Austurland


Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 24.05.1979, Blaðsíða 3
Aufllýsíng um Bessostaðadrvírhjun vii Hól í fli Með lögum nr. 105, 31. desember 1974 um virkjun Bessastaðaár var ríkisstjórninni heimilað að fela Raf- magnsveitum ríkisins að reisa og reka vatnsaflstöð við Bessastaðaá í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu með allt að 32 MW afli og gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatna- svæði árinnar til að tryggja rekstur virkjunarinnar. Með tilliti til þessarar heimildar hafa Rafmagnsveitur ríkisins látið hanna þá virkjunartilhögun, sem ákjósan- legust Þykir á meðalstórri virkjun í nágrenni Bessa- staðaár. Er Þar um að ræða vatnsaflstöð á bakka Jökuls- ár í Fljótsdal með miðlunarmannvirkjum, er taka til Bessastaðaár og Þórisstaðakvíslar og vatna á Fljóts- dalsheiði vestur og norðvestur af Valþjófsstað, og síðar einnig til Hölknár, Grjótár og Laugarár. Er áætlað, að byggja megi virkjunina í tveimur áföngum, og verði virkjað afl 32 MW í hinum fyrra, er auka megi í 64 MW með hinum síðari. Með hliðsjón af ákvæðum c-liðs 1. málsgr. 144 gr. vatnalaga nr. 15/1923, sbr. a-lið 1. málsgr. 133 gr. sömu laga, þykir rétt, áður en Rafmagnsveitum ríkis- ins verður veitt heimild til að ráðast í virkjun þessa, að kynna hina áformuðu virkjun með auglýsingu þessari þeim aðilum, er hagsmuna eiga að gæta gagnvart henni. Er hér með skorað á þá, er kynnu að telja framkvæmd þessa varða hag sinn, að koma fram með athugasemdir sínar fyrir hinn 1. ágúst 1979. Greinargerð með uppdráttum, er sýna fyrirhuguð mann- virki, mun liggja frammi á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík og á Egilsstöðum. Má koma athugasemdum þar á framfæri, svo og í iðnaðarráðu- neytinu í Reykjavík. Fyrsti áfangi hinnar áformuðu virkjunar svarar í meg- inatriðum til þeirrar virkjunar, sem ofangreind heim- ildarlög fjalla um. Til framkvæmdar annars áfanga þarf sérstaka heimild Alþingis. í stuttu máli er tilhögun virkjunar þessi: FYRSTI ÁFANGI Bessastaðaá verður stífluð ,þar sem hún rennur úr Ytra-Gilsárvatni. Með stíflum umhverfis Ytra- og Fremra-Gilsárvatn (nú í hæð 626,5 m y. s.) og Eyrarselsvatn verður gert miðlunarlón (Gilsárlón) með yfirfall í hæð 630,0 m y. s. Þaðan verður vatni veitt um Grjóthálsvatn að Hólmavatni, (nú í hæð 606,0 m y. s.), þar sem inn- takslón (Hólmalón) virkjunarinnar verður með yfir- fallshæð 614,5 m y. s. Síðan verður Þórisstaðakvísl stífluð norðaustur af Þrælahálsi og vatni veitt þaðan austur í Gilsárlón. Frá inntaki við Hólmalón verður lögð þrýstipípa að stöðv- arhúsi, sem byggt verður á bakka Jökulsár í Fljóts- dal skammt innan við bæinn að Hóli. Er frárennsli þaðan beint út í Jökulsá. Afl virkjunarinnar í 1. áfanga verður 32 MW, en orku- vinnslugeta er áætluð 120 GWst/ári. ANNAR ÁFANGI: Rennsli að Gilsárlóni verður aukið með veitum frá Hölkná, Grjótá og Laugará. Gilsárlón verður byggt í fulla stærð með yfirfall í hæð 634,5 m y. s. Bætt verður við annarri þrýstipípu og vélasamstæðu með 32 MW afli. Orkuvinnslugeta að öðrum áfanga meðtöldum er áætl- uð 335 GWst/ári. Reykjavík 30. aprfl 1979 IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Leiksýning Framh. af 4. síðu. þann velvilja og heiður, sem þeir sýndu bæjarbúum með þessari heimsókn. Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars- son, ávarpaði síðan leikhúsgesti og lýsti m. a. yfir, að fullur vilji væri á því hjá stjórnendum í»jóð- leikhússins að efla þann þátt í starfseminni að sýna leikhúsverk liti á landsbyggðinni og í nýjum lögum um þjóðleikhús væri ákvæði um að efnt skuli til ár- legra leikhúsferða. Helsti „Þránd- ur í Götu" þeirrar starfsemi sagði þjóðleikhússtjóri vera fjárhags- erfiðleika. Vonandi eykst stjómvöldum skilningur á gildi slíkrar starfsemi svo að hin góðu áform þjóðleik- húsmanna að gera Þjóðleikhúsið að leikhdsi allra landsmanna megi rætast. Að lokum ávarpaði þjóðleikhús- stjóri leikarana þau Herdísi Þor- valdsdóttur og Rúrik Haraldsson og tilkynnti þeim, að þau hefðu hlotið styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins að upphæð kr. 200 þusund hvort. Leikhúsgestir samglöddust lista- mönnunum innilega með þann heiður, sem þessi styrkveiting táknar. Stefán Þorleifsson Frá Bókasafni Neskaupst. Safnið verður lokað vikuna 28. maí—2. júní. Bókavörður Bíll til sölu Moskowits árg. 1973, ekinn 10 þúsund km. á vél og drif. Upplýsingar.í síma 7523, Nesk. Bíll til sölu Til sölu er Opel Commandore árg. 72. 6 cyl. sjálfskiptnr með vökvastýri. Bílinn er rauður með svörtum vinyltoppi, ekinn 80 þús. km. Uppl. í sfma 6322, Eskifirði. EGILSBUÐ Sími 7322 Ncskaupsfsið ?annnD Ai^ y«»f.^i==TÍh=n þaaQpnaai ?DDnDDaQQQl QO oá OSKUBUSKA Skemmtileg og falieg teiknimynd. Sýnd fimmtudag kl. 3. (Uppstigningadag). DANSLEIKUR laugardagskvöld. Hljómsveitin Astral frá Keflavflc leik- ur og syngur. Mjög skemmtileg og fjömg hljómsveit. í tilefni af fimmtíu ára afmæli Neskaupstaðar sýnir Egilsbúð tvær nýjar myndir, sem sýndar hafa verið við metaðsókn í Regnboganum: DAUÐINN Á NÍL Byggð á sögu Agatha Christie. Aðalh. Peter Ustinov, Jane Brikin og Bette Davis. — Sýnd fimmtudag kl. 9 og mánudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. Hækkað verð. VILLIGÆSIRNAR Hörkuspennandi mynd með Richard Burton og Roger Moore. Byggð á samnefndri sögu eftir Daniel Carney. Sýnd sunnudag kl. 9 og þriðjudag kl. 9. — Bönnuð innan 14 ára. — Hækkað verð. TILKYNNING Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum í júni n. k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 25 í Nes- kaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkom- lega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir skulu hafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 12. júní n. k. Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands SANNKOLLUÐ KJARNAFÆÐA

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.