Austurland


Austurland - 19.04.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 19.04.1979, Blaðsíða 1
JLUSTURLAND Foreldrafrœðsla 29. árgangur Neskaupstað, 19, apríl 1979. 16. tölublað. Nú er vetur úr u • 10 í dag er sumardagurinn fyrsti og hækkandi sólin villir ekki á sér heimildir þótt á jörðu niðri sé vetrariegt um að litast. Myndin að ofan er tekin á sól- skinsdegi í vetur af börnum á leik- skólanum á Eskifirði og er þess vonandi ekki langt að bíða að þau geti kastað af sér vetrarfatnaðin- um og að snjóskaflarnir hverfi alveg. Á leikskólanum sem einungis er opinn eftir hádegi eru 30 börn og þar starfa 4 stúlkur, þar af 2 fóstr- ur. Aðspurður sagði bæjarstjórinn á Eskifirði, Áskell Jónsson, að til- raun hafi verið gerð með að hafa leikskólann opinn f. h. á sumrin en aðsókn hafi verið treg, á vet- urna væri hins vegar kennt í hús- næðinu f. h. Hann sagði að í fyrravor hafi svo verið gerð könn- un um leikskólaþörfina og voru þá aðeins 7 börn á óskalista f. h. Aðstaða er ekki fyrir hendi til dag- heimilisreksturs, þar sem eldunar- aðstöðu vantar. í vetur var enginn biðlisti á leikskólann á Eskifirði. Annad verkefni samstarfshóps um barnaárið í Neskaupstað verð- ur að efna til foreldrafræðslu. Dagana 27.—28. aprfl nk. mun Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi halda stutt námskeið fyrir foreldra um foreldrahlutverkið. Blaðið hafði samband við Sig- rúnu og sþurði hana um það efni sem hún ætlaði að taka fyrir. Hún sagði að það reyndist mörg- um erfitt að vera barn og ung- lingur nú á tímum en það væri ekki síður erfitt að vera foreldri. Nú væri uppi annað gildismat og gerðar væru aðrar kröfur en þegar foreldrarair voru að alast upp. Gömlu uppeldisaðferðirnar væru orðnar úreltar, áhrifavald foreldra væri orðið minna og staða þeirra veikari vegna margvíslegra áhrifa úr öðrum áttum. Tengslin væru einnig minni innan fjölskyldunn- ar, fólkið minna heima o. s. frv. Þetta hefur leitt til þess, að for- eldrar eru oft og einatt óoruggir í sínu foreldrahlutverki. Þeir hefðu þörf fyrir nánari þekkingu á þeim öflum sem móta börn þeirra og þörf væri á virkari samvinnu á milli félagsmótandi stofnana eins á barnaari í Neskaupstað og dagheimila, skóla, tómstunda- félaga og fleira. Fyrri daginn þ. e. föstudaginn þann 27. 4. kl. 8.30 mun Sigrún ræða um breytta stöðu fjölskyld- unnar og hina sérstæðu erfiðleika sem hún hefur í för með sér fyrir uppalendur sem börnin. Laugar- daginn 28. 4. kl. 14—17 ræðir Sigrún um félagsþroska barna Qg unglinga. 1 tengslum við báða fyrirlestrana verða umræður. Þetta er áreiðan- lega tækifærið sem margir for- eldrar hafa beðið eftir og er þess því að vænta að námskeiðið verði fjölsótt. Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi Magni Kristjánsson: Vandi fiskvei • 0 nna EGILSSTAÐIR: Hreppsnefnd bauð til fundar og kaffidrykkju Mánudaginn 2. apríl kl. 20.30 hélt hreppsnefnd Egilsstaðahrepps fund í Valaskjálf. Guðmundur Magnússon, hreppstjóri, skýrði reikninga hreppsins. Eru tekjur fyrir árið '79 áætlaðar 284.300.000, en áformað að útgjöld verði aðeins minni. Mest vegur útsvarið eða 142.800.000, fasteignaskattar 29.000.000, aðstöðugj. 37.300.000 og frá jöfnunarsjóði 27.000.000, önnur gjöld eru undir sex milljón- um hvert. Þar sem Egilsstaðir hafa vaxið mjög ört er í mörg horn að líta með framkvæmdir. Margir tóku til máls á fundinum, og var ýmist komið með fyrirspurnir til hrepps- nefndar, eða menn létu bóka atriði sem rétt þætti að yrðu tekin til nánari athugunar. Bauð hrepps- nefnd til kaffidrykkju, og efldist þá þátttaka fundargesta að mun, meðal annars var rætt um hlut- deild hreppsins í rekstri barna- heimilisins, aðstaða hestamanna og öryggi manna og barna gagnvart hundum. Var fundur þessi vel sóttur og er ljóst að með slíkum fundum má auka tengsl þorpsbúa og sveit- arstjórnarmanna. — A. E. Á snjósleðum á Snæfell Snjósleðaeign manna er orðin nokkur til sveita. Reynist snjó- sleðinn parfasta tæki og gefur bændum ýmis tækifæri ril að skoða land sitt að vetrinum, og skreppa á milli bæja. Sunnudaginn 18. mars fóru þrír ungir bændur í Hrafnkelsdal á sleðum sínum og keyrðu þeir inn dalinn og upp á brúnina fyrir inn- an Aðalból. Þeir sem þarna voru á ferð voru bræðurhir Gísli og Einar Pálssynir frá Aðalbóli og Sigurður Aðalsteinsson frá Vað- brekku. Veður var hið besta og snjóbreiðan samfelld til Snæfells, sneru þeir sleðum sínum til fjalls- ins og komu að rótum Snæfells að norðan. Er þeir höfðu kannað að- stæður tóku þeir þá ákvörðun að reyna hvort komast mætti upp á sleðunum. Keyrðu þeir sleða sína sniðhallt upp, stoppuðu ekki fyrr en þeir voru á toppi Snæfells. Virtu þeir nú fyrir sér afréttar- landið snævi þakið og sá hvergi í dökkan diTnema í Fljótsdalnum. Ekkert kvikt sáu þeir þremenning- ar í ferð sinni, hreindýrin eru komin utar í Heiðina. Ekki hafa menn farið slíka ferð áður. — A. E. Magni Á landsbyggðinni ríkir nú ugg- ur vegna þróunar atvinnumála. ís hamlar nú veiðum þannig að sjó- sókn torveldast stærri skipum og smærri bátar fá ekki róið. Enginn veit hversu lengi þetta ástand muni vara. Á sama tíma er ákveð- ið að minnka verulega sókn í þorsk á árinu. Undirritaður hefur verið þeirrar skoðunar að slíkt hefði átt að gera fyrr. En meinið er að nú, loks þegar takmarkanir eru settar bitna þær afar misjafnt á landsmönnum. Það misræmi auk aðgerðarleysis hvað varðar veiðar á vannýttum stofnum er óllum ljós og veldur því að þessar nauð- synlegu aðgerðir hljóta ekki hljóm- grunn og eru dæmdar til að mis- takast. Hvort tveggja er slæmt. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að blanda sér frekar í þá umræðu og mun ég ekki gera það að svo stóddu. En á tvennt vil ég benda í þessu sambandi. Al- þingi breytti í vetur lögum um aflatryggingasjóð. Þannig að rækjusjómönnum var bættur áætl- aður skaði sem þeir urðu fyrir vegna seiðagengdar á miðum sín- um. Á sama hátt hlýtur sá sjóður að verða að bæta sjómönnum áætlað tjón vegna þess að bátar fá ekki róið vegna hafíss. Hafi ekki verið gert ráð fyrir slíku verða þingmenn að hlutast til enn á ný um breytingar á lögum. Út af fyrir sig er ég ekkert viss um að Aflatryggingarsjóði eigi að breyta á þann hátt sem gert hefur verið. Aðrar leiðir væru kannski betri. Hvað um það. Fyrst rækju- sjómönnum var gefinn kostur á þessu hljóta aðrir að heimta svip- aðan rétt. Hitt atriðið sem ég vil benda á varðar togarana. Stór- kostlegar hömlur umfram það sem áður var eru nú ráðgerðar á þorskveiðar þeirra. í staðinn eiga þeir að veiða ufsa og karfa. Aðstæður landshluta hvað þetta snertir eru afar misjafnar. Ef ekki á að koma togaraútgerð á Aust- fjörðum á vonarvöl verður að gera ráðstafanir. Orðum sjávarút- vegsráðherra um stuðníng til veiða á vannýttum stofnum verða að fylgja aðgerðir. Uppi eru hug- myndir meðal ráðamanna að verð- bæta á einn eða annan hátt karfa. Karfamið fyrir vestan og sunnan eru kunn og skipum þar aðgengi- leg. Karfamiðin djúpt undan SA- iandi væru Austfirðingum nærtæk- ust og þar er vitað að Þjóðverjar veiddu verulegt magn af stórum og góðum karfa áður fyrr og þar vitum við að er karfi enn. Gallinn er sá að þau hafa ekki verið nytjuð undanfarið og því tafsamt og örðugt að hefja veiðar þar á ný þannig að fullt gagn hljótist strax þar af. Hafrannsókn eða sjávarútvegs- ráðuneyti þurfa að hlutast til um að minnsta kosti eitt skip verði þarna stöðugt við tilraunaveiðar og kortlagningar meðan þorsk- veiðibann stendur yfir í sumar. Að sjálfsögðu ætti hér að vera um að ræða austfirskan togara og sú þekking sem fengist yrði gerð hinum skipunum kunn jafnóðum þannig að flotinn nyti strax góðs af. Þetta er raunhæf leið til að auka sókn í karfa og kannski það sem kæmi austfirskum togurum skárst í þorskveiðibanni. Það hefur oft syrt í álinn áður og engin ástæða til bölsýni. Leit- um frekar úrræða. — M. K. Loftferðasamningar íþróttasamband íslands hefur nú gert heildarsamning við Flug- leiðir um afslátt fyrir alla þá sem ferðast með áætlunarflugi Flug- Ieiða á vegum íþróttahreyfingar- innar. Er afslátturinn verulegur, og ríkir nú fullur jöfnuður milli íþróttagreina í þessum efnum. Til að geta notað sér fríðindi þessi, þurfa þeir sem ferðast að fá áritaða farmiðabeiðni hjá trún- aðarmönnum ÍSÍ vegna samnings þessa. Á Austurlandi hafa eftirtaldir verið skipaðir í þessar trúnaðar- mannastöður: Vegna Egilsstaðaflugvallar: Sigurjón Bjarnason Vegna Norðfjarðarflugvallar: Guðmundur Bjarnason Einnig hefur náðst samkomulag við Flugfélag Austurlands um 20% afslátt til allra þeirra sem ferðast á vegum U.Í.A. eða aðild- arfélaga þess. Gildir sá afsláttur, bæði um fargjöld og leigúflug- taxta. > •• ¦ Er þetta svolítið skref í þá átt að auka möguleika þeirra sem fjærst búa, að hafa íþróttaleg sam- skipti við önnur félög innan fjórð- ungsins. auk þess sem þetta gildir að sjálfsögðu einnig um leiguflug út úr fjórðungnum. .v.'..."-ii'í GLEÐILEGT SUMAR

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.