Austurland


Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 5. apríl 1979. 14. tölublað. Fiskveiðireglugerðin: Eindregin andstaða ráðherra Alþýdubandalagsins Hjörleifur krefst endurskoðunar á reglugerð sjávarútvegsráðherra Stef nan í t'iskvcriidaruuiluni hef- ur verið mjög til umræðu að und- anförnu, ekki síst eftir að fréttist af reglugerð sem sjávarútvegsráð- berra setti fyrirvaralaust að heita má í síðustu viku, rétt eftir að rikisstjórnin hafði fallist á tiltek- ið hámarksaflamagn af þorski á yfirstandandi ári. Um fátt er nú meira rætt við sjávarsiðuna hér eystra en fyrir- hugað þorskveiðibann á togara- flotann í sjötíu daga næsta sumar þar af í 30 daga á tímabilinu frá 1. júní til 31. ágúst (annar hver dagur). Fram hefur komið að deildar méiningar voru um málsmeðferð sjávarútvegsráðherrans innan rík- isstjórnarinnar og hafði blaðið af því tilefni samband við Hjörleif Öuttormsson og spurði um af stöðu hans til málsins. Hjörleifur kvaðst hafa átalið harðlega vinnubrögðin við setn- ingu umræddrar reglugerðar og látið bóka afstöðu sína á ríkis- stjórnarfundi 29. mars sl. eftir að Ijóst var að óskir um eðlilegan undirbúning málsins voru að engu hafðar. Tóku aðrir ráðherrar Al- þýðubandalagsins eindregið undir afstöðu Hjörleifs í pessu efni en bókun hans fer hér á eftir: „Eftir góða samstöðu í ríkisstjórninni um fyr;rhugaðan hámarksafla á Meiri músík Eftaust minnast margir Norð- firðingar Dirk Von Der Ehe, sem var kennari við 'fónskóia Nes- kaupstaðar á árunum 1970—'73. Eftir að hann fór til heimalands síns, Vestur-Þýskalands, stofnaði hann haustið 1973 barnakór í Emsdetten, sem er smábær í West- falen. Fyrsta veturinn voru 25 börn í kórnum, en árið eftir voru kórarnir orðnir tveir og nemendur um 120. Síðan hefur þetta kór- starf verið í sífelldum vexti, m. a. starfar nú smábarnakór fyrir börn á aldrinum 5—8 ára, en annars eru nemendur börn og unglingar frá 9—18 ára. Flest árin hefur Dirk farið með hópinn sinn í söngferðalög og meðal annars tekið þátt í söng- keppni unglingakóra. Kór hans fékk 3. verðlaun á söngmóti í Belgíu 1974, önnur verðlaun 1976 og fyrstu verðlaun 1977, svo að árangur virðist hafa verið sérlega góður. Sama árið og kór hans hlaut fyrstu verðlaun í Belgíu fór hann með kórinn í söngför til Englands og Wales við góðan orðstír og í fyrra um páskana lá svo leiðin til Finnlands, nánar til tekið til Jyváskyla, vinabæjar Neskaupstað- ar, en þar er Dirk vel kunnugur, þv( að þangað sótti hann konu sína, en faðir hennar er tónlistar- kennari. Kannski minnist einhver þess, að Dirk og konuefnið fóru í tónlistarferð um ísland sumarið 1972, en hún er frábærlega efni- Framh. a 2. síðu þorski á árinu 1979 harma ég og mótmæli þeirri málsmeðferð sem viðhöfð hefur verið af hálfu sjáv- arútvegsráðherra við undirbúning og útgáfu á reglugerð um aflatak- markanir. Á fundi ríkisstjórnarinnar 27. mars sl. gagnrýndi ég þessi vinnu- brögð og þá fyrirætlan sjávarút- vegsráðherra að gefa út reglugerð um takmarkanir á þorskveiðum án frekari umræðu um málið í ríkisstjóm og án frekara samráðs við þingflokkanefnd og hagsmuna- aðila. Ég vil mótmæla harðlega þess- um vinnubrögðum sem stangast á við fyrri yfirlýsingar sjávarút- vegsráðherra um málsmeðferð og gegn almennum fyrirvara af minni hálfu og annarra ráðherra varð- andi „hugmyndir til íhugunar um aðgerðir til takmörkunar á þorsk- veiðum árið 1979" sem sjávarút- vegsráðherra lagði fram í ríkis- stjórninni 15. mars sl. Af efnisatriðum varðandi veiði- takmarkanir á þorski vil ég sér- staklega átelja víðtækar heimildir sem veittar eru til netaveiða meðal . annars til loðnuskipa á sama tíma 09, stöðva á þorskveiðar togara í 70 daga yfir sumarmánuðina. Slíkt getur kallað hið alvarlegasta ástand yfir þá staði sem mest eiga unclir togveiðum ekki síst minni útgerðarstaði og engar tillögur lifrgja fvr'r um hvernig bregðast ei?i við afleiðingum af veiðitak- mörkunum í þessu formi. Ég tel brýnt að ákvæði umræddr- ar reglugerðar verði endurskoðuð að vel athuguðu máli fyrr en seinna". Þorbjörg tekur sœti B á Alþingi Þorbjörg Arnórsdóttir, 1. vara- þingmaður AÍþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi tók sæti á Alþingi síðastliðinn þriðjudag í fjarveru Lúðvíks Jósepssonar sem hú situr hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Þorbjörg er sem kunnugt er húsmóðir á Hala ( Suðursveit og stundar auk þess kennslustörf við skólann á Hrolllaugsstöðum í Suðursveit. Neituðu kolmunna- veiðiskipinu Á fundi sínum sl. fimmtudag neitaði ríkisstjórnin að veita leyfi fyrir innflutningi kolmunnaskips er Magni Kristjánsson o. fl. í Neskaupstað ætluðu að kaupa. Ríkisstjórnin klofnaði í afstöðu sinni til pessa máls. Ráðherrar Al- þýðubandalagsins og Steingrímur Hermannsson greiddu málinu atkvæði sitt en á móti voru Ólafur Jóh. Tómas Arnason, Magnús M., og Kjartan Jóh. Sérstaka athygli vekur afstaða Tómasar þingmanns okkar Austfirðinga. Á fyrrnefnd- um fundi samþykkti hann ásamt ráðherrum framsóknar og Alþýðu- flokks að kaupa tvo skuttogara, en að leyfa kaup á kolmunnaskipi það var af og frá. Þrátt fyrir já- kvæðar umsagnir fjölmargra stofnana gátu ráðherrar krata og framsóknar hindrað þetta fram- faramál. Hvað olli því? Á ekki að vernda þorskinn? Þarf þess vegna ekki að leita nýrra leiða í fiskveiðum við landið? Á ekki að auka sóknina í vannýtta fiskistofna? Það er sama hvernig menn velta dæminu fyrir sér enginn botnar í afstöðu þeirra ráðherra er beittu sér gegn kaupum á kol- munnaskipinu. Allt friðunarkjaft- æði þeirra er út í hött það sýna netagirðingar sjávarútvegsráðherra á hrygningarstöðvunum allt frá Reykjanesi að Hornafirði. Magni og félagar sem sýndu þá framsyni að ráðast í þau skiþa- kaup er þe:r æt'uðu sér mega ekki láta deigan síga þó móti blási um stund. EN TÓMAS ÁRNASON ER HÉRMEÐ KRAFINN SVARA HVÍ HANN HINDRAÐI SKIPA- KAUPIN. — G. B. Símabingo U.Í.A. hefur nú hafið síma- bingó. I Neskaupstað eru spjöld seld út þessa viku í B.P., Kaup- félaginu Fram, Apótekinu og Verslun Óskars Jónssonar, og auk þess hjá Arsæli Guðjónssyni og Þórhalli Jónassyni. Tölur verða dregnar út þrisvar ;í viku og eru þær birtar á sþjöld- um á útsölustöðunum en einnig geta menn hringt f síma 1353 og fengið þar útdregnar tölur. Vinningur er glæsileg stereo- samstæða að verðmæti 440 þús. kr. Hafísinn, sá forni fjandi, pokast nú æ lengra suður með strönd- inni og teppir skipasamgöngur. — Myndin hér að ofan er frá Norðfirði, en par hefur skip ekki komist um síðan á sunnudag að Birtingur var 2 iíma að sigla út fjörðinn. Bátarnir hafa purft að lánda á Eskifirði og aflanum siðan ekið yfir Oddsskarð. Blosarakvintett með tvenna tónleika ¦Hemw.*>»^M« mvxv*--~*--^**izx Um næstu helgi mun cusk-islcii.sk- ur blásarakvintett, Heliosblásara- kvintettinn, halda tónleika á Aust- urlandi. Helios kvintettinn var stofnaður 1976 af nemendum í Royal College of Music í' London. Kvintettinn hefur síðan aflað sér margvíslegra viðurkenninga. M. a. komið fram í breska sjónvarpinu B.B.C. Tekið þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í London og er helguð tónlist þessarar aldar, auk þess að vinná kammermúsik- verðlaun „Kathleen Long". Kvint- ett.'nn hefur haldið reglulega tón- leika fyrir tónlistarfélög í London og úti á landsbyggðinni, svo og óformlega tónleika með fyrir- lestraformi fyrir ýmsar mennta- stofnanir. Efnisskrá tónleikanna á Aust- urlandi verður fjölbreytt og við allra hæfi. Tónleikarnir verða í Egilsstaða- kirkju, sunnudaginn 8. apríl kl. 15, og í Egilsbúð Neskaupstað sama dag kl .21. Það er ekki á hverjum degi, að okkur Austfirðingum býðst heim- sókn tónlistarmanna erlendis frá og sem hafa aflað sér viðurkenn- ingar. Það hlýtur því að vera mikilvægur lærdómur fyrir pá fjölmörgu nemendur í tónlistar- skólum viðkomandi staða að fá að hlýða á leik þeirra og góð til- breyting í menningarlífi staðanna sem því miður vill verða heldur einhæft.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.