Austurland


Austurland - 29.03.1979, Side 1

Austurland - 29.03.1979, Side 1
Æusturland ísland úr Nató Herinn burt 29. árgangur Neskaupstað, 29. mars 1979. 13. tölublað. 30 ár í hernaðar- bandalagi Á mcrgun, 30. mar •, eru 30 ár liðin síðan Alþingi fslands samþykkíi efi;ir sögulegar umræður að gerast aðili að hernaðaröandalagi NATÓ. Að þeirri samþykkt var síaðið með slíkum eindæm- um að lengi verður í minni haft og samningum þröngvað upp á þjóðina að henni forspurðri. Öll meðferð þessa máls var sérstæð, bæði áður og síðan og mun dagsins verða minnst um ókomna framtíð. Megi sú minning ætíð verða okkur hvatning til að halda baráttunni áfram gegn NATÓ, gegn her í landi, gegn slíkum svikum við Jand og þjóð og að hún efJist og dafni þar til ísland stendur aftur frjálst og óháð meðal þjóða heims. Loönuvertíö lokið Myndin er ekki i'tr erlendri styrjöld heldur frá gagnárás óbreyttra borgara á Austurvelli 30. mars 1949. íslénsku lögreglunnar á utifund Ný mjólkurstöð á Egilsstöðum Loðnuveiðum er nú lokið. Sam- kvæmt reglugerð er gefin var út af sjávarútvegsráðuneytinu voru loðnuveiðar bannaðar á hádegi 18. mars. Heildaraflinn á vertíðinni varð rúmar 520 þúsund lestir en fiskifræðingar höfðu lagt til að veiddar,yrðu 450 pús. lestir. f fyrra lauk loðnuveiðum 31. mars og var heildaraflinn þá um 470 þús. lestir. Aðeins einu sinni áður hefur verið veitt meir af loðnu en nú í ár, var það árið 1977 en þá veiddust um 550 þús. lestir. Af aflamagninu í ár bárust um 254 þús. lestir til Austfjarðahafna og skiptust þær þannig milli staða: 70.694 lestir dæmi má nefna að í lok vertíðar landaði Börkur tæpum 1100 tonn- um af loðnu í Neskaupstað og var skiptaverð aflans um 8 milljónir króna. Úr þessum afla fengust rúm 64 tonn af hrognum og skiptaverð hrognanna var tæpar 15 milljón- ir króna. — G. B. Föstudaginn 16. mars var vígð ný mjólkurstöð á Egilsstöðum. Var gestum boðið kl. 14 og flutti Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri ræðu og lýsti aðdraganda að byggingu stöðvarinnar og bygg- ingarsögu. Fyrsta skóflustunga var tekin 17. júlí 1974 og var þá þeg- ar hafist handa við byggingu húss- ins. Var húsið fokhelt rúmum tveim árum síðar. Trésmiðja Kaupfélags Héraðsbúa sá um byggingu hússins, allt tréverk og smíði innréttinga. Yfirsmiður var Völundur Jóhannesson en Her- mann Eiríksson hefur séð um verkstjórn á vinnustað. Að stærð er húsið tvö þúsund fermetrar að flatarmáli en tíu þús- und rúmmetrar og er allt hið vand- aðasta. Mjólkin er flutl til stöðvarinnar í tankbílum og fer dæling úr þeim fram innanhúss og eins lestun á vörum frá búinu. Vélabúnaður Vélabúnaður er að stofni sá sami og var í gömlu stöðinni, en Kór Menntaskólans í Hamrahlíð Seyðisfjörður Eskifjörður Neskaupstaður Vopnafjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Breiðdalsvík Djúpavogur Vann hug og hjörtu bœjarbúa 57.942 lestir 42.279 lestir 26.302 lestir 23.059 lestir 13.414 lestir 7.600 lestir 6.498 lestir 5.853 lestir Alls stunduðu 65 skip veiðar á þessari vertíð þar af 6 frá Aust- fjörðum og voru þau þessi: Börkur NK 14.337 lestir Hilmir SU 12.661 lestir Jón Kjartansson SU 12.446 lestir Magnús NK 10.247 lestir Seley SU 7.225 lestir Sæberg SU 5.750 lestir Ekki hefur blaðinu tekist að afla sér frétta um loðnufrystingu á Austfjörðum en hún var tals- verð langmest var hún í Neskaup- stað. Frysting loðnuhrogna er sí- vaxandi og er mjög þýðingarmikið að verksmiðjurnar verði útbúnar eins vel og frekast er unnt á næstu vertíð til að hirða hrogn því þar eru geysileg verðmæti f húfi. Sem Það hefur víst ekki farið fram- hjá neinum hér í Neskaupstað, að um síðustu helgi fengum við góða gesti í heimsókn þ. e. a. s. kór Menntaskólans við Hamrahlíð, ásamt stjórnanda sínum Þorgerði Ingólfsdóttur. Með í förinni voru einnig Guðmundur Arnlaugsson rektor og Árni Böðvarsson magist- er. Kórinn hélt ferna tónleika hér, á Sjúkrahúsinu, í Gagnfræðaskól- anum, inni í Frystihúsi og í Egils- búð. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um sögu kórsins, hún er flestum kunn, hann hefur margoft verið fulltrúi íslands á kórmótum erlendis og vakið verðskuldaða athygli og aðdáun fyrir fágaðan söng. Það var því mikil stemming meðal tónleikagesta í Egilsbúð er söngur kórsins hófst. Strax í upphafi kom kórinn á óvart, hann kom marsérandi aftan að áhorfendum og það leyndi sér ekki að fólk kunni að meta þessa nýbreytni. Síðan rak hvert verkið annað og til að koma mönnum í nánari snertingu við þau kynnti stjórnandinn þau á sérlega skemmtilegan og lifandi hátt, efnisskráin spannaði hvorki meira né minna en yfir 500 ára tímabil, eða frá miðöldum fram til þessa dags. Nú er skylt að taka það fram að það er ekki á færi allra kóra að flytja svo fjölbreytta og gjörólíka tónlist, en öllu þessu skilaði kórinn frábærlega vel. Það sem mér fannst hvað mest um í söng kórsins var hin mikla fágun sem einkenndi sönginn, iífskrafturinn og sönggleðin sem geislaði frá honum allan tímann og hversu óþvinguð og eðlileg þau voru í framkomu. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Þorgerður Ingólfsdóttir og hef- ur hún með starfi sínu sannað hversu miklu frábær stjórnandi fær áorkað við misjafnar aðstæður, því t. d. tekur kórinn miklum breytingum milli ára og getur end- urnýjast um allt að. helming milli ára. í haust byrjuðu t. d. 26 í kórnum en alls eru í honum 54 ungmenni á aldrinum 16—21. Helstu aðalsmerki kórsins eru hve hreint hann syngur og hversu allar tónhendingar eru skýrt mót- aðar og hvað hann syngur músikalskt, styrkleikabreytingar og fágun. Allt þetta hefur kórinn á valdi sínu að því virðist fyrir- hafnarlaust. Þeir sem þekkja til svona starfsemi vita að á bak við svona árangur er mikil vinna og eljusemi og síðast en ekki síst góður leiðbeinandi. Athygli vakti að kórfélagar kunnu öll verkin utanað og gátu því einbeitt sér að söngnum. Eins sáum við sem á hlýddum hversu náið samband var milli kórs og stjórnanda, en til að það takist er nauðsynlegt að kórfólkið fylg- ist með hreyfingum stjórnandans í stað bóka eða blaða. Kórinn lauk svo tónleikunum með að raða sér meðfram upp- ganginum í Egilsbúð og klappaði svo tónleikagesti út með eldfjör- ugu lagi frá Litháen og steig að lokum kósakkadans í anddyrinu. Fannst mönnum sá endir tákn- rænn fyrir anda tónleikanna og hina lífsglöðu aðstandendur þeirra. Hafi kórinn og stjórnandi hans þökk fyrir komuna og ógleyman- lega skemmtun og vonandi fáum við þau sem fyrst f heimsókn aftur og sem oftast. — Á. Á. Þ. talsvert bættist við. Er tæknibún- aður þessi frá Silkiborg í Dan- mörku, nema pökkunarvélarnar eru Sænskar. Var það sami maður, Richard Andreasen, sem flutti sömu vélar nú, og hann setti upp í gömlu stöðina fyrir tuttugu ár- um. Er tækjabúnaður þessi allur fullkominn, og afköst stöðvarinn- ar eru margföld miðað við það mjólkurmagn sem nú berst. En næstum öll innvegin mjólk fer til neyslu innan fjórðungsins, og eru sjaldan birgðir af mjólkurvörum fyrirliggjandi hjá samlaginu. Innvegin mjólk árið 1978 voru 2.698.000 lítrar. Hefur framleiðsla mjólkur vaxið hægt síðustu ár, en aukin mjólk til samlagsins gefur möguleika á ostagerð og meiri fjölbreytni í vinnslu. í vélasal eru tæki til gerilsneyðingar sem af- kasta 5000 tonnum á klukkustund, tæki til fitusprengingar, skyr og súrmjólkurgerðar. Einnig eru skil- vindur, strokkur og tveir tankar sem taka 31 tonn hvor. Mjólkurvinnslan Olíukyntur gufuketill framleið- ir gufu fyrir vinnslu mjólkurinn- ar. Við gerilsneyðingu þarf að snögghita mjólkina, og kæla síð- an hratt niður. Þrýstist gufan um element en samsíða því er annað Framh. á 2. síðu Fjórðungs- • r S Hinn 15. f. mán. gaf frú Björg Helgadóttir, Ásgarði 12, Neskaup- stað, sjúkrahúsinu minningargjöf um eiginmann sinn Aðalstein Jóns- son, að upphæð krónur 50 þúsund. Hér með færi ég Björgu kærar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf. F. h. Fjórðungssjúkruhússins _Ncskaupstuð Stefán Þorleifsson.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.