Austurland


Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 1
AUSTURLAND Fundaö um iðnaöar- mál á Austurlandí 29. árgangur Neskaupstað 5. júlí 1979. 28. tölublað. Fjölbreytt hátíðarhöld vegna 50 ára afmœlis Neskaupst Afmælishátíð í tilefni 50 ára afmælis Neskaupstaðar verður nú um helgina 7.—8. júlí. Mikill undirbúningur liggur að baki svo að hún megi verða til sem mestrar nægju og menningarauka. Sá undirbúningur liggur ekki ein- ungis í starfi einstakra nefnda. Hér hafa margir lagt hönd á plóg- inn, ýmist heima eða heiman og með því hafa Norðfirðingar enn einu sinni sýnt hve rfka samstöðu peir eiga. Vinnugleðin hefur verið ríkj- andi og eins og einn góður maður sagði: „Það pyrfti að framlengja afmælið — pað er svo gaman að sjá allt petta líf í bænum". Forystuhlutverki í undirbún- ingnum hefur samt afmælisnefnd gegnt ásamt bæjarstjóra og starfs- manni nefndarinnar og sjást peir hér bera saman bækur sínar einn daginn. Dagskrá hátíðarinnar hefur ver- ið borin í hús í bænum og verður mikið um að vera. Fjöldi aðkomu- fólks verður á hátðinni og ýmsir opinberir gestir. fe ;i ýmsar hugmyndir reífaðar Samstarfsnefndir SSA og iðu- aðarráðuneytis vegna undirbún- ings að iðnþróunaráætlun fyrir Austurland, komu saman á Egils- stöðum sl. fimmtudag 28. júuí. Sama dag boðuðu pessir sam- starfsaðilar til fundar með full- trúum frá 12 iðnfyrirtækjum hér eystra. Auk umræðna um vinnutilhög- un og verkaskiptingu milli aðila við fyrirhugaða áætlanagerð var rætt við fulltrúa íyrirtækjanna um helstu vandamál sem á peim brenna og voru reifaðar ýmsar hugmyndir um úrbætur. Á næstunni munu samstarfs- nefndirnar leggja megin áherslu á, að fá skýrari mynd af aðstöðu og próunarmöguleikum starfandi iðn- fyrirtækja í fjórðungnum. Um petta verkefni mun samstarfsnefnd heimamanna leita samstarfs, bæði við atvinnumálanefndir byggðar- laganna svo og fyrirtæki og ein- staklinga sem starfa í iðnaði. Svo er bara að biðja veður- guðina vægðar svo að Norðfirð- ingar og gestir peirra megi njóta hátíðarinnar í norðfirsku sumár- veðri eins og pau gerast best. Steypuefnið sött niður á hafsbotn Frá vinstri: Gísli Sighvatsson, Ágúst Ármcmn Þorláksson, Kristinn V. Jóhannsson, Stefán Þorleifsson og Logi Kristjánsson Fyrsti karfatúrinn eftir tuttugu ára hlé Skuttogarinn Birtingur landaði til Þýskalands og selja ar 18. p. m. tæpum 90 tonnum af karfa í Nes- __q^ g_ kaupstað fyrir skömmu. ¦^¦™™"""""^" Undafarið hefur staðið yfir leit að steypuefni á sjávarbotni í nær- liggjandi fjörðum við Neskaup- stað, sem bæjarstjórn og hafnar- stjórn Neskaupstaðar hafa geng- ist fyrir, og hafa til pess á leigu dýpkunarskipið Perlu, sem Björg- un hf. í Reykjavík á. Leit pessi hefur náð til fjarð- anna frá Viðfirði til Loðmundar- f jarðar og borið talsverðan árang- ur pví steypuefni hefur fundist á nokkrum stöðum og er nú búið að dæla á land í Neskaupstað um pað bil ársbirgðum af steypuefni fyrir pann stað. Einnig er líklegt að Seyðfirðingar gætu hagnýtt sér efni, sem fannst í Seyðisfirði og líklegt er að nothæft sé, á næsta ári, ef til kæmi frekari dæling á steypuefni pá. Þar sem mikil verkefni bíða skipsins á Faxaflóasvæðinu verð- ur ekki um framhald á dælingu hér fyrir austan að ræða að pessu sinni, pótt æskilegt hefði verið að búið að dœla á land miklu magni af góðu efni leitað hefði verið víðar, sérstak- lega í fjörðunum fyrir sunnan. Þá hefur enn ekki verið sýndur á- hugi af öðrum en Norðfirðingum og Seyðfirðingum að pessu sinni. Efnið hefur allt verið pvegið og sigtað við dælinguna á land, á sama hátt og gert er í Reykjavík. Um kostnað er lítið hægt að segja á pessu stigi, en pó mun ljóst vera að hann er mun minni en við þær aðstæður, sem hingað til hafa tíðk- ast við öflun steypuefnis, auk þess sem efnið virðist vera mun hreinna en hægt hefur verið að ná því úr þeim námum, sem notaðar hafa verið, ef undan er skilið efnið sem sótt hefur verið út á Héraðsf lóa. ¦ mmm Er þetta fyrsti karfatúr sem landað er hér síðan Gerpir var seldur. Birtingur er nú í porsk- veiðibanni en í stað pess að skipið sé látið liggja er gert út á karfa. Keyptar hafa verið karfaflökun- arvélar í frystihúsið en nokkrir byrjunarörðugleikar hafa orðið við flökunina. Birtingur mun sigla með aflann Ný tannlœknastofa í jiíníbyrjun opnaði Sharam Firoozmand tannlæknastofu að Hafnarbraut 4, Neskaupstað. Sharam nam tannlækningar í Newcastle og rak eigin tannlækna- stofu í Aberdeen par til hann fluttist hingað í vetur. Veiting leyfis til hans vakti undrun tannlæknafélagsins á sfn- um tíma en tannlæknaskortur hef- iir rík.t úti á landsbyggðinni og pví veldur veiting hans Utilli undr- un par. Sharam starfar eftir samningum tannlæknafélagsins og er í sam- starfi við tannsmíðaverkstæði í Reykjavík varðandi tannsmíði o. fl. Þeir sem leita til hans njóta pví sömu réttinda og hjá íslenskum tannlæknum varðandi endur- greiðslur. :E3 'M '¦';>- '¦:íW Dýpkunarskipið Perla siglir inn í Norðfjarðarhöfn.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.