Austurland


Austurland - 07.06.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 07.06.1979, Blaðsíða 4
Æustueland Neskaupstað, 7. júní 1979. Auglýsið í Austurlandi Sírnar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Hittumst í spamjóðnum. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR HRAFNKELL A. JÓNSSON: Hverertilgangurinn? Fréttir af Alþingi hafa á sl. vetri verið oft á tíðum bragðmeiri en háttvirt atkvæði hafa átt að venjast svona á fyrsta ári eftir kosningar. Sérstaklega hafa ýmsir hinna nýju þingmanna sett svip sinn á fréttaflutning og þá verið margt málið sem við, sem af náð fengum að kjósa þessi ofurmenni á þing, vissum ekki að skipti svo sem neinu máli, en reyndist svo eftir vitrustu manna yfirsýn á Alþingi varða hag og heill alls landsins og miklum mun mikil- vægari en þótt ríkisskuldimar ykjust um 11 milljónir á dag eða hvort verðbólgan yrði 60—70% á árinu en ekki 30% og annar þess háttar hégómi. En þetta varðaði nú eingöngu nýju þingmennina, þessir gömlu, stöðnuðu og spilltu höfðu hægt um sig, biðu færis, þeirra tími kom sem sé ekki fyrr en á síðustu klukkustundum þingsins. Þá slógu þeir sér upp svo um munaði, Óli Ragnar, Vimmi, Frissi Sóp og þess Þeim hcfur varla litist á blik- una ferðalöngunum, sem komu með Smyrli á laugardaginn var í fyrstu ferð hans til Iandsins þetta árið. Vegurinn yfir Fjarðarheiði var nánast ófær á köflum, slíka vegi hafa þeir áreiðanlega ekki séð áður. Og bensíntankana var þeim ráðlagt að fylla vel áður en þeir lögðu af stað frá Færeyjum því að bensínlaust væri á Austfjörð- um á íslandi. Kannski hefur þetta bara passað inn í ímynd þeirra um landið, sem auglýst er „öðruvísi" í ferðapés- um. Hins vegar gerir þessi slæmi vegur Seyðfirðingum erfiðar fyrir í góðri viðleitni þeirra til að auka ir aðaltöffarar þingsins voru slegn- ir út í einu vetfangi. Bjargráðið var fundið og á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir. Sighvatur, Geir, Garðar úr Eyjum og Ebbi í Dagsbrún og reyndar margt annað stórmenna sameinaðist í einu bræðralagi. Bændur eins og ævinlega höfðu verið að barma sér og voru búnir að plata Lúðvík og Steingrím til að flytja frumvarp um að þeir, þ. e. bændur, ættu að fá stuðning frá samfélaginu til að mæta áföllum sem koma til með að kosta með- albónda 1,2 milljónir á ári. Þessa svívirðu varð að stöðva og slétt og pent var þetta fellt. Því hvað kom þeim það við, þótt lægst launaða stétt landsins þyrfti að bæta á sig útgjöldum á meðal- bú sem svaraði til 6 mánaða launa verkamanns. Var ckki Gylfi Þ. búinn í ára- tugi að segja okkur að það ætti að leggja landbúnað niður? Ef við ekki trúðum Gylfa, þá dugði fjölbreytni í bæjarlífinu með því að veita ferjunni þjónustu. Þetta er 5 sumarið sem Smyrill verður í ferðum og hafa ferðirnar notið vinsælda. Færeyska félagið, Strandfara- skip landsins, sem rekur skipið hefur hug á að kaupa skip sem sigldi allt árið milli Skotlands, Færeyja og íslands en óvíst, hvort það tekst. Hafa ýmsir látið þá ósk í ljós, að skipið sigldi þá til hafnar nær Reykjavlk. Færeyingar segast vera ánægðir með þjónustuna á Seyðisfirði og víst er, að það hlýtur að vera nokkurs virði fyrir Seyðisfjörð að fá að halda þessari þjónustu enda hafa menn þar fullan hug á að gera það. að lesa Dagblaðið og ekki lýgur það blað, sem á fáeinum vikum skapaði heilan stjómmálaflokk og reyndar hjálpaði í heiminn þó nokkrum stjörnum fyrir fleiri flokka. Nú má kannski segja, að afstaða þeirra Alþýðuflokks- og Sjálf- stæðisflokksþingmanna, sem sér til gamans stóðu að því að fella heimild um 3,5 milljarða ríkis- ábyrgð á láni til að mæta sölu- erfiðleikum landbúnaðarafurða, jafnframt sem með því var stöðv- uð merk löggjöf varðandi stefnu- mörkun í landbúnaði, sé ekki hlutur sem Alþýðubandalagsmenn eigi að hafa áhyggjur af, það má ef t;I vill til sanns vegar færa, en Framh. á 3. síðu Verkefni upp á100 milljónir allt verði að gera sem unnt er til að hrinda þessu nauðsynjamúli í framkvæmd, en hún gerir sér jafn- framt ljóst að þá verður annað að sitja á hakanum. Ekki vcrður allt gert í einu. Vonast er til góðrar fyrirgreiðslu lánasjóða og lánastofnana. Þá skiptir einnig miklu, að fjármála- ráðuneytið sýni skilning á mikil- vægi verksins, því söluskattur af plastleiðslunum einum er rúmar níu milljónir. Takist að framkvæma þetta verk í sumar, er bæði heimilum og at- vinnufyrirtækjum tryggt nægt vatn til allmargra ára. — Krjóh. Bæjarstjórn Neskaupstaðar sam- þykkti á fundi sínum í maí tiliögu bæjarstjóra um að hefja í sumar framkvæmdir við lagningu vatns- leiðslu inn á áreyrar vestan við brúna á Norðfjarðará og vatns- öflun þar með dælingu. Skulu framkvæmdir sumarsins miðast við það fjármagn sem til verksins fæst á þessu ári. Þessi tillaga er byggð á skýrslu frá Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen um aðveitu fyrir Vatns- veitu Neskaupstaðar. — Þetta er geysilega fjárfrekt verkefni, og er kostnaðaráætlun upp á rúmar 100 milljónir króna. Bæjarstjórn er á einu máli um, að Aðalfundur Hestamannafélagið Blær heldur aðalfund sinn í kaffi- stofu frystihússins fimmtudaginn 14. júní kl. 21. FJÖLMENNIÐ. S T J Ó R N I N Það er komin betri tíð Blómasalan er hafin. — Opið frá 20—22 virka daga og 10—18 á laugardögum. Guðbjör nOddur Bjarnason, skrúðgarðyrkjumeistari Þórhólsgötu 4 — S. 7518 — Nesk. Smyril II enn á ferö ***♦ ••• ^ »t» mmmmmmmm^ Sjómannnadagsblað í Neskaupstað Blaðinu hefur borist Sjómanna- dagsblaðið í Neskaupstað sem gef- ið er út af sjómannadagsráði Nes- kaupstaðar. Er þetta í annað sinn sem sjómannadagsráð gefur út blað í tilefni sjómannadagsins. Blaðið er alls 88 síður og efni þess hið fjölbreytilegasta. Meðal efnis í blaðinu er viðtal Hermanns Sveinbjörnssonar við Gísla Kristjánsson fyrrum útgerðar- mann, Sigurjón Ingvarsson segir frá Kisturóðri, Guðmundur Sveinsson skrifar um útgerð og fiskveiðar 1929 og Smári Geirsson segir frá norska hvalveiðaranum Svend Foyn sem reisti hvalstöð á Norðfirði. Margar aðrar greinar eru í blaðinu og léttmeti af sjón- um. Blaðið er prýtt fjölda mynda sem án efa eiga eftir að vekja forvitni lesenda. Blaðið er prentað í Nesprent og verður selt nú um helgina. — G. B. Síldarvinnslan . . . Framhald af 1. síðu. kom ekki fyrr en seint á árinu 1977, svo aflatölur frá því ári eru ekki sambærilegar. Aflaverðmæti 327.774.000. Aflahlutur kr. 112.296.000. Börkur aflaði 38.617.485 kg á móti 31.636.000 árið áður. Aflinn skiptist sem hér segir. Loðna 33.066.961 kg., kolmunni 5.486.954 og loðnuhrogn 63.954 kg. Afla- verðmætið er kr. 506.231.387. Hásetahlutur varð kr. 9.796.665 á móti um 5.2 millj. árið áður. Til fróðleiks má geta þess, að í vetur varð afli Barkar 14.478.348 kg. og skiptist svo: Loðna í bræðs’.u 14.338.878 kg., í frystingu 34.610 kg. og loðnuhrogn 104.860 kg. Eftir að eignir útgerðar höfðu verið afskrifaðar um 142 millj. kr. varð tekjuafgangur hennar rúm- lega 14,2 millj. kr. Traustur efnahagur Bókfærðar eignir Síldarvinnsl- unnar hf. voru í árslok 1978 kr. 3.004.743.556 — en skuldir 3.121.198.117. — Samkvæmt þessu vantar kr. 116.454.561 á að félagið eigi fyrir skuldum. En þessar töl- ur eru ekki marktækar. Bókfært verð eigna félagsins er mjög lágt miðað við verðlag nú. T. d. eru skipin, öll fjögur talin til eignar á kr. 669.818.323 og allar fast- eignir, þ. m. t. bræðslan og frysti- húsið á kr. 766.186.603, en raun- verulegt verðmæti þessara eigna er margfalt hærra. Erfiðleikar Tvennt var það, sem hafði trufl- andi áhrif á rekstur félagsins á liðnum vetri. Annað var hafísinn, sem olli því, að Norðfjarðarskip urðu að landa á Eskifirði og var aflanum ekið til Norðfjarðar. Þetta kostaði félagið ófáar milljón- ir. ísinn tafði líka afskipanir af- urða, en það hafði í för með sér verulega hækkun á vaxtabyrði, þvi það kostar mikið að liggja með birgðir. Hitt var vatnsleysi. f frosthörk- unum í vetur þraut vatn og varð um lengri tíma að flytja vatn á bílum innan úr sveit. Þessu fylgdu veruleg óþægindi og milljónaút- gjöld. Á fundinum upplýsti bæjarstjóri að afráðið væri að ráðast í mikl- ar vatnsveituframkvæmdir í sum- ar, efni hefði verið pantað og fjármagn tryggt að verulegu leyti. Hins vegar væri hráefnið f rörin í skipi, sem væri f verkfalli og ef það stæði lengi gæti það seinkað framleiðslu vörunnar. Framkvæmdirnar, sem ráðast á f í sumar, er lögn vatnsæðar frá Ingunnarveitu inn fyrir brú á Norðfjarðará. Þar verða gerðir brunnar og telja sérfræðingar, að þá fáist mikið vatn og ættu þá þeir erfiðleikar Síldarvinnslunnar og almennings, sem af vatnsskorti stafar, að vera úr sögunni. En þessi vatnslögn er bara áfangi. Að því er stefnt, að sækja vatn í lækinn Beljanda milli Hóla og Tandrastaða. Að mörgu er hugað Á vegum Síldarvinnslunnar er nú unnið að stórverkefnum og hugað að öðrum. Hvemig gengur að þoka þeim áfram fer að sjálf- sögðu eftir afkomu félagsins og lánamöguleikum. Verið er að skipta um vél í Berki og setja á hann nýjar öflugri hliðarskrúfur. Mengun er eitt þeirra vanda- mála, sem bræðslur eiga við að stríða. í fyrra mánuði fóru þeir til Noregs, Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri og Kristinn Sigurðsson, verksmiðjustjóri. Sagði Ólafur frá för þessari á aðalfund- inum. Sagði hann þar frá tæki, sem nýtti gufuna sem orku og sparaði eldsneyti stórlega. Jafn- framt eyðir það reyknum, dregur úr mengun og auðveldar hreinsun. Er ótrúlegt að ekki fáist fé til framkvæmda, sem spara olíu og draga úr mengun svo mjög sem um þessi mál hefur verið rætt nú lengi . Bræðslan býr við ónógar hrá- efnisgeymslur og þarf þar úr að bæta. Er það mál sífellt til með- ferðar, en enn hefur ekki fengist fé, sem þó er furðulegt, því aukið geymslurými eykur gjaldeyristekj- ur og styrkir rekstrarafkomu fyr- irtækisins. Barði seldur? Um alllangt skeið hefur Barði verið til sölu. í stað hans átti svo að kaupa annað skip nýrra og hentugra. Ekki verður sagt að mikil eftirspurn hafi verið eftir skipinu, en nú er svo komið, að gerður hefur verið sölusamningur og jafnframt ákveðið að freista þess að kaupa annað skip fjög- urra ára gamalt sömu gerðar og Birtingur er. Norðfirðingar treysta því að þeim verði leyft að skipta á Barða og öðru skipi. Sú ráðstöfun er skynsamleg hvemig sem á er litið. Bjartsýni Enda þótt ætla megi, að auknir erfiðleikar steðji nú að útgerð og fiskvinnslu, einkum vegna verð- hækkunar á olíu og veiðitakmörk- unum, var ekki annað að heyra á framkvæmdastjórunum en að þeir teldu afkomuhorfur fyrir- tækisins á þessu ári bærilegar. Vonandi er þessi bjartsýni á rök- um reist svo mikið sem bæjar- félagið og þorri bæjarbúa á undir þvf að þessi rekstur gangi vel. — B. Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.