Austurland


Austurland - 21.06.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 21.06.1979, Blaðsíða 4
lUSTURLAND Neskaupstað, 21. júní 1979. Auglýsíð í Austurlandi Símar 7571 og 7454 Gerist áskrifendur Innlánsviðskipti er leiðin til lánsviðskipta. SPARISJÓÐUR NORÐFJ ARÐAR Ur félagsmálapakkanum Almennir fundir Alpýðubandalagið mun boða til almennra funda á Austurlandi á næstunni. Eftirtaldir fundir hafa Jregar verið ákveðnir: Suðursveit á laugardagskvöld H.öfn mánudag kl. 21 í Sindrabæ Djúpavogi þriðjudag kl. 21 Breiðdalsvík miðvikudag Stöðvarfirði fimmtudag Lúðvík Jósepsson mætir á öllum þessum fundum. Aðrir fundir verða auglýstir síðar. Því miður átti blaðið ekki í fór- um sínum mynd af stjörnuleikn- um en margt fleira var til skemmt- unar 17. jiiní í Neskaupstað. Við sundlaugina fór fram dag- skrá, aðallega ætluð börnum, á vegum Leikfélagsins með góðri aðstoð fóstra og kennara. Þaðan eru meðfylgjandi myndir. Auk pess sá Þróttur um dagskrá bæði á íþróttavelli og við sund- laug. Eftir 3ja ára starf hjá sama atvinnurekanda skal greiða í veik- indatilfellum laun í allt að 2 mán- uði. Fyrri mánuðinn samkvæmt staðgengisreglu en dagvinnulaun seinni mánuðinn. Eft.'r 5 ára starf hjá sama at- vinnurekanda skal í veikindatil- fellum greiða laun í allt að 3 mánuði. Fyrsta mánuðinn sam- kvæmt staðgengisreglu en tvo seinni mánuðina dagvinnulaun. Laun í slysatilfellum og veena atvinnusjúk- dóma Greiða skal dagvinnulaun í allt að 3 mánuði þegar um vinnuslys, eða slys á beinni leið frá heimili til vinnustaðar og frá vinnustað til heimilis er að ræða. Sama regla gildir um atvinnusjúkdóma. Eigi sá, sem fyrir slysinu eða atvinnusjúkdómnum verður, rétt til veikindalauna, það er hefur ver- ið eitt ár hjá sama vinnuveitanda, á hann, auk þess réttar, rétt til dag- vinnulauna í allt að 3 mánuði til viðbótar þeim rétti. Þannig á maður, sem unnið hefur hjá sama atvinnurekanda í 1—3 ár rétt til launa við slys- og atvinnusjúk- dóma í allt að 4 mánuði, sá sem Framhald á 3. síðu Lög um rétt verkafólks til upp- sagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalla, tóku gildi frá og með 1. maí sl. Lög þessi eru nr. 19/1979 og eru hluti úr hinum margumtalaða „félagsmálapakka“. Uppsagnarfres.tur Eftir eins árs starf í sömu starfs- grein, er uppsagnarfrestur frá störfum einn mánuður, starfið er ekki bundið við eins árs starf hjá sama vinnuveitanda, en uppsögn hjá fyrri atvinnuveitanda verður að bera að með löglegum hætti. Eftir 3ja ára starf hjá sama at- vinnurekanda samfleytt, er tveggja mánaða uppsagnarfrestur. Eftir 5 ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda, er þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Ársvinna samfelld telst ef unn- ið hefur verið innan atvinnugrein- arinnar a. m. k. 1550 stundir á sfðustu 12 mánuðum þar af 130 stundir sfðasta mánuðinn. Allar álags- og ákvæðisgreiðslur eða aðrar þess háttar greiðslur jafngilda ekki unnum vinnustund- um. Laun í veikindum Á fyrsta starfsári hjá sama vinnuveitanda skal greiða laun í veikindatilfellum samkvæmt stað- gengisreglu allt að 2 daga fyrir hvem unninn mánuð. Eftir eins árs starf hjá sama at- vinnurekanda skal í veikindatil- fellum greiða laun samkvæmt staðgengisreglu í allt að einn mán- uð. Fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla og verkbanna teljast jafngilda unnum stundum og skal þá miða við 8 stundir fyrir hvern fjarvistardag. Allar uppsagnir skulu vera skrif- legar og miðast við mánaðamót. Uppsagnarfrestur er gagnkvæm- ur. Hermennska Ógrynni fjár hafa þjóðir í styrjaldir eytt en orðið þó menningu heimsins að smáu liði. Þau vopn, sem ekki eru smíðuð verður aldrei beitt valda kann þetta — óbærilegum friði. Vopnasalar lifa, þeir verða aldrei mátt veröldin þó flaki öll í sárum. Hvað varðar þá um barnamorðin, grunnlausa eymd og grát ef gróðinn verður meiri á næstu áirum. Einar H. Guðjónsson Stjörnulið - stjörnuleikur Sjaldan hafa knattspymuunn- endur skemmt sér jafn konung- lega og á 17. júníleik Norðfirð- inga. Þar áttust við hin fræknu lið bæjarstjómar Neskaupstaðar og norðfirskra verkstjóra. í liði beggja var harður kjarni gamalla knattspyrnugarpa. í liði bæjar- stjómar má nefna t. d. Þórð „Bomber" Þórðarson, Kristinn „Killer" Jóhannsson, Loga „Tiger“ Kristjánsson og Magna Kristjáns- son ,sem stóð í markinu. Hann átti góðan leik. í liði verkstjóra má nefna t. d. Friðjón „Keisara" Þorleifsson, Pétur „Pele“ Kjartansson, Karl „Busby" Jörgensen og Malla „Matthews“ Lárusson. Markvörð- ur verkstjóra var Gils Sveinþórs- son og átti stjörnuleik. Sérstaklega er mér minnisstæður spretturinn, sem Gils tók þegar Þórður „Bomber“ Þórðarson sótti að hon- um og ætlaði að draga hann inn í markið á buxnastrengnum. Leikurinn var af beggja hálfu vel leikinn og mátti ekki á milli sjá hvort liðið væri betra. Besti sóknarmaðurinn var Pétur „Pele“ Kjartansson og gætu knattspymu- menn okkar lært mikið af honum t. d. hvernig á að leggja boltann fyrir sig upp við markið, til að betur gangi að skora. Góður dómari leiksins var víetnamskur hrísgrjónabóndi og tók hann þátt í leiknum af lífi og sál. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 4 : 2 bæjarstjóm í vil og varð að útkljá leikinn með víta- sp>'rnukeDpni. og endað’ leikurinn með jafntefli 5 : 4. — Á. J. Happdrætti Eins og kynnt hefur verið áður hér í blaðinu, þá hefur Krabbameinsfélag Austfjarða íkveðið að efna til happdrættis :il fjáröflunar vegna kaupa á annsóknatæki, sem það ætlar .ð gefa Fjórðungssjúkrahúsinu 4eskaupstað. Tæki þetta er komið til lands- ns og kostar um 4 milljónir cróna. Um næstu helgi verður farið af stað með sölu á happdrætt- ismiðum og væntir félagið þess að sölufólkinu verði vel tekið. Undirbún- ingurinn í fullum gangi Undirbúningur fyrir afmæl- ishátíð Neskaupstaðar, sem verður helgina 6.—8. júlí nk. er nú í fullum gangi. Mikið verður um að vera í bænum þá helgi og munu margir leggja þar hönd á plóg- inn. Sögusýning verður sett upp, myndlistarsýningar verða á verkum Gerðar Helgadóttur (steindir gluggar, skúlptúr og málverk), Snorra Helgasonar (lágmyndir í gipsi), Tryggva Ólafssonar (klippimyndir, málverk), Sigurðar Þóris Sig- urðssonar (grafik) og ennfrem- ur á ýmsum verkum úr eigu bæjarbúa. Góðir listamenn munu koma fram s. s. Lárus Sveinsson (trompet), Margrét Pálmadótt- ir söngvari (sópran) Sigríður Þorvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir, leikarar o. fl. Ennfremur kemur stór hljóm- sveit frá Stavanger og þjóð- dansarar frá Esbjerg vinabæ Neskaupstaðar en seinna í mánuðinum eða 19.—'’O mun hljómsveit frá Eskilstuna koma í heimsókn. Marnt annarra góðra gesta mun væntanlepa koma í heim- sókn s. s. úr fyrstu bæjarstjórn- inni. fulltrúar frá vinabæjun- um, ýmsir ráðamenn og gamlir Norðfirðingar og velunnar bæjarins. Bæjarbúar sjálfir munu leggja sitt af mörkum til að gera hátíðina sem best úr garði, skólahliómsveit. upplesarar, fþróttafólk og ótal margir aðr- ir. Enn er margt ógert m. a. að koma fyrir merki við innkeyrsl- una í bæ;nn, laga svæðið þar sem listaverk Gerðar Helga- dóttur á að standa, auk ýmiss annars undirbúnings. Því meea félöein f bænum eiga bess von, að þau verði kölluð til starfa. en þau hafa fvrr á þessu ári hlýtt kalli skjótt og vel.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.