Austurland


Austurland - 24.05.1979, Page 4

Austurland - 24.05.1979, Page 4
Adsturland Neskaupstað, 24. maí 1979. Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Lánið leikur við pig í sparisjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Frumsýning Þjóðleikhússins í Neskaupstað Gamaldags Eftir: Aleksei Arbuzov Leikstjóri: Benedikt Árnason komedia Leikendur og leikstjóri. Þjóðleikhússtjóri afhendir viðurkenninguna. Eggert Brekkan: Þakkarvert íramtak I fyrsta sinn í sögu okkar bæjar gerist pað, að Þjóðleikhúsið heiðr- ar okkur með frumsýningu og mun þetta vera í annað sinn í sögu Þjóðleikhússins, að frumsýnt er utan Reykjavíkur. Svo sannarlega var þetta ánægjulegur atburður og vonandi á þcssi vaxtarbroddur í starfsemi Þjóðleikhússins cftir að dafna. Gamaldags komedia gerist í nágrenni borgarinnar Rigu árið 1968. í rauninni gæti hún gerst hvar sem er, jafnt á íslandi sem Rússlandi, jafnt í Rvík. sem Rigu. Verkið fjallar um tvær einmana manneskjur, sem komnar eru á efri árin. Ástvinir dánir eða horfn- ir á annan hátt úr lífi þeirra. Líkamsþrekið á undanhaldi og enginn til þess að deila með sorg og gleði. Einmana, með minn- ingamar einar um það, sem var. Að sjálfsögðu er þetta tragidia allra tíma og allstaðar. En þrátt fyrir að svo sé, þá hefur höfundur þessa verks skapað úr þessum efni- viði hina hugljúfustu komediu. Persónurnar eru aðeins tvær. Virðulegur yfirlæknir á heilsuhæli og „sjúklingur" hans, uppgjafa og marggift leikkona. Rodion Nikola- evits og Lidiva Vasilevna heita þau og eins og segir í leikskrá: „hafa þau þótt hinn skemmti- legasti félagsskapur hvarvetna, sem þau hafa skotið upp kollinum, ófullkomin og sjálfum sér ósam- kvæm, tilfinningasöm og upp- stökk, breysk og sjálfhverf, ertin og óstöðuglynd, það sem við köll- um venjulega einu virðulegu orði: mannleg, og afsökum allt af því, að þannig erum við flest sjálf. Bestu manneskjur, er það ekki?“ Hinn voðalegi hildarleikur, heimsstyrjöldin 1939—’45 hefur skilið eftir djúp sár í sálarlífi beggja. Þau hafa bæði brynjað sig gagn- vart umhverfi sínu. Hann með ströngum virðuleik, hún með gáska og hispursleysi. í fyrstu virðast þetta vera ólík- ar manngerðir, sem muni eiga fátt sameiginlegt, en þegar hreinskiln- ingsleg orðaskipti hafa flett um- búðunum utan af sálarkvikunni kemur í ljós þrá beggja til að njóta glaðværðar og fegurðar lífsins, en þó umfram allt þráin eftir ástríki og stuðningi góðs félaga. Leikritið er að mínum dómi bæði skemmtilegt og hugljúft og á mig virkaði það svo að allt, sem fram fór á sviðinu væri svo satt, eðlilegt og sjálfsagt, að það hlyti að hafa gerst svona og mér fannst, sem allt verkið lofaði meistara sína jafnt höfund, leikstjóra, leik- endur og leikmyndasmið. Ég he'd að það, sem þannig virkar á venjulegan áhorfenda sé góð list. Það má og með sanni segja að aðstandendur þessarar sýningar eru engir viðvaningar. Allt einstaklingar úr hópi bestu listamanna Þjóðleikhússins. Ég held ég megi fullyrða, að allir leikhússgestir hafi verið sér- staklega hamingjusamir og þakk- látir fyrir þessa skemmtilegu og hugljúfu sýningu. Enda fögnuðu þeir leikendum og leikstjóra inni- lega í leikslok með löngu lófa- klappi. Eftir að leikendum og leikstjóra höfðu verið færðir blómvendir ávarpaði bæjarstjórinn, Logi Kristjánsson, listafólkið og þjóð- leikhússtjóra, sem var viðstaddur þessa sýningu. Þakkaði hann þjóðleikhússtjóra og listafólkinu Framhald á 3. síðu Svo gagngerar breytingar hafa orðið á heilbrigðisþjónustu hér- lendis á undanförnum tveimur áratugum, að við höfum stokkið úr hópi vanþróaðra þjóða á þessu sviði, í hóp þeirra, sem best eru búnar og stöndum nú jafnfætis þeim, nema á sérsviðum, þar sem fólksfæð hefur hamlað þróun. Á þessum árum hefur líka tækni við lækningar gjörbreyst, útbúnaður, sem þá var aðeins til á örfáum stöðum, er nú ómissandi á hverju því sjúkrahúsi, sem ekki vill kafna undir nafni. Framfarir hér má þakka áhuga almennings og skiln- ingi ráðamanna og hagstæðu efna- hagsástandi undanfarinna áratuga, þrátt fyrir allan barlóminn. Mikl- ar hafa verið fjárveitingar hins opinbera til heilbrigðismála al- mennt og sjúkrahúsa sérstaklega, en ríkið hefur í mörg horn að líta og mikil samkeppni er um þetta fé. Alltaf verður því nokkur dráttur á, að hið opinbera geti sinnt öllum sanngjörnum óskum, þrátt fyrir góðan vilja. Hér hefur almenningur hlaupið í skarðið. Mörg eru þau sjúkrahús hérlendis, sem vegna örlætis og skilnings almennings hafa eignast tæki og búnað, sem annars hefði orðið að bíða lengi eftir. Frumkvæði og framtak frjálsra félaga og sam- taka hafa einnig knúið ríkisvaldið tii framkvæmda, sem annars hefðu dregist. Fjórðungssjúkrahúsið I Nes- kaupstað er ein þeirra stofnana, sem átt hefur hauka í horni. Ófátt er það, sem einstaklingar og sam- tök þeirra hafa fært sjúkrahúsinu þau rúm tuttugu ár, sem það hef- ur starfað. Nú hefur Krabbameinsfélag Austurlands ákveðið að hjálpa okkur til þess að eignast maga- spegil og hefur þegar safnað nokkru fé. Þessi útbúnaður er nauðsynlegur til þess að hægt sé á nútímavísu að rannsaka sjúk- dóma í efri meltingarfærum og þá ekki síst uppgötva krabbamein í pessum líffærum á byrjunarstigi. Krabbameinsfélagið efnir nú til happdrættis til þess að safna þeim peningum, sem enn vantar. Okkur, starfsfólki þessa sjúkra- húss, er það gleðiefni að sjá nú hylla undir betri greiningar- og meðferðarmöguieika. Margir sjúk- lingar eru árlega sendir burt til rannsókna af þessu tagi og er það hagsmunamál Austfirðinga, að slíkur útbúnaður sé til í fjórðungn- um og eykur notagildi sjúkrahúss- ins fyrir þá. Því er það mín von, að menn bregðist vel við og styrki Krabbameinsfélag Austurlands í því góða starfi, sem það vinnur og kaupi happdrættismiða þess. Neskaupstað 20. maí 1979, Eggert Brekkan yfirlæknlr. Sumarið kemur 8. júní kl. 3 Oli erum við orðin lang- þreytt á þessari eindæma hörku í vorveðráttunni. Nú flýgur sú fiskisaga, að spámaður mikill á Héraði hafi séð það fyrir, að veðrið batni ekki fyrr en 8. júní kl. 3 að degi til nákvæmlega. Sagt er að spámaður þessi vilji ekki að hátt verði haft um nafn hans, ekki heldur þegar spáin hefur komið fram, því að það sé mannkyninu ekki til góðs að trúa á spámenn. F jór ðung ssjúkra- húsið Neskaupstað: Fram- kvæmdir hef jast á ný Þá eru á ný hafnar fram- kvæmdir við nýbyggingu F. S. N. eftir a.l h::fa aS mestu leg- ið niðri í rúmt ár. í mars sl. var auglýst eftir tilboðum í innanhússfrágang á húsinu. Þrjú tilboð bárust: Frá Valma hf. Neskaupstað, að upphæð kr. 229.546.920, Tré- smiðju Austurbæjar, Reykja- vík kr. 272.097.318 og Dráttar- brautinni hf. Neskaupstað kr. 273.217.035. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 251.914.000. Tilboði Valma hf. var tekið og hefur félagið hafið fram- kvæmdir. Verkinu skal skila í áföngum. Fyrsti áfangi verður heilsu- gæslustöð, röntgendeild, rann- sóknarstofur o. fl. og á að skila þessum hluta hússins til- búnum til starfrækslu um næstu áramót. Annar áfangi er sjúkradeild þ. e. efsta hæð hússins, en þar er gert ráð fyrir 31 sjúkrarúmi svo og ýmsum vinnuherbergj- um, geymslum o. fl. Þessum áfanga á að skila um áramótin 1980—’81. Þriðji áfangi verður svo neðsta hæð hússins, en þar f er endurhæfingarstöð, þvotta- hús o. fl. Einnig er f þessum áfanga kjallari, sem f eru aðal geymsl- ur hússins og verkstæði. Þessum áfanga á að skila seint á árinu 1981 og verða það verklok þessara framkvæmda. Einnig verður f ár unnið við frágang á lóð sjúkrahússins, en þvf verki stjómar Gunnar ólafsson, Neskaupstað. NESKAUPSTAÐUR Stefnt er að því að nota næstu helgi til hreinsunar bæj- arins. — Þá tökum við öll höndum saman og hreins- um lóðir, götur, gil og læki. í síðasta tbl. Austurlands er listi yfir hverfisstjóra og eru menn vinsamlega beðnir um að snúa sér til þeirra varðandi tilhögun verksins eða til garðyrkjumanns bæj- arins Guðbjamar Odds í síma 7521 eða 7518. Aðalfundur Flugfélags Austurlands hf. verður haldinn í Barna- skólanum Egilsstöðum miðvikudaginn 30. maí 1979 og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt skriflegu fundarboði. STJÓRNIN

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.