Austurland


Austurland - 01.05.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 01.05.1979, Blaðsíða 2
__________Æusturland_________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Birna Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun:' Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Verkalýðurinn og stjórnarsamstarfið Þegar verkalýðurinn bar fram kröfur sínar 1. maí 1978 og fylkti liði til að bera pær fram til sigurs, voru kauplækkun- aröflin alsráðandi um stjóm landsins og höfðu skömmu áður gert harða hríð að lífskjörum fólksins í landinu. Verkalýðurinn snerist til vamar með J?eim árangri, að í tvennum kosningum veitti hann páverandi stjómarflokkum j>á verðskulduðu ráðningu, sem lengi mun í minnum höfð. Eins og sjálfsagt var vildu launþegasamtökin í landinu fylgja sigrinum eftir með því að stuðla að ]>ví að til valda í land- inu kæmist stjórn, sem tæki upp stefnu hliðholla launjiegum, stjóm, sem virti kjarasamninga og leitaðist við að leysa að- steðjandi vandamál án sífelldra árása á lífskjör almennings. Og j>að var ekki síst fyrir atbeina verkalýðssamtakanna, að nú- verandi stjóm var mynduð. Sú stjóm hefur nú verið við völd í sjö mánuði og j>ví tíma- bært orðið, að lagt sé mat á }>ann árangur, sem hún hefur náð. Af j>ví mati verður niðurstaðan óneitanlega sú, að sumt hafi vel tekist af }>ví, sem að launj>egasamtökunum snýr sérstak- lega, annað miður. Það sem miður hefur farið stafar fyrst og fremst af ólíkum sjónarmiðum stjómarflokkanna, ágreiningi j>eirra um J>að hverjir skyldu bera kostnaðinn af j>eim aðgerð- um, sem gera varð, ef koma átti einhverju lagi á óskapnað j>ann, sem kallaður er íslenskt efnahagslíf. Við stjórnarmyndunina sett Alj>ýðubandalagið }>au skil- yrði fyrir j>átttöku sinni. 1. Að full atvinna yrði tryggð. Þetta hefur verið gert með góðum árangri. 2. Að júní-samningar almennu verkalýðsfélaganna frá 1977 yrðu virtir og kaupránslögin afnumin. Þetta var gert, en játa ber, að öfl innan ríkisstjómarinnar hafa haft í frammi mikla viðleitni og ekki með öllu án árangurs, til að taka upp kjaraskerðingarstefnu að nýju. 3. Að verðbólguvandinn yrði tekinn föstum tökum og unnið að hjöðnun verðbólgunnar án kaupmáttarskerðingar. Vem- legur árangur náðist í }>essum efnum og dró mjög úr vexti verðbólgunnar. Vissulega hefur ríkisstjómin ekki náð }>eim tökum á efna- hagsmálum sem að var stefnt og j>örf er á. Þetta stafar fyrst og fremst af miklum ágreiningi innan stjómarflokkanna um leiðir. Ef launj>egar hefðu borið gæfu til að efla Alj>ýðubandalagið til meiri áhrifa en j>eir gerðu, hefði árangur orðið annar og meiri. Einn stjórnarflokkanna, Alj>ýðuflokkurinn, sér enga leið út úr ógöngunum, aðra en j>á að lækka kaupið sí og æ. Þar hefur strandað á harðri andstöðu Alj>ýðubandalagsins. Annar stjómarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, hefur mjög hneigst að kauplækkunarstefnu Alj>ýðuflokksins, en hefur ekki reyndist eins harðsvíraður í j>eim málum. Alj>ýðubandalagið, J>riðji stjórnarflokkurinn, hefur staðið einarðlega gegn öllum kjaraskerðingarfyrirætlunum samstarfs- flokkanna. Án }>átttöku j>ess í ríkisstjóminni væri hlutur laun- J>ega í j>jóðartekjunum mun minni en hann }>ó er. En j>essi árangur hefur kostað harða baráttu við kauplækkunaröflin. Þótt launj>egasamtökin hafi rutt brautina fyrir myndun j>essarar ríkisstjómar, mega j>au ekki styðja hana í blindni og l>að hefur ekki verið gert. Sjálfsagt er að veita henni fullt brautargengi á meðan hún fylgir markaðri stefnu, en haldi hún inn á einstigi J>ar sem aðrir vísa veginn, verður snúist gegn henni bæði af launj>egasamtökunum og Alj>ýðubandalaginu. — B. Þ. AIÞýðubandalagið f Neskaupsíað ÓSKAR LAUNÞEGUM UM LAND ALLT HEILLA Á BARÁTTUDEGI ÞEIRRA 1. MAÍ Mœtum á ráðstefnu AB um verkalýðs- mál í íbúð til sölu Egiisbúð Til sölu er íbúð að Víðimýri 16. byggð á vegum Bygg- ingafélags alj>ýðu í Neskaupstað. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum á þessari íbúð, snúi sér til Guðmundar Ásgeirssonar, Melagötu 2, Nes- kaupstað fyrir 10. maí. Framholdsndm í Neshaopstað Miðvikudaginn 2. maí n. k. kl. 20.30 fer fram í Gagn- fræðaskólanum, stofu 1, kynning á framhaldsnámi í Neskaupstað. Kynnt verður fjölbrautanám við Gagn- fræðaskólann og iðnnám við Iðnskóla Austurlands. Allir velkomnir. Þeir sem hyggja á framhaldsnám næsta vetur eru sér- staklega hvattir til að koma. SKÓLASTJÓRAR 6.-7. maí Sjá augl. i 17. tbl. Áusturlands og í Þjóðviljanum 1 maí ávarp... Framhald af 1. síðu. gefum okkur nægan tíma til að vera með j>eim og einnig aðstöðu til J>roskandi tómstundastarfs. Þá skulum við líka gæta að j>ví, að á íslandi }>ekkist óhófleg bamavinna. Að ]>essu skulum við huga á bamaárinu. Enn í dag búa lífeyrisj>egar í landinu við mjög rýr kjör og j>rátt fyrir alla okkar baráttu virðist enn nokkuð langt að j>ví marki að gera kjör j>eirra viðunandi. Sérstaklega er sá hópur lífeyrisj>ega, sem býr við fötlun illa staddur. Þar vantar mikið á að ]>jóðfélagið sinni skyldum sínum. Við megum j>ví í engu slaka á baráttunni fyrir rétti lífeyrisj>ega. Krafan er: Stórátak verði gert til úrbóta í málefnum Iífeyrisj>ega og fatlaðra. Við viljum í dag minna á að ísland er hemumið land. Við emm ]>átttakendur í NATO og berum j>ar með okkar hlut af j>eirri ábyrgð sem hvílir á j>eim, sem að vígbúnaðarkapphlaupinu standa. Herstöðv- arnar á Stokksnesi og í Keflavík em segull sem í ófriði myndu draga að sér helsprengjur stríðandi stórvelda. Við verðum að hreinsa okkur af }>eirri óvæm sem herstöðvamar eru. Herinn burt, fsland úr NATO. Með j>eirri knöfu tökum við best undir kröfur allrar alj>ýðu heimsins um frið, frelsi og bræðralag allra j>jóða og kyn]>átta. í dag em kröfur okkar eins og jafnan áður: Að unnt verði að lifa af dagvinnu einni, — að öllum verði tryggður viðunandi lífeyrir, — að öllum verði tryggður jafn réttur til menntunar, vinnu og heilbrigðis- j>jónustu. Við krefjumst }>ess, að nú }>egar verði hafist handa við byggingu orkuvera og orkuveitna í landinu, ]>annig að íslendingar verði sem minnst háðir erlendum orkugjöfum, Við krefjumst }>ess, að uppbyggingu og endurskipulagningu íslensks iðnaðar verði hraðað og stefnt verði að j>ví, að við verðum sjálfum okkur nægir með sem flestar iðnaðarvörur. Við krefjumst j>ess, að j>egar verði tekin upp skipuleg og vísinda- leg nýting fiskimiðanna umhverfis landið með hagsmuni j>jóðarheildar- innar fyrir augum. Við leggjum enn einu sinni áherslu á, að til }>ess að ná j>essum markmiðum sínum j>arf verkalýðurinn að hafa pólitískan styrk til að knýja j>au fram á Al}>ingi. / 7. maí nefnd Verkalýðsfélags Norðfirðinga og Málm- og skipa- smiðafélags Norðfjarðar: Sigfinnur Karlsson Guðjón Bj. Magnússon Róslaug Þórðardóttir Halldór Þorsteinsson Lína Karlsdóttir Guðríður Jóhannsdóttir Arni Þormóðsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.