Austurland


Austurland - 01.05.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 01.05.1979, Blaðsíða 4
Æjsturland Neskaupstað, 1. maí 1978. Auglýslð í Austuriandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Það er lán að skipta við sparisjóðinn. % SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Verkalýðsbaráttan og stjórnin Viðtal við Sigfinn Karls- son, formann Alþýðusamb. Austurlands Austurland sneri sér til hins þrautreynda verkalýðsforingja á Austuriandi, Sigfinns Karlssonar formanns Alþýðusambands Aust- urlands, og spurði um árangur, stöðu og framtiðarbaráttu launa- fólks undir núverandi ríkisstjórn. Sigfinnur: Úrslit kosninganna bentu ein- dregið í þá átt, að vilji fólksins væri sá að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið mynduðu sam- an í ríkisstjóm. Þegar útlit var fyrir að þeim myndi ekki takast að koma sér saman var framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins kölluð saman og skoraði hún á þessa flokka að hætta öllum vær- ingum og taka höndum saman og mynda stjórn. ;Það er rétt að minna á í þessu sambandi hve útlit var svart í atvinnumálum Suðurnesja og víð- ar þar sem frystihúsin hefðu stöðv- ast á mörgum stöðum vegna starfs- erfiðleika og víða var komið mjög alvarlegt atvinnuleysi þegar þessi ríkisstjórn tók við. Til þess að eitthvað úr rættist með atvinnu þá þurfti að gera ráð- stafanir í sambandi við verðbólgu. Síðan hafa málin þróast á ýmsa lund því að þessir flokkar voru alls ekki sammála um hvernig ætti að vinna að hjöðnun verðbólg- unnar. Allmargir þingmenn Alþýðu- flokksins töldu höfuðorsök verð- bólgunnar vera laun og þeir viidu skerða laun allra, bæði láglauna- fólks og annarra, það hefði ekki síst komið niður á láglaunafólki. En það var stefna Alþýðubanda- lagsmanna innan verkalýðshreyf- ingarinnar og ríkisstjórnarinnar að skerða ekki svona mikið laun láglaunafólks. Sú leið var valin að láta ekki verðbótavísitöluna fara að fullu út í kauplagið. Enda verður það alltaf að vera mat manna, hvort ekki er betra að hafa færri krón- ur en verðmeiri í launaumslaginu. Framh. á 2. síðu NESKAUPSTAÐUR Bæjarsl-jórn SENDIR ÍSLENSKUM LA UNAMÖNNUM BARÁTTUKVEÐJUR / TILEFNI l.MAÍ Alþýðusamband Austurlands SENDIR AUSTFIRSKRI ALÞÝÐU BARÁTTUKVEÐJUR Á HÁTÍÐISDEGI VERKALÝÐSINS 1. MAÍ I NOROFJARflAR. ÓSKAR FÉLÖGUM SÍNUM, NORÐFIRSKRI ALÞÝÐU OG ÖLLUM ÖÐRUM LAUNÞEGUM LANDSINS HEILLA Á HÁTÍÐIS- OG BARÁTTUDEGl LAUNÞEGA l.MAÍ t * Færum starísíólki og launa- mönnum um land alit kveðjur á baráttudegi verkalýðsins 1. maí Síldarvinnslan hf. Neskaupstað Sendum norðfirskri alþýdu og öllu starfsfölki okkar kveðjur í tilefni 1. maí Útgerð hf. Síldarvinnslunnar Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.