Austurland


Austurland - 17.05.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 17.05.1979, Blaðsíða 4
Jdstðrland Neskaupstað, 17. maí 1979. Auglýsið f Ansturlanði Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Þinn hagur. — Okkar styrkur. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR BJARNIÞÓRÐARSON Sitt af hverju Starfskraftur Varla líður sá dagur, að ekki beri fyrir augu manna í blaðaaug- lýsingum orðið „starfskraftur“ óskast tveir eða þrír starfskraftar óskast Ég á ákaflega erfitt með að fella mig við petta orð. Hvers- vegna ekki að nota orðið starfs- maður? Úr því að við herrar höf- um fallist á að konan sé maður, á þetta orð við um bæði kynin. Sjónvarpsauglýsingar Úr því ég er á annað borð far- inn að minnast á auglýsingar, er ekki úr vegi að minnast á þær, sem birtast í sjónvarpi. Þagr eru svo skrumkenndár, að engu lagi er líkt. Má mikið vera, ef sumar þeirra brjóta ekki í bága við ís- lensk lög. Það er eins og berja eigi inn 1 hausinn á hverjum manni, að sálarheill han? sé_ updir því komin, að hann drekki kóka- kóla og að tfmanleg og andleg velferð hans sé undir þyí komin,- að hann noti ákveðna tegund af sápu eða tannkremi, rafhlöðum eða rakblöðum. Þetta eru auglýs- ingar auðhringa, sem efni hafa á að eyða stórum fúlgum í auglýs- ingaskrum. En ekki er landinn alveg sak- laus af skruminu. Eru það eink- um ferðaskrifstofumar, sem gera sig berar að því í þeim tilgangi að lokka menn til að eyða aur- unum sínum í sólarlandaferðir. Nú veit ég vel, að útvarpið býr við þröngan fjárhag og er mjög háð auglýsingatekjum. En það getur ekki verið þekkt fyrir að fleyta sér á skrumauglýsingum. Og setja ætti sérstakar reglur um flutning erlendra auglýsinga um vöru eða þjónustu, sem fáanleg er hjá innlendum aðilum. Þá er þó skömminni til skárra, að hækka afnotagjaldið. Ofrausn Ég er harla fáfróður um fjár- mál útvarpsins, en af nokkurri reynslu áiykta ég, að það gæti sparað stórar fúlgur án þess að það kæmi á nokkum hátt niður á gæðum þess efnis, sem það flytur. Fyrir tveimur árum rabbaði ég f eina klukkustimd við góðan kunningja minn fyrir framan sjón- varpsmyndavélar. Alls hef ég lík- lega eytt tveim klukkustundum í þetta. Mér var gefið frf frá vinnu á meðan á þessu stóð án frádráttar á kaupi og þurfti því engu til að kosta. Ég vissi að ég mundi fá greiðslu fyrir þetta og taldi ekki ólíklegt að það gætu orðið fimm þúsund krónur og hefði þóst mjög vel haldinn með það. Undrun mín varð því ekki lítil þegar mér barst fjörutíu og fimm þúsund króna ávísun. Ef þátturinn hefði verið tekinn upp nú, hefði ég sjálfsagt fengið þessa upphæð tvöfalda. Þetta kalla ég ofrausn. Það er sjálfsagt rétt, að greiða eitthvað fyrir þetta, en svona ofborgun nær engri átt. Það á að stórlækka þessar greiðslur, ekki síst þegar þess er gætt, að viðtals- og um- ræðuþættir era oft áróðursþættir fyrir ákveðnum málefnum eða sjónarmiðum. Það sem hér hefur verið sagt á að engu leyti við um starfsmenn útvarpsins, sem fá þessar greiðsl- ur sem hluta af launum, né heldur leiksýningar, hljómsveitir eða þess háttar. Ártíð Þórbergs Fyrir skömmu sá ég í sjónvarpi mynd af plötuumslagi. Á það var prentað skýrum stöfum, að platan, sem það hafði að geyma, væri gefin út í tilefni af 90 ára ártíð meistara Þórbergs. Mig rak í roga- stans. Erum við virkilega komin fram á miðjan 8. áratug 21. aldar án þess að ég hafi tekið eftir því? En ég áttaði mig á því, að þessi áletrun stafaði af því, að hönn- uðir umslagsins vissu ekki hvað orðið táknar, höfðu talið það tákna fæðingarafmæli en ekki dán- arafmæli, sem rétt er. Menn vankunnandi um íslenskt mál ættu að bera allt, sem þeir láta frá sér fara, imdir menn, sem kunna íslensku, í stað þess að spilla annars góðum verkum með ambögum. Útgefendur plötunnar ættu að láta eyðileggja þau umslög, sem enn eru í fóram þeirra, og láta gera nýtt, sem sýndi að platan væri gefin út í tilefni af 90 ára fæðingarafmæli meistarans, en ekkf 90 ára dánarafmæli. Farmenn eru ekki hátekjumenn Nú stendur yfir verkfall yfir- manna á farskipum og krefjast þeir mikillar kauphækkunar. Þeir, sem halda að farmenn séu hátekjumenn fara villtir vegar. Kaup þeirra er ekki hátt og undir- menn á farskipmn era vissulega í hópi láglaunamanna. Er engu lík- ara en til þess sé beinlínis ætlast að þeir drýgi tekjur sínar með smygli. NESKAUPSTAÐUR Bœjar- búar Tökum höndum saman og hjálpumst öll að við hreinsun á bænum okkar •í — lóðir tunhverfis íbúðarhús, götur, gil og Iæki. Með samstiltu átaki getum við gert stórátak í fegrun bæjarins. Bæj- arstjórn Neskaupstaðar fer þess á leit við bæjarbúa að þeir leggi sitt af mörkum til fegrunar bæjarins, \>. e. hreinsun á rusli og ræktun eigin lóða. Bænum hefur verið skipt í 8 hverfi. Þrír menn í hverju hverfi hafa tekið að sér að vera hvetjandi aðilar í hverju hverfi og auk þess verður hægt að fá ruslapoka hjá þeirn þegar hreinsun hefst. Við vonum að bæjarbúar ljái okkur lið og fylki sér saman til hreinsunar á götum, giljum, lækjum og öðru sem þarfnast hreinsunar við. Vonandi fer snjórinn fljótt svo hægt verði að nota síðustu helgina í maí. Það verður auglýst nánar um frekari tilhögun á þessu verki í næsta Austurlandi, auk götuauglýsinga í verslunum. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá Guðbimi Oddi s. 7521 eða 7518. Girðingar, sem eru á víð og dreif um bæjarland- ið eru til mikils ama fyrir alla (nema þá sem þær eiga). Þeir sem hafa með þessi girðingarslitur að gera, ættu nú að sýna sóma sinn í því að rífa þær og fjarlægja, eða gera myndarlega við þær. Fyrirtæki, verslanir og aðrir atvinnurekendur: Vinsamlegast tákið til í kringum ykk- ur. V élh jólaeigendur og forsvarsmenn þeirra. Vinsamleg- ast akið ekki utan vegar og neinsstað- ar þar sem eru gróin svæði. ~ Þið eruð' búnir að fara illa með ýmis svæði og hafið þar að auki verið að leika ykkur á vélhjólum í Lystigarðinum. Hestamenn, sérstaklega þeir sem era með hesta austan við rimlahlið. Hestar hafa valdið töluverðu tjóni á lóðum bæj- arbúa auk þess sem þejr eru til stór- hættu aílri umferð frá Urðarteig og innúr. Þið verðið að -gertt bragabót á þessu strax. NESKAUPSTAÐUR HVERFI 1: Afmarkast að vestan við innri enda Urðarteigs og að austan við Tröllaveg. Forsvarsmenn eru: Ingólfur Sigurjónss. Urðart. 6, s. 7267 Ottó Sigurðssön Strandgötu 8, s. 7115 Kristín Jónsdóttir Urðart. 29, s. 7438 HVERFI 2: Afmarkast við Tröllaveg að vestan og við línu sem dregin er eftir gili því sem sumarhús Jóns Karlssonar er í. Forsvarsmenn era: Magnús Hermannss. Miðg. 14, s 7240 Sigurbergur Kristjánss. Hbr. 32 s.7684 Viggó Sigfinnss. Hlíðarg. 25, s. 7294 HVERFI 3: Afmarkast að vestan við gil það sem hús Jóns Karlssonar er í, að norðan, við miðlínu Þiljuvalla út að Sverris- túni og Kvíabólslæk. Forsvarsmenn eru: Benedikt Guttormss. Melag. 14 s. 7356 Gunnar Davíðss. Þiljuv. 37, s. 7237 Freysteinn Þórarinss. Miðstr. 4 s. 7344 HVERFI4: Afmarkast að vestan við innri enda Blómsturvalla út að Kvíabólslæk að austan og að miðlínu Þiljuvalla að sunnan. Forsvarsmenn era: Guðríður Jóhannsd. Blómstv 17 s 7273 Steinunn Aðalst. Blómsturv. 47 s 7468 Sigríður Zoéga Þiljuv. 14 s. 7167 HVERFI 5: Afmarkast að vestan við efri hluta Kvíabólslækjar, niður Sverristún og Kvíabólsstíg og að austan við Neslæk (Lúðvíksgil). Forsvarsmenn eru: Alfa Sigurðard. Kvíabólsstíg 4 s 7368 Jóhanna Axelsd. Víðimýri 11 s 7434 Haukur Ólafsson Mýrargötu 2 s 7221 HVERFI 6: Afmarkast að vestan við (Lúðvíksgil) Neslæk og að austan við Bakkalæk. Forsvarsmenn eru: Sigrún Þormóðsd. Mýrarg. 41 s 7136 Sigrún Geirsdóttir Mýrarg. 39 s 7334 Gfsli Sighvatsson Breiðabl. 11 s 7499 HVERFI 7: Afmarkast að vestan við Bakkalæk og að austan við Fólkvang. Forsvarsmenn eru: Stefanía Stefánsd. Nesbakka 16 s 7397 Anna Sigurjónsd. Gilsbakka 9 s 7318 Björk Bjarnad. Marbakka 14 s HVERFI 8: Afmarkast við Naustahvamm. Forsvarsmenn eru: Jóhann Tryggvason Naustahvammi 56 Þórarinn Guðnas. Naustahvammi 54 Hvers vegna? Þú, sem „stútar“ flöskum á gang- stéttum, götum og hvar sem er. Hversvegna gerir þú það? Er það í von um að einhver stígi á brotin og skeri sig á þeim? eða bíll aki á þau og sprengi dekkin, kannski á hættulegri beygju löngu seinna þegar glerbrotið hefur skorist í gegn? Eða kannski í von um að bam detti á þau? Er það þess vegna? Ef ekki hvers vegna þá, þegar þú veist að þetta geta verið afleiðingarnar? Þú, sem gengur um og rífur, skemmir, brýtur. Hvers vegna gerir þú það? Er það vegna þess að þú þolir ekki að sjá snyrtilegt um- hverfi annars staðar en heima hjá þér? Gerirðu þetta kannski líka þar? Ef ekki hvers vegna þá? Þú, sem spænir upp þökurnar sem mikil vinna var lögð í að leggja í fyrra til þess að bærinn þinn verði svolítið grænni og fall- egri. Hvers vegna gerir þú það? Þolirðu illa að sjá gróðurreit eða sérðu þér hag f því að bærinn þinn líti illa út? Og þú sem tekur upp kutann þinn og ristir í skjóli nætur á stafla af áburðarpokum, sem standa á hafnarbakka. Hvað hugsaðirðu þegar þú sást áburðinn renna niður? Hugsaðirðu hvað það væri gott að grösin fengju ekki áburð? eða: Mikið verður gam- an að borga þetta? Ef ekki hvað hugsaðirðu þá?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.