Austurland


Austurland - 12.04.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 12.04.1979, Blaðsíða 3
Bíll til sölu Lada topas árgerð 1977. Ekinn 23000 km. Uppl. í síma 7139, Neskaupstað. Bíll til sölu Skoda árgerð 1974. Uppl. í síma 7248, Neskaupstað. Bíll til sölu Ford Mawerick árgerð 1970. Uppl. í síma 7688, Neskaupstað. Grýtt úr .. . Framhald af 1. síðu. Ólafs Jóhannessonar hafi ekki átt par drýgstan hlut. Ég veit, að V. H. viðurkennir það aldrei á prenti, en í hjarta sínu veit hann um hlut Lúðvíks Jósepssonar hér að. En við tölum bara ekki alveg sama tungumál, Vilhjálmur, þegar komið er að verðbólgunni. Þið hafið ásamt krötum sett jafnaðar- merki milli kaupgjalds og verð- bólgu. Við viljum benda á aðra orsakavalda: milliliði, verðlags- myndun, ofhlæði á ýmsum sviðum og beint brask, svo aðeins séu tek- in fáein dæmi. Um þetta hefur deilan snúist og snýst enn. Þetta er einfalt. Og ég veit fullvel, að láglaunafólkið í landinu er ekki á máli ykkar, enda notar það heil- brigða skynsemi en ekki prósentu- reikninga „hagspekinga" eins og m. a. s. þú virðist gera, svo mikla heilbrigða skynsemi og góða dóm- greind, sem þú hefur nú. Ekki von á góðu með aðra. Og svo þetta með þaklyftinguna af há- launamönnum. Von að þér sárn- aði, hve Tómas frændi var þar fljótur til að leggja blessun sína yfir. Hvenær sögðum við Alþýðu- bandalagsmenn, að með samning- unum í gildi skyldi allt upp úr ganga? F.kki kannast ég við þau orð úr kosningabaráttu okkax eystra. Þar lögðum við aðaláherslu rétt eins og nú á lægstu launin, en þó fyrst og fremst skerðinguna á yfirvinnunni, sem væri nú komin niður undir dagvinnukaup, ef þið Geir hefðuð fengið að ráða. Þetta voru okkar höfuðaðfinnsl- tu og ádeiluefni. Um réttmæti þeirra efast enginn, sem þarf sína 10—12 tíma vinnu til þess að ráða við eigin efnahagsvanda. Svo skellir þú bara skuldinni á borgar- stjórn Reykjavíkur til að bjarga Tómasi frænda niður af þakinu. Síðastur manna skal ég mæla þeim aðgerðum bót, sem allir eiga að sinn hlut: mínir menn, þínir menn og kratar í borgarstjóm, en við skulum ekki rugla þessu tvennu saman. Og svo að lokum vinstri ein- lægni. Ég minni aðeins á, að V. H. sat með íhaldinu í stjórn í 4 ár, líkaði harla vel og hefði senni- lega glaður haldið áfram, ef þjóð- in hefði ekki tekið í taumana. Þar ríkti sátt og samlyndi. Ég efa ekki, að V. H. standi einlæglega að baki þessarar stjómar nú. En sá sem nýkominn er úr ást- ríkri íhaldssamvinnu, þar sem hvergi virtist bera á skugga, ætti að gæta glerhússins, áður en grýtt Svo skulum við, Vilhjálmur minn, reyna að ná saman um að ríkisstjórnin vinni að hag láglauna- fólksins í landinu. Það gerir hún nefnilega seint, ef menn trúa því að kaup láglaunafólksins sé böl- valdurinn, sem verðbólgunni veld- ur. Höfum það báðir hugfast. Helgi Seljan. Norðfirðingar Austfirðingar Höfum tekið að okkur umboð fyrir Hurðariðjuna Kópa- vogi. — Útihurðir í mörgum gerðum, bílskúrshurðir og svalahurðir. Komið og kynnið yður verð og myndalista. DRÁTTARBRAJJTIN HF. Egilsbraut 8, Neskaupstað Húsnæði óskast 4—5 herbergja íbúð óskast til kaups sem allra fyrst. Góð útborgun keniur til greina. Upplýsingar í síma 7619, Neskaupstað. Austur-Skaftfellingar Almennur stjórnmálafundur með iðnaðarráðherra, Hjörleifi Guttormssyni, verður haldinn á Höfn í Homa- firði, föstudagskvöld 20. apríl kl. 20.30. Rætt verður um orkumál, iðnað og önnur hagsmuna- mál sýslunnar. ALLIR VELKOMNIR. ALÞÝÐUBANDALA GIÐ Alþýðubandalagið d Eskifirði Félagsfundur verður á skírdag, fimmtudagskvöld 12. apríl kl. 20.30 í Valhöll (litla salnum). Hjörleifur Guttormsson kemur á fundinn. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN Norðfirðingar: Páskablómin verða seld milli 2 og 5 á skírdag og 10—13 á laugardag. Vershm Kristjáns Lundberg Neskaupstað Barnaskemmtun Hin árlega barnaskemmtun Kvenfélagsins Nönnu verð- ur haldin sumardaginn fyrsta í Egilsbúð kl. 4. Sjá nánar í götuauglýsingum. DA GHEIMILISNEFND ATVINNA Tvo starfskrafta vantar í eldhús Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað frá 1. júní og einn frá 1. júlí. Upplýsingar gefur matráðskona í síma 7409 og 7346. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað EGILSBÚÐ j. '4'ÍU—ij JUUmDDOŒ Sími 7322 Neskaupstað □□□□□□ □□□□□□□□□□ TEJKNIMV'NDASAFN — Bangsimon og félagar Sýnd fimmtudag kl. 3. ÆVINTÝRI POPPARANS Bráðskemmtileg bresk gamanmynd með ísl. texta. Kvöldbann 14 ára. Sýnd fimmtudag kl. 9. Mánudagur annar í páskum: TARZAN OG GULLRÆNINGJARNIR Sýnd kl. 2. Ath. breyttan sýningartíma. GREAT EXPECTATIONS Stórbrotið listaverk eftir einni af vinsælustu sögum Charles Dickens. Sýnd kl. 5. DANSLEIKUR miðvikudaginn 18. apríl frá kl. 10—2. — Hljómsveitin „VÍRUS“ sér um fjörið. — Húsinu lokað kl. 23.30. — Munið nafnskírteinin. Frá Vatnsveitu Neskaupstaðar Bæjarbúar sýnið samborgurum ykkar tillitsemi og sparið vatnið í vatnsskortinum, svo komist verði hjá skömmtun. BÆJARVERKSTJÓRI Utboð Seyðisfjarðarkaupstaður býður út eftirtalin verk: Byggingu tveggja hæða einbýlishúss að Botnahlíð 33 Seyðisfirði. Útboðið miðast við gröft, fyllingu og upp- steypu húss upp í fokhelt. Skila skal húsi fyrir 1. nóv. 1979. Einangrunarklæðningu utan á sundlaug/íþróttahús Seyðisfjarðar. Skila skal einangrunarklæðningunni full- búinni, eigi síðar en 15. okt. 1979. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunni Seyðis- firði, frá 28. mars 1979. gegn 20 J>ús. kr. skilatryggingu fyrir hvort verk. Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofunni 30. apríl 1979, kl. 11 f. h. v/íþróttahúss en kl. 14, e. h. v/Botna- hlíðar 33, að viðstöddum umbjóðendum. Seyðisfirði, 27. 3. 1979 BÆJA R TÆKNIFRÆÐINGUR Atvinnurekendur - bókhald Get bætt við mig verkefnum í bókhaldi og uppgjöri fyrirtækja. PÉTUR JÓNSSON, viðskiptafræðingur Hraunbæ 134, Reykjavík, s. 85450 og 72623 Box 10185 Nauðungaruppboð annað og síðast á Naustahvammi 46—48, þinglesinni eign Naustavers hf., fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 18. apríl 1979, kl. 11.15. BÆJARFÓGETINN í NESKAUPSTAÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.