Austurland


Austurland - 01.05.1979, Side 1

Austurland - 01.05.1979, Side 1
29. árgangur Neskaupstað, 1. maí 1978. 18. tölul>lað. Austurland sendir íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1 maí 1. maí ávarp Verkalýðsfélags Norðfjarðar og Málm- og skipasmiðafélags Norðfjarðar Verkalýðsfélag Norðfirðinga og Málm- og skipasmiðafélag Norð- fjarðar senda íslenskri alþýðu baráttukveðjur 1. maí. Það ár sem liðið er frá J>ví við héldum pennan dag síðast hátíðlegan hefur verið viðburðarríkt hvað varðar stjómmál og verkalýðs- baráttu. f alpingiskosningunum á síðastliðnu vori hafnaði alþýða lands- ins Jieirri afturhaldsstjóm sem setið hafði að völdum síðustu fjögur ár og átt í stríði við verkalýðshreyfinguna allan þann tíma. Fyrir þrýsting frá verkalýðshreyfingunni var mynduð ríkisstjóm sem nýtur stuðnings alls þorra launþega í landinu. Þeim flokkum sem alfarið vildu í ríkis- stjóm með íhaldinu og vildu þar með nota gömlu íhaldsúrræðin til lausnar efnahagslegum ógöngum, sem þjóðin var í vegna leiðsagnar íhaldsins og aðstoðarmanna þess, var þrýst til samstarfs við þá sem ákveðið höfnuðu samstarfi við íhaldið og }>ar með kjaraskerðingu. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar við ríkisstjómina byggist á því að haft verði samráð við hana um lausn efnahagsvanda og stórátak verði gert til úrbóta í félagsjegum réttindamálum verkafólks og lífeyris- þega. f þessum efnum hafa nokkrar úrbætur orðið og aðrar em í aug- sýn en betur má ef duga sjcal. Samkomulagið um svokallaðan félags- málapakka er aðeins lítill áfangi á leiðinni að jöfnun félagslegra rétt- inda verkafólks og annarra stétta. í 1. maí ávarpi okkar í fyrra lögðum við á það áherslu, að kjara- baráttan væri fyrst og síðast pólitísk barátta, þar sem verkalýðurinn næði bestum árangri með því að gera sína fulltrúa sem áhrifaríkasta um stjóm landsins. Á valdatíma þessarar ríkisstjómar, sem nú situr, hefur þetta sannast enn frekar með því, að aðeins einn stjómarflokkanna þriggja, hefur ákveðið haldið fram sjónarmiðum og samþykktum verka- lýðshreyfingarinnar í þeim átökum sem verið hafa um aðgerðir í efna- hagsmálum og hefur honum tekist að draga verulega úr kjaxaskerðingar- áformum þess hluta ríkisstjómarinnar sem sat í fyrri ríkisstjóm og einnig hins endurfædda viðreisnarflokks. Þar sjáum við hverjir það em sem raunvemlega standa vörð um kjör verkafólks. Við mótmælum því eindregið að orsök verðbólgunnar sé að finna í vísitölutryggingu launa. Verðbólgan á sér allt aðrar rætur. Rætur verð- bólgunnar liggja í spilltu fjármálakerfi auðvaldsins í landinu, sem er skipulagt þannig, að flytja á sem skjótastan og ömggastan hátt verð- bólgugróðann í vasa stóreignamannanna og handhafa lánsfjármagns- ins. Það er krafa okkar að það verði raunvemlega ráðist gegn verðbólg- unni og til þess notaðar aðferðir sem duga en ekki sýndarkák eins og það að rýra kaupmátt launa verkafólks. Þar verður að beita sósíaliskum aðferðum og hafa fullt samkomulag við verkalýðshreyfinguna. Um þessar mundir fara fram miklar umræður um vemd fiskistofn- anna umhverfis landið. Boðaðar hafa verið veiðitakmarkanir sem eru í því fólgnar að stöðva veiðar tiltekinna fiskitegunda um ákveðinn tíma. Þessar aðgerðir koma illa við marga, einkanlega sjómenn og verkafólk, sem vinna að vinnslu aflans. Vemdun og skipuleg nýting fiskimiðanna eru mesta hagsmunamál íslendinga í dag og því er það ákveðin krafa okkar, að mörkuð verði stefna, byggð á vísindalegum grunni, um hag- nýtingu fiskimiðanna. Tímabundinn vanda svo sem tekjutap sjómanna og verkafólks, sem er bein afleiðing friðunaraðgerða, verður þjóðin öll að bera. Mikill vandi steðjar að okkur fslendingum vegna gífurlegra olíu- hækkana sem orðið hafa á heimsmarkaði seinni hluta síðasta árs og það sem af er þessu. Þessar olíuhækkanir, sem eru skipulagðar til að auka ofsagróða olíuhringanna, valda, auk erfiðleika í atvinnurekstri, meira misrétti í orkumálum hjá okkur fslendingum en verið hefur. f þeim landshlutum, þar sem kynda þarf hús með olíu eða rafmagni, verður fólk að greiða fjórfalt fyrir hitann á við þá sem á hitaveitusvæð- unum búa. Auk þessa þurfa menn sem eiga heima á veitusvæðum Raf- magnsveitna ríkisins að greiða margfalt rafmagnsverð á við aðra. Þetta misrétti hefur augljóslega mikil áhrif á kjör fólks. Það er eindregin krafa okkar, að þegar verði úr þessu misrétti bætt. Öll raforka og heitt vatn er numið úr landinu sem hlýtur að vera óskipt eign þjóðarinnar allrar. Auk þessa efnalega misréttis býr fólkið í landinu einnig við fé- lagslegt og menningarlegt misrétti sem birtist í ótal myndum. Allt þetta misrétti er auðvelt að laga ef til þess er pólitískur vilji. Verkalýðshreyf- ingin verður að skapa þann pólitíska styrk sem þarf til að knýja fram kröfuna um jafnrétti allra landsmanna til landsins gagna og gæða. Verkalýðshreyfingin hefur náð fram jafnrétti kynjanna í orði en ekki á borði. Konur búa enn við misrétti sem einkum kemur fram í því, að þær vinna yfirleitt verst launuðu störfin og hafa ekki jafn greið- an aðgang að betri störfum og karlmenn. Verkalýðshreyfingin, karlar jafnt sem konur, verða að leggja sig fram um að útrýma þessu frumstæða misrétti úr þjóðfélaginu hið fyrsta. Nú er bamaár. Merki dagsins í dag er tileinkað því. Á þessu ári tökum við þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi við soltin og sjúk böm van- þróuðu landanna. Þar skulum við taka myndarlega á svo eftir verði tekið. Á því höfum við næg efni. En þurfum við ekki að líta neitt til okkar sjálfra? Skortir okkar böm ekkert þótt þau hafi nóg að borða? Því miður skortir þau ýmislegt. Þau skortir til að mynda það, að við Framh. á 2. síðu I. nidi fundur Verhalýðsfélflgs Norðfírðinga tg Ndlui- ojj shipasmiðdfélflgs Norðfjarðar D A G S K R Á : Skólahljómsveit Neskaupstaðar leikur undir stjóm Haralds Dagskrá starfshóps jafnréttisnefndar. Guðmundssonar. 1. maí ávarp verkalýðsfélaganna í Neskaupstað. Fundurinn hefst kl. 4 í Egilsbúð. - Fjölmennið. Stutt ávörp. - c .-u - • • ii !■• Verkalýðsfélag Norðfirðinga Stulkur ur frystihusinu syngja nokkur log. Upplestur: Guðríður Kristjánsdóttir. Málm- og skipasmiðafélag Norðfjarðar

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.