Austurland


Austurland - 10.05.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 10.05.1979, Blaðsíða 1
lUSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 10. maí 1979. 20. tölublað. Skipulegri leit hœtt Ákveðið hefur verið að hætta skipulegri leit vegna sjóslyssins í mynni Reyðarfjarðar í síðustu viku. Ekkert hefur fundist til viðbótar pví sem fannst fyrstu dagana. Fylgst verður með fjörum áfram og farið í eyjar og bása sem ekki hefur verið komist í. Skipverjarnir sem voru með Hrönn SH: Jóhannes Steinsson m Eiríkur S. Bjarnason Gunnar Hafdal Ingvarsson • - • Stefán Y. Guðmundsson Kjartan Ólafsson Sveinn Guðni Eiríksson Austurland vottar Þeim, sem vegna slyssins eiga nú um sárt að binda, innilega samúð. Rekstrarhagnaður Sparisjóðs Norðfjarðar meir en þrefal • • • ist Innlánsaukning 56,5%, eða meiri en nokkru sinni fyrr og 7,5% meiri en meðalinnlánsaukningin í bankakerfinu. Rekstrarhagnaður meira en þre- faldaðist frá fyrra úri. Aðalfundur Sparisjóðs Norð- fjarðar var haldinn 21. apr. sl. Stjórnarformaður, Reynir Zoéga, gjaldkeri, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár, og Sigfús Guð- mundsson, sparisjóðsstjóri, lagði fram og skýrði ársreikninga spari- sjóðsins. Starfsemi sjóðsins efldist mjög á liðnu starfsári og umsvif hans jukust meira en nokkru sinni í 59 ára sögu sjóðsins. Þannig fjölg- aði peim einstaklingum og félög- um, sem skipta reglulega við sparisjóðinn með innlánsviðskipti sín á sparisjóðsbókum, vaxtaauka- reikningum og ávísanareikningum mjög mikið á sl. ári og voru um 400 nýir reikningar í pessum flokki stofnaðir á árinu. Innistæðuaukning varð á árinu meiri en nokkru sinni fyrr eða kr. 225,4 millj., sem er 56,54% aukn- ing og voru heildarinnstæður sparisjóðsins komnar í kr. 624,0 millj. um sl. áramót. Hafa inn- stæður sparisjóðsins þá nær fjór- faldast á liðnum fjórum árum. Hlutfallslega hefur aukningin orð- ið mest á vaxtaaukareikningum, sem vel meira en tvöfölduðust á árinu. Þá jukust innstæður á ávís- anareikningum um nær 67% á árinu. 1 samræmi við vaxandi umsvif sparisjóðsins varð heildarútlána- aukning mikil og jókst um 42,65% og nam kr. 350,1 millj. í árslok. U. þ. b. 500 ný lán voru veitt á árinu og fjöldi víxilskuldbindinga um 1.500. Megin hluti lánveitinganna eða um 70% af útlánum eru lán til íbúðabygginga og íbúðakaupa, þ. e. lán ut á eldri og nýrri íbúðir í bænum. Þeir sem hafa reglubundin við- skipti við sparisjóðinn sitja fyrir lánveitingum, sem námu allt að kr. 2 millj. út á nýbyggingu til þriggja til fimm ára. í árslok var staða sparisjóðsins góð gagnvart Seðlabanka íslands og nam innstæða á viðskiptareikn- ingi þá kr. 150,4 millj. og hafði hækkað um 86,5 millj. kr. Bundið fé sjóðsins í Seðlabankanum jókst úr kr. 95,0 millj. í kr. 139,9 millj., eða um 47,2%. Þannig námu heildarinnstæður sjóðsins hjá Seðlabankanum í árslok um kr. 290,2 millj. Tekjur sjóðsins jukust meir á þessu ári en nokkru sinni fyrr og ufðu samtals 193,2 millj. kr., aukn- ing 131,4%. Á sama hátt tvöföld- uðust vaxtagjöldin, þ. e. útborg- aðir vextir af innstæðum, og námu kr. 85,0 millj. á árinu. Tekjuafgangur sparisjóðsins varð meiri en nokkru sinni fyrr og meira en þrefaldaðist frá fyrra ári. Alls nam rekstrarhagnaður ársins kr. 72,9 millj. Til varasjóðs voru lagðar kr. 69,5 millj. og til afskrifta áhalda var varið kr. 3,4 millj. Varasjóður nemur nú um 112,8 millj. kr. og fasteign sjóðsins er bókfærð á 52,8 millj. kr. Þess má geta, að varasjóður hefur aukist um 100,0 millj. kr. sl. 3 ár og nem- ur sú aukning 800%. Stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar er þannig skipuð, að ábyrgðarmenn sjóðsins kjósa úr sínum hópi á aðalfundi 3 menn í stjórn en Bæj- arsjóður Neskaupstaðar kýs 2 menn. Stjórnina skipa nú: Reynir Zoega, gjaldkeri, stjórnarformað- ur, Jón L. Baldursson f. v. spari- sjóðsstjóri, og Friðrik Vilhjálms- son, netag.m., allir kosnir af ábyrgðarmönnum sjóðsins, sem eru 22 talsins, og Jóhannes Stef- ánsson, framkvæmdastjóri, og Björn Björnsson, kaupmaður, sem kjörnir eru af bæjarstjórn. íÞá kýs bæjarstjórn einnig end- urskoðendur sjóðsins og þeir eru: Guðmundur Bjarnason, skrifstofu- maður, og Ingibjörg Sigurðardótt- ir, skrifstofumaður. Aðalfundur A B 6 Eskifirði Sunnudaginn 8. april var hald- inn aðalfundur Alþýðubandalags- ins á Eskifirði. Formaður félagsins Hrafnkell A. Jónsson gerði stuttlega grein fyrir störfum félagsins sl. starfsár. Fram kom að félagar höfðu lagt fram mjög óeigingjarnt starf við undirbúning kosninga en síðan hefur allt starf legið niðri. Kosn- ingarnar urðu félaginu erfiðar fjárhagslega og er það með nokk- urn skuldabagga. Félagið tók á leigu husnæði að Strandgötu 37 og er meiningin að koma á fót einhverri starfsemi. Félagar eru 34. Við stjórnarkjör hlutu eftirfar- andi kosningu: Formaður Sigurður Ingvarsson, iðnnemi, varaform. Guðni Óskars- son, tannlæknir, ritari Þorbjörg Eiríksdóttir, verkakona, gjaldkeri Jórunn Bjarnadóttir, húsmóðir, meðstjórnendur Svana Bjarnadótt- ir, húsmóðir, Vilborg Ölversdóttir, verkamaður og Elís Andrésson, verkamaður. Sem tengslamenn við Austur- land voru kosin Þorbjörg Eiríks- dóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir og Hrafnkell A. Jónsson. — H. J. Armann Halldórsson: KHB sjötugt Laugardaginn 21. april sl. var sjötugsafmælis Kaupfélags Hér- aðsbúa minnst með samkomu í Valaskjálf. Þar söng Magnús Jóns- son óperusöngvari og Kirkjukór Egilsstaðasóknar. Ræður héldu Þorsteinn Sveínsson framkvæmda- stjóri félagsins og formaður þess Steinpór Magnússon, og gestir fluttu ávörp, kveðjur og heilla- óskir, Hjalti Pálsson frá SÍS og Halldór Halldórsson kfst. Vopna- firði frá kaupfélögunum á Austur- landi. Jón Kristjánsson flutti gam- ansama frásögn. Þorsteinn Sveins- son stjórnaði samkomunni. Veitt af rausn. í tilefni af afmælinu er á næstu grósum eða þegar komið út aukið blað af ársriti kaupfélagsins, Sam- herja, með sögu félagsins frá lok- um fyrri sögu Benedikts Gíslason- ar frá Hofteigi, er út kom 1959. Höfundur nýju sögunnar er Jón Kristjánsson. KHB á vissulega stóran feril yfir sjö áratuga haf, allt frá því að fulltrúar úr fimm sveitum Héraðs komu saman að Skeggjastöðum í Fellum hinn 19. apríl 1909 til að stofna nýtt pöntunarfélag fyrir fyrir Fljótsdalshérað eftir að hinu fyrra hafði verið komið fyrir katt- arnef, að því er virðist nú fyrir einberan smásálarskap lánar- drottna. Hið fyrirhugaða pöntun- arfélag varð á þessu herrans ári 1909 og því næsta að Kaupfélagi Héraðsbúa með lögum frá 1910, því félagi sem fljótlega fór að reka aðalverslun héraðsmanna og hefur nú víkkað starfsvæði sitt mjög — fyrir löngu um Reyðar- fjörð og fyrir nokkru um Borgar- fjörð og stigið fæti niður í Seyðis- firði. Það hefur vissulega þolað súrt og sætt og efnahagslegt gengi þess hækkað og lækkað eftir almanna- högum á félagssvæðinu. Góðæris hefur það notið, m. a .tvenn stríðs- ár, og líklega lengst af miðlungs- hagsældar, en líka seiglast gegnum harðindi oft, snjóaveturinn 1950— 1951 var það fyrst og fremst KHB sem hratt sjálfum hordauðanum frá dyrum bænda á Héraði með nýrri flutningatækni. Fyrr staul- aðist það með bændum og búaliði niður af gróðaplaninu eftir fyrra stríð, það engdist með almenningi i kreppunni og síðar gengu yfir byggðina á svæði þess garnaveiki og kalár. Því hefur að sjálfsögðu margt verið tautað til á umliðnum árum — fyrir fábreytni í vörukosti, vafasama efnahagsstefnu, litlar framkvæmd'r, hátt verðlag á neysluvarningi o. s. frv. og það er ekkert eðlilegra en að þrátta um kaupfélögin þar sem þau eru innan dyra hjá hverjum manni, nauðið jafnnáttúrulegt og erjur samlyndra hjóna. En KHB hefur líka bakast við hlýjan eld í um- tali og koma mér þá í hug orð Ingvars í Dölum, þau er hann lét mig setja í Búkollu: „KHB var í hvívetna í brjóstfylkingu til úr- lausnar þessa vanda og til við- reisnar". Satt að segja held eg að allflestir félagsmenn þess geti tek- ið undir þetta athugasemdalítið þegar allt kemur til alls enda eiga kaupfélög að vera hjálpartæki fólksins til að bæta byggðarhag, páll þess og reka í framfarastríði og bakhjarl í vöra. Persónulega er eg harðángður með kaupfélagið. Þegar eg var á Eiðum hringdi eg bara í búðina og fékk yfirleitt allt sem eg bað um í pappa- eða grisju heim að túnhliðinu með mjólkurbílnum og eg mátti skulda tíma og tíma. Nií borgar maður hins vegar við kass- ann og það er ekkert verra. Kjör- bíllinn kemur annars með alla nauðþurftavöru heim að húsdyr- um, mundi jafnvel koma upp á svalir ef dyrnar væru nógu víðar og hann kynni að ganga stiga. Framhald á 3. síðu Frá Þrótti Eru ekki einhverjir bæjarbiíar svo lánsamir að eiga svefnbekki sem þeir nota ekki í sumar og geta lánað okkur til að setja í íbúð þjálfara. Einnig vantar okkur eldhúsborð og nokkra stóla. Ef einhverjir gætu verið svo vinsam- legir að íítvega þessa hluti þá væru hinir sömu beðnir að gjöra svo vel að hafa samband við Guðmund í síma 7500 eða 7630 (á kvöldin). Nú um helgina hefst íslands- mótið í knattspyrnu og leikur Þróttur þá við Þór á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 14 á sunnudag. Fyrsti leikurinn á Nes- kaupstaðarvelli verður sunnudag- inn 27. maí og eigast þá við Þrótt- ur og Reynir Sandgerði.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.