Austurland


Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 2
Málgagn Ajþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað slmi 7571. Prentun: NesprenL Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Spádómsgáfur Lengst af hefur ]>að þótt sérlega eftirsóknarvert að hafa góðar spádómsgáfur. Hér á öldum fyrr var mikið um spámenn og greindust peir gjaman í „hina meiri“ ellegar „hina minni“ eftir því hvursu glöggir }>eir reyndust. Það ]nirfti meira til að fá titilinn „hinn meiri spámaður“ he'.dur en p>að°eitt að „grísa á“ rétt dánar- dægur einhvers hjóðhöfðingja eða að hitta á að spá fyrir um harð'ndakafla sem gekk eft'r síðar á vetri. Því varð 'gað að „hinir meiri spimenn“ urðu fáir. Líklega er svo enn í dag að „hinir meiri spámenn" eru ekki á hverju strái en „hin'r minni spámenn" þe:m mun fleiri eins og forðum. Tilefni ]>essara hugleiðinga um spámenn er smá frétta- þáttur í sjónvarpinu nýlega par sem fréttamaður spurði nokkra ráðherra um horfurnar í pólitíkinn'. Síðan rak pav lestina fyrrverandi fjármálaráðherra, nú pingmaður í stjórnarandstöðu. Hann (gerði sig nokkuð breiðan á sjónvarpsskerm'num og) ræddi mikið um spadóma í þessu stutta viðtali. en eins og alþjóð hgfur sjálfsagt veitt eft'rtekt er hann einn af „stærri spámönnum" á síðum Morgunblaðsins um þessar mundir. En flestir spámenn fyrr og síðar hafa átt við einn sam- eiginlegan draug að glíma og hefur hann oft leitt pá afvega með villuijósi sínu, en það er óskhyggjan. Ekki verður betur séð en að þgssi spámaður Morgunblaðs- ins hafi heldur en ekki faliið flatur fyrir draug óskhyggjunnar. Eða hvað verður komið á daginn, þegar þessi leiðari verð- ur lesinn? Verður búið að rjúfa þing? Ætli það verði kosið í vor? Getur ekki verið að á daginn komi að íhaldsúlfurinn þurfi að bíða lengur eftir tækifæri til að gleypa Rauðhettu heldur en hann hyggur nú um þessar mundir. En eftir á að hyggja. Var ekki Mogginn að birta spádóma um gang efnahagsmála og hjöðnun verðbólgu eftir þennan sama spámann sinn í tíð hægr'stjórnarinnar sálugu? Hvemig rættust þeir spádómar? Hvernig stóðust fjárlög'n hiá spámann'num? Verður maður ekki að ætla að hann sé sjálfum sér sam- kvæmur? Og er pá ekki hægt að anda léttara? Líklega nota nútímaspámenn Moggans tölvu sér til glöggv- unar. Hvernig væri að þeir skiptu yfir á gamla lagið og spáðu bara í fuglsgamir? Væri það ekki.í samræmi við lausnarorðið hjá sumum ráðamönnum þegar Krafla var að hrella þá sem mest. Eins og alþjóð er kunnugt er ekki heiglum hent að spá fyrir um gang ýmissa fyrirbrigða hér á okkar kalda landi. Og kannski er þekktasta dæmið um það hvursu erfitt er að spá fyrir um véður hér. ísland er á leið lægða vestan úr hafi og ekki þarf að skeika miklu til að vindur blási úr öfugri átt en við var búist. Eftir síðustu kosningar kom stormsveipurinn Vilmundur inn á Alþingi okkar fslendinga. Hann breyttist fljótt í lægð sem ýmist hefur verið að grynnka ellegar að dýpka. Ekki er gott að sjá hvaða stefnu þessi lægð ætlar að taka en vindurinn er á ýmsum áttum eins og títt er um lægðir. Nokkrar nýjar lægðir fylgja í kjölfarið ]>ó með óvissri stefnu. Hvort þær sam- einast í lægðardrag eða tvístrast og halda áfram að blása úr öllum áttum verður erfitt að segja. Það verður því að segja spámönnum Moggans til afsökunar að vandi er að spá. En þeir ættu að iáta ógert að byggja hrak- spár sínar á reynslunni af sinni eigin stjóm. — Heimir Þór Gíslason, Höfn Sjálfsbjörg með kaffisölu Alþjóðadagur fatlaðra er 18. mars n. k. Þann dag mun Sjálfsbjörg, fé- lag fatlaðra á Austurlandi selja kaffi og blóm í Sjómannastof- unni í Neskaupstað. Það er liður í fjáröflunarstarfsemi félagsins ásamt happdrasttismiðasölu og sölu minningarkorta. Ennfremur selur félagið Lionsmönnum kaffi á fundum peirra og svo er ætlunin að hafa basar í Sjómannastofunni á skírdag og eru vinnukvöld á hverju þriðjudagskvöldi til undir- búnings honum. Deildin er einungis starfandi í Neskaupstað en félagi getur hver sá Austfirðingur orðið sem upp- fyllir inntökuskilyrði. Félagið hefur notið stuðnings fjölmargra í starfi sínu og það er ósk þess að skilningur aukist enn á baráttumálum þess og að viður- kennt verði í verki að betur þurfi að bda að fötluðum í þjóðfélagi okkar. Formaður félagsins er Unnur Jóhannsdóttir og þeir sem leggja vilja félaginu lið eða fá frekari upplýsingar geta hringt til hennar í síma 7252. Kauplœkkun Framhald af 1. síðu. slitum málsins á Alþingi. Verði þar reynt að knýa fram kauplækk- un í þessum mæli, með beinni eða óbeinni aðstoð stjórnarandstöð- unnar og gegn vilja Alþýðubanda- lagsins og heildarsamtaka launa- fólks hlýtur að draga til slita. Allir velunnarar vinstra sam- starfs hljóta að vænta að til þess þurfi ekki að koma. Sportbúðin auglýsir: Dynastar skíði. skíðavörur ýmiskonar, ódýrir barna- skíðagallar, bómullaranorakkar, æfingabúningar og mikið úrval af íþróttatöskum. SPORTBÚÐIN Neskaupstað 4 Híab-Foco kraninn hefur valdiö straumhvörfum i sjávarpjássum nágranna' þjóóanna. Einföid stjórnun, þægíieg vinnuaóstaða, óírúieg lyftigeta og ótakmarkaóir möguieikar víó staðsetningu, einfaida aiia erfidlei'ka vió út- og uppskipun - hvott sem Hiab- Foco sténdur á bryggju eða i báti. SUDURI ANDSBRAUT 16 - SIMl 3 52 0« ■■ - Gistið borgarinnar Bjóðum iritög hagstætt vt-trarvcrð, Björt og rúrogóð ' hcrlærgi og v'iðurkcnndan , verð tv rir hópa.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.