Austurland


Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 05.04.1979, Blaðsíða 4
Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Neskaupstað, 5. aprii 1979. Gerist áskrifendur Eflum heimabyggðina. Skiptum við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Auðunn Einarsson: Réttarstaða Grœnlands nú, er ekki ólík réttarstöðu íslands árið 1904 Daglega heyrum við Grænlands getið í útvarpi og sjónvarpi þegar veðurfregnir eru lesnar, en ekki er það oft sem blöð greina frá mönn- um og málefnum í pessu nálæga landi. Þar sem miklir umbrota- tímar fara þar í hönd verður að- eins vikið að þessu nágrannalandi okkar. Grænland er 21 sinni stærra en ísland, en sá hluti þess sem er íslaus er að stærð eins og rúmlega þreföld stærð íslands. Byggðin er á landræmu í kringum þennan risa jökul, sem inniheldur 12% af ísmassa veraldarinnar. Strand- lengja Grænlands er 39.000 kíló- metrar, eða eins og miðjarðarlín- an. Um 50.000 manns býr nú á Grænlandi og þar af eru 9.000 Danir 300 Færeyingar og 400 frá öðrum löndum. Fólksfjöldi í Grænlandi hefur verið þessi: 1901 11.839 1921 14.355 1951 24.159 1970 46.313 Búseta manna var því sem næst með allri strandlengjunni, og lifðu menn aðallega á selveiði og veiði rostunga og smáhvals auk fisk- veiða. Er talið að selastofninn við Grænland sé nálægt 1,2—1,4 millj. selir og hefur nú verið gerður samningur milli Grænlands, Kanada og Efnahagsbandalagsins um nýtingu selastofnsins. Magnið sem má veiða var 170 þúsund selir 1979 en 180 þúsund 1978, það sorglega er að það magn sem Grænlendingum er skammtað minnkar ár frá ári. Verða þeir því t auknum mæli að kaupa innflutt matvæli. Frá byggð til bæjar Árið 1967 mótuðu stjórnvöld stefnuna „frá byggð til bæjar“. Hófust þá mestu þjóðflutningar á Grænlandi sem um getur, fólk var flutt frá afskekktum stöðum og sett niður í nærliggjandi þorpi, eða myndaðir byggðarkjarnar. Oft hefur þetta leitt til þess að fólk er munaðarlaust á hinum nýju stöðum, er þetta helsta orsök hinna gífurlegu vandamála félags- legs eðlis. Heimastjórn 1. maí 1979 Með ákvörðun um heimastjórn hafa Grænlendingar tekið fyrsta skrefið til meiri stjórnar í eigin landi, og felst í því nokkur viður- kenning danskra stjórnvalda á um- ráðarétti Grænlendinga yfir Græn- landi. Þó fylgir sá böggull skammrifi að Danir hafa gert ýmsa samninga sem væntanlegir stjórnendur sitja uppi með. Þyngstur mun Græn- lendingum samningurinn þegar þeir voru innlimaðir í Efnahags- bandalag Evrópu haustið 1972 um leið og Danir gengu í bandalagið. Kosið var um þetta mál á Græn- landi og voru rúmlegaa 70% á móti inngöngu, en þrátt fyrir þessa niðurstöðu drógu Danir hina grænlensku þjóð inní þetta örlaga- bandalag. Þessi samningur Dana við EBE leiðir það af sér meðal annars, að aðildarlönd EBE máttu á síðasta ári veiða 25.000 tonn af þorski við strendur Grænlands. Talið er að Vestur-Þjóðverjar ein- ir hafi veitt um 50.000 tonn af þorski án þess að veiðar þeirra væru hindraðar. Danir annast landhelgisgæslu við Grænland og virðast þeir í þessu vera öðrum hliðhoilari en sfnum skjólstæðing- um. Þessu una Grænlendingar afar illa sem vonlegt er, en þeir fá litlu ráðið um nýtingu fiskstofna við eigin strönd, og verða að lúta stefnu Dana. Er Grænlendingum áh'ka mikilvægt að nýta eigin fisk- stofna eins og okkur íslendingum. Er réttarstaða Grænlendinga nú ekki ólík stöðu íslands 1904. Már Karlsson: Athugasemd VIÐ ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU UM DEILDASKIPTINGU RÍKISSKIP Húsnæðisástand Húsnæðisvandamálið er geig- vænlegt. Sem dæmi má nefna að 17.000 fjölskyldur eru um 12.000 íbúðir. Alls búa 2.480 fjölskyldur inná heimilum hjá öðrum og þar af eru 1.044 hjón með börn. Má á þessu sjá að mikið verk er óunn- ið þar í byggingu húsnæðis. Okk- ur er tamt að hugsa okkur græn- lenska fjölskyldu f litlu húsi með hunda og sleða fyrir framan og kajak uþpá hesjum. En þetta er ekki sönn mynd, nú búa 2.565 fjölskyldur í blokkum eða sam- býlishúsum. Árið 1960 voru 138 byggðir á Grænlandi, en nú eru þær 99 og landsbyggðin á enn í vök að verjast. Nú búa um 50% af þjóðinni í stórum bæjum en 1950 bjuggu 25% í þorpum en 75% í hinum dreifðu byggðum. Þessari stefnu Dana urðu Græn- lendingar að lúta, og fengu þeir engu ráðið um þessa þróun, en nú er þessi einveldisstjórn Daná' á enda runnin. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Kjartan Ólafsson hafa nýverið iagt fram á Alþingi þingsályktun- artillögu þar sem ályktað er að beina því til ríkisstjórnarinnar að í þeirri endurskipulagningu á starfsemi og rekstri Skipaútgerð- ar ríkisins sem fyrirhuguð er verði að því stefnt að fyrirtækinu verði skiþt í tvær deildir, Austurlands- og Vestfjarðadeild með aðsetri á Reyðarfirði og ísafirði og skuli um þetta atriði tekið mið af til- lögum Stofnananefndar frá 1975 og frumvarp þar að lútandi lagt frám þegar á næsta þingi. í áliti Stofnananéfndar frá árinu 1975 sem tillagan er byggð á, segir að gera megi ráð fyrir að auk áhafna skipanna muni fylgja hvorri deild fimm til tíu menn. Kostnaður við siíkar breytingar væri einkum fólg- inn í útvegun skrifstofuhúsnæðis. Telur nefndin að slíkur flutningur muni færa stjórn flutninganna nær hagsmunum viðkomandi landshluta og þannig hafa fjölþætt áhrif á viðgang margvíslegar starf- semi á þessum svæðum. Ég hef reynt að fylgjast nokkuð með þeim skipulagsbreytingum sem fyrirhugaðar eru á rekstri Skipaútgerðar ríkisins. Þess vegna kom þessi þingsályktunartillaga mér á óvart og satt að segja er ég ekki búinn að átta mig á efni Már Karlsson, Djúpavogi hennar ennþá. Stjórn SSA ræddi samgöngumál fjórðungsins á nokkrum fundum Framh. á 2. síðu Víða kemur Marx við sögu Það var einhverntíman í vet- ur eða haust, að tveir ágætir menn voru að deila um sósíal- isma í smádálkum í Austur- landi og Austra og urðu ekki á eitt sáttir um hvað sósíal- ismi væri, hvað þá heldur um ágæti hans. Svo hefur farið fyrir fleir- um. Austramaðurinn vildi setja samasemmerki milli sósíalisma og ófrelsis og honum hefur iíklega brugðið í brún blessuð- um, þegar hann las eftirfarandi í Tímanum fyrir nokkrum dög- um: „ . . . hugmyndafræðilegar vangaveltur geta oft á tíðum orðið frjóar og vissulega væri framsóknarmönnum það hollt öðru hverju að rifja upp á hvaða grunni helsta hugsjón framsóknarstefnunnar hvflir — samvinnuhugsjónin. Það skipt- ir ekki máli í því sambandi hvort hún er hér innflutt eða heimatilbúin. Ef við fellum hana inn í hugmyndafræði samtímans er um einskonar málamiðlun að ræða milli sam- eignarstefnu og frjálshyggju. Samvinnustefna er tilraun til að framkvæma sósialisma í smáum einingum og forðast iafnframt of stranga miðstýr- ingu. Það er þessvegna ekkert skrýtið að helstu óvinir sam- vinnustefnunnar eru frjáls- hyggjumenn, pcningapúkar og sjálfstæðismenn. Þeir sjá í sam- vinnustcfnunni höfuðóvin sinn: Marx. Bregði einhverjum framsókn- armanni við þetta er það sjálf- sagt af því hann hefur ekki lesið Marx eða að hann er ekki samv innumaður“. Bragð er að. þá barnið finn- ur, stendur þar. Krjóh. Höfðinglegt boð Afmæbsnefnd bæjarins hefur borist bréf frá burtfluttum Norðfirðingi Jósafat Hinriks- syni. Býðst hann og fjölskylda hans til að verkstæði þeirra gæfi smíði á hátíðarskilti eða öðru sem kæmi sér vel í sam- bandi við afmælið og má verð- gild'ð vera 300—500 þús. krón- ur. Nefndin hefur þakkað þetta höfðinglega boð, sem sýnir hug þeirra til æskustöðvanna. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvað verði smíðað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.