Austurland


Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 28.06.1979, Blaðsíða 3
Hlupu án Morgunblaðsmiða Hlaupinu umhverfis landið er nú lokið. Gekk það í alla staði vel og tæplega 4000 manns höfðu hlaupið með keflið er yfir lauk. U.Í.A. hljóp lengst allra héraðs- sambanda eða rúma 350 km. — Eitt leiðindamál hefur sett svip sinn á hlaupið og er það auglýsing frá Morgunblaðinu sem á hlaup- arana hefur verið límt. Hafa mót- mæli gegn þessu komið víða að af landinu. Einkum vegna þess að stjórn F.R.Í. fór með þetta eins og mannsmorð og félögin ekki látin vita af því hvers krafist var af meðlimum þeirra annað en að hlaupa. Ekki var þó Moggaaug- lýsingunum dreift af mikilli ná- kvæmni né með miklum eftir- rekstri hér eystra. — Engin þeirra er hljóp fyrir Þrótt suður í Beru- firði sá ástæðu til að merkja sig Mogganum og var það látið átölu- laust og sjálfsagt hefur svo verið um fleiri. — Þrótturunum og Minning... Framhald af 4. síðu. Hér hæfir ekki mikið meira en geta þess, sem sameiginlega ein- kenndi alla þessa menn: karl- mennskan, dugurinn, drenglund- in. Það voru eðliskostir, sem þá alla prýddu. Eiríki kynntist ég best, hann var einn af mínum bestu samherjum á Eskifirði, en svo var um fleiri úr þessum hópi. Þar fór einstakur mannkosta- maður, sem allir mátu og báru traust og hlýhug til. Öll mín kynni voru þar á einn veg og honum færi ég sérstakar þakkir í söknuði og eftirsjá. Eins hlýt ég að minnast sérstaklega Stefáns Guðmunds- sonar, þess góða og hjartahreina drengs, sem ævinlega var hinn sami, hvað sem á gekk. En eitt stendur ofar öllu öðru: við erum lostin sárum trega, djúpum harmi vegna þessa óvænta og hörmulega slyss. Eðlilega reikar hugurinn helst til þeirra, sem nú eiga um sárt að binda og blessunar skal þeim öll- um beðið af einlægum saknaðar- hug. Eiginkonum og börnum þeirra Eiríks og Jóhannesar skulu færð- ar sérstakar samúðarkveðjur. Aldraðri móður Stefáns, foreldr- um þeirra Sveins og Kjartans og ekki síst góðvini mínum Ingvari í Dölum og konu hans, foreldrum Gunnars Hafdals færi ég einlægar samúðarkveðjur. Baráttuhetjunni okkar í Nes- kaupstað, Bjarna Þórðarsyni, sendi ég hlýjustu kveðjur mínar. Orðs er eðlilega vant á stundu sem þessari. Minningin lifir og merkið stendur, þó maðurinn falli, er með réttu sagt. Minning þessara mætu heiðurs- manna verður öllum syrgjendum þeirra mikil huggun harmi gegn. Ég bið allar góðar vættir að veita þeim styrk í sárri sorg þeirra. Kveðjur mínar eru yljað- ar hlýrri þökk og heitri samúð. Þeim horfnu skal helguð virðing okkar allra, svo sem þeir áttu skilið. Blessuð sé minning þeirra allra. Helgi Seljan. Hús til söiu íbúðarhúsið að Nesgötu 39, Neskaupstað, er til sölu. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Sigurður Halldórsson Athugið! Sótum og stillum kynditæki. RÖRTÆKNI HF. Símar 7395 og 7621 Neskaupstað Austramönnunum sem hlupu í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði voru ekki einu sinni boðnir miðar! Þróttarar brugðu á leik er þeir afhentu Austramönnum keflið við Vattarnes. Meðan undirritaður skokkaði með keflið um Vattar- nesskriður keyrðu félagarnir í átt að Vattarnesi náðu sér í spýtu og einn hljóp til Eskfirðinganna með hana. Héldu þeir að þarna væri keflið fræga komið og tók sýslu- maður Sunn-Mýlinga við því úr hendi Sveins Ásgeirssonar og var atburðurinn myndaður í bak og fyrir. Eskfirðingar áttuðu sig fljótt á gríninu og höfðu menn mikið gaman af. Sýslumaður tók alla- vega við keflinu af Norðfirðing- um með bros á vör og athugaði vel hvort ekki væri nú um rétt kefli að ræða. — G. B. Framleiðsla eldsneytis... Framhald af 1. síðu. vetni og kolefnissamböndum (kol- sýrlingi eða koltvísýringi). Meta- nól væri að líkindum um 30% dýrara í framleiðslu en hreint vetni, en það hefur þann mikla kost, að dreifing þess og geymsla er ekki erfiðleikum bundin og blanda má því saman við bensín á bensínhreyfla í nokkrum mæli án teljandi breytinga og tækni- lega er auðvelt að framleiða vél- ar, sem eingöngu gengju fyrir metanól. Unnt væri raunar að ganga lengra og fá út „tilbúið“ bensín en það yrði líklega um þriðjungi dýrara en metanól. Mörgum spurningum ósvarað Mikið er vissulega því háð með hvaða verði við reiknum á raf- orkunni til vetnisframleiðslu en einnig er mörgum spurningum ósvarað um kolefnisöflunina og tilkostnað í því sambandi. Þar gæti meðal annar komið til álita, að nýta íslenskan mó eða flytja inn kol til kolsýrlingsvinnslu. Athugun hófst á þessum mál- um í Iðnaðarráðuneytinu sl. vet- ur undir forystu ungs verkfræð- ings, Finnboga Jónssonar, sem skrifaði raunar lokaprófsverkefni við háskólann í Lundi um hugsan- lega metanólvinnslu á íslandi. Leitað verður til annarra innlendra vísindamanna við undirbúning málsins og aflað gagna og þekk- ingar erlendis frá eftir því sem ástæða þykir til. í sumar mun starfshópur á vegum ráðuneytis- ins kanna þessi mál frekar með tilliti til rannsókna og hugsanlegr- ar tilraunavinnslu. Vert er að leggja áherslu á þá óvissu, sem mál af þessu tagi er háð og þá ekki síst með tilliti til hagkvæmni, en alþjóðleg þróun orkuverðs skiptir hvað mestu máli. Innlend stóriðja Eldsneytisvinnsla er að sjálf- sögðu orkufrekur iðnaður, þar sem talið er t. d., að eitt megavatt þurfi til að framleiða hvert eitt þúsund tonn af metanóli. Ef meta- nól yrði ofan á, sem eldsneyti, hlyti notkun þess að aukast smátt og smátt á meðan vélakostur og dreifikerfi væri lagað að breyttu eldsneyti og gæti notkunin þannig vaxið úr 25 þúsund tonnum á ári í byrjun í 250 þúsund tonn á u. þ. b. 10 árum, en það magn gæti svarað til bensínnotkunar á bíla eftir svo sem 15 ár. Er þó ótalið það magn, sem þyrfti til að knýja skipaflotann. Aflþörfin yxi að sama skapi í áföngum og mætti þannig laga uppbyggingu elds- neytisverksmiðju að virkjunar- þrepum í stórvirkjun. Ákvörðun um slíka framleiðslu hérlendis myndi þannig kalla á hraðari upp- byggingu virkjana, sem þessu næmi, og yrðu slíkar framkvæmd- ir að vera samfelldar. Austfirðingar fylgist með Eðlilegt er, að spurningar vakni um hvar æskilegt sé að iðnaður af þessu tagi yrði staðsettur útfrá þjóðhagslegum og byggðarlegum forsendum. Varðandi staðsetningu koma auk þess almenn atriði inn í myndina, svo sem fjarlægð frá virkjun og lagningu stofnlínu, hafnaraðstaða og umhverfismál. Ekki er talið, að nein þau meng- unarvandamál myndu fylgja þess- ari framleiðslu, sem ekki væri auð- velt að finna lausn á, og er þó vert að hafa í huga þá röskun, er fylgja myndi mótekju í stórum stíl, ef innlendur mór kæmi inn í myndina sem kolefnisgjafi. Ég tel eðlilegt, að við Austfirð- ingar fylgjumst náið með þróun í þessum efni, þar eð hér væri um að ræða orkufrekan iðnað, sem vel gæti hæft okkar aðstæðum og þeim fyrirvörum sem Alþýðu- bandalagið og fleiri hafa gert um slíkan iðnað, ef rétt er á haldið. Þar á ég meðal annars við þá forsendu, að um innlendan at- vinnurekstur væri að ræða, svo sem sjálfsagt væri og viðráðanlegt í þessu tilviki, ef hagrænar for- sendur reynast á annað borð fyrir framleiðslu af þessu tagi. Efling þéttbýlis við Reyðarfjörð æskileg Reyðarfjörður hefur oft verið til umræðu í sambandi við stóriðju á Austurlandi og þá einkum er- lenda stóriðju fram að þessu. Það er vissulega engin tilviljun, að horft hefur verið til Reyðarfjarðar í tengslum við hugsanlegan orku- frekan iðnað, því valda hafnar- skilyrði og nálægð við umtalaða stórvirkjun í Fljótsdal. Út frá byggðaþróun á Austur- landi hef ég lengi talið æskilegt, að þéttbýli á Reyðarfirði og Eski- firði næði að styrkjast, ekki á kostnað nálægra þéttbýlisstaða heldur þeim til örvunar og stuðn- ings. Þetta getur öðru fremur gerst með tilkomu innlends iðnaðar af heppilegri stærð og sem unnt væri að byggja upp á lengri tíma og ekki yrði í samkeppni við atvinnu- líf á nálægum stöðum. Þótt at- huganir varðandi eldsneytisfram- leiðslu hérlendis séu á frumstigi, og margt óvissu háð um fram- hald þess máls, tel ég nauðsynlegt að gaumgæfa, hvort slíkur at- vinnurekstur gæti ekki átt erindi til Austurlands. Af óbeinum þátt- um sem myiidu mæla með slíku er sá afgangsvarmi, sem slíkri framleiðslu myndi fylgja og gerði það eðlilegt að horfa með stað- setningu til byggða, sem ekki njóta jarðvarma. Árvekni og gát í senn Hugleiðingar af þessu tagi gefa ekki tilefni til, að rokið sé upp til handa og fóta hvorki með eða á móti fyrirtæki af. því tagi sem hér um ræðir og enn er á algeru hugmyndastigi og mikilli óvissu háð, hvort hagkvæmt verður talið að reisa í landinu á næstu árum. En Austfirðingar, sem aðrir, þurfa að halda vöku sinni í atvinnumál- um, bæði varðandi okkar hefð- bundnu atvinnuvegi og æskilega iðnþróun til að skjóta fleiri stoð- um undir atvinnurekstur í fjórð- ungnum og auka fjölbreytni og farsæld. EGILSBÚÐ jKðddööúööqi Sími 7322 Neskaupstað □□□□□□ ÍNDÍÁNASTÚLKAN Bandarísk kvikmynd frá BRUT Productions. Sýnd fimmtudag kl. 9. Bönnuð bömum innan 14 ára. G R E A S E Sýnd laugardag kl. 5. — Bamasýning. — Síðasta sinn. Snyrtisérfrœðingur Ágústína Jónsdóttir leiðbeinir um rétt val á snyrtivörum frá kl. 1—6 næstu daga. Verið velkomin. N E S A POT E K NESKAUPSTAÐ Nauðungaruppboð annað og síðasta á v/s Háborgu NK 77, sem frestað var 12. júní sl., fer fram við skipið sjálft í Norðfjarðarhöfn þriðjudaginn 10. júlí 1979, kl. 16.30. Bæjarfógetnn í Neskaupstaö Kvöldndmsheið I snyrtinp Kennd verður húðhreinsun, andlitsförðun og handsnyrt- ing. Námskeiðin taka 3 kvöld og f>að fyrra hefst 10. júlí og er ætlað ungu fólki (15—20 ára). hið síðara hefst 17. júlí og er ætlað 20 ára og eldri. Upplýsingar og innritun fer fram í Nesapóteki frá kl. 1—6 e. h. Ágústína Jónsdóttir, snyrlisérfræöingur. Einbýlishús til sölu Fasteignin Blómsturvellir 15 er til sölu ef viðunandi til- boð fæst. — Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Upplýsingar í símum 7114 og 7119 milli kl. 13.00 og 17.00 næstu daga. Frá Sundlaug Neskaupst. Foreldrar athugið. Óheimilt er að senda ósynt böm í sundlaugina í gæslu barna undir 13 ára aldri. Athugið. Kvennatímar eru á miðvikudagskvöldum frá kl. 21.00 til 22.00 fyrir 14 ára og eldri. SUNDLAUGARVÖRÐUR Hús til sölu Til síöIu er íbúðarhúsið Nesgata 36, Neskaupstað. Upp- lýsingar gefur Viðskiptapjónusta Guðmundar Ásgeirs- sonar, síma 7677, Neskaupstað. i-uMvuin di ainug auosynaa samuð og IlUg fráfall EIRÍKS SÆVARS BJARNASONAR sem fórst með v/b Hrönn SH 149 30. apríl 1979. Erna Guðjónsdóttir Guðjón Ing, Eiríksson Anna Herdis Eiríksdóttir Bjarn. Þorðarson H,if Bjarnadóttir Guðjon Einarsson HaIldóra Guðnadóttir Bergsvcnn Bjarnason___________________Ingólfur Einarsson

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.