Austurland


Austurland - 17.05.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 17.05.1979, Blaðsíða 1
lUSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 17. maí 1979. 21. tölublað. Framhaldsnám á Austurlandi Tekið verði vpp nðið samstarf milli skóla ó Austurlandi um framhaldsskólanám Dagana 4. og 5. maí sl. var haldin á Egilsstöðum ráðstefna um málefni framhaldsskóla á Austurlandi að tilhlutan S.S.A. og fræðsíuráðs Austurlands. Til ráð- stefnunnar var boðið skóla- og sveitarstjórnarmönnum í umdæm- inu. Ráðstefnan var mjög vel sótt og ríkti mikil eining meðal fund- armanna. Fjögur framsöguerindi voru flutt. Vilhjálmur Einarsson fjallaði um markmið framhalds- náms og námsbrautir í framhalds- skólum á Austurlandi. Guðmund- ur Ingi Sigurbjörnsson ræddi um nemendafjölda á Austurlandi á framhaldsskólastigi og skiptingu námsbrauta milli skóla. Kristinn V. Jóhannsson gerði grein fyrir löggjöf um framhaldsskóla og þátttöku sveitarfélaga í stjórnun framhaldsnáms í fjórðungnum. Þá gerði Gerður G. Óskarsdóttir grein fyrir fjölbrautanámi og mögulegri útfærslu þess á Austurlandi. Einnig ávarpaði menntamála- ráðherra, Ragnar Arnalds, ráð- stefnuna og gerði grein fyrir stöðu frumvarps til laga um framhalds- skóla. Kom fram að nokkrar líkur eru á að frumvarpið verði að lög- um nú í vor. Framhaldsskóla- frumvarpið Aðal umræðuefni á ráðstefn- unni var frumvarp til laga um framhaldsskóla og mögulega skip- an framhaldsnáms í fjórðungnum á grundvelli þess. f umsögn ráðstefnunnar um frumvarpið kom fram m. a. 1. Ráðstefnan telur að megin- atriði frumvarps til laga um framhaldsskóla séu pað mikils- verð, að dráttur á afgreiðslu Lions kabarett Að undanförnu hefur Lions- klúbbur Norðfjarðar sýnt Lions- kabarett hér í bæ við geypigóða aðsókn og undirtektir. Kabarett- inn samanstendur af söng, har- mononikuleik, leikþáttum o. fl. Efnið var að mestu leyti samið af félögum í Lionsklúbbnum en innan hans er mikið af húmor- istum. — Eftirminnilegast af skemmtiatriðunum er án efa fæð- ing tannlæknisins sem lengi verð- ur í minnum höfð. — Lionsmenn sýndu kaparettinn á tveim stöð- um utan Neskaupstaðar, Eskifirði og Fáskriiðsfirði. Eftir síðustu sýningu á kabarett- inum í Neskaupstað var haldinn dansleikur og voru á honum ýmiss frumlegheit, bögglauppboð o. fl. — G. B. þess sé mjög óæskilegur og hvetur því eindregið til að frv. verði afgreitt sem fyrst frá Alþingi. 2. Ráðstefnan telur að æskilegast sé að uppbygging og rekstur framhaldsskóla væri £ höndum ríkisins. En til að flýta því, að samræmdur framhaldsskóli komist á, og jöfnuður milli bóknáms og verknáms, leggur fundurinn til, að fjármálakafli frumvarpsins verði samþykktur eins og hann er með nokkrum breytingum þó. 3. Byggja þarf Uþp vel búna kjarnaskóla en síðan yrði hægt að dreifa minna sérhæfðu námi eftir því sem aðstæður leyfa. Samræming og sam- starf skóla á Austurlandi Skólastjórar framhaldsskólanna á Austurlandi fluttu eftirfarandi tillögu, sem ef vel tekst til um framkvæmd markar tvímælalaust tímamót í sögu framhaldsnáms á Austurlandi. „Ráðstefnan beinir þvi til S.S.A. (stjórnar og fræðsluráðs) og menntamálaráðuneytisins, að þess- ir aðilar vinni að því að tekið verði upp náið samstarf þeirra skóla á Austurlandi, sem starfrækja framhaldsnám og stefnt verði að því að þeir starfi sem ein heild. Markmið þess samstarfs er að tryggja nemendum á Austurlandi Framhald á 3. síðu Mikil vorharðindi Mikil harðindi hafa í vor verið um land allt og mun lengi til þeirra vitnað. Víðast hvar, ef ekki allsstaðar, hefur verið frost á hverjum degi og snjókoma og stormar tíðir. Muna menn varla eða ekki önnur eins vorharðindi. Veðurfræðingur sagði á mánudag að hitastigið fyrri hluta maí svar- aði til þess, sem venja væri í febrúar, þ. e. á Þorra sjálfum. ÍÞessi slæma tíð hefur valdið miklum erfiðleikum. Samgöngur hafa oft verið í ólestri og bætist nú veðráttan við þau vandkvæði, sem stafa af mannavöldum. Haf- ís hefur líka legið við land sums- staðar, torveldað samgöngur og hindrað sjósókn. Sauðburður er hafinn fyrir nokkru og þurfa bændur víðast að hafa fé á húsum og veldur það miklu • umstangi. Ekki veit blaðið hvernig ástatt er með hey- birgðir, en fóðurbætir mun af skornum skammti. Kartöflur hafa að sjálfsögðu ekki verið settar í jörð og kann það að draga úr uppskera. Farfuglar hafa átt erfitt upp- dráttar og hætt er við að þeir hafi fallið í nokkrum mæli. Hér áður fyrr, og það fyrir ekki mörgum áratugum, hefði fjárfellir fylgt í kjölfar svona vorveðráttu um land allt. Og þegar féð fellur er skammt í mannfelli. En við vonum að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. l»ingsály ktunartillaga: Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiöjum Frá Eskifirði. Helgi Seljan hefur flutt þings- ályktunartillögu um mengunar- varnir í fiskmjölsverksmiðjum. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela rikis- stjórhihni að beita sér fyrir því, að á árinu 1979 verði gert átak til að ráða bót á mengun frá fisk- mjölsverksmiðjum og jafnframt verði gerð áætlun um varanlegar úrbætur í mengunarmálum slikra fyrirtækja i sámvinnu við hlutað- eigandi cigendur og samtök þeirra svo og heilbrigðis- og náttúru- verndaryfirvöld. Áætlunin taki m. a. mið af að lágmarkskröfum um mengunar- varnir allra starfandi fiskmjöls- verksmiðja verði fullnægt innan tveggja ára og fjármagn sé tryggt til þeirra aðgerða. Verði í senn haft í huga ytri og innri umhverfi verksmiðjanna og athugaðir mögu- leikar á bættri nýtingu bráefnís og orkusparnaði samhliða viðhlítandi mengunarvörnum. í greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður að marggefin tilefni valdi því, að rétt þyki nú og brýnt að flytja þingsályktunartil- lögu um þetta efni og þurfi þar skjóta og örugga úrlausn, þar sem stjórnvöld hljóti að hafa for- ystu. Á nýafstaðinni loðnuvertíð komu fram háværar kröfur frá íbúum ýmissa byggðarlaga um úr- bætur í mengunarmálum fisk- mjölsverksmiðja, og er skemmst að minnast kröfugöngu húsmæðra í Keflavík og Njarðvík vegna óþolandi loftmengunar frá verk- smiðjunni í Njarðvík. Flutningsmaður sagði að hér væri um gamalt vandamál að ræða og oft áður komið fram mótmæli — Ljósm.: lóa s. s. frá heilbrigðisnefnd 5 þéttbýl- isstaða á Austurlandi í nóvember 1978. Mengunarvandamál verk- smiðjanna væru ekki einungis tak- mörkuð við loftmengun heldur einnig sjávarmengun. Ljóst væri ennfremur að mikil verðmæti fari forgörðum með frárennsli frá verksmiðjunum. Auk þess mætti benda á óþrif af slæmri umgengni um athafnasvæði verksmiðjanna og ófullnægjandi frágangi hrá- efnisloftgeymslna. Starfsumhverfi væri einnig víða ábótavant, m. a. vegna ónógrar loftræstingar, óþrifa á vinnustöðum, heilsuspfll- andi hávaða og ófullnægjandi starfsmannaaðstöðu, en mjög treg- lega hafi gengið að fá framgengt kröfum heilbrigðisyfirvalda um úr- bætur í mengunarmálum fiski- mjölsverksmiðja. Hafi eigendurnir m. a. borið við fjármagnsskorti, skorti á opinberri fyrirgreiðslu og skorti á samræmingu krafna um úrbætur. Helgi sagði énnfremur að loft- mengun frá fiskimjölsverksmiðj- um væri flókið vandamál og erfitt úrlausnar. Tækniþróun til lausnar þessa vandamáls hafi hins vegar verið ör á undanförnum árum. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi nú gert tillögu um setningu fastmót- aðra reglna í þessum efnum bæði um lágmarkshæfni slíks búnaðar og framkvæmd mælinga og mats á hæfni búnaðarins. Fyrr en slík- ar mælingar haf i verið gerðar verði hins vegar ekki skorið úr um hæfni búnaðar sem settur hefur verið upp og unnið er að því að koma upp né heldur annars búh- aðar, sem upp kann að verða sett- ur í framtíðinni. Þjóöleikhúsiö frum- sýnir í Neskaupstað í tilefni 50 ára af- mœlis bœjarins Sunnudaginn 20. maí nk. frum- sýnir Þjóðleikhúsið leikritið „Gamaldags kómedía" eftir Aleksei Arbusov, í Neskaupstað. Verður frumsýningin liður í há- tíðarhöldum bæjarins í tilefni 50 ára afmælisins. Leikstjóri er Benedikt Árnason og leikendur. eru 2, Herdís Þor- valdsdóttir og Riírik Haraldsson. Þýðandi leiksins er Eyvindur Er- lendsson, leikmynd gerir Jón Benediktsson. Leikritið gerist í ágúst 1968 við sjávarsíðuna í Riga og er í 9 atriðum. Það hefur verið sýnt víða um heim á undanförnum árum og notið afarmikílla vinsælda enda er höfundur þess gamalreyndur leikhiísmaður og hefur þarna unn- ið verk sem í er blanda af gaman- semi og viðkvæmni en það er Iíklega sá máti sem helst nær til okkar sbr. Chaþlin o .fl. Tvær sýningar verða í Neskaup- stað en fyrirhugað er að sýha ieikritið á fleiri stöðum Austan- lands.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.