Austurland


Austurland - 10.05.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 10.05.1979, Blaðsíða 2
_____________Austurland_____________________________ Málgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðncfnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Bima Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prentun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Frelsi hinna fáu eða frelsi hinna mörgu í raun og veru snýst öll stjómmálabarátta um eignarrétt- inn og valdið yfir náttúruauðlindum og framleiðslutækjum. Sósíalistar halda pví fram, að eignarrétturinn yfir framleiðslu- tækjunum og öðrum atvinnutækjum eigi að vera í höndum þeirra, sem við }>au vinna eða }>jóðarheildarinnar. Kapitalistar halda því fram, að eignarrétturinn og valdið eigi að vera í höndum fárra manna. Þegar íhaldið talar um frelsi og frjálshyggju á það við frelsi hinna fáu til að græða á }>ví að láta aðra vinna fyrir sig. Slíku frelsi fylgir vald, alræði auðmagnsins. íhaldið slær mjög á pá strengi, að allir geti verið kapital- istar. Þetta fær engan veginn staðist fyrir dómi heilbrigðrar skynsemi. Hugsum okkur frystihús í eigu einstaklings. Það verður ekki rekið, nema stór hópur annarra einstaklinga, sem ekki eiga framleiðslutæki, selji }>ví vinnuafl sitt. Þeir hafa frelsi til að selja vinnuaflið, en ekki til að ráða hvað gert er við arðinn. Hugsum okkur togara, sem einstaklingur á. Til að geta gert hann út )>arf útgerðarmaðurinn hóp sjómanna, sem selja honum vinnuafl sitt, en ráða engu um ráðstöfun fjár. Hvemig halda menn að reksturinn á frystihúsinu og togaran- um yrði, ef allir aðrir gætu notfært sér frelsið til að eignast frystihús, togara, verksmiðju, bújörð, verslun eða önnur fram- leiðslu- og atvinnufyrirtæki? Ætli frelsi og frjálshyggja íhalds- ins hrykki ekki skammt til að halda í horfinu? Slagorðið um frelsi og frjálshyggju eins og íhaldið meinar pau er marklaust, innantómt kjaftæði. Menn geta ekki orðið efnahagslega frjálsir með }>ví að lúta forsjá einhverra kapital- ista, sem allt teljast eiga. Það verða menn aðeins ef }>eir eiga framleiðslutækin í félagi og stjóma }>eim með hag heildarinnar fyrir augum. íhaldið berst fyrir frelsi fárra einstaklinga til að drottna yfir heildinni og arðræna hana. Sósíalistar og aðrir félagshyggjumenn berjast fyrir frelsi fjöldans af klafa auðvaldsins, fyrir valdi hins vinnandi manns yfir peim verðmætum, sem hann skapar. Sósíalistar vita, að allir einstaklingar }>jóðarinnar verða ekki efnahagslega frjálsir, nema þeir í sameiningu eigi og nytji náttúruauðlindimar og fram- leiðslutækin. — B. Þ. Vísitöluþakið Kjaradómur hefur dæmt ólöglegt }>að athæfi stjórn- valda, að setja }>ak á vísitöluna. Ekki )>ýðir að deila við dómar- ann, en margir telja ótakmarkaðar vísitölubætur hinn versta órétt. Hvers eðlis eru vísitölubætumar eiginlega? Þeim er ætlað að bæta launþegum aukinn framfærslukostn- að vegna hækkaðs verðlags. Hugsum okkur að verð á landbúnaðarvörum hækki svo að vísitala sýni að kaup eigi að hækka um 10%. Maður með 200 J>ús. kr. mánaðarkaup fengi pá 20 }>ús. kr. í launabætur, en sá sem hefði 400 )>ús. fengi 40 }>ús. kr. í bætur. Allir sjá hversu fráleitt pað er, að borga }>eim, sem hærri hefur launin helmingi hærri upphæð til að standast verðhækkanir. Eina skynsamlega aðferðin sem sjáanleg er við greiðslu verðbóta, er að greiða öllum launþegum sömu upphæð gang- andi út frá því sem vísu, að dýrtíðin skelli með sama þunga á ÍÞRÓTTIR Skólahlaup U I A fór fram á Reyðarfirði fimmtu- daginn 19. apríl (sumardaginn fyrsta). Alls tóku 166 krakkar þátt í hlaupinu frá 13 skólum, en þetta er metþátttaka. Úrslit í stigakeppni milli skóla urðu: 1. Fáskrúðsfjarðarskóli 333 st. 2. Egilsstaðaskóli 317 st. 3. Stöðvarfjarðarskóli 241 st. 4. Reyðarfjarðarskóli 188 st. 5. Vopnafj arðarskóli 157 st. 6. Neskaupstaðarskóli 153 st. 7. Breiðdalsskóli 146 st. 8. Eskifjarðarskóli 136 st. 9. Djúpavogsskóli 97 st. 10. Álftafjarðarskóli 78 st. 11. Skjöldólfsstaðaskóli 76 st. 12.-13. Eiðaskóli 19 st. 12.-13. Borgarfjarðarskóli 19 st. Sigurvegarar í einstökum flokk- um urðu: Drengir 9 ára og yngri: Gutt- ormur Brynjólfsson, Egilsstöðum. Stúlkur 9 ára og yngri: Anna Alexandersdóttir, Vopnafirði. Drengir 10—11 ára: Sigurður Einarsson, Fáskrúðsfirði. Stúlkur 10—11 ára: Lillý Við- arsdóttir, Stöðvarfirði. Drengir 12—13 ára: Hjörtur Davíðsson, Vopnafirði. Stúlkur 12—13 ára: Elva Bára Bjarnadóttir, Fáskrúðsfirði. Drengir 14—16 ára: Stefán Guðmundsson, Vopnafirði. Stúlkur 14—16 ára: Anna Hannesdóttir, Borgarfirði. Að hlaupi loknu fór fram verð- launaafhending. Gefandi verð- launapeninganna, Kristján Kristj- ánsson vélsmiður á Reyðarfirði afhenti þá fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig tók Ólafur Gíslason íþróttakennari á Fáskrúðsfirði við NESHREPPUR í NORÐFIRÐI NESKAUPSTAÐUR Sveitarstjórnarmannatal BJARNI ÞÓRÐARSON TÓK SAMAN 64. Jónas Guðmundsson, kennari f. á Skálanesgrund, Seyðisfjarðar- hreppi 11. júní 1898 d. í Reykjavík 4. júlí 1973. Foreldrar: Guðmundur Jónasson, útvegsbóndi og kona hans Valgerður Hannesdóttir. Hrepps- nefndarmaður 20. júní 1925—31. des. 1928 og bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins 1929—1938. Sat 81 hreppsnefndarfund og 145 bæjarstjómar- fundi, samtals 226 sveitarstjórnarfundi. Oddviti 1925—1928. Forseti bæjarstjórnar (fyrsti kjörni forsetinn) 1936—1938. Alþingismaður 1934—1937. Kona: Sigríður Lúðvíksdóttir f. 7. nóv. 1903 í Neskaup- stað. Foreldrar: Lúðvík Sigurðsson, útgerðarmaður og Ingibjörg Þor- láksdóttir, kona hans. Sigríður er alsystir Sigurðar Lúðvíkssonar nr. 91. Hún og Guðrún Karlsdóttir kona Jóns Sveinssonar nr. 63 voru albræðradætur. 65. Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti, f. í Reykjavík 18. nóv. 1908. For- eldrar: Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur og kona hans María Kristín Thoroddsen f. Claessen. Varabæjarfulltrúi Alþýðuflokksins 11. sept. 1938—1942, bæjarfulltrúi 1942—1945 að hann fluttist úr bænum. Forseti bæjarstjórnar 1945. Kona: Björg Magnúsdóttir f. í Reykjavík 26. maí 1912. Foreldrar: Magnús Guðmundsson, ráðherra og kona hans Soffía Bogadóttir Smith. Jónas og Pétur Thoroddsen nr. 81 voru albræðrasynir. 66. Kristinn Vilhjálmur Jóhannsson, skólastjóri f. í Neskaupstað 28. ágúst 1934. Foreldrar: Jóhann Þórðarson, sjómaður og kona hans Laufey Vilhjálmsdóttir, dóttir Vilhjálms Stefánssonar nr. 107 og síðari konu hans Kristínar Árnadóttur og alsystir Þorbjargar Vilhjálmsdóttur konu Jóns S. Einarssonar nr. 57. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1966 og síðan. Hefur setið 163 bæjarstjórnarfundi. Varaforseti bæjar- stjómar 1966—1974, síðan forseti. Kona: Bára Jóhannsdóttir f. á Akranesi 5. febr. 1937. Foreldrar: Jóhann P. Jóhannsson, leigubílstjóri og kona hans Guðrún Magnúsdóttir. 67. Kristinn Ólafsson, bæjarfógeti f. í Reykjavík 21. nóv. 1897, d. í Reykjavík 18. okt. 1959. Foreldrar: Ólafur Arinbjarnarson, verslunar- stjóri og kona hans Sigríður Eyþórsdóttir. Var aldrei kjörinn í bæjar- stjórn, en sat þar með fullum réttindum bæjarfulltrúa og jafnframt sjálfkjörinn forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri 1929—1936. Sat 150 bæjarstjórnarfundi. Kona: Jóna Jóhanna Jónsdóttir f. í Vestmanna- eyjum 29. des 1907. Foreldrar: Jón Jónsson hreppstjóri og kona hans Guðríður Bjamadótir. 68. Kristján Imsland, verslunarmaður f. á Seyðisfirði 24. apríl 1905 d. í Reykjavík 15. júlí 1972. Foreldrar: Lars Johan Imsland, kaupmaður og kona hans Pálína Önundardóttir. Varabæjarfulltrúi Sósíalista- flokksins 1942—1946. Sat 3 bæjarstjórnarfundi. Kona: Marta Höskulds- dóttir f. á Djúpavogi 21. okt. 1910. Foreldrar: Höskuldur Sigurðsson, verkamaður og kona hans Þórdís Stefánsdóttir. 69. Logi Kristjánsson, bæjarstjóri f. í Hafnarfirði 20. sept. 1941. Foreldrar: Kristján Andrésson, fulltrúi og kona hans Salbjörg Magnús- dóttir. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1974 og síðan. Hefur setið 55 bæjarstjórnarfundi. Bæjarstjóri 1. júlí 1973 og síðan. Kona: Ólöf Þorvaldsdóttir f. á Akranesi 24. maí 1945. Foreldrar: Þorvaldur Steinason, verkamaður og kona hans Ingunn Hjartardóttir. farandbikar fyrir hönd Fáskrúðs- f jarðarskóla, sem vann stigakeppn- ina í þetta sinn. Eiga skólamenn miklar þakkir skildar fyrir gott samstarf við hlaupið frá upphafi, og tel ég á engan hallað þó að skólastjóranna á Stöðvarfirði og Vopnafirði «é sérstaklega getið í þessu sambandi, en þeir hafa lagt mikið á sig til að koma þátttakendum til leiks árlega, að ógleymdum kennumm á Fáskrúðsfirði og Egilsstöðum sem hafa lagt sérstaka rækt við hlaupið. Meðan svo ágætlega er staðið að hlaupinu eru sterkar líkur fyrir því að það verði til að auka and- legan og líkamlegan þroska skóla- fólks á Austurlandi um langa framtíð. Sigurjón Bjnrnason Austurlands- mót í körfu- knattleik var haldið í íþróttahúsinu á Eski- firði laugardaginn 14. apríl sl. Fjögur lið mættu til keppni, og stóð mótið frá kl. 4 síðdegis til miðnættis. Hvert lið spilaði þrjá leiki á þessum tíma, og var marg- ur vaskur körfuknattleiksmaðurinn orðinn slæptur að lokinni síðustu viðureign. Úrslit urðu þessi: Huginn — Umf Eiðaskóla 44 - 72 Samv.f. Eiðaþinghár — UMFE 68-36 Huginn — S. E. 54 - 68 UMFE — Höttur 71-89 Huginn — Höttur 30 - 53 S. E. — Höttur 58 - 64 Heildarúrslit í stigum: Höttur Egilsstöðum 6 stig Samvirkjafél. Eiðaþ. 4 stig Umf. Eiðaskóla 2 stig Huginn Seyðisfirði 0 stig Austurlandsmeistarar að þessu sinni urðu því Hattarmenn og var það langþráð takmark, því að Egilsstaðamenn hafa verið í fremstu röð körfuknattleiksmanna á Austurlandi allt frá því að móta- hald í þessari íþróttagrein hófst á vegum U.Í.A. Hins vegar virðist körfuknatt- leikurinn í nokkurri lægð hjá Austfirðingum um þessar mundir, og vakti það athygli að Fáskrúðs- firðingar mættu ekki til leiks nú, en hafa ekki látið sig vanta til þessa. Hlýtur það að teljast verðugt verkefni körfuknattleiksráðs U.Í.A að efla áhuga fyrir þessari drengi- legu íþrótt, sem víðast þar sem aðstaða er fyrir hendi. -—SB KHB sjötugt Framhald af 1. síðu. Því á maður ekkert erindi niður í búð til að láta glepjast þar af lystisemdum þessara óhófstíma, t. d. kóuppkexi þykksmurðu í chokolade. Og eg er blátt áfram orðinn og hef raunar lengi verið slíkur samvinnusinni að í Reykja- vík skágeng eg aðrar búðir en SÍS-búðina í Austurstræti og Kron. — Ármann Halldórssno }>eim öllum. Eins og nú er hlýtur hátekjumaðurinn beinlínis að hagnast á hækkun vísitölu en láglaunamaðurinn má prísa sig sælan ef kjör hans ekki rýma. f þessu sambandi verður f>ó að taka tillit til skattamála- þáttarins. Ef til vill væri ráðlegast að undanþiggja vísitölu- bætur tekjuskatti. _ b. þ. Tek að mér trjáklippingar. Upplýsingar í síraa 7518. Guðbjörn Oddur Bjarnason skróðgarðameistari

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.