Austurland


Austurland - 07.06.1979, Page 1

Austurland - 07.06.1979, Page 1
Neytendasamtök Ö Eskifirði stofnuð Laugardaginn 27. maí sl .var stofnuð á Eskifirði deild úr Neyt- endasamtökunum. Um 30 manns gerðust stofn- aðilar. í stjórn deildarinnar voru kosin: Sveinn Benónýsson, formaður, Herdís Hermóðsdóttir, Gunnlaug- ur Ragnarsson, Bragi Haraldsson, Guðbjörg Björnsdóttir og Gréta J ónsdóttir. Á fundinn mætti formaður Neytendasamtakanna, Reynir Ár- mannsson. Kynnti hann starf og tilgang samtakanna og svaraði fyrirspurnum frá fundarmönnum. Urðu þær fjölmargar og var þáttur Reynis allur hinn fróðlegasti. Ekki þarf að fara um það mörg- um orðum, hvílík nauðsyn er á öflugum félagsskaþ á borð við Neytendasamtökin og það í verð- bólguþjóðfélagi sem okkar, þar sem allt verðskyn er orðið brjálað og einstaklingurinn er berskjald- aður fyrir óprúttinni sölumennsku og auglýsingaskrumi. Þá má benda á þátt sem við landsbyggðarfólk þekkjum vel, það er stofnanahroki en baráttan gegn því fyrirbæri er á vettvangi neytendasamtaka. Takist að skapa öflug neyt- endasamtök sem í félagi og sam- starfi við verkalýðshreyfinguna hefja baráttu gegn óhæfilegum verslunarháttum, stofnanahroka og öðrum þeim fyrirbærum nú- tíma þjóðfélags, sem eru andstæð hinum óbreytta og almenna neyt- anda, þá má vera að búið sé að skapa afl sem er andsvar við því brjálaða lýðskrumi sem um sinn hefur verið ríkjandi og leitt hefur stjórnvöld út í hverja ófæruna annarri verri. Ég hvet Eskfirðinga til að veita nýstofnuðum neytendasamtökum brautargengi og ganga í þau. Á sama hátt hvet ég neytendur ann- ars staðar hér Austanlands til að taka á sig rögg og stofna hliðstæð félög. — H. A. J. Síðastliðið ár var hagstœtt fyrir Síldarvinnslunna hf. 29. árgangur Neskaupstað, 7. júní 1979. 24. tölublað. Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað var haldinn 26. maí. Stjórnarformaður félagsins, Jóhannes Stefánsson og fram- kvæmdastjórar þess Ólafur Gunn- arsson og Jóhann K. Sigurðsson gerðu ýtarlega grein fyrir rekstri félagsins og reikningum þess. Það kom fram í máli þeirra, og fram- lögðum gögnum, að árið 1978 hef- ur verið félaginu hagstætt í flest- um greinum. Brúttótekjur félagsins árið 1978 voru um 6,5 milljarðar króna og er Síldarvinnslan hf. eflaust eitt stærsta fyrirtæki landsmanna á sviði útgerðar og fiskvinnslu. Þegar tillit hefur verið tekið til afskrifta eru eftir kr. 40.410.465 og eru það hreinar tekjur af rekstr- inum 1978. Frystihúsið Alls nam framleiðsla frystihúss- ins 2.760 tonnum en árið áður 2.042 tonnum. Hráefnið, sem þetta magn var unnið úr nam 8.189 tonnum 1978 en 7.743 tonnum '11. Þar af öfluðu skiþ útgerðarinnar 6.493 tonn 1978 en 5.420 tonn 1977. Vinnulaun greidd fyrir vinnu í frystihúsinu voru rúmlega 245 millj. að viðbættri 61 millj. í bón- us. Hér er ekki talin vinna vél- stjóra og matsmanns né heldur löndun, en samanlagt er þar um nokkra milljónatugi að ræða. Fyrir hráefni voru greiddar 754,7 millj. — Hráefnisöflunin skiptist svo: Slægður fiskur 5.873.525 kg., óslægður fiskur 368.262 kg„ loðna 50.390 kg„ loðnuhrogn 136.970 kg„ þorsk- hrogn 2.288 kg. og síld 36.240 kg. Bræðslan Hún fékk meira hráefni úr að vinna en nokkru sinni fyrr, eða samtals 112.716.634 tonn, sem skiptast svo: Loðna 95.496.630 kg„ Búist við um 30 nemendum í haust kolmunni 14.008.460 kg„ úrgangs- fiskur 21.064 kg. og bein 3.190.480 kg. — Af loðnu- og kolmunna- aflanum lagði Börkur til rúmlega 30 þús. tonn. Vinnslan reyndist nokkuð á þriðja hundrað millj. kr. Saltfiskverkun Saltfiskframleiðslan var hinn eini af rekstrarþáttum fyrirtækis- ins, sem kom illa út. Ástæðan er sú, að verð á saltfiski hefur ekki hækkað nándar nærri eins mikið og verð á öðrum tegundum fram- leiðslu. Alls var unnið úr um 2 þúsund tonnum. Vinnslan nam yfir 100 millj. kr. Saltfiskframleiðsla mun enn jafn óhagstæð og áður. Það hefur leitt til þess, að dregið hefur verið úr söltun eftir föngum, en starfsemi stöðvarinnar beint að öðru eins og kostur er. í vetur var þar tekið á móti loðnuhrognum og þau búin til frystingar. Þá voru þorskhausar hengdir uþp til herslu og er það talið hagstætt. Sömu sögu er að segja um af- komu saltfiskverkenda allsstaðar þar sem til spyrst. Útgerðin Hagnaður varð á öllum skipum útgerðarinnar, nema Barða. Er það í fyrsta sinn, sem hann er rekinn með tapi. Ástæðan er mikill við- haldskostnaður og þar af leiðandi frátafir frá veiðum. Afli Barða var 1842 tonn á móti 2.357 tonnum 1977, úthalds- dagar 271 en 319 árið áður. Heild- araflaverðmæti 220.956.000. Afla- hlutur kr. 82.811.000. Bjartur aflaði 2.499 tonn á móti 2.352 tonnum árið áður, úthalds- dagar 312, en 335 árið 1977. Afla- verðmæti kr. 340.531.000. Afla- hlutur kr. 112.985.000. Birtingur fékk 2.484 tonn, en Framhald á 4. sfðu. við Menntaskólann á Egilsstöðum Nú er tími skólaslita og skólaferðalaga. — Myndin hér aö ofan er af 7 ára bekk Barnaskólans í Neskaupstað ásamt kennurum í skíðaferð inn á Oddsdal nú í vor. Þeim fannst gaitian í rútunni á leiðinni og gaman á skíðum en að setjast niður og borða nestið, það var samt allra best. Þarna döns- uðu pabbi og mamma Á fjölbreyttri og skemmtilegri sýningu á skólavinnu nemenda Barnaskólans í Neskaupstað var m a.. sögusýning af tilefni 50 ára afmælis bæjarins. Þar kenndi margra grasa s. s. líkön af gamalli byggð o. fl. Þar á meðal var þetta skemmti- lega líkan af hinum gamla dans- stað Egils rauða, í Norðfjarðar- sveit. Fyrir framan húsið dansa og spila leirkarlar og kerlingar af hjartans list. Austfjarðaspretturinn 371 km Austfjarðaspretturinn f lands- hlaupi FRÍ alls 371 km er nú í skipulagningu. Áætlað er að taka við boð- hlaupskeflinu á Lónsheiði kl. 14.30 þann 19. júní nk. og skila því í hendur Þingeyinga á Biskupshálsi kl. 00.25 21. júní. Hlaupin verður Fjarðaleið og um Fagradal til að gefa fleiri fé- lögum kost á að hlaupa í gegnum sína heimabyggð. Þó verða nokkur stór félög utan hringsins s .s. Austri, Þróttur, Huginn og Ein- herji og verður að treysta á liðs- styrk þeirra til að hlaupa á jaðar- svæðunum sunnan Breiðdals og norðan Jökulsár á Dal, þar sem byggð er tiltölulega dreifð. Allir sem taka þátt í hlauþinu fá viðurkenningu og þeir sem hafa áhuga á að vinna til hennar ættu að snúa sér til næsta ungmennafél. formanns sem fyrst og panta sprett. Austfirðingar! Við eigum lengsta kaflann í þessu hlaupi og boðhlaupskeflið er smíðað af okk- ar listamanni, Halldóri Sigurðs- syni á Miðhúsum. Sýnum nú hversu léttstíg við erum og hversu samtaka við að koma keflinu Halldórsnaut í gegnum Múlaþing. — S. B. Á hausti komanda verða þau timamót í sögu skólamála á Aust- urlandi, að Menntaskólinn á Egils- stöðum hefur starfsemi sína. Er þess að vænta, að austfirskir ung- lingar, sem á annað borð þurfa að sækja bóklegt framhaldsnám út fyrir heimabyggð sína, Ieiti ekki út fyrir fjórðunginn eftir þeirri menntun, sem hægt er að fá heimafyrir. Menntaskólinn á Egilsstöðum mun starfa eftir sama anna-áfanga- og einingakerfi og aðrir fram- haldsskólar á Austurlandi. Auglýstar hafa verið fimm kennarastöður við skólann og hafa borist margar fyrirspurnir. Ráða þarf fimm aðra starfsmenn að skólanum, en búist er við að starfsemin geti hafist um mánaða- mótin sept.—okt. í þeim byggingaráfanga, sem tekinn verður í notkun í haust er heimavist og mötuneyti fyrir 40 til 50 nemendur og kennsluaðstaða fyrir 80 nemendur. Sú aðstaða er þó til bráðabirgða. Að sögn Vilhjálms Einarssonar skólameistara er húsnæðisleysi kennara alvarlegasta vandamálið, sem við blasir í upphafi starfsem- innar, en yfirvöld hafa ekki sinnt tillögum fyrrverandi byggingar- nefndar um byggingu húsnæðis fyrir starfsfólk. Skólameistari lagði á það áherslu, að þróun skólans ákvarð- ist annarsvegar af aðsókn að skól- anum, en hinsvegar af vilja og getu hins opinbera og stefnu í fjárfestingarmálum ríkisins á hverjum tíma. Samstarf við Eiðaskóla Gert er ráð fyrir nánu sam- Framh. á 2. síðu

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.