Austurland


Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 14.06.1979, Blaðsíða 3
íþróttir Framhald af 2. síðu. Strákar (10 ára og yngri) Langstökk án atrennu: 1. Guttormur Brynjólfsson, Hetti 1.99 m. Hástökk með atrennu: I. Sigfús Stefánsson, Hetti 1.10 m. Stelpur (11—12 ára) Langstökk án atrennu: 1. Vigdís Hrafnkelsd. Hetti 2.36 m. Hástökk með atrennu: I. Vigdís Hrafnkelsd. Hetti 1.35 m. Strákar (11—12 ára) Langstökk án atrennu: 1. Sigfinnur Viggósson, Þrótti 2.45 m. Hástökk með atrennu: 1. Sigfinnur Viggósson, Þrótti 1.45 m. Stelpur (13—14 ára) Langstökk með atrennu: I. Guðrún Smáradóttir, Þrótti 2.41 m. Hástökk með atrennu: 1. Þórdís Hrafnkelsdóttir Hetti 1.35 m. Piltar (13—14 ára) Langstökk án atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti 2.70 m. Hástökk með atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti 1.70 m, Austurlandsmet. Stigakeppni milli félaganna: ípróttafélagið Höttur á Egilsstöð- um 139 stig. íþróttafélagið Þróttur Neskaupstað 84 stig. íþróttafélagið Austri á Eskifirði 14 stig. Samvirkjafélag Eiðaþinghár 7 stig. f. h. U.Í.A. Helga Ruth Alfrcðsdóttir. Mikið enn ... Framhald af 1. sfðu. ann á skráningu þess, sem komið er af skjölum og ljósmyndir óskráðar ennþá . . . “. Mjög er það misjafnt hve greið- lega gengur að fá afhent afhend- ingarskyld skjöl, en nokkrir ein- staklingar hafa látið safninu í té einkaskjöl til varðveislu. Héraðsskjalasafnið á verðmætt bókasafn og er uppistaða þess bókasafn Halldórs Ásgrímssonar, fyrrver. alþingismanns og konu hans Önnu Guðmundsdóttur, en erfingjar þeirra hjóna afhentu Héraðsskjalasafninu það til eignar. Héraðsskjalasafnið er án efa hin markverðasta stofnun og mun það koma því betur í ljós sem lengri tímar líða. Ég vil hvetja þá, sem eiga að standa því skil á skjalagögnum, að vanrækja það ekki. Því aðeins næst sá tilgangur, sem stefnt var að með stofnun þess, að menn standi við skyldur sfnar gagnvart því. — B. Þ. Ráðskona óskast Sumarbúðirnar Eiðum vantar ráðskonu í sumar frá 9. júlí til 3. ágúst. Upplýsingar í síma 3826. Sumarbúðanefndin Bíll til sölu Nýr Wartburg ti lsölu. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar í símum 7565 og 7402. Stefán Þorieifsson rjm Sveitarstjórnarmannatal Framhald af 2. síðu. 106. Vilhjálmur Sigurbjörnsson, skattstjóri f. 1. júní 1923 í Gilsár- teigi, Eiðahreppi, fórst í bílslysi á Fagradal 29. okt. 1975. Foreldrar: Sigurbjörn Snjólfsson, bóndi og kona hans Gunnþóra Guttormsdóttir. Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins 1962—júlí 1963 að hann fluttist á brott. Varabæjarfulltrúi 1958—1962. Sat 39 bæjarstjórnarfundi. Kona: Inga Sigurbjörnsson f. Warén f. í Finnlandi 29. okt 1922. Foreldrar: Konrad Warén, rafvirki í Helsinki og kona hans Anna f. Westerlund. 107. Viihjáimur Stefánsson, útvegsbóndi f. 28. apríl 1877 í Seldal Norðfjarðarhreppi, d. 12. apríl 1953 í Neskaupstað. Foreldrar: Stefán Oddsson, bóndi og kona hans Hallóra Ófeigsdóttir. Kosinn í fyrstu hreppsnefnd Neshrepps 22. júnf 1913 og átti sæti í nefndinni til 5. júní 1916 og aftur 14. júní 1919 til loka hreppstímabilsins 31. des 1928. Sat 106 hreppsnefndarfundi. Fyrri kona: Sveinhildur Hildibrandsdóttir f. 20. nóv. 1875 í Sandvíkurseli, d. í Neskaupstað 15. jan. 1907. Foreldr- ar: Hildibrandur Bjarnason ,bóndi og kona hans Sigríður Sveinsdóttir. Seinni kona: Kristín Árnadóttir f. í Grænanesi, Norðfjarðarhreppi 28. sept 1888, d. í Neskaupstað 12. okt. 1936. Foreldrar: Árni Davíðsson bóndi og kona hans Guðríður Torfadóttir. Kristinn V. Jóhannsson nr. 66 er dóttursonur Vilhjálms og Kristínar. Kristín og Valgerður Árnadóttir móðir Stefáns J. Guðmundssonar nr. 96 voru alsystur. 108. Þórður Einarsson, framkvæmdastjóri f. 7. nóv. 1897 í Hofteigi á Jökuldal, d. í Reykjavík 11. nóv. 1978. Foreldrar: Einar Þórðarson, sóknarprestur og kona hans Ingunn Loftsdóttir. Bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins 1938—1942, kosinn að. nýju í bæjarstjóm 1946, en fluttist á brott sama ár. Varabæjarfulltrúi 1934—1938. Sat 91 bæjar- stjórnarfund. Kona: Svava Sveinsdóttir f. í Fannardal, Norðfjarðar- hreppi 10. jan. 1903. Foreldrar: Sveinn Guðmundsson, bóndi og kona hans Sigríður Þórarinsdóttir. Svava og Jóhannes Stefánsson nr. 55 eru hálfbræðrabörn. Þórður og Ingibjörg Einarsdóttir kona Þorvalds Sig- urðssonar nr. 112 vom alsystkini. 109. Þórður Þórðarson, skrifstofumaður f. á Krossi, Beruneshreppi 10. des 1925. Foreldrar: Þórður Bergsveinsson, útvegsbóndi og kona hans Matthildur Bjarnadóttir. Þórður og Bjarni Þórðarson nr. 14 em albræður. Bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1978, varabæjarfulltrúi 1974—1978. Sat 32 bæjarstjórnarfundi. Kona: Ingibjörg Finnsdóttir f. í Neskaupstað 5. júní 1927. Foreldrar: Finnur Sigfús Jónsson, báta- smiður og kona hans Margrét Guðnadóttir. Dagskrd í tengslum viö 17. júní LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ. Kl. 22.00 Dansleikur í Egilsbúð. — Amon Ra leikur fyrir dansi. SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ. Kl. 13.15 Skrúðganga frá Egilsbúð. Kl. 14.00 Hátíðardagskrá í skrúðgarði. Ræða: Stefán Þorleifsson. Skemnitidagskrá. Kl. 17.00 Dagskrá á íþróttavelli m. a. knattspyma: bæjarstjóm : verkstjórar. Víðavangshlaup o. fl. Þ R Ó T T U R V NESKAUPSTAÐUR Fró Æskulýðsráði Róðranámskeið fyrir unglinga 12 ára og eldri verður haldið í júní ef næg fátttaka fæst. Innritun á bæjar- skrifstofunum á afgreiðslutíma kl. 9.30—12 og 13—15 til og með 18. júní. Síðar í sumar mun Tómstundaráð gangast fyrir nám- skeiðum fyrir vél- og reiðhjólaeigendur og gönguferðum fyrir áhugamenn um steinasöfnun. Félagsmálafulltrúi Samsý nmg 8R NESKAUPSTAÐUR í ráði er að setja upp myndlistarsýningu á verkum í eigu bæjarbúa (einkaeign), par sem vitað er að í bænum er fjöldi áhugaverðra verka. Tryggvi Ólafsson listmálari mun sjá um að velja mynd- imar og setja sýninguna upp. Afmælisnefnd treystir á pá, sem eiga myndir að sýna þann velvilja að lána þær til þessarar samsýningar og em þeir beðnir um að láta vita í síma afmælisnefndar, 7625, nú þegar. Allar myndir koma til greina, en aðallega eftir gamla og nýja meistara, atvinnulífsmyndir og myndir málaðar af Norðfirðingum. AFMÆLISNEFND T/LKYNNING VEGNA BÆJARGJALDA í NESKAUPSTAÐ Síðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðu- gjalda fyrir árið 1979 var 1. júní síðastliðinn. Lokagjalddagi fasteignagjalda var 15. maí síðastliðinn. Dráttarvextir vegna vanskila reiknast 4% á mánuði. Gerið skil strax og forðist óþarfa innheimtukostnað. BÆ J ARGJ ALDKERINN NESKAUPSTAÐ Aðcrifundiir Fjórðungsdeildar Fiskifélagsins Neptúnusar, Norðfirði verður haldinn í Egilsbúð laugardaginn 16. júm' 1979 kl. 14.00 (2 e. h.). DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. S T J Ó R N I N Frá Sundlaug Neskaupst. Fyrst um sinn verður sundlaugin opin pannig: Virka daga frá kl. 7—9, 12—13 og 15—19. Fimmtudaga, gufubaðstímar fyrir konur frá kl. 3—7. Laugandaga kl. 8—10 og 14—18. Sunnudaga kl. 10—12. Tímamir frá kl. 7—9 og 18—19 em aðeins fyrir full- orðna. Skorað er á bæjarbúa að virða umgengnisreglur sund- iaugarinnar. SUNDLAUGARVÖRÐUR Frá bókasafninu í Neskaupstað Bókasafninu verður lokað laugardaginn 16. júní kl. 18. Vinsamlegast skilið bókum fyrir f>ann tíma. BÓKAVÖRÐU R

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.