Austurland


Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 2
__________Æusttoland_________________________ IMálgagn AJþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þonnóðsson, Bjarni Þórðar- son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. RHstjóri: Óiöf Þorvaidsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Angjýsingar og dreifing: Bima Geirsdóttir s. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað slml 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Iíenning kapítalistans Sjónvarpið flutti hinn 19. júní þátt um störf og kjör iðn- verkakvenna. í þættinum ræddust einnig við formenn iðnrek- enda og iðnverkafólks. Iðnrekendaformaðurinn komst meðal annars svo að orði að „veita ætti fjármagninu þangað, sem það gefur mestan arð“. Varla þarf að efast um að það, sem formaðurinn átti við var, að þangað ætti að beina fjármagninu sem krónan ávaxtast best. Þetta er ómengaður kapítalismi og ekki óeðlilegt að sú kenning sé flutt af rótgrónum kapítalista. En kenning sósíalista er allt önnur. Vissulega ber að hafa arðsemisjónarmið í huga, en fyrst og fremst ber að veita fjár- magninu þangað, sem það kemur að mestu haldi fyrir jjjóðar- heildina, einstök byggðarlög og stóra starfshópa. Eigi að stofna til atvinnureksturs, pó ekki sé til annars en að blanda amerískan ávaxtasafa íslensku vatni, ber að velja honum stað par sem þörfin er mest fyrir aukna vinnu og aukið fjármagn. Vímugjafi Morgunblaðsins fslendingar sem og aðrar þjóðir, sem í ríkum mæli nota olíu sem orkugjafa, hafa orðið óþyrmilega fyrir barðinu á hinni svokölluðu olíukreppu. Verð hefur potið upp úr öllu val,di og peir efnahagslegu erfiðleikar, sem það leiðir til, eru fjallháir. Ástæðumar fyrir hinum ofboðslegu verðhækkunum eru samdráttur í framleiðslu, brask olíuhringa ásamt hömstmn og niðurgreiðslum á olíum í Bandaríkjunum. En þessi vandræði hafa orðið Morgunblaðinu kærkomin. Dag eftir dag ausa ritstjórar þess níði og óhróðri yfir ríkis- stjómina, einkum viðskiptaráðherra, og Rússa. Verðhækkan- irnar era pessum aðilum að kenna eftir kenningu Morgun- blaðsritstjóranna. En ]?eim kann að verða hált á heimsku sinni. Almenningur veit hvernig mál eru vaxin og lætur ekki blekkjast. „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber pá líka“, segir í góðri vísu. Þetta hefur hent Morgunblaðið. Eitt helsta árásar- efni þess á ríkisstjórnina er, að hún skuli kaupa olíur eftir verðskráningu uppboðsmarkaðar í Rotterdam. En vandlega er þagað um pá staðreynd, að það var ríkisstjóm Geirs Hallgríms- sonar, sem krafðist þess, að verð á sovésku olíunni væri miðað við þennan braskmarkað. Af þeim samningi emm við bundnir uns nýir kunna að verða gerðir um aðra viðmiðun. Mikillar velvildar vænta Morgunblaðsritstjóramir af Rúss- um fyrst þeir búast við, að þeir séu fúsir til að bæta fyrir af- glöp Geirs í olíumálunum og afleiðingarnar af olíumálastefnu Bandaríkjanna. Vonandi reynast Rússar okkur eins vel og Morgunblaðið treystir þeim til, á það mun senn reyna. En valt er að treysta því, að þeir selji þessa eftirsóttu framleiðslu sína á lægra verði en fáanlegt er á heimsmarkaði. Þegar ritstjórar Morgunblaðsins skrifa um olíumál er engu Iíkara en þeir séu í vímu. Svo er að sjá sem ritstjóramir telji ríkisstjómina bera ábyrgð á ófriðnum í íran, braski olíu- hringa og hömstrun Bandaríkjamanna. Vímugjafi Morgunblaðsins er hvorki brennivín né hass, heldur olía. Því lengur sem þeir eru á valdi vímugjafans því fyrr opnast augu manna fyrir því hve illa ritstjóramir em haldnir andlega. Árgangurinn frá 1942 var fjöl- mennur í Neskaupstað. Utan Bakkalækjar var stór hluti pessa hóps, og hélt gjama saman. í bláma fjarskans grillir í afmælis- boð, djöflatertur, sjómanna- almanök, prakkarastrik og feita fjaðurpenna. Úr pessum hópi frá ’42 hefur kvistast í allar áttir. Margt er fyrir sunnan, og í útlönd- um má hitta fólk úr pessum hópi. Sjálfsagt mál, og auðvitað hlaut að koma til pess fyrr en siðar að Jpessi hópur haslaði sér völl hand- an við móðuna miklu. Eiríkur varð fyrstur tii. 1. maí er baráttu- dagur og ég geri engar kröfur til skemmtunar pá. Ég verð samt að játa að í ár varð krafan óvenju nærgöngul og persónuleg. Þó er ljóst að aðrir en ég áttu verri dag. Á baráttufundi 1. maí sl. var mér sögð sú harmafregn að Eiríkur og félagar hans hefðu farist kvöldið áður. í pað skiptið féllu aðrar kröfur í skuggann. 1 örstuttu máli langar mig að minnast míns gamla félaga og bekkjarbróður. Eiríkur var renglu- legur pjakkur á uppvaxtarárum og hávaxinn. Seinna safnaði hann hoidum eins og ég og fleiri. Furðu- legt hvað hann var minnugur á bómur. Fjórtán ára vissi hann bómufjölda á öllum sambands- skipunum og líka peim sem sigldu undir fána Eimskipafélagsins. Að vísu voru pau færri pá en nú. Hann vissi líka upp á hár hvað vélin var stór í Goðafossi og margt fieira. Hann virtist stál- minnugur. Sennilega hefur hann verið bæði gáfaður og minnugui'. Utan við Kelahæðina, par sem Kiðagiiið mætir fjörunni voru krossgötur. Þar voru lögð á ráðin um næsta prakkarastrik. Kannski var fundað um hvort ætti að stela rófum hjá Níelsi eða að fara að reykja í Sigfúsarskúrunum. Á uppvaxtarárunum minnist ég pess ekki að Eiríkur hafi reykt. Það var auðvitað löstur á honum en við poldum honum pað. Stund- um var fundarefnið saklausara og jafnvel kom pað fyrir að fundur leystist upp í pví að fara að pilka eða í slábolta. Það var bragðdauft, en pá eins og nú var ekki á allt kosið. Ef rigndi fórum við stund- um inn. Encyclopædia Britanica lá ekki frammi en Sjómanna- almanakið var í rekkum. Spurn- ingar og svör. Seinna fór liðið til sjós, og aðrir í skóla. Stelpumar fóru sumar í „húsó“. Jónas Árnason kenndi okkur meðal annarra um og eftir ferm- ingu. Þess vegna veit ég á hvaða skipi Eiríkur byrjaði sinn sjó- mannsferii. Jónas lét bekkinn stundum yrkja í kross pegar efni praut. Bekkurinn kvað um Eirík: Skipshöfnin á Skítfaxa var skipuð liraustum köllum berserkurinn Bjarnason bar þó af peim ölium. í skráningarbókum hét pessi Bátur Sæfaxi, en vegna rímsins var breytt um. Ég man að ferm- ingarvorið fiskaði Maggi Gísla svo vel á Goðanesið að við feng- um frí til að fara í skreið. Séra Inga líkaði petta ekki vel en um- bar samt. Við Eiríkur fermdumst báðir. Síðan skildu leiðir. MINNING Eiríkur Sœvar Bjarnason f. 28. 2.1942 - d. 30. 4.1979 Mér fannst sem unglingi að Eiríkur væri of gáfaður til að fara til sjós. Hann lét sig samt hafa pað. Auðvitað segir petta ekkert um Eirík, en lýsir aftur á móti vanproska mínum á pess- um árum. Eftir á að hyggja eru sjómenn hreyknir af að hafa haft Eirík í sínum röðum. Hér sleppir minningum. Sagt er: Maður er manns gam- an. Og á sama hátt verður að lúta því að fólk hverfi á braut, jafnvel nánustu vinir og ættingjar, ástvin- ir. Ég á enga ósk heitari en pá að ástvinir og venslafólk sjái atburð- ina 30. apríl í ljósi líðandi stund- ar — með þakklæti í huga. Eirík- ur og hans ágætu félagar eru farn- ir og því verður ekki breytt. Á móti kemur að þeir voru köllun sinni trúir. Við sem eftir erum getum verið stolt. Laugardaginn 23. júní sl. kvödd- um við Eirík og félaga hans í Eskifjarðarkirkju. Fossinn í hlíð- inni suðaði samfellt meðan á at- höfninni stóð og auk þess úuðu dúfurnar annað slagið úr turn- inum. Þetta, ásamt fleiru, segir okkur að tilveran er margbreyti- leg. — Við erum gestir. Magni Kristjánsson Vil kaupa hús! með a. m. k. 3 svefnherbergjum. — Góð útborgun. Upplýsingar í síma 7642 eftir kl. 18.00. NESKAUPSTAÐUR 1929 1979; Dagskrá hátíðahalda 50 ára afmœlis FIMMTUDAGUR 5. júlí: Leikfélag Neskaupstaðar frumsýnir nýtt leikrit, Vaxlíf, eftir Kjartan Heiðberg. Leikstjóri, Haukur Gunnarsson. FÖSTUDAGUR 6. júlí: Knattspyrnuleikur: Þróttur - Austri. — Lúðrasveit leikur í hálfleik. Dansleikur fyrir unglinga. LAUGARDAGUR 7. júlí: Útiskemmtun í Skrúðgarðinum. a) Ávörp og hátíðarræða. b) Skólahljómsveit Neskaupstaðar og skólalúðra- sveit frá Stavanger leika. . c) Þjóðdansarahópur frá Esbjerg sýnir. d) Fólk frá Leikfélagi Neskaupstaðar og leikkonum- ar Sigríður Þorvaldsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir flytja barnaefni. e) Félagar í Hestamannafélaginu Blæ leyfa bömum að skreppa á hestbak. f) Skátar hafa varðeld um kvöldið. SKEMMTUN í EGILSBÚÐ Á LAUGARDAGSKVÖLD: A) Kynning á norðfirskum skáldum. B) Lárus Sveinsson leikur á trompet. C) Margrét Pálmadóttir syngur. D) Þjóðdansaflokkurinn sýnir. E) Skólahljómsveit Neskaupstaðar. F) Dansleikur í Egilsbúð. SUNNUDAGUR 8. júlí: a) Sundmót U.Í.A. b) Hátíðarguðsþjónusta í Norðfjarðarkirkju. c) Hraðmót í handknattleik. d) Leikfélagið endursýnir Vaxlíf. Sjá nánar í götuauglýsingum og í Austurlandi í næstu viku. AFMÆLISNEFND

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.