Austurland


Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 05.07.1979, Blaðsíða 4
Töluverð gróska er í menning- arlífi bæjarins svo að mörgum þykir nóg um (þó að velvakandi sé sofandi f> rir því). Fengnar hafa verið til bæjarins myndlistarsýn- ingar, tónleii ar, leiksýningar, fyr- irlestrar o. fI. og Norðfirðingar hafa sjálfir '"kki látið sitt eftir liggja og syngja, dansa, semja og mála af hjartans lyst. Um afmælishátíðina verða alls 6 myndlistarsýningar. Sýningu er nii lokið á úrvali mynda úr eigu bæjarbúa og yfirlitssýningu á verk- um tómstundamálara í Neskauþ- stað. Þá sýningu setti Tryggvi Ól- afsson upp og valdi myndimar. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur myndhöggvara og á föstudag munu þeir Tryggvi Ól- afsson, Snorri Helgason og Sig- urður Þórir Sigurðsson opna sýn- ingu í Barnaskólanum. Utan dyra haslar myndlistin sér einnig völl. Þegar eru nokkrar ut- anhússskreytingar í bænum, þekkt- astar eru hendurnar sem Tryggvi gróp í múrhúðun sjúkrahússins. Nú hefur ein mynd bæst í hópinn. Er það afar skemmtileg mynd á veggi íþróttahússins unnin af nem- endum Gagnfræðaskólans. Frá opnun sýningar á verkum Gerðar Helgadóttur. í bænum er mikið byggt en samt aldrei nóg því að töluverður skort- ur er enn á húsnæði. Á myndinni eru rafvirkjarnir Jón Lundberg og Eiríkur þór Magnússon að leiðbeina húsbyggj- andanum Einari Þórarinssyni. Enni fékk andlitslyftingu og finnst nú flestum það vera til prýði. lagt hönd á plóginn við afmælis- undirbúninginn, séð um málun fána og borða o. fl. Sögusýningin sem sett hefur verið upp í Barnaskólanum á eftir að vekja eftirtekt margra. Veg og vanda af uppsetningu hennar hafa Gunnlaugur Haralds- son (t. h.) safnfræðingur, Smári Geirsson og Ásdís Ólafsdóttir. Á myndina vantar Guðmund Sveins- son sem einnig á þarna stóran hlut að máli. Signrður Þórir Sigurðsson myndlistarmaður með mynd sína Hungur. Sigurður hefur einnig NESKAUPSTAÐUR Það er brosað bæði úti og inni. Á myndinni til vinstri eru þeir Benedikt Sigurjónsson, verkstjóri og Guðmundur Sigfússon, en til hægri eru tveir skrifstofumenn hjá bænum Ragnheiður Sverris- dóttir (til vinstri) og Erna Egils- dóttir bæjargjaldkeri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.