Austurland


Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 31.05.1979, Blaðsíða 3
Skólaverkst.... Framhald af 1. síðu. Unnið er að því að koma upp verkkennslu, en lyktir þess máls ráðast af fjárframlögum ríkis- valdsins. Áhugi er mikill hér eystra og á ráðstefnu skóla- og sveitarstjórnarmanna á Egilsstöð- um í byrjun maí kom fram ein- hugur um að okkur Austfirðing- um væri ekki síður þörf á að byggja upp aðstöðu fyrir verk- menntun en bókmenntun. Yrði því að leggja kapp á að koma á fót skólaverkstæði við Tðnskóla Aust- urlands. Þessum áhuga og einhug ber að fagna, því það er alveg Ijóst að við Austfirðingar ráðum ekki við uppbyggingu framhaldsmenntun- arinnar nema með samstarfi. Á sfðasta vetri voru byrjunar- áfangar bóklegs iðnnáms f gangi á Hornafirði og á Seyðisfirði í samstarfi við Iðnskóla Austur- lands og undir yfirstjóm hans. Þetta samstarf gafst vel, og á því verður örugglega áframhald. — Krjóh. T/LKYNNINC Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðnum í júní n. k. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu hans að Egilsbraut 25 í Nes- kaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkom- lega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Umsóknir skulu hafa borist til skrifstofu sjóðsins fyrir 12. júní n. k. Stjóni Lífeyrissjóðs Ansturlcmds EGILSBÚÐ /Tr"„ „ ==f[]^nl □□□□□□□□□□ Sími 7322 □□□□□□ □□□□□□□□□c Neskaupstað SÍÐASTA ENDURTAKA Á BEAU CESTE Bráðskemmtileg gamanmynd með Michael York og Peter Ustinov. Sýnd í kvöld (fimmtudag) kl. 9. AÐ DUGA EÐA DREPAST Æsispennandi mynd um Útlendingahersveitina frönsku sem var á sínum tíma talin hugprúðasta hersveit sem skipulögð hafði verið. Aðalh. Gene Hackman og Ter- ence HiH. Sýnd föstudag kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. MUNSTER FJÖLSKYLDAN Bráðskemmtileg gamanmynd. Sýnd annan í hvítasunnu kl. 3. DANSLEIKUR annan í hvítasunnu kl. 10 til 2. Hin ógleymanlega hljóm- sveit Amon Ra leikur og syngur. Húsinu lokað kl. 23.30. — Munið nafnskírteinin. IÍIRKJA Hátíðamessa í Norðfjarðar- kirkju n. k. sunnudag 3. júru', hvítasunnudag, kl. 10 f. h. Sóknarprestur. Firmakeppni Blær heldur firmakeppni á Grænanesbökkum 3. júní n. k. Fjölmennið. Barnfóstra 13—14 ára gömul stúlka óskast til að gæta barns fyrir hádegi á daginn. Uppl. í síma 7297, Neskaupstað. Tannlæknastofa Opna tannlæknastofu í Nes- kaupstað þriðjudaginn 5. júní — Sími 7257. Vélhjólaeigendur Áríðandi fundur verður hald- inn í Sjómannastofunni þriðju- daginn 5. júní kl. 20.00. Rætt verður um hugsanlegt námskeiðs- hald og vélhjólarallý í sumar. Æskulýðsráð TIL SÖLU Húseignin Hlíðargata 1 (vestur- endi) er til sölu. Upplýsingar gefur Magnús Herjólfsson. TIL SÖLU barnakerra. Uppl. f síma 7434, Neskaupstað. TILKYNNING um aðstöðugjald í Neskaupstað Ákveðið er að innheimta aðstöðugjald í Neskaupstað á árinu 1979 samkvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972 og 104/1973 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um að- stöðugjald: 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla. 0,65% af rekstri verslunarskipa og af fiskiðnaði. 1 % af hvers konar iðnrekstri öðrum. 1,3 % af öðrum atvinnurekstri. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er enn- fremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir, sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignaskatts, en eru aðstöðugjaldsskyldir þurfa að senda skattstjóra Aust- urlandsumdæmis sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðarinnar. 2. Þeir, sem framtalsskyldir eru í sveitarfélaginu, en hafa með höndum aðstöðugjaldsskylda starfsemi í öðrum sveitarfé- lögum, þurfa að senda skattstjóra Austurlandsumdæmis sundurliðun, er sýni hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi. 3. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks, skv. ofangreindri gjald- skrá, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um hvað af útgjöldunum tilheyrir hverjum einstökum gjaldflokki sbr. 7. gr. reglugerðarinnar. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 11. júní n. k. að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið, svo og skipting í gjaldflokka áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðugjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki sem hæstur er. Egilsstöðum 23. maí 1979 Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi Páll Halldórsson Aðalfimdur Kaupfélagið FRAM minnir á áður boðaðan aðalfund í Egilsbúð laugardaginn 2. júní kl. 2 e. h. STJÓRNIN Húsasmiðir 3—4 húsasmiðir óskast til vinnu í Neskaupstað. Upplýsingar í síma 97-7609 eða á vinnustað við Fjöl- brautaskólann. NESKAUPSTAOUR Unglingavinna 1979 Unglingar fæddir 1966 og 1967 láti skrá sig á afgreiðslu Bæjarsjóðs Neskaupstaðar. Utanbæjarunglingar geta ekki fengið vinnu. Unglingavinnan hefst þriðjudaginn 5. júní og verður til 10. ágúst (10 vikur). Vinnutími verður 4 klst. á dag. VERKSTJÓRI Starfsvöllur Starfsvöllurinn verður opnaður 5. júní. Hann verður opinn sem hér segir: alla virka daga nema laugardaga frá kl. 9.30—12.00 og 13.30—16.30. Þeir sem eru aflögufærir með byggingarefni. láti krakk- ana njóta góðs af. Starfsvöllurinn er við Þiljuvelli, gegnt Dagheimilinu. VERKSTJÓRI Hreinsun Þar sem snjór var ekki farinn úr giljum sl. helgi pá verðum við bjartsýnni um næstu helgi og tpkum dug- lega til höndum og hreinsum vel allt í kringum okkur. Sjá nánar í götuauglýsingum. —O— Rottur hafa gert mörgum manninum lífið leitt. Þar sem p&ö kostar bæði tíma og fjárútlát að eyða ]?eim, sérstaklega ef skilyrði eru rottunni hagstæð, er fólk beðið að hafa eftirfarandi í huga: Að ganga vel um sorpílát og hafa pau jafnan lokuð. Að gæta þess að róttan komist ekki í æti. Að byrgja niðurföll og holræsi, séu ]>au tengd klóak- lögnum. Að gefa bæjarverkstjóra upplýsingar um rottugang. Bœjarverkstjórinn Neskanpstað Þökkum innilega auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og jarðaför BRYNJÓLFS SIGBJARNARSONAR frá Ekkjufelli Sólveig Jónsdóttir, börn, tengdabörn og bctrnabörn

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.