Austurland


Austurland - 21.06.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 21.06.1979, Blaðsíða 1
dUSTURLAND Leikfangasýningin tíl Egilsstaða 29. árgangur Néskaupstað, 21. júní 1979. 26. tölublað Lausn verkbanns og framhaldsdeilu: Bráðabirgðalög um kjar _i^ • § • m Síðastliðinn þriðjudag greip rik- isstjórnin inn í farmannadeiluna, sem staðið iicfur í nær tvo mánuði og vaidið miklum og vaxandi vandræðum víða um land. Ofau á verkfalisaðgerðir bætist Iiótun vinnuveitendasambandsins um víð- tækt verkbann frá næstu helgi að telja en það hefði valdið atvinnuleysi hjá fjölda fólks. Sáttatillögur í deilunni leiddu ekki til samkomulags, þótt nokkuð pokaðist um vissa þætti, sem leið- beinandi verða fyrir þann kjara- dóm er lögin gera ráð fyrir að ljúki störfum fyrir 1. ágúst nk. Samstaða var í ríkisstjórninni um að leysa yrði deiluna á pennan hátt eins og mál hefðu þróast, þótt lagasetning í vinnudeilum sé mik- ið neyðanirræði. Að mati Alþýðubandalagsins reiddu vissir ráðherrar of snemma á loft lagavöndinn, löngu áður en deilan var komin á það stig, að eðlilegt væri eða líklegt til árang- urs að grípa inn í hana af ríkis- valdsins hálfu. Nú var hins vegar svo komið að önnur leið var ekki fær og fengu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins óskorað imiboð þing- flokks og framkvæmdastjórnar til að standa að lausn með lagasetn- ingu. Hjá Alþýðuflokknum voru skoðanir hins vegar talsvert skipt- ar um þessa aðgerð en drjúgur meirihluti þingflokksins reyndist henni þó fylgjandi, þannig að öruggur meirihluti alþingismanna stendur að baki þessari lausn í þessu viðkvæma og umdeilda verkfalli og um leið varðandi hina ósvífnu verkbannshótun atvinnu- rekenda. Nú um helgina verður athyglis-. verð sýning í Barnaskólanum á" Egilsstöðum. Fóstrufélag íslands mun sýna barnaleikföng sem fé- lagið hefur valið og getur mælt með sem gdðum leikföngum. Leikföngunum er skipt niður eftir aldri barna, sem þau þykja við hæfi, og jafnframt eru settar upp Ieiðbeiningar um hvað barni á hverjum aldri, upp að 7 ára, Þykir gaman að gera og hvað það getur gert Sýning þessi var i Hagaskólan- Um í Reykjavík dagana 4.—10. júní og var geysilega vel sótt og vakti mikla hrifningu. Þetta er heilmikil sýning að sögn þeirra sem fyrir henni standa eða hálf- fullur vöruflutningabíll enda bæði úti og innileikföng og mikil vinna liggur þarna að baki. Þetta er upplagt tækifæri fyrir Heilsugæsluaðstaða á Fáskrúðsfirði: Loksins í augsýn Nýlega var samþykkt í sam- starfsnefnd um opinberar fram- kvæmdir að bjóða út heilsugæslu- stöð á Búðum og við það verði miðað, að húsið verði fokhelt á næsta ári . Þingmenn Austurlands hafa skuldbundið sig til a .m. k. nægrar fjárveitingar til þessa verkefhis á næsta ári. Hér er um að ræða áralangt baráttumál þeirra Fáskrúðsfirð- inga og Alþýðubandalagið þar hef- ur sérstaklega haft þetta mál á oddi. Þessi niðurstaða er þvl vissu- lega fagnaðarefni nú þegar Al- þýðubandalagið er í stjórnarað- stöðu. Það munu nefnilega vera 4—5 ár síðan heilbrigðisráðherra íhaldsstjórnarinnar lofaði heilsu- gæslustöð á Fáskrúðsfirði á næsta ári og því var þá óspart hampað af hans mönnum á staðnum. Síðasta stjórn fór hins vegar frá án minnstu aðgerða í þessum mál- um, en þó var mikil hreyfing víða í heilbrigðismálum og mörgu Framh. á 3. síðu Leikí'élag Neskaupstaðar: Frumflytur leikrit á Meiri bolfiskafli Leikfélag Neskaupstaðar mun frumsýha nýtt leikrit eftir Kjartan Heiðberg á afmælishátíð bæjarins. Frumsýningin er ákveðin 5. júlí. Leikstjóri verður Haukur Gunn- arsson og leikendur eru 4: Ósk Ársælsdóttir, Guðmundur Bjarna- son, Hólmfríður Guðjónsdóttir og Trausti Steinsson. Að sögn höfundar fjallar leikr ritið sem heitir „Vaxlíf" um við- horf fólks til sambúðar og sjálf- stæði einstaklingsins. í því er brugðið upp mynd af „gegnum sætt og súrt" hjónum og pari, sem ekki hefur hafið búskap. Þróun sambands þeirra ógiftu er síðan rakin uns að því kemur að þau þurfa að velja milli festa og frelsis. Alls hafa borist 3.650 lestir af bolfiski til Neskaupstaðar fyrstu fimm mánuði þessa árs. Er það nokkru meiri afli en borist hafði á land á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti fisksins er um 495 milljónir króna. Af þessum afla hafa Norðfjarðartogararnir Birt- ingur, Bjartur og Barði lagt á land um 3.330 lestir. Mjög tregur afli hefur verið það sem af er hjá smærri bátum, og er sá guli greinilega ekki enn genginn á grunnslóðir. Grásleppu- vertíðin brást að verulegu leyti í vor mestmegnis vegna hafíss sem lá yfir miðum grásleppubáta. Mikil afkastaaukning hefur orð- ið hjá frystihúsinu nú í vor og þegar unnið er 10 tíma er jafnað- arvinnsla 25—35 tonn. Sökum farmannaverkfallsins eru allar frystigeymslur Síldarvinnslunnar að fyllast og hljótast mikil vand- ræði af ef þ'að leysist ekki fljótt. Allgóð afkoma hjá Kaupfélaginu Fram Aðalfundur Kaupfélagsins Fram var haldinn í Egilsbúð 2. jiiní sl. og var fundurinn óvenju fjölsóttur en fundinn sóttu um 80 félags- Formaður félagsins, Eyþór Þórðarson og framkvæmdastjón Gísli Haraldsson, fluttu skýrslu um starf og afkomu féiagsins á árinu 1978 og kom fram í máli þeirra að afkoma félagsins var allgóð þrátt fyrir þá erfiðleika sem verslunin á í um þessar mundir en stærsti liðurinn í rekstri félags- ins er verslun, en auk hennar rek- ur félagið mjólkurbú, sláturhús, brauðgerð, skipaafgreiðslu og frystihús. Heildarvelta félagsins var 51,6% meiri á árinu 1978 en á árinu 1977 en á sl. ári var veltan 1.006.068 þús. Framh. á 2. síðu Leikhópur'.nn. Frá vinstri: Bergþóra Aradóttir, GuSmundur Bjarnason, Trausti Steinsson, Ósk Ásœlsdóttir, Haukur Gunn- arsson, Anna M. Jónsdóttir og Hólmjríður Guðjónsdóttir. Höfundur var ekki viðlátinn því að hann var að smíða leiktjóld. Vinabœirnir efna til kvikmyndasamkeppni Minningarathöfn Minningarathöfn um sjómennina, sem fórust með v/b Hronn SH 149 hinn 30. aprfl, verður í Eskifjarðar- kirkju laugardaginn 23. júní og hefst kl. 2. JyvSskylá, vinabær Neskaup- staðar í Finnlandi, efnir til nor- rænriar samkeppni um kvikmynd í tilefni barnaárs. Er þetta liður í samvinnu vinabæjanna og var ákveðið á fundi þeirra í fyrra. Samkeppnin er ætluð áhuga- kvikmyndatökumönnum í norræn- um vinabæjum Jyvaskylá og ná- grenni þeirra, þar- með talið í Neskaupstað og nágrenni (Norð- fjarðarsveit). Efni kvikmyndarinnar er ætlað að fjalla um börn eða verafyrir börn. Hámarkslengd myndarinnar má vera ca. 15 mín. lengst (mjófilma, 8 mm eða 16 mm) og myndin má ékki hafa verið sýnd opinberlega. Frestur til að skila myndum í samkeppnina rennur út 31. okt. 1979. Þrenn verðlaun verða í boði: 1. verðl. 2.000 F. mörk .2. yerðl. 1.250 F. mörk 3. verðl. 750 F. mörk. Skrifstofa bæjarstjórans í Nes- kaupstað mun veita nánari upp- Jýsiugur um samkeppoina. fóstrur og innkaupastjóra hér Austanlands til að sjá á einum stað pað úrval sem til ér afgóð- uni barnak-ikföngum og einnig fyrir foreldra sem alltof ,oft þurfa að standa fiammifyrir því-að börn þeirra hafa engan áhuga á leik- föngum sínumenda. yfirþyrmandi mikið framleitt af drasli sem kall- að er leikföng. Og ekki má gleyma þeirri ána-gju sem börnin sjálf hafa vafalaust af því að sjá slíka leikfangadýrð. Sýningin verður opin fðstudag til sunnudags frá kl. 15—21 og aðgangur er ókeypis, en happ- drættismiðan verða seldir og vinn- ingar efu vönduð leikföng. Batnandi afkoma Á aðalfundi Prjónastofunnar Dyngju Egilsstöðum, kom fram * að afkoma fyrirtækisins fór mjög . batnandi á síðastliðnu ári.og ujðu heildartekjurnar. um.2L4,2 milij. . kr. Reksturshagnaður varð 19,3 millj. kr. Dyhgja er eins og kunnugt er eign Iðnaðardeildar SÍS, sem- á % .hlutafjár a% Kaupfélags &Áu, aðsbúa, sem á%. Reksturshagnaður varð 19,3 millj. kr. Það sem skipti sköpum um þessa bættu afkomu var betri hráefnisnýting, aukin iramleiðsl*„:. og minni..launakostnaður,,*miðaft . við framleiðslumagn, Gerð-hefur verið rekstraráætlun fyrir árið 1979 og eru horfur góðar, ef ekki verða óvæntar breytingar í mark- aðsmálum og verðlagsþróun. Fuhdurinn ákvað að leita sam- Þykkis hluthafa um aukningu..á hlutafé Dyngju upp í 24 milljönir króna. Kaupfélag Héraðsbúa hef- ur nú samþykkt hlutafjáraukn^. inguna fyrir sitt leyti. Þrengsli há nú starfseminni, en nokkuð mun úr rætast, því að um þessar mundir er verið að taka í notkun um lOOfermetra viðbótar- húsnæði, sem prjónastofan fær í framhaldi af því husnæði sem hún hefur nú. Á fundinum var ákveðið að bæta vélakostinn, en geta má þess að Dyngja hefur verkefni við prjónaskap fyrir saumastofur í nágrenninu, og eru prjónavélarnar fulinýttar og hefst ekki undan. Auk þeirrar starfsemi, sem hér er getið, er prjónað úr gerviefhí: um, og er sii starfsemi að Útgarði á Egilsstöðum og sér Ólafur Sig- urðsson um þann hluta starfsem- innar. Nii enverið að vinoa, pcysur fyrir Riísslandsmarkað. ,í Dyngju, og er það nægilegt verkefni fram á mitt ár, en nægik-g verkefni.éru framundan þegar því lýkur. Hjá Dyngju vinna nú um 40 manns. Stjórn Dyngju skipa nú:HjÖrt- ur Eiríksson, formaður, Þorstdhh, Sveinsson, varaformaðúr óg As- grfmur Stefánsson. Fráblaðinu Enn hafa margir ekki greitt áskriftargjald blaðsins fyrir petta ár og jafnvel lengur. Áskriftin er kr. 4.000, og er pað von okkar hjá blaðinu að iskrif- endur bregði skjótt við og sendi pessa greiðslu hið soarasta.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.