Austurland


Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 03.05.1979, Blaðsíða 4
áUSTDRLAND Neskaupstað, 3. maí 1979. Auglýslð í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskriíendur Það er lán að skipta við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Er vœntanlegt slitlag á vegi á Austurlandi tímabœr framkvœmd Hér fyrir framun mig á borði liggur Þingmúlablað (5. tbl. 1979). Þar er á baksíðu greinargerð um frumvarp sem átta sjálfstæðismenn hafa flutt á Alpingi um „15 ára áætlun um lagningu hringvegar og vega til allra þéttbýiisstaða á landinu með bundnu slitlagi“. Fram kemur í þessari greinar- gerð að eftir 5 ár (væntanlega frá gildistöku laga) verði kominn slík- ur vegur frá Kjalarnesi til Húsa- víkur og eftir 10 ár milli Fáskrúðs- fjarðar og Hafnar í Hornafirði og auk pess milli Egilsstaða og Jökulsár á Dal. Þetta er í sjálfu sér gott og blessað og parf ekki að fjölyrða um þörf á lagningu varanlegra vega án ryks og hvarfa sem hrista sundur bíla á óeðlilega skömm- um tíma. Það er líka rétt að lagn- ing vega með föstu slitlagi er pegar orðin tímabær framkvæmd á vissum svæðum par sem umferð er mest, svo sem um þéttbýlisstaði og út frá þeim, og raunar skemmst að minnast í því efni þeirra um- skipta sem urðu hér í Egilsstaða- kauptúni sl. sumar þegar olíubor- inn hafði verið nesvegurinn aust- an Lagarfljótsbrúar og hvarf af himni rykskýið sem áður lagðist yfir byggðina þegar ljúfast blésu suðvestanvindar. Þessi greinarstúfur er þó hvorki upphripaður til að lofa né iasta þetta frumvarp, heldur til að vekja athygli á öðru tímabæru og að fullyrða má enn brýnna verkefni í vegagerð, a. m. k. i öllum snjóa- byggðum um landið austan úr fjörðum, a. m. k. frá Breiðdal, og norður og vestur um, eg veit ekki gjörla hve langt, en líklega vestur um Snæfellsnes. Á þessu svæði eru mörg byggð- arlög ýmist langt eða skammt frá hringvegi, sum útilokuð frá vega- sambandi mikinn hluta vetrar og fram á sumar sökum snjóalaga og önnur langtímum saman þótt vissulega sé reynt með ærnum kostnaði að opna samband við þau eins oft og kostur er. Þörf á vegum sem séu vetrar- færir að því marki að venjulegur veghefill eða blásari geti opnað þá á skömmum tíma eftir hvert illviðrakast er orðin það þrýn að full ástæða væri til að setja saman sérstaka fjáraflaáætlun, t. d. í lík- ingu við þá sem gert er ráð fyrir í áðurnefndu frumvarpi, til að bæta stórlega það landsamgangna- ástand sem nú ríkir víðsvegar og jafnvel víðast í vetrarsamgöngum um áðurnefnt svæði. Til þessa verkefnis þarf vafalaust að neyta úrræða sem hingað til hefur lítt verið beitt í viðureign við fannir á fjalivegum, fokdýra úrkosti svo sem yfirbygginga, jarðgangna og jafnvel brúa yfir sérlega snjóþunga smákafla ,en fyrst og fremst þarf þó sjálfsagt að vinna það sem vinnast þarf, með hækkun veg- anna. A norðanverðu Austurlandi eru víða skýr einkenni núverandi ástands norðan af Strönd og suð- ur tii Breiðdals: Sandvíkurheiói ófær langtímum saman. Aldrei gerð tiiraun til að opna Heihsheiöarveg, enda yrði það sjáifsagt árangurslítið puð eins og vegagerð þar er háttað. Til að auð- velda samband við þessar byggðir norðan Hiíðarfjalla á annan hátt en um loftin blá heldur stopui til umferðar, þarf áreiðanlega mjög kostnaöarsamar framkvæmdir, t. d. jarögöng milli Torfastaða og Böð- varsdals eða sprengdan veg íram- an í Búrfjaiii, en reyndar orti Arni frá Múia eitt sinn fieyga stöku um „hundrað milljón helvíti af hnuiiungum og stórgrýti" á Smjör- vatnsheiði, hinni gömlu snjóþungu pjoöieiö miiu Fossvaila og nrappsstaöa. ir,t tii vUi væri vinn- anöi vegur aö yla einhverju aí peim upp í háan veg. A Héraöi er oft vermegur íar- artáimi ynr Heiöarendann austan við Jökiu, en tiltöluiega auoveii ur að bæta. Vegir um snjóasveitir Uthéraðs eru iiremt og beint hrak- smánarlegir, ernkum um Hjaita- staðaþinghá bæði vetur og sumar. f unguvegir hafa batnað síðustu ár víða, en aðalvegurihn um Hjaltastaðaþinghá flatur við jarð- arborð, foræði eitt á löngum köfi- um á vorin og spölurinn austur tyjar varla nothæfur nema tii bíla- raiis að sumrinu og ýmist örðug- ur eða alófær í snjóatíð. Þótt Vatnsskarðsvegur sé hvorki iangur né iiggi hátt er hann erfið- ur til mokstrar, enda lokaður lang- tímum saman á veturna þótt flutn- ingaþörf sé ærin, svo mjög sem Borgfirðingar eru nú háðir Egils- stöðum með verslun, heilbrigðis- þjónustu o. fi. Hvernig væri nú að taka Vatnsskarðinu ærlegt tak á næstunni? Þetta er ekki nema vænn kattarhryggur og ógrynni malar í Sönghofsfjallinu norðan við skarðið rétt við veginn. Njarð- víkurskriður voru teknar í karp- húsið sl. haust og bættar til stórra muna. Þannig þyrfti að rusla til í Vattarnes- og Kambanesskriðum. Fjarðarheiðarvegur hefur verið stórbættur á undanförnum árum og ólokið nýjum vegi af sjálfri heiðinni niður í Seyðisfjörð, en alltaf þarf þó að moka og moka þennan nýja veg yfir heiðina. Mjóafjarðarheiði er lokuð vetr- arlangt og fram á sumar. Færey- ingar mundu vera búnir að gera jarðgöng undir fjallið ofan við Neskaupstað og yfir í Kross. Víst mundi hýrgast mannlíf í Mjóafirði við slíkar framkvæmdir og Norð- firðingar hafa gaman af að skreppa þangað í sólbað úr fjalla- skugganum yfir bænum er degi hallar. Eg nenni ekki að hafa þessa vegaþulu lengri, enda einungis að segja það sem allir vita og lýsa því sem við blasir. Það blasir líka við meginvanda- málið og brýnasta úrlausnarefnið í samgöngum á landi hér um slóðir og víðar um land — að krafa tím- ans og hins íslenska samféiags nú á ofanverðri 20. öld er, vetrarfær- ir vegir yfir fjöll þau sem ekki verða umflúin, og sveitir. Þótt svartagullið úr Kaspíahafi sé vissulega gott í gljástrokna vegi á íslandi þegar vel tekst til að blanda því í íslenska möl, er sigur yfir snjónum enn brýnni. Þeim sigri þarf að hraða með bráðri sókn hvað sem líður varan- legu slitlagi sjálfstæðismannanna átta. — Á. H. Raunverulegt útsvar.. . Framhald af 1. síðu. 45 millj. og götur og holræsi rúm- ar 38 millj. Það vekur athygli að fræðslu- og félagsmál taka til sín um 36% al’ra rekstrarútgjalda, en auk skól- anna koma hér undir liðir eins og bókasafn, náttúrugripasafn, dag- heimili, leikvellir, framlög til sjóða, æskulýðsstarfsemi, heimilis- hjálp og styrkir til félaga auk smærri liða. Ástæðurnar fyiir hinum miklu vaxtagreiðslum eru einkum verð- bólga, framkvæmdakostnaður sem farið hefur fram úr áætlun og erfið lánakjör. Rekstrarútgjöld eru öll í lág- marki og svo þrengt að ýmsum stofnunum að ekki verður lengra gengið á því sviði með góðu móti. Þetta er hins vegar óhjákvæmilegt og dugar varla til vegna lítils skilnings ríkisvaldsins á aðstæð- um sveitarfélaganna. Bygginga- framkvæmdir Rekstrarafganginum verður sum- part varið til greiðslu fastra lána og skammtímaskulda og sumpart til stofnkostnaðar. Stærstu fram- kvæmdaliðirnir eru sjúkrahús (115 millj.) og fjölbrautaskóli (50 millj.), en auk þess má nefna byggingu 11 leigmbúða, gatna- gerð og ýmis smærri verkefni, m. a. er nú lokið talsverðum endur- bótum á bæjarskrifstofunum. Gott samkomulag Þegar bæjarstjóri lagði fjár- hagsáætlunina fram fyrr í vetur gat hann þess, að margt þyrfti að skera niður og svigrúm til athafna væri afar lítið. Meirihlutinn lagði svo fram breytingatillögur í 20 tiðum við seinni umræðu og miðuðu þær all- ar að því að ná endum saman og draga úr rekstrarkostnaði eftir föngum. Voru allar tillögumar samþykktar samhljóða og fjár- hagsáætlunin öll með atkvæðum allra bæjarfulltrúanna. Engar breytingatillögur komu fram frá minnihluta bæjarstjóm- ar. Umræður um fjárhagsáætlunina voru allar mjög málefnalegar og bæjarfulltrúar sammála um að leggja áherslu á að bæta fjárhags- stöðu jafnframt því sem menn lýstu áhyggjum sínum yfir því hvernig búið væri að sveitarfélög- unum með tekjustofna á sama tíma og gerðar væru auknar kröf- ur til þeirra af öllum almenningi og löggjafarvaldinu. Félagsstarf aldraðra Á nýliðnum vetri hefur fé- lagsstarf aldraðra í Neskaup- stað verið með líku sniði og áður. Reglulegar samvera- stundir hafa verið annan hvern miðvikudag í Egilsbúð. Þá voru föndurtímar í hand- menntastofu Gagnfræðaskól- ans tvisvar í mánuði í haust var einnig farið í leikhús- og skemmtiferð til Reykjavíkur og þótti takast vel. 4ú á laugardaginn, 5. mai, verður síðasta samverustund að sinni. Hefst hún í Egilsbúð ki. 14 og stendur til kl. 17. Sitthvað verður þar til skemmt- unar og veitingar verða á boð- stólum að venju. í lok maí er síðan ætiunin að dvelja í 3 daga í sumarbú- stöðum A.S.A. á Einarsstöð- um á Héraði. Verður það kvnnt nánar í bréfi nú á næst- unni. Vonandi er, að sem flestir eldri borgarar í Norðfirði mæti nú á laugardaginn og eigi sam- an skemmtilega stund. SVA berast góðar gjafir Fyrir stuttu hefur SVA bor- ist myndarleg fjárupphæð, sem samtök kvenna á tveim stöðum öfluðu með bollusöilu um sein- ustu helgina í febrúar. Á Seyðisfirði tóku sig til 12 konur annað árið í röð og bök- uðu boltur og seldu. Ágóðinn varð kr. 731.895, en í fyrravet- ur varð ágóðinn kr. 431.000, svo að samtals hafa þessar seyðfirsku konur aflað kr. 1.162.895, á rúmu ári. Á Fáskrúðsfirði gengust fé- lagskonur í Kvenfélaginu Kol- freyju í Fáskrúðsfjarðarhreppi fyrir bollusölu, og inn komu kr. 546.220. Fyrir utan sína vinnu við bakstur og annað gáfu kvenfélagskonurnar allt efni í bollurnar, en félagið rjómann. Á báðum stöðum var selt í loðnubáta og önnur skip, sem inn á hafnirnar komu á þess- um tíma, og Kolfreyjukonur seldu hluta af sínum bollum á Stöðvarfirði. Kvenfclagið „Kvik“ hélt ný- lega basar til ágóða fyrir SVA og seldist fyrir kr. 162.150. Þá hafa börn á Seyðisfirði ekki látið sitt eftir liggja og héldu þau sl. fjögur ár fjórar hlutaveltu og söfnuðu þann- ig kr. 110.300. Að baki þessa starfs liggur miki) og óeigingjörn vinna, og öllu þessu fólki og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa lagt því lið, vill stjóm SVA tjá alúðarþakkir. KABARETT Kabarettinn verður endurtekinn í Egilsbúð laugardags- kvöld kl. 20.30. Stóra harmonikuhljómsveitin, Lions-kórinn, leikþættir, gamanvísur, söngur, glens og gaman. SÍÐAN HÖLDUM VIÐ LIONSBALL Lionsball er ekkert venjulegt ball. Harmonikuhljómsveit og Vírus leika gömlu og nýju dansana. Bögglauppboð og óvœntar uppákomur. Ball fyrir hjónafólk og þá sem sjaldan mceta. LIONSKLÚBBUR NORÐFJARÐAR Átkvædagreidsla ríkis- og bæjarstarfsmanna í Neskaupstað, um sam- komulag B.S.R.B. og fjármálaráðherra f. h. ríkisstjórn- arinnar, dags. 23. mars 1979, fer fram í Sjómanna- stofunni föstudaginn 4. maí n. k. kl. 14.00 til 19.00. Þeir félagar, sem, af óviðráðanlegum ástæðum, geta ekki kosið }>ann dag, geta fengið að kjósa eftir kl. 14.00 á fimmtudag og hafi pá samband við Ragnar Sigurðs- son í síma 7333 eða 7259 þann dag. Neskaupstað, 2. maí 1979, í undirkjörstjóm Neskaupstaðar Ragnar Sigurðsson Gísli Sighvatsson — Krjóh.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.