Austurland


Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 15.03.1979, Blaðsíða 3
Hamrahl.kór... >»;íí Framh. af 4. síðu. Árið 1973 söng kórinn á hátíð alpjóðasamtaka nútímatónlistar í Reykjavík. 1974 tók kórinn þátt í keppni evrópskra útvarpsstöðva í London. Árið 1975 söng kórinn með Sinfóníuhljómsveit íslands og á Norrænu músíkdögunum 1976 frumflutti kórinn norræn tónverk og einnig á tónlistarhátíð norræns æskufólks 1977. Kórinn hefur margoft komið fram í sjónvarpi og sungið í Ríkisútvarp, auk pess hefur hann sungið fyrir danska, norska og sænska útvarpið og komið fram í breska útvarpinu og sjónvarp- inu. Kórinn hefur sungið inn á og gefið út eina hljómplötu „Ljós og hljómar" sem kom út nú fyrir jólin. Kórfélagar eru 54 á aldrinum 16—21 árs og eru allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Myndlistar- sýning í Neskaupstað Steinpór Eiríksson, Egilsstöðum, heldur myndlistarsýningu í fund- arsal Egilsbúðar laugardag og sunnudag næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn að Steinþór sýnir í Neskaupstað, en hann hefur hald- ið sýnmgar víðsvegar um Austur- land auk pess sem hann hefur sýnt í Reykjavík og á Akranesi. Sýningin verður opin frá kl. 14—22 báða dagana. Menningarnefnd Lausn ... Framhald af I. síðu. I fjárhagsáætlun Vatnsveitu Nes- kaupstaðar 1979 er gert ráð fyrir þeim lagfæringum og endurbötum, sem lagt er til í tillögunni, að unniá verði að á þessu ári. Tillagan gerir ráð fyrir að lögð verið lögn frá Ingunnarveitu inn að Kirkjubóli á árinu 1980 og gengur það mun skemur en unnið hefur verið að á undanförnum mánuðum. Stefnt er að því, að leggja á þcssu ári lögn frá Ingunnarveitu inn að áreyrunum við brúna á Norðfjarðará, ef fjármagn fæst. ..Ég trúi ekki að nokkur bæjar- fulltrúi vilji seinka framkvæmd- um um eitt ár, ef hægt er að komast hjá því, heldur leggi allir sitt af mörkum til að framkvæmd- um við vatnsveitukerfið miði sem lenest áfram á árinu“, sagði bæj- arstjóri að lokum. UTBOÐ Framkvæmdanefnd að byggingu leigu- og söluíbúða í Neskaupstað óskar eftir tilboðum í byggingu 11 fbúða fjölbýlishúss við Nesbakka í Neskaupstað. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 15. okt 1980. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unum í Neskaupstað og hjá tæknideild Húsnæðismála- stofnunar ríkisins frá 16. mars 1979 gegn 30 þús. króna skilatryggingu. Tilboðinu skal skila til sömu aðila eigi síðar en J>riðju- daginn 10. apríl 1979 kl. 11.00 og verða pá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Framkvœmdanefnd um byggingu Íeigu- og sölu- íbúða Neskaupstað Slysavarnafólk Námskeið í skyn.dihjálp verður í barnaskólanum föstu- daginn 16. 3. kl. 20.30 tií 23 og laugardaginn 17. 3. kl. 9.00 til kl. 17.00. Sjómenn Óskar Þór Karlsson erindreki SVFÍ óskar eftir að fá sjómenn á Norðfirði til fundar við sig í Egilsbúð sunnudaginn 18. 3. kl. 10.00. Norðfirðingar Mánudaginn 19. 3. kl. 20.30 sýnir Óskar Þór Karlsson heimildarmynd um SVFÍ og kynnir starfsemi félagsins, í Egilsbúð. ivíatvörumarkaöur Opið frá 10—12 og 4—6 alla virka daga nema föstu- daga pá frá 10—12 og 2—6. ATHUGJÐ OKKAR HAGSTÆÐA VÖRUVERÐ. Verslun óskars Jónssonar Mæöradagsplauinn 1979 frá Bing & Gröndal er kominn. Verslun Kristjóns Lundberg Neskaupstað Bíll til sölu Til sölu Lada 1200 árgerð 1976, ekin 40.000 km. Upplýsingar gefur Ágúst Jóns- son í sima 7454 og 7552, Nesk. KIRKJA Messa í Norðfjarðarkirkju n. k. sunnudag, 18. mars kl. 2 e. h. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarprestur Nýkomið Skrifborð Bókahillur Svefnbekkir Kommóður Úrvals vörur á góðu verði. VERSLUN HÖSKULDAR Sími 7132 — Neskaupstað EGILSBtJÐ Sími 7322 Neskaupstað VIÐ ERUM ÓSIGRANDI Ný sprenghlægileg gamanmynd með Triníty-bræðr- unum. Sýnd í kvöld (fimmtudag) kl. 9. Kvöldbann 14 ára. > DANSLEIKUR laugardagskvöld kl. 10 til 02. — Hljómsveitin VÍRUS leikur og syngur. Húsinu lokað kl. 23.30. tcS Bamasýning auglýst í sýningarglugga. FÓRNIN Hörkuspennandi mynd byggð á metsölubók eftir Dennis Watkin, Aðalh. Richard Widmark. Sýnd sunnu- dag kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. VIÐ ERUM ÓSIGRANDI Sýnd mánudag kl. 8. Ath. breyttan sýningartíma. Kaupfélagið FRAM auglýsir: Til fermingargjafa Vef naðarvörudeild: Úr og skartgripir, töskur, hanskar, gjafakassar, ilmvötn, náttföt, náttkjólar. Ullarefni í kjóla og pils, einnig bómullarefni. Við viljum vekja athygli á að á næstunni eru væntanlegar peysur, mussur. kápur og jakkar. Til fermingargjafa Byg'jingavörudeild: Vasatölvur, útvarpstæki, kasettutæki, sjónaukar, svefnpokjr, bakpokar, tjöld, gastæki, ; töfl og skákklukkur, skrautmunir. Einnig fást myndavélar í matvörudeild. Kaupfélagió FRAM Neskaupstað NESKAUPSTAÐUR Skemmtun fyrir alla fjölskylduna verður í Egilsbúð föstudaginn 16. mars kl. 9. Kórsöngur. leikpættir, einsöngur, hljóðfæraleikur, glens og gaman. Kynningu annast Ágúst Jónsson og Pétur Kjartansson. Böm velkomin í fylgd fuilorðinna. Aðgangseyrir aðeins 1000 f. fullorðna og 300 f. böm. GÓÐA SKEMMTUN. AFMÆLISNEFNDIN

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.