri- og minnihluta, vinna störf sín af ábyrgð og með hag og vel- ferð bæjarins og íbúa hans fyrir augum. — Krjóh. KIRKJA Æskulýðsmessa í Norðfjarðar- kirkju n. k. sunnudag 4. mars kl. 2 e. h. Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar. Sóknarprestur Bíll til sölu Sunbeam Hunter árgerð 1973, er til sölu. — Upplýsingar í síma 7446, Neskaupstað. NESKAUPSTAÐUR Bœjarskrifstofur Athygli er vakin á breyttum opnunartíma bæjar- skrifstofanna frá og með I: mars n. k. Opnunartímar og viðtalstímar einstakra starfsmanna verða sem hér segir: Egilsbraut 1 1. hæð Afgreiðsla - opin kl. 9.3(}—12.00 — 12.30—15.00 Bæjargjaldkeri - viðtalstínjar: mánud. kl. 10.00—12.00 Jrriðjud. — 10.00—12.00 fimmtud. — 12.30—15.00 Bæjarbókari 2. hæð Bæjarstjóri Ritari viðtalstímar: mánud. kl. 10.00—12.00 miðvikud. — 10.00—12.00 fimmtud. — 13.00—15.00 Skólafulltrúi - viðtalst.: alla virka daga kl. 9.00—12.00 Egilsbraut 5 Bæjarverkstjóri - viðtalst.: þriðjud. kl. 18.00—19.00 föstud. — 11.00—12.00 Egilsbraut 11 Byggingafulltrúi - viðtalst.: alla virka daga kl. 9.00—12.00 og — 14.00—16.00 Hafnarstjóri BÆJARSTJÓRl Frá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga FRÁ BÚSÁHALDADEILD: Stereo samstæður: Crown, Alba, Hitachi, Bang og Olafsen. Litasjónvörp: Finlux, Philips, Hitachi, Grundig Toshiba, Nordmende. Sýnishorn og myndalistar fyrirliggjandi. Góðir afborgunarskilmálar. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn. Bíll til sölu Til sölu Volvo 1970 í góðu standi. Upplýsingar í síma 7218, Neskaupstað. EGILSBÚÐ Sfml 7322 Neskanpstafl TIL MÓTS VIÐ GULLSKIPIÐ Æsispennandi litmynd sem gerð er skv. samnefndri skáidsögu Alistair Mac Leans, sem komið hefur út á íslandi. Aðalh Richard Harris. — Sýnd fimmtudag (í kvöld) kl. 9. — Kvöldbann 14 ára. HUNDURINN SEM BJARGAÐI HOLLYWOOD Fyndin og fjörug litmynd um hinn stóra og fallega Schaferhund. Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. HJARTA ER TROMP Dönsk stórmynd í litum. Fyrsta danska myndin sem tekin er í Panavision og fjallar um vandamál sem gæti hent hvem og einn. Aðalh. Lars Knutzon og Ulla Gottieb. Sýnd sunnudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. TIL MÓTS VIÐ GULLSKIPIÐ Sýnd mánudag kl. 8. — Ath. breýítan sýningartíma. Síðasta sinn. — Bönnuð innan 12 ára. Austfirðingar - Héraðsbúar Fatahreinsunin að Selási 20, Egilsstöðum, er opin frá 9—12 og 13—17 mánudaga til föstudaga. Notið flugáætlunarferðir. — Sæki og sendi á flugvöll. Sími á vinnustað 1385 og heima 1173. — Reynið við- skiptin. FATAHREINSUN SF. Björn Pálsson AUGL ÝSING Nefnd, skipuð af bæjarráði Neskaupstaðar, til könnun- ar á byggingu vöruskemmu á hafnarappfyllingunni í Neskaupstað, leitar hér með eftir aðilum, sem telja sig hafa þörf fyrir aðstöðu í slíku húsnæði, og vildu vera pátttakendur um byggingu og rekstur j>ess, þeir era beðnir að hafa samband við hafnarstjóra, fyrir 15. mars n. k„ sem gefur nánari upplýsingar. Undirbúningsnefndin íbúðir til sölu fbúðin Strandgötu 4. neðri hæð er til sölu nú þegar, ef viðunandi tilboð fæst. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. — Tilboðum sé skilað til undirritaðs. Halldór Hartmannsson, sími 7446, Neskaupstaö * Arshátíð Árshátíð fjáreigenda og hestamanna verður haldin í Egilsbúð laugardaginn 3. mars kl. 8.30 stundvíslega. Miðar verða seldir í miðasölunni, föstudaginn 2. mars frá kl. 5—7. — Hver félagsmaður fær 4 miða. — Troga- matur. — Fjölbreytt skemmtiatriði. — Vírus sér um fjörið. — Hestamenn munið árgjaldið. N E F N D I N

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.