Austurland


Austurland - 22.03.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 22.03.1979, Blaðsíða 2
__________Æusturland_________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Óiöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Tekist ó í ríkisstjórninni Mestan hluta þess tíma, sem núverandi stjómarsamstarf hefur staðið, hafa harðar deilur átt sér stað milli stjómarflokk- anna, bæði um skammtímaráðstafanir til að forðast bráðan voða og um mótun framtíðarstefnu, sem hefði j>að að mark- míði, að vinna bug á þeim efnahagslegu meinsemdum, sem svo lengi hafa grafið um sig í pjóðfélaginu. Þessar deilur hafa einkum staðið milli Alþýðubandalagsins og AlJjýðuflokksins. Þriðji stjómarflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, virðist hafa lítt markaða stefnu í efnahagsmálunum og fyrst og fremst gegna sáttasemjarahlutverki. Er engu líkara en hann sveiflist eins og kólfur í klukku milli hinna andstæðu sjónarmiða, er í dag á bandi þessa samstarfsflokks en á morg- im á bandi hins. Þegar )>etta er ritað er ekki vitað hvort ríkisstjóminni tekst að sigla milli skers og bám, eða hvort skip hennar steytir á skeri qg liðast í sundur. En það er von þorra manna, að henni takist að forðast blindskerin og sigla þjóðarskútunni áfallalítið í höfn. Það sem einkum ber á milli Al)>ýðuflokks og Alj>ýðu- bandalags er, að Al)>ýðuflokkurinn leggur á )>að ofurkapp, að draga úr verðbólgu með }>ví að skerða kjör laun)>ega. Önnur úrræði sér hann ekki. Alþýðubandalagið hins vegar hafnar þessari stefnu með öllu, fellst ekki á kjaraskerðingarstefnu, en vill grípa til annarra úrræða, sem grein hefur verið gerð fyrir. — Og allur almenningur fellst á )>að sjónarmið, að fyrst og fremst eigi að lægja Öldur verðbólgunnar með gróða þeirra, sem hagnast hafa á )>ví að magna hana. Alþýðuflokkurinn er mjög harður á kjaraskerðingastefnu sinni og Alþýðubandalagið er jafn harðsnúið í baráttu sinni fyrir að vemda kjörin. í fljótu bragði er lausn á )>essum vanda ekki auðsjáanleg. En ekki er öll nótt úti. Verkalýðssamtökin, sem áttu mestan )>átt í J>ví að núverandi stjóm var mynduð, leggja nú sitt lóð á vogarskálina til að reyna að tryggja fram- hald stjómarsamstarfsins. Það lóð er )>ungt og )>að kemur í ljós fyrr en varir hvort }>að er nógu )>ungt. Margir gera ráð fyrir kosningum í vor og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur beinlínis lagt til að )>ær fari fram. En efast má um að )>ar fylgi hugur máli, )>ví )>ótt allir flokkar séu sennilega illa undir kosningar búnir, er ]>ó líklega enginn þeirra svo van- búinn sem Sjálfstæðisflokkurinn, nema ef vera skyldu kratar. Kosningar nú, ári eftir að síðast var kosið, væm )>jóðar- ógæfa. Sá mikli árangur, sem stjómin þrátt fyrir allt hefur náð á ýmsum sviðum, yrði pá að engu gerður, landið yrði stjómlítið mánuðum saman og á meðan færi verðbólgan um þjóðlífið eins og eldur í sinu og skildi eftir sig rjúkandi rústir. Þar við bætist, að engar líkur eru á að nýjar kosningar leiddu til róttækra breytinga á skipan Alþingis. Þó má telja víst, að íhaldsfylgið, sem í fyrra rann yfir til krata, renni nú að verulegu leyti til baka. En )>að er engin grundvallarbreyting. Þetta er krötum ljóst. Þessvegna er sú krafa, sem ]>eir em að manna sig upp í að bera fram öðru hvoru um nýjar kosningar, kokhreysti ein. Ótti krata við nýjar kosningar pav sem )>eir stæðu afhjúpaðir sem helstu kauplækkunarpostular landsins, gæti vel dugað til að lægja í )>eim rostann svo að }>eir verði fáanlegir til að ljá máls á einhverju öðru en kjaraskerðingu. Vinstri menn krefjast þess af þeim mönnum sem þeir í fyrra kusu á þing, að þeir geri allt sem )>eir mega til að vemda stjómarsamstarfið og framkvæma þau fyrirheit, sem gefin eru í stjómarsáttmálanum — líka að )>eir komi í veg fyrir kjara- skerðingu. — B. Þ. Fermingarbörn í Norðfjarð- arkirkju 1. apríl 1979 Aðalsteinn Þórðarson, Blómsturvöllum 47. Alexander Smári Sófusson, Víðimýri 3. Andrés K. Steingrímsson, Mýrargötu 1. Bjarney K. Þorsteinsdóttir, Urðarteig 4. Björg Solheim, Blómsturvöllum 7. Finnur Lúðvíksson, Melagötu 5. Georg P. Sveinbjörnsson, Kirkjubóli, Norðfirði, Grétar B. Guðmundsson, Þiljuvöllum 36. Guðmundur G. Sigurðsson, Urðarteig 28. Guðríður Traustadóttir, Tröllavegi 3. Gyða Guðmundsdóttir, LTrðarteig 23. Halldór Eiríksson, Naustahvammi 12. Haraldur G. Guðmundsson, Mýrargötu 39. Helga E. Hilmarsdóttir. Breiðabliki 4. Hjörvar Hjálmarsson, Blómsturvöllum 5. Höskuldur Guðmundsson, Urðarteig 20. Jóna J. Steinþórsdóttir, Skuggahlíð, Norðfirði. Kristín Sigurðardóttir, Þórhólsgötu 6. Magni Sigurðsson, Gilsbakka 9. Nanna S. Kristinsdóttir, Blómsturvöllum 33. Njáll Ingvason, Árbliki 1. Sólveig Einarsdóttir, Breiðabliki 7. Stefán Þ. Birgisson, Þórhólsgötu 2. Steinþór Þórðarson, Hlíðargötu 9. Theodóra S. Pétursdóttir, Nesbakka 16. Tómas Kárason, Mýrargötu 5. Úlfhildur Úlfarsdóttir, Miðstræti 23. NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN LEIÐRÉTTINGAR: 20. Einar Einarsson. Móðir hans var Jónasdóttir, ekki Jónsdóttir, eins og misprentast hefur. 24. Fanney Guðmundsdóttir á að vera Fanney Gunnarsdóttir. 25. Friðjón Skúlason, húsasmíðameistari, f. í Neðri-Miðbæ, Norð- fjarðarhreppi 28. nóv. J950. Foreldrar: Skúli Jónsson, bóndi, albróðir Guðröðar Jónssonar nr. 34, og kona hans Jóna Sigurgeirsdóttir. Vara- bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1978. Sat 3 bæjarstjómarfundi. Kona: Petrún Jörgensen f. í Neskaupstað 23. okt. 1953. Foreldrar: Karl Jörgensen, verkstjóri og kona hans Sigrún Sigurjónsdóttir, móðursystir Sigurjóns Jónssonar nr. 93 og Olgu Jónsdóttur, konu Benedikts Guttormssonar nr. 13. 26. Gestur Janus Ragnarsson, húsgagnasmíðameistari f. í Neskaup- stað 31. júlí 1936. Foreldrar: Ragnar R. Bjarnason nr. 82 og kona hans Gyða Aradóttir, móðursystir Stefáns Þorleifssonar nr. 96 og Friðjóns Þorleifssonar manns Dagmarar Sigurðardóttur nr. 18. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1962—1970. Sat 104 bæjarstjórnarfundi. Kona: Petra Óladóttir f. Biskopstö, f. í Færeyjum 22. apríl 1935. For- eldrar: Ole Hans Biskopstö, húsasmiður og kona hans Rakel Biskopstö f. Hansen. 27. Gísli Kristjánsson, útgerðarmaður f. í Sandhúsi, Mjóafirði 12. des. 1893. Foreldrar: Kristján Lars Jónsson, verslunarmaður og kona hans María Hjálmarsdóttir, móðursystir Benedikts Benediktssonar nr. 12 föðursystir Sigfríðar Konráðsdóttur Þormar konu Páls G. Þormar nr. 79 og Sigdórs V. Brekkan nr. 85. Bæjarfulltrúi 1929 kosinn af svo- nefndum sjómannalista. Sat 17 bæjarstjórnarfundi. Kona: Fanný Ingvarsdóttir f. í Neskaupstað 17. des. 1904. Foreldrar: Ingvar Pálma- son nr. 48 og kona hans Margrét Finnsdóttir. Fanný er alsystir Níelsar Ingvarssonar nr. 74, Sigurjóns Ingvarssonar nr. 91, Björns Ingvarsson- ar föður Önnu Björnsdóttur nr. 3 og Guðlaugar Ingvarsdóttur konu Björns Bjömssonar nr. 15. 28. Gísli Sighvatsson, skólastjóri, f. í Keflavík 29. nóv. 1943. Foreldr- ar: Sighvatur Gíslason, afgreiðslumaður og kona hans Ingveldur Guð- mundsdóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1978. Hefur setið 6 bæjarstjórnarfundi. Kona: Ólöf Steinunn Ólafsdóttir f. í Reykjavík 31. okt. 1949. Foreldrar: Ólafur H. Jónsson, húsgagnasmíðameistari og kona hans, Ólöf Ólafsdóttir, hálfsystir Fjólu Steinsdóttur, konu Lúðvíks Jósepssonar nr. 69. 29. Guðgeir Jónsson, bílstjóri f. á Hrærekslæk í Hróarstungu 6. júní 1923. Foreldrar: Jón ísleifsson, bóndi og kona hans Guðný Þórólfs- dóttir. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 1954—1958 og Alþýðubanda- lagsins 1958—1962. Sat 8 bæjarstjórnarfundi. Kona: Halidóra Marteins- dóttir f. í Neskaupstað 27. aprfl 1927. Alsystir Unnar Marteinsdóttur konu Haralds Bergvinssonar nr. 39 og Kristínar Marteinsdóttur konu Jóhanns K. Sigurðssonar nr. 54. Foreldrar: Marteinn Magnússon verka- maður og kona hans María Steindórsdóttir. Kökubasar og flóamarkaður N. k. föstudagskvöld (á morgun) munu konur úr kvennadeild S.V.F.Í. í Norðfirði ganga í húsin í bænum og bjóða fólki páskaegg ti:l kaups. Þetta er liður í linnu- lausri fjáröflun félagsins og er þess að vænta að nú sem fyrr leggi bæjarbúar sitt af mörkum. Það verður sem sagt annað kvöld sem páskaeggin verða seld. Á sunnudaginn 25. mars verður árlegur kökubasar félagsins í Sjó- mannastofunni og hefst hann kl. 3. Félagskonur og aðrir velunn- arar félagsins eru beðnir að skila kökunum í Sjómannastofuna frá kl. 11—14. Ekki þarf að efast um að margir leggja leið sína í Sjó- mannastofuna á sunnudaginn til að fá sér með kaffinu. í vor er fyrirhugað að halda svokallaðan „Flóamarkað". Á slíkum mark- aði kennir ýmissa grasa og er fólki bent á að leggja til hliðar alla þá nýtilegu hluti, sem til falla í vorhreingerningunum og gefa þá á markaðinn. Nánar verður sagt frá þessu er nær dregur. Á það skal bent að allt það fé sem félagið aflar rennur til ýmissa velferðarmála f bænum, s. s. til sjúkrahússins, björgunarsveitar- innar og almennra slysavarna. Því má segja að stuðningur við S.V.F.Í. og félagsdeildir þess er okkar eigin hagur. Sl. helgi var hér staddur Óskar Þór Karlsson, erindreki S.V.F.f. og hélt hann hér námskeið um skyndihjálp, sem var vel sótt af björgunarsveitarmönnum og fleir- um. Þá hélt hann fund með sjó- mönnum og á mánudagskvöldið var sýnd í Egilsbúð kvikmynd um starfsemi S.V.F.Í. Slíkar heimsókn- ir sem þessar eru ávallt vel þegnar. (Fréttatilkynning) Bœjarstjórn Framhald af 1. síðu. kosinn formaður leiguíbúðanefnd- ar. Fyrsta verk þessarar nefndar var að auglýsa útboð 11 leigu- og söluíbúða við Nesbakka, en þær eru af þrem stærðum og ættu að vera viðráðanlegar í kaupum vegna hagstæðra lána. Frá heilbrigðisnefnd Heilbrigðisnefnd hefur skrifað kaupfélagsstjóra bréf vegna kvart- ana útaf óþrifnaði í fiskbúðinni og óskað úrbóta í því efni. Þá hefur Síldarvinnslunni verið skrifað vegna geymslu á loðnu í mjölhúsgrunni gömlu verksmiðj- unnar, en nefndinni barst bréf frá Eiríki Ásmundssyni um það mál. Þá var og ítrekað við SVN að ganga betur frá beinageymsl- unni vestan við frystihúsið. Kvenfélögin... Framhald af 1. síðu. fjarðar með 14 stig, 3. kvenfélag Vallahrepps 13 stig, 4. kvenfélagið Nanna 12)4 stig, 5. kvenfélag Hróarstungu 10)4 stig. B.Á.M. tríóið lék milli atriða og auk þess var Bingó. Einar Georg F.inarsson, Fáskrúðsfirði skemmti með gamanmáli. Pétur Einarsson las upp ljóð og Hafþór Sigurðsson og co. Hallormsstað spilaði og söng. Tapaú-Funclic) Kvengleraugu töpuðust á dans- leik í Egilsbúð laugardagskvöld, 17. mars sl. Finnandi vinsamlega hringið í síma 7224, Neskaupstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.