Austurland


Austurland - 22.03.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 22.03.1979, Blaðsíða 3
Frumvarp... Frarflhald af 1. síðu. þegar búa við varðandi nýtil komna olíuverðshækkun, og legg- ur sérstaka áherslu á að stefnt verði að jöfnun kyndingarkostn- aðar, þannig að í raun verði hægt að tala um sömu kjör um allt land. Fundurinn minnir á að enn er óafgreiddur hluti þeirra félagslegu umbóta sem gert var um sam- komulag í desember sl. og leggur áherslu á að þau mál verði af- greidd strax, fundurinn lýsir því sem sinni skoðun að slitni upþ ANDLÁT Jóhanna Þorleifsdóttir, ekkja andaðist í Reykjavík 17. mars. Hún fæddist á Hofi í Norðfjarðar- hreppi 4. apríl 1905, en var heim- ilisföst hér í bæ síðan 1923. TIL SÖLU bifreiðin N 402, Bronco árgerð ’74. Upplýsingar í síma 7152 á kvöld- in. Helgi Seljan Framh. af 4. síðu. lagt fram þvert á samráð við verkalýðshreyfinguna, grunn stjómarsamstarfsins. Hér var semsagt þann veg unn- ið, að yfirgangurinn og tillitsleys- ið við stefnu Alþýðubandalagsins og um leið launþegahreyfingarinn- ar réði öllu. Það hefði verið bjarnargreiði við allar vinstri hreyfingar í land- inu að láta undan slíkum vinnu- brögðum og beygja sig í duftið. Kauplækkun eða kaupsvipting nú er hálfu alvarlegri þegar kjara- dómur hefur svipt burtu þakinu af hátekjunum og framsókn með fjármálaráðherra í fylkingarbrjósti lagt þar fulla blessun yfir enda frambjóðandi þeirra í vor orðinn formaður bandalags háskóla- manna. Þessa staðreynd ber lág- launafólk að hafa í huga. Nú er málið komið inn á Al- þingi og við bíðum og sjáum hvað setur. Ég bið fólk að taka vel eftir, hverjir leita málamiðl- unar, hverjir teygja sig í átt til samkomulags, vegna þess að þeim er annt um Iíf þessarar stjómar, framtíð vinstri hreyfingar í land- inu. Ekki síður hverjir em eða kunna að verða ósveigjanlegir og ófáanlegir til þess að hlýða á laun- þegahreyfinguna í landinu. Alþýðubandaílagið vill nú sem áður miða allt sitt starf við hags- muni launafólks, vill að í heiðri sé hafður sá megin grunnur sem ríkisstjórnin var mynduð á. Á það mun nú reyna. Tekst samstarfsflokkum okkar að hrekja okkur með ósveigjan- leika og óbilgimi út úr ríkisstjórn eða vitkast þeir er þeir skynja þrýsting fólksins í landinu. Um það verður spurt á næstu dögum. Um það stendur nú sá styrr, sem veldur því að þjóðin bíður öll í ofvæni, hvernig lykta muni. Ég dreg enga dul á það, að ég vil leggja framhaldi stjórnarsamstarfs- ins allt það lið sem ég má, en hvernig um þá viðleitni fer er undir samstarfsaðilum okkar kom- ið. Verða þeir þar til viðtals um skynsamlega málamiðlun eða ekki. Þess er nú spurt um land allt. Helgi Seljan EFNALAUGIN Neskaupstað verður opin 26.—30. mars. úr þessu stjómarsamstarfi falli þessi veigamiklu mál dauð að miklu leyti. Fundurinn telur það eðlilegt að gerðir verði samningar á milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfing- arinnar, þar sem kveðið verði á um að kaupmáttarskerðingunni verði skilað aftur. Fundurinn skorar á stjórn Verkamannasambands íslands að beita áhrifum sínum til lausnar deilu þessari, jafnframt sem kall- aður verði saman formannafundur Verkamannasambandsins nú þeg- ar. Sigfinnur Karlsson Hrafnkell A. Jónsson Hallsteinn Friðþjófsson Páll Hannesson Ingólfur Arnarson Eiríkur Elísson. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd að byggingu leigu- og söluíbúða í Neskaupstað óskar eftir tilboðum í byggingu 11 íbúða fjölbýlishúss við Nesbakka í Neskaupstað. Húsinu skal skila fullbúnu með grófjafnaðri lóð 15. okt. 1980. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstof- unum í Neskaupstað og hjá tæknideild Húsnæðismála- stofnunar ríkisins frá 16. mars 1979 gegn 30 pús. króna skilatryggingu. Tilboðinu skal skila til sömu aðila eigi síðar en jtriðju- daginn 10. apríl 1979 kl. 11.00 og verða pá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Framkvcemdcinefnd um byggingu leigu- og sölu- íbúða Neskaupstað NESKAUPSTAÐUR Laust starf Starf heilbrigðisfulltrúa í Neskaupstað er laust til um- sóknar. Laun reiknuð sem ]/3 úr starfi samkvæmt kjarasamning- um BSRB. Umsóknarfrestur er til 5. apríl nk. Upplýsingar veittar hjá bæjarstjóra. BÆJARSTJÓRl Egilsstaða- og Héraðsbúar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Valaskjálf Egilsstöðum laugardaginn 24. nk. kl. 14. Framsögu hafa: Lúðvík Jósepsson og Hjörleifur Guttormsson. ALLIR VELKOMNIR. ALÞÝÐUBANDALAG FLJÓT SDA LSHÉRAÐS Alþýðubandalagið í Neskaupstað Félagsfundur í Egilsbúð, fundarsal, sunnudaginn 25. mars kl. 14. Hjörleifur Guttormsson hefur framsögu, Umræður og fyrirspurnir. STJÓRNIN Eskfirðingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Valhöll. litla sal, sunnudaginn 25. mars nk. kl. 14.00. Framsögu hefur Lúðvík Jósepsson. Umræður og fyrirspurnir. ALÞÝÐUBANDALAGID EGILSBÚÐ Sími 7322 Neskaupstað ST. IVES Hörkuspennandi ný Amerísk litmynd um undirheima- líf í Los Angeles annarri stærstu borg Bandaríkjanna. Myndin er byggð á sögunni The Procane Chronicle, eftir Oliver Bleeck. Aðalh. Charles Bronson. Sýnd í kvöld (fimmtudag) kl. 9. Bönnuð innan 14 ára. VERSTU VILLINGAR VESTURSINS Hörkuspennandi mynd úr villta-vestrinu. Sýnd sunnu- dag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. TÝNDA RISAEÐLAN Bráðskemmtileg gamanmynd með Peter Ustinov. Sýnd mánudag kl. 8. Ath. breyttan sýningartíma. Myndin er leyfð. Myndin er frá Walt Disney félaginu. Oster reykskynjaramir eru komnir. Nauðsynlegir á hvert heimili. Verslun Kristjáns Lundberg Neskaupstað Fró Norrœna félaginu Fundur verður með Orla Pedersen í kvöld fimmtudag í fundarsal Egilsbúðar kl. 20.30. STJÓRNIN ATVINNA Starfsstúlku vantar á ellideild Fjórðungssjúkrahússins Neskaupstað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 7403 og 7466. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Frd afmœlisnefnd Neskaupstaðar Afmælisnefndin þakkar öllum. jafnt einstaklingum og félagasamtökum sem áttu pátt í að gera kvöldskemmtun nefndarinnar í Egilsbúð sl. föstudagskvöld svo ánægju- lega sem raun bar vitni. Tónleikar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Egilsbúð sunnudaginn 25. mars kl. 17.00. Stjómandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. . V~ V Fjölbreytt efnisskrá. Fólk er hvatt til að fjölmenna á tónleikana [>ar sem hér er um að ræða kór, sem unnið hefur til verðlauna víða um lönd fyrir frábæran söng. MENNINGARNEFND

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.