Austurland


Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 1

Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 1
Áfangi aö nýrri Landsvirkjun Síðan í mars sl. hafa nefndir frá Akureyrarbæ, Reykjavíkurborg og iðnaðarráðuneytinu fyrir hönd rík- isins unnið að gerð sameignar- samnings vegna útvíkkunar á starfssviði og eignaraðild Lands- virkjunar. Hafa þær nú náð fullu samkomulagi, sem undirritað var 6. júlí sl. og fylgja pví drög að frumvarpi til nýrra laga um Lands- virkjun. Mæla nefndirnar með því við umbjóðendur sína að sameign- arsamningurinn verði staðfestur, enda setji Alþingi ný lög um Landsvirkjun. Með samkomulagi þessu er mikilsverðum áfanga náð í undir- búningi að framkvæmd á því stefnumarki ríkisstjórnarinnar að stofnað verði eitt meginfyrirtæki er annist raforkuöflun og flutn- ing orku um aðalstofnlínur og verði hún seld á sama verði á af- hendingarstöðum í öllum lands- hlutum. Aðilar munu væntanlega taka afstöðu til tillagna nefndanna þeg- ar að loknum sumarhléum. NESRAUPSTAÐUR 50 ÁRA vatnsDoroio i hœrra lagi Meðalrennsli Lagarfijóts er ná- lægt 160 m3 á sekúndu, og er hæð fljótsins þá nálægt 20,36 m yfir sjó. ísa leysti af fljótinu 6.—7. júní og er einsdæmi að það gerist svo seint, en þá höfðu Jökulsá í Fljótsdai og Keldá ekki rutt sig. Á þessum tíma var hæð vatnsborðs Lagarfljóts um 21,25 metrar yfir sjó og er rennsli við Fossinn þá nálægt 410 m3 á sekúndu, þá er Lagarfossvirkjun keyrð með mestri nýtingu. Nú er vatnið heldur í rénun og nesin við Egilsstaði smá stækka, og hólmarnir við Lagar- fljótsbrú að koma í ljós. — A.E. Rúmlega 90 hafa sótt um skólavist Rúmlega 90 nemendur hafa sótt um skólavist við Menntaskólann á Egilsstöðum. Umsóknir um skólavist berast ört og er augljóst að þessum nýja skóla er vel tekið. Heimavist Menntaskólans tekur nálægt 50 nemendur, en mötu- neytisaðstaða er fyrir alla nem- endur skólans. Ljóst er að þessi hluti skólahússins sem kláraður verður í haust verður gjörnýttur, og verður væntanlega að hraða byggingarframkvæmdum við skól- ann svo hann fái starfað við eðli- leg skilyrði. Margir kennarar hafa spurt um stöður við skólann og hafa 15 kennarar sótt formlega um starf, og margir þeirra hafa að baki reynslu við kennslu á mennta- skólastigi, svo ljóst er að þrótt- mikið starf verður við skólann. — A. E. Stiórn Rarik: Suöaust- urlínu verði Hátíðarhöldin fjölsótt Nýr togari Miklar líkur eru nú á því að Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað fái nýjan togara í stað Barða. Ef til kemur að Barðinn verði seldur úr landi þá verður keypt í staðinn fyrir hann skip sem er eins og Birtingur. Ráðgert er að Barðinn hætti veiðum um 20. júlí en gera þarf nokkrar lagfæringar á skipinu áð- ur en það verður selt. — Ef ekk- ert óvænt kemur upp á má reikna með að hinn nýi Barði verði til- búinn til veiða í byrjun október. — G. B. Neskaupstaður hélt upp á bálfrar aldar afmæli sitt um síðustu helgi. Veðurguðirnir stríddu Norðfirð- ingum dálítið en ekki alvarlega og hátíðin fór hið besta fram.. Á fimmtudagskvöldið frumsýndi Leikfélag Neskaupstaðar leikritið Vaxlíf, eftir Kjartan Heiðberg, fyrir fullu húsi og við góðar und- irtektir. Að sýningu lokinni af- henti bæjarstjóri höfundi og Leik- féiaginu viðurkenningu fyrir þetta ágæta framlag. Á föstudag tóku gestir að tínast til bæjarins og voru nokkrir þeirra viðstaddir opnun mjög athyglis- verðrar sögusýningar í Barnaskól- anum, þar sem sýnd er þróun byggðar og mannlífs í Neskaup- stað í 100 ár. Margir eiga vafa- laust eftir að staldra þar við, því að þar er mikinn fróðleik að finna og sýningin er líka haganlega upp sett. Lögðust þar margir á eitt. Samtímis sögusýningunni voru opnaðar 3 myndlistarsýningar, og verða þessar sýningar opnar til 21. júlí n. k. Eitthvað fyrir alla Á föstudagskvöld voru haldnir dansleikir fyrir börn og unglinga en á milli þeirra fór fram knatt- spyrnuleikur milli Þróttar og Austra á íþróttavellinum. Fyrir leikinn og í hálfleik lék Skóla- hljómsveit Stavangurs nokkur lög, en hljómsveitin var afar ánægju- legt framlag Stavangurs til hátíðar- haldanna, eins konar afmælisgjöf. Laugardagurinn, aðal hátíðis- dagurinn á afmælisárinu, heilsaði með þoku og kalda og um tíma leit út fyrir, að hætta yrði við fyrirhugaða siglingu með gesti um Norðfjarðarflóa, en hún var farin og þó að þokan lægi niður í miðj- ar hlíðar, fengu gestimir nokkra hugmynd um næsta nágrenni Nes- kaupstaðar. Eftir hádegi hófst útisamkoma í skrúðgarðinum, þar voru fluttar ræður og ávörp. Aðalræðuna fiutti Bjarni Þórðarson, fyrrverandi bæj- arstjóri og ýmiss konar skemmtun fór þar fram. Skólahljómsveitir Neskaupstaðar og Stavangurs léku, bæði saman og hvor fyrir sig, þjóðdansarar frá Esbjerg dönsuðu og tvær frægar persónur, Emil í Kattholti og Lína langsokkur, brugðu á leik með félögum sín- um. Á íþróttavellinum myndaðist fljótt biðröð, þar sem börnin biðu eftir að fá að komast á hestbak Þau kynntu norðfirsk skáld og hagyrðinga á kvöldskemmtuninni: F. v. Guðríður Kristjáns- dóttir, Smári Geirsson og Ólöf Þorvaldsdóttir. Bjarni Þórðarson flutti hátíðarrœðuna á útisamkomunni á laugardaginn. hraðað SJÁ AÐRA SÍÐU. Framh. á 3. síöu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.