Austurland


Austurland - 31.05.1979, Side 1

Austurland - 31.05.1979, Side 1
lUSTURLAND 29. árgangur Neskaupstað, 31. maí 1979. 23. tölublað Iðnskóli Austurlands Koma þarf á fót skólaverkstœði Þessi föngulegi hópur er 9. bekkur Grunnskólans á Fáskrúðsfirði. Myndin er tekin í Neskaup- stað en þar var hópurinn í starfskynningarferð og heimsótti fjöhnörg fyrirtæki, þar á meðal Nes- prent og sá þar m. a. Austurland í mótun. Myndin er tekin fyrir utan Nesprent en þar voru krakkarnir leystir út með gjöfum. Með þeim eru skólastjóri þeirra Einar Georg og Birgir Stefánsson kennari. Skaftfellinaur Nýtt rit: Austur-Skaftafellssýsla hefur hafið útgáfu á riti og hefur það hlotið nafnið Skaftfellingur, þætt- ir úr Austur-Skaftafellssýslu og mun koma út annað hvert ár. Ritstjóri er Friðjón Guðröðarson, sýslumaður, en með honum eru í ritnefnd Sigurður Björnsson og Benedikt Stefánsson. í þennan fyrsta árgang Skaft- fellings ritar Friðjón Guðröðar- son Aðfararorð — um hlutverk sýslufélags og Þorsteinn Jóhanns- son birtir Þjóðhátíðarljóð 1974. Þá er annáll ársins 1977 úr hverju hreppsfélagi sýslunnar. Oddur Jónsson ritar annál Hofshrepps, Torfi Steinþórsson annál Borgar- hafnarhrepps, Arnór Sigurjónsson annál Mýrarhrepps, Þrúðmar Sig- urðsson annál Nesjahrepps, Óskar Helgason annál Hafnarhrepps og Þorsteinn Geirsson annál Bæjar- hrepps. í annálum þessum er dreginn saman ýmiskonar fróð- leikur um það, sem gerðist í sveit- arfélögunum árið 1977. Sigurður Björnsson ritar grein um Stefán Eiríksson í Árnanesi, sem var fyrstur kosinn á þing fyrir Austur-Skaftfellinga eftir að sýsl- an varð sérstakt kjördæmi og sat á hverju þingi 1859—1883. Sigurlaug Árnadóttir skrifar um breytta búskaparhætti í Lóni. Birt er ræða, sem Bjarni Bjamason flutti við vígslu Bjamarneskirkju í Nesjum og Páll Þorsteinsson ritar grein um sauðfjársölu Öræf- inga. Gunnar Snjólfsson á þarna þátt um sýslumenn í Skaftafells- sýslu 1891—1976, eða til þess tíma er Austur-Skaftfellingar fengu sýslumann fyrir sig. Steinþór Þórðarson skrifar lengsta þátt bókarinnar og fjallar um sjósókn í Suðursveit, en hún var jafnan erfiðleikum bundin, vegna slæmra lendinga. Er sú grein merkileg fyrir það, að þar er lýst á skilmerkilegan hátt þætti úr at- vinnusögunni, sem nú er horfinn og litlar ritaðar heimildir eru um. Margar myndir prýða ritið, sem er 137 blaðsíður og hið vandað- asta, ekki aðeins að efni, heldur og að frágangi. Skaftfellingur verður áreiðan- lega aufúsugestur öllum þeim, er þjóðlegum fróðleik unna, ekki síst Skaftfellingum heima og heiman. Þetta framtak sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu er lofsvert og vonandi verður Skaftfellingur reglulegur gestur þeirra, sem áhuga hafa á fróðlegum fræðum og byggðasögu. — B. Þ. lðnskóla Austurlands var slitið 12. þessa mánaðar. Á haustönn voru starfræktar 1. og 2. áfangi iðnnáms og fornáms fyrir þá sem ekki höfðu náð tilskilinni fram- haldseinkunn á grunnskólaprófi. Á vorönn var 3. áfangi í gangi og að þessu sinni útskrifuðust ellefu iðnnemar frá skólanum. Er það óvenju lág tala. Hæstu eink- unn á burtfararprófi hlaut Hjalti Sigmundsson frá Vopnafirði, 8.80 og næstur var Sigurður Ingvars- son frá Eskifirði með 8.60. Hjalti hlaut í verðlaun bók frá Iðnaðar- mannafélagi Norðfjarðar. Næsta vetur verða 1. og 2. áfangi iðnnáms og fornám í gangi á haustönn, en 3. áfangi á vorönn sem fyrr. Þeir nemendur, sem b.vggjast stunda nám við skólnnn ættu að sækja sem fyrst uin skóla- vist. Þær breytingar verða á kennara- liði skólans næsta vetur að Krist- inn V. Jóhannsson skólastjóri fer í ársfrí ti] framhaldsnáms. Við skólastjórn tekur Þórður Ó. Guð- mundsson kennari við skólann. Auglýst hefur verið eftir kennara með byggingatæknifræðimenntun og vonandi fæst slíkur kennari að skólanum. Framhald á 3. síðu Fró Gerpi Síðastliðin tvö ár hafa verið haldnar samæfingar fyrir björgun- arsveitir á Austurlandi. Á þessum samæfingum hafa ágallar björgun- arsveitanna komið áþreifanlega í ljós. Við Norðfirðingarnir höfum jafnan verið flestir á æfingum þessum og haft sæmilega þekk- ingu á fjarskiptum. Þar með er upp talið það sem við höfum haft að miðla á æfing- um þessum. Búnað til björgunarstarfa á landi átti sveitin nánast engan og mjög fábrotinn hvað sjóbjörgun varðar. Mjög brýnt er að bæta úr þessum skorti eigi sveitin að geta leyst þau verkefni, sem henni kynnu að verða falin. Þetta hefur verið reynt eftir því sem fjárhagur björgunarsveitarmanna og sveitar- innar sjálfrar hefur leyft. Bíl keypti sveitin með góðri að- stoð Lionsklúbbs Norðfjarðar, Síldarvinnslunnar hf., Slysavarna- félags íslands, Kvennadeildar SVFÍ Neskaupstað og frábærrar fyrirgreiðslu Sparisjóðs Norðfjarð- ár. Bát handa sveitinni keyptu björgunarsveitarmenn sjálfir. Ný- verið gaf Kvennadeildin þrjár sjúkrabörur, en börur átti sveitin engar. Sparisjóður Norðfjarðar gaf sveitinni 100 þúsund krónur til kaupa á snjóflóðaleitarstöngum og er búið að panta 40 slíkar stangir. Stefna þarf að því að hundrað slíkar stangir verði til í bænum. Slysavarnafélag íslands sendi okkur ný fluglínutæki sem eru mun létari og meðfærilegri en gömlu tækin. Fyrir nokkru vorum við að reyna þessi tæki og bar þar að Jón Ölversson og rétti hann okk- ur 100 þúsund krónur til sveitar- innar frá útgerðarfélaginu Ölver hf. Létti þessi gjöf af okkur tölu- verðum áhyggjum en við höfðum gerst full djarfir í pöntun á 20 sjúkratöskum og 4 sjúkratjöldum svo að greiðsluerfiðleikar voru fyr- irsjáanlegir þegar pöntunin kæmi. Lionsklúbbur Norðfjarðar gaf okkur 250 þúsund krónur til efl- ingar sveitinni og eru við að hug- leiða þessa dagana hvernig þeim verði skynsamlegast varið. Öll þakkarorð sem mér koma í hug eru svo einföld að ég sleppi þeim, en vona að til þess komi aldrei að við þurfum að nota þennan búnað f alvöru, en ef þá vona ég að við höfum tæknilega, líkamlega og andlega getu til að vinna verk okkar svo að gagni megi verða. F. h. GERPIS, björgunar- sveitar SVFÍ, Neskaupstað, Hrólfur Hraundal. Frá Þrótti Málverka- sýning í Neskaupstað um heigina Um hvítasunnuna sýnir Sigrún Jónsdóttir 30 olíumálverk í Egils- búð í Neskaupstað. Sigrún er búsett í Vestmanna- eyjum en fædd og uppalin í Nes- kaupstað og segist alltaf telja sig Norðfirðing. Hún stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og meðal kennara hennar þar voru Ragnar Kjartansson, Hringur Jóhannesson og Sverrir Haralds- son. Myndirnar sem Sigrún sýnir nu eru flestar málaðar 1978—’79 og er þetta önnur sýning hennar. Sýningin verður opin 3.—7. júní frá 2—10 e. h. Stjórn Þróttar ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að koma upp spjaldskrá yfir alla félags- menn. Slík skrá er ekki til og félagatalið er meira og minna götótt. Því verða nú um helgina bornir dreifimiðar í öll hús í bænum þar sem fólk er beðið að skrá sig á ef það telur sig félaga í Þrótti, eða vill nú ganga í fé- lagið. Einnig verða nokkrar spurningar á miðanum sem fólk er vinsamlega beðið að svara. í næstu viku verður svo miðun- um safnað saman. Útbúin verða félagsskírteini og árgjald inn- heimt um leið og félagsskírteinin verða afhent. Er árgjaldið 3000 kr. fyrir fullorðna en 1000 kr. fvrir börn. — Væntir félagið að menn bregðist vel við þessu er- indi. Fyrir hálfum mánuði gaf Lionsklúbbur Norðfjarðar 100 þúsund krónur og skal pening- unum varið til skfðalyftunnar á Oddsdai. Þakkar stjórn Þróttar þeim I.ionsmönnum kærlega fyr- ir gjöfina. f. h. Þróttar Þórhallur JóBasaon

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.