Austurland


Austurland - 22.03.1979, Page 1

Austurland - 22.03.1979, Page 1
29. árgangur Neskaupstað, 22. mars 1979. 12. tölublað. Formannafundur ASA: Ýmsir ágallar á frumvarpi Ólafs FRÁ RŒJ4RSTJÓRN NESKAUPSTAÐAR: Helstu mál, sem á dagskrá voru á reglulegum fundi bæjarstjórnar 13. mars sl., voru þessi: Frá Hafnarnefnd Hafnarstjóri lagði fram fjár- hagsáætlun hafnarsjóðs og skýrði hana. Niðurstöðutölur á rekstrar- áætlun eru 66,5 miiljónir króna. Langmestur hluti tekna kemur frá vörugjöldum af afla, farmskipum og olíu. Er gengið út frá svipuðum bolfiskafla og í fyrra, en talsvert minni bræðslufiskafla. Eignabreytingaáætlunin er upp á 67 millj. króna og er þar fyrst og fremst um að ræða greiðslur Iána vegna stórframkvæmdanna 1975. Steypuefni Öllum er kunnugt, að miklir erfiðleikar hafa verið á öflun góðs byggingarefnis hér og víða á Austurlandi. Hafnarstjóri og bæjarstjóri hafa beitt sér fyrir því að fá hingað dæluskip til að reyna að ná efni úr sjó, einkum í Hellis- firði. Bæjarstjóri hefur kannað mögu- leika á styrk frá Húsnæðismála- stofnuninni til efnisleitar og eru góðar horfur á að hann fáist. Það er því líklegt að dæluskipið Perla komi hingað í apríl í þessu skyni og mun þá hafnarsjóður verða kaup og söluaðili efnisins. Hér er um þjóðþrifamál að ræða og vonandi tekst vel til. Frá bæjarráði Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um, að síðari umræða um fjár- hagsáætlun yrði á aprílfundi bæj- arstjórnar, en margir þættir eru enn óljósir, m. a. lánamöguleikar. Bæjarstjórn sendi fulltrúa á ráð- stefnu um málefni aldraðra og munu þeir skila bæjarstjórn skýrslu um för sína bráðlega. Bæjarráð samþykkti að gangast fyrir fundi um hugsanlega bygg- ingu vöruskemmu á hafnarupp- fyllingunni við Egilsbraut. Þessi fundur hefur þegar verið haldinn og var þar kosinn nefnd til að kanna bæði þörfina, eignarform, fjármögnun og heppilegt rekstrar- form. Frá skólanefnd í fundargerð skólanefndar kem- ur fram, að formaður hennar fór ásamt skólastjóra Gagnfræðaskól- ans og nokkrum kennurum til Akraness að kynna sér fjölbrauta- skólann þar og var það lærdóms- rík ferð. Ef tekinn væri upp rekstur skóladagheimilis fyrir 12—15 börn á aldrinum 6—7 ára, yrði kostnað- ur um 7.5 millj. kr. og hlutur bæjarsjóðs 4.2 milljónir. Við þetta mundi bætast kostnaður vegna búnaðar o. fl. uppá tæpar 3 millj. króna. Leiguíbúðanefnd Árni Þormóðsson hefur verið Framh. á 3. síðu Velheppnuð skemmtun afmælisnefndar: Fyrir yfirfullu húsi Skemmtun afmælisnefndar Nes- kaupstaðar á föstudaginn var „sprengdi af sér“ húsnæðið í Egils- búð svo að fólk varð að sitja á gangveginum . Skemmtiatriðin voru mjög vel heppnuð og kenndi þar margra grasa, allt unnið af heimamönn- um þó með aðstoð eins brottflutts heimamanns, Baldurs Karlssonar, söngvara. Formaður afmælisnefndar Krist- inn V. Jóhannsson, setti skemmt- unina og síðan söng Lionskórinn undir stjórn Ágústar Ármanns Þorlákssonar og hvert atriðið á fætur öðru: söngur Baldurs, ein- leikur Hildar Þórðardóttur, 9 ára gamallar og nemanda í Tónskól- anum, á þverflautu, gamansöngur Þorláks (Lalla) á Skorrastað um Neskaupstað í „þá daga“, upplest- ur Trausta Steinssonar og Aðal- steins Halldórssonar úr bók Jón- asar Árnasonar, Undir Fönn, sam- Ieikur Sigurðar Þorbergssonar (básúna) og Daníels Þorsteinsson- ar (píanó) nemenda í Tónskólan- um og síðast en ekki síst leikrits- gerð Leikfélags Neskaupstaðar á þáttum eftir Jónas Árnason undir stjórn Ragnheiðar Arnardóttur. Leikendur þar voru systurnar Ólöf og Sigríður Fanney Másdætur, Kristján Logason, Bergur Sverris- son, Jón Svanbjörnsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Trausti Steinsson. Vafalaust hefur farið um Halldór húsvörð við að sjá Jón Svan- björnsson standa £ hörku aðgerð uppi á sviði slorugan uppfyrir haus og krakkana í heyslag svo að heyið rauk í kringum þau. iÞeir voru nokkrir sem töluðu um að sum atriðin hafi verið of þung fyrir börnin. Ef til vill hefði mátt blanda þessu öðruvísi saman en víst er að þeir sem þama voru skemmtu sér dável og margir hinna eldri geta vafalaust tekið undir orð konunnar sem sagði eft- ir skemmtunina að hún minnti sig á skemmtanirnar sem haldnar voru í gamla daga og þá hlýtur þetta að hafa verið nokkuð gott því að hver man leiðinlega skemmtun í gamla daga? Eskifjörður, Reyðarfjörður, Neskaupstaður: Sameinast þeir um sorpeyðingarstöð? Það eru vafalaust til margar Ieiðir til að losna við sorp, samt hefur vandamálið sorp vafist fyrir mörgum sveitarfélögum því að þar kemur margt til s. s. mcngun, kostnaður og fleira. Sumir hafa fleygt öllu draslinu 1 sjóinn og svo fljóta plastbrúsar og gúmmístígvél upp á fjörur til lítils yndisauka. Aðrir hrúga drasi- inu upp í fjalishlið og kveikja svo í því sem brennur, hitt verður eftir. Þrjú sveitarfélög á Austurlandi kanna nú möguleika á að koma upp sameiginlegri sorpeyðingar- stöð sem jafnframt getur brennt úrgangsolíu. Leitað hefur verið óformlegra tilboða og þegar hefur eitt borist sem fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru. Þar er um að ræða sorpbrennsluofn sem brennir \/2 tonni af sorpi á klukkutíma, en á Eskifirði koma um 15 tonn af sorpi á viku. Ef miðað er við 40 stunda brennslu á viku myndi slíkur ofn nægja fyrir þessa þrjá kaupstaði. Þetta tilboð kemur frá Svíþjóð og er upp á 462 þúsund sænskar krónur eða náiægt 43 milljónir ísl. kr. Allar líkur eru á að samstarf verði milli þessara bæja um slíka stöð en málið þarf talsverðan und- irbúning og einnig er verið að Reiknað er með að um 4000 kíló- athuga hvort hægt verði að nýta kaloríur komi úr einu tonni af hita frá stöðinni til fjarvarmaveitu. sorpi. Úrslit fengin í Kvenféiögin keppa Úrslit spurningakeppni U.Í.A. á milli kvenfélaganna á Austur- landi fór fram í Valaskjálf að við- stöddu fjölmenni. Sigurvegari varð Kvenfélagið Bera á Berufjarðarströnd með 14 /2 stig og vann þarmeð til varðveislu í eitt ár Plastiðjuskjöld- inn sem gefinn var af Plastiðjunni Yl fyrir ári síðan. í 2. sæti var kvenfélag Seyðis- Framhald á 3. síðu Lúðvík og Hjörleifur verða * a fundum á Egilsstöðum, Eskifiröi og Neskaupstað um helgina Sjá augl. inni í blaðinu k V Á Formannafundur A.S.A. huld- inn á Eskifirði 16. mars 1979 samþykkir cftirfarandi: Fundurinn skorar á núverandi ríkisstjómarflokka að leysa þann ágreining sem nú er kominn upp varðandi efnahagsmálin. Fundur- inn minnir á að ríkisstjórnin var mynduð vegna samstöðu laun- þega á sl. sumri og telur að stjórn- arslit nú væru gróf svik við ís- lenska verkalýðshreyfingu. Fundurinn telur að framkomið frumvarp forsætisráðherra um efnahagsmál feli í sér markmið varðandi verðhjöðnun, sem hann lýsir sig fylgjandi, en telur ýmsa ágalla á frumvarpinu, sem færa þurfi til betri vegar. Fundurinn lýsir sig fúsan til að taka á sig nokkra kaupmáttar- skerðingu til að ná þeim efnahags- legu markmiðum sem frumvarpið sneiðir að en telur eðlilegt að kom- ið verði til móts við tekjulægstu hópa þjóðfélagsins t. d. þannig að ekki skuli skerða laun undir 210 þúsund krónum á mánuði nema um helming þess sem laun yrðu almennt skert. Fundurinn bendir á þann stór- kostlega aðstöðumun, sem laun- Framh. á 3. síðu Heimir í áskorenda- flokk Svæðismót Austurlands í skák för fram hér í bæ 17. og 18. mars sl. Þátttakendur voru 19, frá Nes- kaupstað og Eskifirði, og tefldu í tveimur flokkum. — 1 flokki fullorðinna urðu úrslit þessi: 1. Heimir Guðmundsson, Nesk. 4 v., 2. Gunnar Finnsson Eskif., 2 v., 3. —4. Þór Jónsson, Eskif. og Páll Baldursson, Nesk, 11/2 v., 5. Einar H. Björnsson, Nesk. 1 v. — Heim- ir tefldi af miklu öryggi og vann allar skákir sínar, öðlast hann rétt til þátttöku í áskorendaflokki á Skákþingi lslands, sem fram fer í Reykjavík um páskana. 1 unglingaflokki voru keppend- ur 14 og tefldu þeir 7 umf. eftir Monrad-kerfi. Þar var baráttan hin tvísýnasta og fengust úrslit ekki fyrr en í síðustu skák. Sigur- vegari var Þorvaldur Logason, Nesk. með 5 x/2 v., 2. Óskar Bjarna- son, Nesk. 5 v., 3. Grétar Guð- mundsson, Nesk. 5 v., 4 Ævar Ævarsson, Eskif. Al/2 v., 5. Björn Traustason, Eskif. 41/ v. o. s. frv. Hraðskákmót Norðfjarðar var haldið 8. mars sl. Þátttaka var góð, 21 keppandi. Helstu úrslit urðu þessi: 1. Þorsteinn Skúlason 19y2 v., 2. Eiríkur Karlsson 18x/2 v., 3. Heimir Guðmundsson 18 v. 4. Páll Baldursson 16 v., 5. Ómar Geirsson 15}2 v., 6.—7. Frímann Sveinsson og Logi Kristjánsson 14 v., 8. Þorvaldur Logason 11 /2 v, o. s. frv. — E. K.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.