Austurland


Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1
JLusturland 29. árgangur Neskaupstað, 5. apríl 1979. 14. tölublað. Fiskveiðireglugerðin: Eindregin andstaða róðherra Aiþýðubandalagsins Hjörleifur krefst endurskoðunar á reglugerð sjávarútvegsráðherra Stefnan í fiskverndarmálum hef- ur verið mjög til umræðu að und- anförnu, ekki síst eftir að fréttist af reglugerð sem sjávarútvegsráð- herra setti fjrirvaralaust að heita má í síðustu viku, rétt eftir að rikisstjórnin hafði fallist á tiltek- ið hámarksaflamagn af þorski á j firstandandi ári. Um fátt er nú meira rætt við sjávarsíðuna hér ej'stra en fj'rir- hugað þorskveiðibann á togara- flotann í sjötíu daga næsta sumar þar af í 30 daga á timabilinu frá 1. júní til 31. ágúst (annar hver dagur). Fram hefur komið að deildar meiningar voru um málsmeðferð sjávarútvegsráðherrans innan rík- isstjórnarinnar og hafði blaðið af pví tilefni samband við Hjörleif Outtormsson og spurði um afstöðu hans til málsins. Hjörleifur kvaðst hafa átalið harðlega vinnubrögðin við setn- ingu umræddrar reglugerðar og látið bóka afstöðu sína á ríkis- stjórnarfundi 29. mars sl. eftir að Ijóst var að óskir um eðlilegan undirbúning málsins voru að engu hafðar. Tóku aðrir ráðherrar Al- pýðubandalagsins eindregið undir afstöðu Hjörleifs í pessu efni en bókun hans fer hér á eftir: „Eftir góða samstöðu í ríkisstjórninni um fyr:rhugaðan hámarksafla á Meiri músík Eflaust minnast margir Norð- firðingar Dirk Von Der Ehe, sem var kennari við Tónskóia Nes- kaupstaðar á árunum 1970—’73. Eftir að hann fór til heimalands síns, Vestur-Pýskalands, stofnaði hann haustið 1973 barnakór í Emsdetten, sem er smábær í West- falen. Fyrsta veturinn voru 25 börn í kórnum, en árið eftir voru kóramir orðnir tveir og nemendur um 120. Síðan hefur petta kór- starf verið í sífelldum vexti, m. a. starfar nú smábarnakór fyrir börn á aldrinum 5—8 ára, en annars eru nemendur börn og unglingar frá 9—18 ára. Flest árin hefur Dirk farið með hópinn sinn í söngferðalög og meðal annars tekið pátt í söng- keppni unglingakóra. Kór hans fékk 3. verðlaun á söngmóti í Belgíu 1974, önnur verðlaun 1976 og fyrstu verðlaun 1977, svo að árangur virðist hafa verið sérlega góður. Sama árið og kór hans hlaut fyrstu verðlaun í Belgíu fór hann með kórinn í söngför til Englands og Wales við góðan orðstír og í fyrra um páskana lá svo leiðin til Finnlands, nánar til tekið til Jyvaskyla, vinabæjar Neskaupstað- ar, en par er Dirk vel kunnugur, pví að pangað sótti hann konu sína, en faðir hennar er tónlistar- kennari. Kannski minnist einhver pess, að Dirk og konuefnið fóru í tónlistarferð um ísland sumarið 1972, en hún er frábærlega efni- Framh. á 2. síðu porski á árinu 1979 harma ég og mótmæli peirri málsmeðferð sem viðhöfð hefur verið af hálfu sjáv- arútvegsráðherra við undirbúning og útgáfu á reglugerð um aflatak- markanir. Á fundi ríkisstjórnarinnar 27. mars sl. gagnrýndi ég pessi vinnu- brögð og pá fyrirætlan sjávarút- vegsráðherra að gefa út reglugerð um takmarkanir á porskveiðum án frekari umræðu um málið f ríkisstjórn og án frekara samráðs við pineflokkanefnd og hagsmuna- aðila. Ég vil mótmæla harðlega pess- um vinnubrögðum sem stangast á við fyrri yfirlýsingar sjávarút- vegsráðherra um málsmeðferð og gegn almennum fyrirvara af minni hálfu og annarra ráðherra varð- andi „hugmvndir til íhugunar um aðgerðir til takmörkunar á porsk- veiðum árið 1979“ sem sjávarút- vegsráðherra lagði fram í ríkis- stjórninni 15. mars sl. Af efnisatriðum varðandi veiði- takmarkanir á porski vil ég sér- staklega átelja víðtækar heimildir sem veittar eru til netaveiða meðal annars til loðnuskipa á sama tíma or stöðva á porskveiðar togara í 70 daga yfir sumarmánuðina. Slíkt getur kallað hið alvarlegasta ásíand yfir pá staði sem mest eiga undir togveiðum ekki síst minni útgerðarstaði og engar tillögur liggja fvr:r um hvernig bregðast eivi við afleiðingum af veiðitak- mörkunum í pessu formi. Ég tel brýnt að ákvæði umræddr- ar reglugerðar verði endurskoðuð að vel athuguðu máli fyrr en Þorhjörg tekur sœti á Alþingi Þorbjörg Arnórsdóttir, 1. vara- pingmaður Alpýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi tók sæti á Alpingi síðastliðinn priðjudag í fjarveru Lúðvíks Jósepssonar sem nú situr hafréttarráðstefnu Sam- einuðu pjóðanna. Þorbjörg er sem kunnugt er húsmóðir á Hala f Suðursveit og stundar auk pess kennslustörf við skólann á Hrolllaugsstöðum í Suðursveit. Neituðu koimunna- veiðiskipinu Á fundi sínum sl. fimmtudag neitaði ríkisstjórnin að veita leyfi fyrir innflutningi kolmunnaskips er Magni Kristjánsson o. fl. í Neskaupstað ætluðu að kaupa. Ríkisstjórnin klofnaði í afstöðu sinni til pessa máls. Ráðherrar Al- pýðubandalagsins og Steingrímur Hermannsson greiddu málinu atkvæði sitt en á móti voru Ólafur Jóh. Tómas Árnason, Magnús M., og Kjartan Jóh. Sérstaka athygli vekur afstaða Tómasar pingmanns okkar Austfirðinga. Á fyrmefnd- um fundi sampykkti hann ásamt ráðherrum framsóknar og Alþýðu- flokks að kaupa tvo skuttogara, en að leyfa kaup á kolmunnaskipi pað var af og frá. Þrátt fyrir já- kvæðar umsagnir fjölmargra stofnana gátu ráðherrar krata og framsóknar hindrað petta fram- faramál. Hvað olli pví? Á ekki að vernda þorskinn? Þarf pess vegna ekki að leita nýrra leiða í fiskveiðum við landið? Á ekki að auka sóknina í vannýtta fiskistofna? Það er sama hvernig menn velta dæminu fyrir sér enginn botnar í afstöðu þeirra ráðherra er beittu sér gegn kaupum á kol- munnaskipinu. Allt friðunarkjaft- æði þeirra er út í hött það sýna netagirðingar sjávarútvegsráðherra á hrygningarstöðvunum allt frá Reykjanesi að Hornafirði. Magni og félagar sem sýndu þá framsýni að ráðast í þau skipa- kaup er pe'r æt'uðu sér mega ekki láta deigan síga þó móti blási um stund. EN TÓMAS ÁRNASON ER HÉRMEÐ KRAFINN SVARA HVÍ HANN HINDRAÐI SKIPA- KAUPIN. — G. B. Símabingó U.Í.A. hefur nú hafið síma- bingó. í Neskaupstað eru spjöld seld út pessa viku í B.P., Kaup- félaginu Fram, Apótekinu og Verslun Óskars Jónssonar, og auk pess hjá Ársæli Guðjónssyni og Þórhalli Jónassyni. Tölur verða dregnar út prisvar í viku og eru pær birtar á spjöld- um á útsöiustöðunum en einnig pæta menn hringt í síma 1353 og fengið par útdregnar tölur. Vinningur er glæsileg stereo- samstæða að verðmæti 440 þús. kr. Hafísinn, sá forni fjandi. pokast ná œ lengra suðitr með strönd- inni og teppir skipasamgöngur. — Myndin hér að ofan er frá Norðfirði, en þar hefur skip ekki komist um síðan á sunnudag að Birtingur var 2 líma að sigla út fjörðinn. Bátarnir hafa þurft að landa á Eskifirði og aflanum síðan ekið yfir Oddsskarð. Biósarakvintett með tvenna tónleika Um næstu helgi mun cnsk-íslcnsk- ur blásurnkvintett, Heliosblásara- kvintcttinn, haldu tónleiku á Aust- urlandi. Helios kvintettinn var stofnaður 1976 af nemendum í Royal College of Music í London. Kvintettinn hefur síðan aflað sér margvíslegra viðurkenninga. M. a. komið fram í breska sjónvarpinu B.B.C. Tekið pátt í alpjóðlegri tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í London og er helgúð tónlist pessarar aldar, auk pess að vinna kammermúsik- verðlaun „Kathleen Long“. Kvint- ett.nn hefur haldið reglulega tón- leika fyrir tónlistarfélög í London og úti á landsbyggðinni, svo og óformlega tónleika með fyrir- lestraformi fyrir ýmsar mennta- stofnanir. Efnisskrá tónleikanna á Aust- urlandi verður fjölbreytt og við allra hæfi. Tónleikarnir verða í Egilsstaða- kirkju, sunnudaginn 8. apríl kl. 15, og í Egilsbúð Neskaupstað sama dag kl .21. Það er ekki á hverjum degi, að okkur Austfirðingum býðst heim- sókn tónlistarmanna erlendis frá og sem hafa aflað sér viðurkenn- ingat. Það hiýtur pví að vera mikilvægur lærdómur fyrir þá fjölmörgu nemendur í tónlistar- skólum viðkomandi staða að fá að hlýða á leik peirra og góð til- breyting í menningarlífi staðanna sem því miður vill verða heldur einhæft.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.