Austurland


Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 1
29. árgangur Neskaupstað, 15. mars 1979 11. tölublað. Hriktir enn í stjórnarsamstarfinu: Kauplœkkunarkrafa 6,6 prós.1. júní Itrekuðum málamiðlunartillögum Alþýðubandalagsins hafnað Glíman við svonefnt efnahags- frumvarp forsætisráðherra hefur nú staðið í fullan mánuð og má segja að nú séu orðin þáttaskil i þeirri viðureign og um leið í rikisstjórninni. Kauplækkunaröflin i Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokkn- um hafa nú náð saman og standa þessir flokkar að því er best verð- ur séð sameinaðir um frumvarp sem felur í sér 6—7% beina kaup- skerðingu 1. júní næstkomandi. Áætlað hefur verið að óbreytt vísitala mæli um 10% vegna verð- hækkana fram til 1. maí nk. en af því ætti samkvæmt kauplækk- unartillögum framsóknar og krata aðeins að bæta um þriðjung eða 3—4% í kaupi 1. júní nk. Vinnubrögðin varðandi þennan þátt frumvarpsins hafa verið með miklum eindæmum og í stíl við tilganginn. í stað eðlilegra sam- ráða við launþegasamtökin eins og tilskilið er í stjórnarsáttmál- anum var reynt að knýja þetta mál fram innan ríkisstjórnar áður en upplýst var hvað fólst í þeim til- lögum forsætisráðherra sem eftir stóðu í vísitölukaflanum. Þegar þetta gerðist lágu fyrir eindregin og samhljóða mótmæli miðstjórn- ar Alþýðusambands íslands og þá ekki síður krata og framsóknar- manna innan miðstjórnarinnar en Alþýðubandalagsmanna. Ráðherr- ar Alþýðubandalagsins hafa und- anfarna daga flutt hverja mála- miðlunartillöguna af annarri inn- an ríkisstjórnárinnar en án þess að hafa mætt nokkrum samkomu- lagsvilja af hálfu hinna flokkanna í þessu viðkvæma máli. Kauplækkunaráhugi framsókn- ar er ekkert nýtt fyrirbæri en þó hafa framsóknarmenn nú átt fullt í fangi með að fylgja Alþýðu- flokksmönnum eftir og fyrir ligg- ur að úrslitatilraunir til málamiðl- unar af hálfu ráðherra Alþýðu- bandalagsins strönduðu á algerum ósveigjanleika krata innan ríkis- stjórnarinnar. Með þessu síðasta áhlaupi er enn reynt að knýja fram þá miklu kjaraskerðingu sem verið hefur nánast trúaratriði hjá Al- þýðuflokknum allt frá kosningum og birst hefur í hverju áhlaupinu af öðru innan ríkisstjórnarinnar og raunar einnig á Alþingi. Mikið starf liggur að baki við að koma á samkomulagi um stefnumörkun í efnahagsmálum til tveggja ára og þar var orðið sæmilegt samkomulag um önnur atriði en kaupgjalds- og vísitölu- rnálin. Alþýðubandalaginu hafði tekist að fá fram verulegar bréyt- ingar á frumvarpsdrögum Ólafs meðal annars að koma inn nýjum kafla um nýsköpun og hagræðingu í atvinnuvegunum og draga veru- lega úr mörgum ákvæðum sem stefndu í mikinn samdrátt og sköp- uðu hættu á atvinnuleysi. Þessu starfi og ríkisstjórnarsam- starfinu í heild er nú stefnt í mikla tvísýnu þegar síst skyldi. Margir voru farnir að vona að unnt reyndist að koma þar á sæmilega heilsteyptu samstarfi og fá vinnufrið til að ná fram mörg- um góðum áformum sem eru á stefnuskrá stjómarinnar og eru sum þeirra komin á nokkurn rek- spöl. Þetta á einnig við um það mark- mið að ná niður verðbólgunni í áföngum en á því hefur Alþýðu- bandalagið ekki minni áhuga en hinir stjórnarflokkarnir. Hins veg- ar hefur flokkurinn ekki viljað gera slíkt einhliða á kostnað laun- þega, né heldur með því að stofna atvinnuástandi í tvísýnu með óhóf- legum samdrætti. Þó liggur þegar fyrir að allverulegur árangur hef- ur náðst í baráttunni gegn verð- bólgunni og frekari ávinninga að vænta samkvæmt þeim tillögum sem Alþýðubandalagið hefur borið fram í ríkisstjórninni. Það er mikill óvinafagnaður gerður með síðustu skrefum þeirra sem rjúfa vilja þann trúnað sem reynt hefur verið að byggja upp milli ríkisvaldsins og launþega- samtaka að undanförnu. Ekki verður fullyrt á þessari stundu að dagar ríkisstjórnarinnar séu tald- ir. Framhaldið fer eflaust eftir úr- Framh. á 2. síðu I I I Kaupskerðing í frumvarpi Olafs Jóhannessonar 1. júní: Samræming framfærslu- og verðbótavísitölu („sett á 100“) ......................... 4- 1.1% Uppsöfnun frádráttarliða ............... 4- 0.5% Viðskiptakjaraviðmiðun ................. 4- 3.0% Frysting verðbótaauka .................. -4 1.5% Olíufrádráttur ......................... 4- 0.5% Samtals kaupskerðing 4- 6.6% NESKAU.PSTAÐUR: Lausn vatnsmálanna er í sjónmáli Á fundi bæjarstjómar Neskaup- staðar 13. mars síðastliðinn rakti bæjarstjórinn, Logi Kristjánsson, gang mála í vatnsmálum bæjarins undanfarin ár óg gerði grein fyrir stöðunni nú. Borholurnar brugðust í máli hans kom meðal annars fram, að síðan borholurnar sem boraðar voru í Ingunnarveitu brugðust hafi verið horft inn til Beljanda og Hólalækjar sem lausn- ar. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri. Á árunum 1972—1974 var unn- ið að mælingum og hönnun lagna frá Ingunnarveitu inn að þessum uppsprettum, auk hönnunar vatns- geymis, sem reistur var á árunum 1975—1976. Síðar kom í ljós, að vatn frá þessum uppsprettum dygði ekki í mestu þurrkum og var þá leitað nýrra leiða. Til þeirra athugana voru fengnir starfsmenn Jarðkönnunardeildar Orkustofn- unar í samvinnu við Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen. Áætl- un um rannsóknir og tilrauna- brunna var lögð fram í janúar 1978 og unnið eftir henni á síð- astliðnu ári. f október sl. lagði Árni Hjart- arson fram áfangaskýrslu um stöðu rannsókna, þar sem m. a. kemur fram, að liklega megi fá næganlegt vatn fyrir Neskaupstað með virkjun Beljanda og Hóla- lækjar, en auk þess þyrfti að búa til 4—6 brunna inni á áreyrum 'skammt innan við brúna á Norð- fjarðará til að brúa rennslislægð- ir lindanna. f samræmi við samþykkt bæj- arráðs hefur áfram verið unnið að þessum málum. Nægilegt vatn í sjónmáli Bæjarstjóri sagði að á fundi bæj- arráðs 22. febr. sl. hafi hann gert grein fyrir stöðu þessara mála þ. e. a. s., að verið væri að endur- reikna kostnaðaráætlun vegna lagnar frá Ingunnarveitu inn að lindunum og að viðræður stæðu yfir við Reykjalund um möguleika á framleiðslu lagnar sem stæðist nauðsynlegan þrýsting fyrir sjálf- rennsli til bæjarins frá lindunum. Ef Reykjalundur gæti framleitt pípurná'r, sem miklar líkur eru á, þá lækkar það væntanléga stofn- kostnað. Ennfremur skýrt frá því að fljótlega væri von á tveimur þeirra manna, sem að þessu verki hafa unnið af hálfu VST og Orku- stofnunar. Að lokum hafi hann gert bæjar- ráði grein fyrir því að hann hafi í janúar sl. sótt um lán úr Lána- sjóði sveitarfélaga til vatnsveitu- framkvæmda en ekki væri svars að vænta fyrr en seint í apríl eða byrjun maf. Framsóknarmenn í eftirhermuleik Það er ekki óeðlilegt að þau vandræði sem skapast hafa í vatns- málum hér og reyndar í fleiri bæjarfélögum ýti við bæjarfull- trúum og, að þeir komi með til- löeur til úrbóta. Hitt vekur nokkra furðu að framsóknarmenn í Nes- kaupstað skuli nú leggja fram tillögu um vatnsmál, sem ekki fel- ur í sér neinar breytingar fram yfir það sem gert hefur verið eða er þegar í undirbúningi í sam- ræmi við fyrri samþykktir bæjar- stjórnar og bæjarstjóri skýrði bæj- arstjórn og bæjarráði frá á sfðustu fundum. Framhald á 3. síðu Einsöngur í Á skemmtun afmælisnefndar Neskaupstaðar á morgun mun Baldur Karlsson söngvari koma fram. Baldur er fæddur 21. 5. 1953 í Skálateigi í Norðfjarðar- sveit. Hann hóf söngnám í Tón- skóla Neskaupstaðar hjá Dirk Van der Ehe og var við nám hér í tvö ár. Einnig nam hann söng í Tónlistarskóla Akraness hjá Guðmundu Elíasdóttur og Hauki Neskaupstað Guðlaugssyni árin ’73—’74. Síðan þá hefur Baldur verið við nám í Söngskólanum í Reykjavík og lýkur 8. stigs prófi þaðan í vor. Aðalkennarar hans þar hafa verið Kristinn Hallsson og Garðar Cortes. Við bjóðum Baldur velkominn og vonum að dvölin verði honum og okkur til mikillar ánægju. Afmælisnefnd Nunnur og eldfjöll dönsuðu götur bæjarins í allskonar búning- um og hafði fólk mikið gaman af . Börnin tóku þátt í skemmtiatrið- unum og unnu mikið að undir- búningnum sjálf og þótti skemmt- un’n takast hið besta. í Neskaupstað hélt foreldrafélag skólanna grímudansleik fyrir nem- endur barnaskólans. Þar mars- eruðu saman eldfjöll og endur, umrenningar í groddaklæðum og ambáttir í híalíni, forynjur og nunnur svo að eitthvað sé nefnt. Hljómsveitin Straff sem skipuð er nemendum úr grunnskólanum lék fyrir dansi. Starfsmannafélag Kaupfélagsins á Fáskrúðsfirði stóð fyrir barna- skemmtun á öskudaginn. Þar voru Ieiknir leikþættir, sung- ið og ýmislegt fleira gert til skemmtunar Áður en skemmtunin hófst gengu þátttakendur fylktu liði um

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.