Austurland


Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 1
ÆUSTURLAND „Árar ekki vel" til flutnings" 29. árgangur Neskaupstað, 24. maí 1979. 22. tölublað. Idnþróunar § • tlun fyrir Austurland Undirbúningur hafinn á vegum samstarfsnefnda SSA og Iðnaðarráðu- neytis Snemma á þessu ári leitaði stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi eftir því við iðnaðarráðuneytið að það aðstoð- aði sambandið við undirbúning og gerð iðnþróunaráætlunar fyrir Austurland. Áttu stjórnarformað- ur og framkvæmdastjóri SSA fund með iðnaðarráðherra og fleiri til- kvöddum aðilum syðra 12. mars sl. og var þar rædd málsmeðferð. Tók iðnaðarráðuneytið jákvætt undir að veita málinu stuðning. Var ákveðið að heimamenn hefðu frumkvæði í málinu með skipun nefndar frá sveitarfélög- um og leitaði stjórn SSA eftir til- nefningu frá 5 sveitarfélögum í samstarfsnefnd um málið, en iðn- aðarráðuneytið hefur síðan til- nefnt 4 menn í samstarfshóp til aðstoðar af sinni hálfu. í nefnd heimamanna eru eftirtaldir: Theodór Blöndal tæknifræðingur, Seyðisfirði, Þórður Óli Guðmunds- son tæknifræðingur, Neskaupstað, Aðalsteinn Valdimarsson, skip- stjóri, Eskifirði, Jón Guðmunds- son, iðnaðarmaður, Reyðarfirði, og Magnús Einarsson, banka- stjóri, Egilsstöðum. Tveir stjórn- armenn SSA, Egill Jónsson, ráðu- nautur, Seljavöllum, Austur-Skaft. og Ásgeir Sigurðsson, bankastjóri, Vopnafirði, munu starfa með nefndinni sem tengiliðir fyrir suð- ur- og norðursvæðið. í nefndinni af hálfu iðnaðarráðuneytisins eru eftirtaldir menn: Bjarni Einars- son, framkvæmdastjóri byggða- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins, Hörður Jónsson, fram- kvæmdastjóri í Iðntæknistofnun íslands, dr. Vilhjálmur Lúðvíks- son, formaður samstarfsnefndar um iðnþróun, Gunnar Guttorms- son, deildarstjóri í iðnaðarráðu- neytinu. Hefur hinum síðasttalda verið falið að annast nauðsynleg tengsl milli þessa samstarfshóps ráðuneytisins og samstarfsnefndar heimamanna. Bjarni Einarsson hefur nú þeg- ar komið á fund með nefnd heima- manna og er undirbúningsvinna nú að hefjast á vegum aðila. Er stefnt að því að, byrjunaráfanga í mótun iðnþróunaráætlunar fyrir Austurland verði náð fyrir aðal- fund SSA síðsumars og verði iðn- þróun á Austurlandi aðalmál á dagskrá hans. í erindi SSA til iðnaðarráðu- neytisins segir meðal annars um þessa fyrirhuguðu áætlanagerð: „í Austurlandsáætlun I og II er að finna mjög mikið af grund- vallarupplýsingum sem eru nauð- synleg forsenda þess starfs sem hér er haft í duga og þarf því ekki að eyða tíma og fyrirhöfn í að safna þeím. Tilgangurinn með þeirri áætlun sem hér er stefnt að er einmitt sá að færa sig frá hinu almenna upp- lýsinga- og rammaáætlunarstigi sem er nauðsynlegt upphafsverk og niður á jörðina ef svo mætti að orði komast. í því felst meðal annars það að Framh. á 2. síðu NESKAUPSTABUR: Nemendatónleikar Laugardaginn 12. maí hélt Tón- skóli Neskaupstaðar sína árvissu nemendatónleika að loknu 11. starfsári skólans. Nemendur í skól- anum voru 63 og er pað mesta að- sókn að skólanum frá byrjun og er pað vel. Orsakir þessarar aukn- ihgar tel ég að stafi af því að á síðastliðnu starfsári flutti skólinn í eigið húsnæði og skapaðist þá allt önnur og betri starfsaðstaða. í>að er ánægjulegt að fylgjast með þróun skólans hvernig hann bætir við sig frá ári til árs, en vitað er að tónlistarnám krefst mikillar vinnu og sjálfsögunar af nemendum sem kennurum og árangur næst því aðeins að starfs- semi skólans standi traustum fót- um og samvinna kennara og nem- enda sem nánust og best, Á nemendatónleikunum komu fram 31 nemandi, að sjálfsögðu mislangt komnir, sumir byrjendur en aðrir lengra komnir. Tónleik- arnir voru að minu mati mjög vel heppnaðir og mátti heyra og sjá mikið af efnilegu tónlistarfólki sem skilaði sínu með ágætum. Leikið var á hin ýmsu hljóðfæri s. s. píanó, blásturs- og strengja- hljóðfæri, pað gladdi mig persónu- lega mjög að heyra að nýju leikið á fiðlur, en mér finnst oft eins og fólk sé tregt að fást við fiðl- una og ástæðan vafalaust sú hve fyrstu skrefin eru erfið, það tekur t. d. 1—2 ár að fá úr henni sæmi- lega hreinan tón, en nú virðist sem betur f er ísinn brotinn og von- andi að fleiri fylgi á eftir. Já, þarna mátti sjá mikið af upp- rennandi tónlistarfólki, en ég get ekki stillt mig um að nefna nokk- ur nöfn. Þeir Daníel Þorsteinsson og Óskar Bjarnason þótti mér bera af píanóleikurunum og skiluðu sínum verkum með glæsibrag, það Stutt svar við stórri forystugrein: f forystugrein Austurlands 24. apríl sl. eru harðorðar fullyrðing- ar um flug Flugfélags íslands, Flugleiða, til Norðfjarðar. Þrátt fyrir að ætla megi að greinarhöf- imdiir sé málum kunnugur verður ekki komist hjá að gera athuga- semdir við ýmislegt af því sem þarna er prentað og sem lesið var upp í útvarpi landsmanna kl. 8.30 hinn 7. maí sl. Allar götur síðan Flugfélag ís- lands síðar Flugleiðir hófu Norð- fjarðarflug hefur auglýst áætlun verið flogin, svo fremi að veður eða aðrar óviðráðanlegar orsakir ekki hindri. Hins vegar eru strang- ar reglur um Norðfjarðarflugvöll, sem í vissum áttum er erfiður. Eftir þeim reglum er flugmönnum félagsins uppálagt að fara. Oft hef- ur komið fyrir að flugvélar hafa orðið að Ienda á Egilsstaðaflug- velli, eftir að hafa reynt árangurs- laust aðflug að Norðfjarðarflug- velli. Um það hvort tap eða gróði verði af Norðfjarðarflugi er ekki spurt pegar áætlunarflug á annað borð er á fiugáætlun dagsins. Tap á innanlandsflugi nokkur sl. ár er hins vegar vandamál, sem verður að leysa og sem gæti verið leyst nú þegar ef skilningur og vilji stjórn- valda væri fyrir henndi. Veðrabrigði hér á landi eru bæði tíð og snögg. Það hefur því stund- um komið í ljós, að enda þótt lendingarfært veður sé t. d. á Norðfirði þegar lagt er af stað frá Reykjavik, er ófært þegar aust- ur er komið. í ljósi þessa hefur verið lagt allt kapp á að þjóna flugi til Norðfjarðar frá Egils- staðaflugvelli og í sumar, svo dæmi sé tekið, eru áætlaðar fimm ferðir milli Norðfjarðar og Egils- staða og tvær ferðir í viku milli Norðfjarðar og Reykjavíkur. Þannig hafa Norðfirðingar völ á daglegum flugferðum til og frá sínum heimabæ. Til Reykjavíkur™ komast þeir daglega en að auki til margra annarra staða á landinu, svo er hagræðingu og tengingu sumaráætlana Flugleiða, Flugfé- lags Austurlands og Flugfélags Norðurlands fyrir að þakka. Að endingu þetta: Ef flug bregst til Norðfjarðar eða annars staðar er það vegna veðurs eða fyrir aðrar óviðráðan- legar orsakir. Starfsfólk félagsins og stjórnendur gera sitt besta til að halda auglýsta áætlun til allra þeirra staða sem flogið er til. Að halda öðru fram er fjarstæða. Sveinn Sæmundsson Fyrir skömmu svaraði landbún- aðarráðherra fyrirspurn frá Helga Seljan um flutning höfuðstöðva Skógræktar rikisins austur á Hall- ormsstað. Landbúnaðarráðherra taldi í svari sínu, að eftir álitsgerð nefnd- ar, sem um þetta tiltekna verkefni fjallaði í fyrra, hefði fyrrverandi ríkisstjórn í raun afskrifað þann möguleika að flytja Skógræktina. Hann sagðist gjarnan vilja skoða málið betur, en nú áraði ekki vel til slíks flutnings, sem kostaði all- mikið fé í upphafi. Svo illa væru hinar ýmsu stofnanir landbúnað- arins staddar nú að hann treysti sér ekki til neinna jákvæðra að- gerða í málinu og mundi ekki nú á þessu ári beita sér þar fyrir. Hann teldi réttast að stefna að útibúa- og deildastofnunum sem mest úti á landi, en vafasamara um flutning heilla stofnana. Ráð- herra vildi því ekki á þessu stigi mæla með flutningi höfuðstöðva Skógræktar ríkisins. Helgi ítrekaði fyrri skoðun á þessu máli. Óhjákvæmilegur auka- kostnaður og vissir annmarkar hlytu að fylgja stofnanaflutningi, en ef átak ætti þar að gera, ef menn vildu og þyrðu, þá væri hér um aukaatriði að ræða, ef litið væri til byggðalegrar og þjóðhags- legrar hagkvæmni til lengri tíma. Óumdeildasta stofnun til flutn- ings í vitund manna hvar sem er á landi hér væri Skógræktin, því væri hér um sjálfsagða byrjunar- aðgerð að ræða. Helgi vitnaði til reynslu annarra þjóða af stofnanaflutningi, sem í hvívetna hefði reynst hin farsæl- asta stjórnarfarsaðgerð. Skoraði hann á landbúnaðarráðherra að taka hér af skarið. Ráðherra kvað sig engin loforð vilja gefa nú, en sjálfur yæri hann jákvæður varðandi petta sérstaka verkefni. VJ / - í-CTi „*,*' y&i . ..• gerði og Sigurður Þorbergsson, básúna, sem virðist vera sama hvaða hljóðfæri er látið í hendurn- ar á, allt leikur í höndunum á honum, þær Guðrún Steingríms- dóttir gítar og Elín Jónsdóttir fiðla skiluðu líka sínum verkum mjög vel, marga fleiri mætti nefna en ég læt þetta nægja. Kennarar ¦ við skólann í vetur voru þau Haraldur Guftmundsson skólastj. og Olga GuSrún Árnadóttir og | tel ég að þau megi mjög vel við una og árangur nemenda þeirra sýndi að vel hefur verið unnið og stefnir skólinn ótrauður á bratt- ann til meiri árangurs og ánægju fyrir kennara, nemendur og alla þá sem unna öflugu tónlistarstarfi. Að lokum vil ég skora á hlut- aðeigandi og alla velunnara skól- ans að standa vel við bakið á skólanum svo hann megi vaxa og dafna um ókomna framtíð. Ágúst Árm. Þorláksson. Tré fellt í Guttormslundi. ESKIFJORBUR: Leikfélagið fór myndarlega af staö Þrátt fyrir mikla vinnu hefur hún ekki drepið í dróma allt fé- lagslff á Eskifirði, t .d. var Leik- félag Eskifjarðar vakið af Þyrni- rósarsvefni á sl. hausti og hefur það farið myndarlega af stað. Það kom f Ijós þegar eftir var gengið að bæjarbúar sýndu félag- inu mikinn áhuga og velvild. Þá hefur Eskjukórinn starfað áfram undir stjórn nýs stjórnanda Stuarts. Eskjukórinn undirbýr nú kon- sert. Bridgemenn hafa lifnað við og' hafa komið reglulega saman f vetur. — H. J.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.