Austurland


Austurland - 19.04.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 19.04.1979, Blaðsíða 4
flíTSTITRTiAlMT) Augíýsíð í Austurlandi Innlánsviðskipti er leiðin til lánsviðskipta. Símar 7571 og 7454 Neskaupstað, 19. apríl 1979. Gerist ásklÍfendUr SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Smári Geirsson NOREGSPISTILL Það getur oft verið erfitt og vanþakklátt að vera í hlut- verki gagnrýnandans. Þegar gagnrýnt er, er nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á því sem fjallað er um og hafa það í huga, að gagnrýni getur jafnt verið jákvæð sem neikvœð. Hins vegar virkar of jákvœð gagnrýni oftast hlœgileg, en of neikvœð gagn- rýni mun oftast koma gagnrýnandanum í koll. Því miður er ósanngjörn og neikvœð gagnrýni, sem oft er byggð á þröng- sýni og vanþekkingu, allt of algeng. Á þessu sviði, sem á svo mörgum öðrum, getur verið erfitt að rata hinn gullna meðalveg. Dálítið um gagnrýni og þröngsýni Ræjargagnrýni í Austurlandi þann 1. mars sl. eru hvorki meira né minna en tvær leiðréttingagreinar vegna spjalls, sem Morgunblaðið hafði birt við fréttaritara sinn í Nes- kaupstað. Spjall þetta fjallaði um bæjarmálefni í Neskaupstað. Ef marka má þessar leiðrétt- ingagreinar virðist fréttaritarinn hafa valið einstefnugötu hinnar neikvæðu gagnrýni í spjalli þessu og að sjálfsögðu fær hann á bauk- inn fyrir vikið. Virðist fréttaritarinn hafa gefið heldur ljóta lýsingu á Neskaupstað og tínt til eftir fremsta megni það sem ómögulegt var að hans mati. í spjallinu hefur fréttaritarinn líklega verið langt frá hinum gullna meðalvegi gagnrýninnar. í þessu sambandi ætla ég að láta fljóta með gagnrýni á þann bæ sem ég dvelst í um þessar mundir. Að vísu fjallar hún fyrst og fremst um íbúa bæjarins, en það fer ekk- ert á milli mála, að hér er um gagnrýna lýsingu að ræða: „Bergen fannst mér ansi ein- kennilegur bær. Húsin bera að vísu vitni um menningu, sem ekki hefur ennþá öðlast lausnina. Stræt- in eru óhrein. Og fólkið er óvenju- Iega luralegt. Það er jafnvel ennþá kauðalegra en í Reykjavík. Hvergi sá ég bregða fyrir gáfulegum and- litssvip. Kerlingarnar eru eins og hvelja, sem legið hefur alla vetr- armánuðina í súr. Ungu stúlkurn- ar eru grettar af stöðugum barn- ingi móti stormi og regni. Og karl- mennirnir líta út eins og borgarar, sem eiga peninga í sparisjóði“. Ekki eru þetta orð fréttaritara Morgunblaðsins í Bergen, heldur þvert á móti er tilvitnunin tekin úr einu verka snillingsins Þór- bergs Þórðarsonar. Ekkert botna ég í því hvað hefur valdið því að Þórbergur lýsir Bergen og Berg- ensbúum á þennan hátt. Líklega hefur snillingurinn einfaldlega verið í þungu skapi á meðan á Bergensdvölinni stóð. Vissulega getur ósanngjöm og of neikvæð gagnrýni haft skaðleg áhrif. Ég veit að Norðfirðingar láta ekki slíka gagnrýni fréttarit- ara Morgunblaðsins hafa áhrif á sig, en hún'gæti vissulega villt um fyrir utanaðkomandi og ókunnug- um. Ég er t. d. fullviss um að ég hefði hugsað mig tvisvar um áður en ég hélt til Bergen, ef ég hefði einfaldlega munað eftir lýsingu Þórbergs á bænum. Ekki í fýrsta skipti Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem einn af frammámönn- um minnihlutaflokkanna í Nes- kaupstað gefur neikvæða og ósanngjarna lýsingu á bænum. Það er ekki oft sem heyrist frá þeim minnihlutamönnum á milli kosninga, en þá sjaldan það skeð- ur hefur viljað brenna við að lýs- ingamar séu á svipaða lund og umrætt spjall í Morgunblaðinu. Það sem fyrst og fremst ein- kennir þessar lýsingar er að bæjar- málefnum er ekki lýst í víðu sam- hengi og bent bæði á hið jákvæða og hið neikvæða, heldur er allt sem neikvætt má teljast tínt til og þannig dregin upp hin ógur- legasta mynd af Neskaupstað. Það er langt frá því að verk meiri- hlutans í Neskaupstað séu yfir gagnrýni hafin, en þau verður að gagnrýna á sanngjarnan hátt. Ég er þeirrar skoðunar að þeir forsvarsmenn minnihlutaflokk- anna, sem hafa gefið þessar nei- kvæðu lýsingar af Neskaupstað, viti vel að lýsingar þeirra eru óra- vegu frá því að gefa raunhæfa heildarmynd af ástandi mála í kaupstaðnum. Hins vegar tel ég að hjá þeim helgi pólitískur til- gangur meðalið hvað þetta varðar. Lýsingarnar eiga semsagt að eyði- ieggja álit kommúnistameirihlut- ans út á við, því ekki trúi ég að þeir haldi að slíkur málflutningur hafi áhrif á Norðfirðinga. Ef þessir forsprakkar minnihlut- ans halda það hins vegar að þeir séu í raun og veru að gefa hlut- læga heildarmynd af Neskaupstað í þessum lýsingum sínum, þá er eins á komið fyrir aumingja mönn- unum og froskinum, sem Mao heitinn formaður sagði eitt sinn frá: „Froskur, sem alið hefur allan sinn aldur á botni stórs brunns, heldur að himininn, sem hann sér upp í gegnum brunnopið sé allur himininn“. Nóg um þetta að sinni. Bergen 18. 3. 1979. Smári Gcirsson Pétur og Rúna á Borgarfirði Leikfélagið Vaka á Borgar- firði frumsýndi á annan í pásk- um verðlaunaleikrit Birgis Sig- urðssonar, Pétur og Rúnu. Leikfélagið Vaka var stofn- að 1971 og er þetta 8. verkefni þess frá stofnun. Leikritið var fyrst sýnt í Iðnó 1972 og hefur síðan ver- ið sett upp af áhugaleikfélög- um víða um land. Efni leikrits- ins er mjög þjóðfélagslegs eðlis. Þar er fjallað um fólk sem verður í daglegu lífi sinu vart við þætti eins og til dæmis vinnuálag, peningakapphlaup, tískuduttlunga og margt fleira f þeim dúr. Leikstjóri hjá Borgfirðingum er að þessu sinni Magnús Guð- mundsson, Norðfirði, og er þetta 19. verkefnið sem hann leikstýrir á sínum ferli. Aðalhlutverkin, Pétur og Rúnu, leika Pétur Eiðsson og Ragnhildur Jónsdóttir. í öðrum hlutverkum eru: Hafsteinn Óla- son, Kjartan Ólason, Þórdís Sigurðardóttir, Kristjana Björnsdóttir og Valgeir Skúla- son. Formaður Vöku er Haf- steinn Ólason. Ef færð leyfir, verður leikrit- ið sýnt utan Borgarfjarðar en vegna ótryggrar færðar verður það ákveðið með stuttum fyr- irvara hverju sinni hvar sýnt verður. Skíðamót Austurlands Austurlandsmótið á skíðum var haldið á Seyðisfirði í blíð- skaparveðri um páskahelgina. Keppendur voru frá 4 stöð- um: Seyðisfirði, Egilsstöðum, Eskifirði og Neskaupstað. Stigahæst félaganna varð Huginn Seyðisfirði, en væntan- lega verður nánar sagt frá úr- slitum mótsins í næsta blaði. Kabarett Lionsfélagar í Neskaupstað ætla að halda kabarett í Egilsbúð n. k. laugardag 21. apríl. Þar verður ýmislegt á dag- skrá s. s. kórsöngur, hljóð- færaleikur, leikþættir og sitt- hvað fleira bæjarbúum til gamans. Óskum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar GLEÐILEGS SUMARS OLÍUSAMLAG ÚTVEGSMANNA Neskaupstað Óskum samstarfsmönnum og viðskiptavinum okkar GLEÐILEGS SUMARS SAMVINNUFÉLAG ÚTVEGSMANNA Neskaupstað Óskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGS SUMARS VERSLUN KRISTJÁNS LUNDBERG Neskaupstað Óskum starfsmönnum og viðskiptavinum GLEÐILEGS SUMARS LANDSBANKl ÍSLANDS Neskaupstað Siarismönnum og viðskiptavinum óskum við GLEÐILEGS SUMARS Þökkum samstariið á liðnum vetri lltgerð hf. Sfldarvinnslunnar Neskaupstað VÆKTÆKTÆTÆBtFÆKKTÆÆFÆ'WFÆtÆ'ÆKÆF,'ÆÆKTÆKÆÆÆFÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆKTÆKÆT,ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ ÆÆÆÆÆÆÆBÆ Oskum starísíólki okkar og viðskiptavinum GLEÐILEGS SUMARS Þökkum samstaríið á liðnum vetri Sfldarvinnslan hf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.