Austurland


Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 2
JUSTURLAND. Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðarson, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. RHstjóri: Óiöf Þorvaldsdóttir *. 7571 — h. s. 7374. Angiýsingar og dreifing: Bima Geirsdóttir *. 7571 og 7454. Pósthólf 31 — 740 Neskanpstað. Ritstjórn, afgreiðsla, angiýsingar: EgOsbraut 11, Neskanpstað sími 7571. Prentun: Nesprent Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Síöbúin afmœliskveðja Þegar litið er á stjómmálaferil Lúðvíks kemur það í ljós, að eng- inn núlifandi þingmaður hefur gert þjóð sinni meira gagn en hann. Ber þar hæst sjávarútvegs- mál, enda hefur enginn eins gott vit á þeim og Lúðvík. Má þar til nefna að í tugi ára hefur hann verið harðasti baráttumaður fyrir útfærslu landhelginnar og á tví- mælalaust mestan þátt í því að við skulum vera búnir að ná 200 mílna lögsögu. í sambandi við almenn sjávar- útvegsmál hefur hann líka sýnt Stjórn Rarik ályktar: Undirbúningi að Suðausturlínu verði hraðað í síðasta mánuði ritaði iðnaðar- ráðuneytið stjóm Rafmagnsveitn- anna bréf og spurðist fyrir um fyrirhugaða nýtingu fjárveitinga og annan undirbúning að Bessa- staðaárvirkjun. 1 framhaldi af því gerði stjóm RARIK ályktun á fundi sínum 22. júní sl. og stóðu að henni allir stjórnarmenn. Fer ályktunin hér á eftir í heild: „Með bréfi dags. 23. mars sl. var iðnaðarráðherra send ályktun stjórnar Rarik frá fundi 21. þess mánaðar um Bessastaðaárvirkjun ásamt úttekt sem gerð var að beiðni stjórnarinnar um hag- kvæmni virkjunarinnar miðað við lagningu Suðausturlínu til að leysa orkuþörf Austurlands. Á grundvelli þeirrar úttektar lagði stjórn Rarik áherslu á að Vilhjálmur.. Framhald af 4. síðu. ári þá upphæð, sem ég get um í bréfi til þeirra. Svo vel þekki ég til hans og veit að hann stendur betur við orð sín en margur annar. Þá reynslu höfum við t. d. varðandi viðhaldsfé áður og ætti V. H. þar ekki síður við að kannast en ég. Öll sárindi V. H. út af bréfi mínu til Tungumanna er mér ekki skiljanleg, nema sem almenn áhyggja af bréfaskriftum mínum almennt. Ég skrifa ýmis önnur bréf og hringi líka í menn og væri e. t. v. ráð fyrir V. H. að fara nú þar betur ofan í saumana og kanna öll mál. Ég gæti þá máske fengið uppáskrift hans upp á orð flokksbróður hans í Tím- anum í fyrra, sem hann hafði beint frá æðstu stöðum, að bréf, símskeyti og símtöl væru sérgrein mín, aðeins með þeim annmarka, að þar væri ég að segja mönnum frá því, sem þið framsóknarþing- menn hefðuð náð fram með súrum sveita, en auðvitað gæfi ég sjálf- um mér alla dýrðina. Elskulegar fyrirsagnir þínar gætu bent í þessa átt. Ég hlýt bara að vona að þú sért ekki búinn að missa alla náttúru til bréfaskrifta sjálfur og þá vona ég að þau fari aldrei fjær því rétta en bréf mitt til Tungu- manna gerði. Þeim Tungumönnum mun ég svo sannarlega standa skil á efni þessa bréfs í sumar og enn betur á því næsta. Áhyggjur V. H. af því eru óþarfar. En orðbragð eins og í fyrirsögnum og í öðrum pistli um heilsugæslustöð á Búðum er þér ekki sæmandi og þó „óðurinn til íhaldsins" verði án efa kjarn- yrtur, þegar þar að kemur, þá máttu gjarna gleyma leiðsögn Vilmundar, enda munu þá hlýrri kenndir búa í brjósti. Helgi Seljan taka þyrfti fyrri ákvarðanir til ná- kvæmrar athugunar áður en lengra yrði haldið við undirbúning og framkvæmdir. Síðan þessi samþykkt var gerð hefur verð á dieselolíu hækkað mikið og hlýtur það að gera hag- kvæma þá kosti, sem komið geta sem fyrst í veg fyrir raforku- vinnslu með dieselvélum, svo sem á Höfn í Hornafirði. Síðan þessi samþykkt var gerð hefur verið haldið áfram við hönn- un og undirbúning Bessastaðaár- virkjunar og fyrir liggur greinar- gerð frá Hönnun hf. um stöðu þess máls nú og hugsanlega fram- kvæmdaáætlun. í greinargerðinni koma fram svör við spurningum í liðum 2, 3 og 4 í bréfi iðnaðarráð- herra til stjómar Rarik dags. 20. þ. m. Þar kemur ennfremur fram, að enda þótt ákvörðun um Bessa- staðaárvirkjun yrði tekin, þarf sú ákvörðun ekki að liggja fyrir fyrr en í árslok 1979, og virkjunin samt að geta tekið til starfa fyrir árslok 1983. Þess vegna vill stjóm Rarik leggja áherslu á, að hraðað verði eins og kostur er undirbúningi að lagningu línu milli Hryggstekks og Sigöldu, þannig að fyrst verði ráðist í áfangann Hryggstekkur — Djúpavogur — Höfn, í samræmi við fjárlagatillögur Rarik fyrir árin 1980 og 1981, en einnig að útvegað verði fjármagn á þessu ári til að ljúka mælingum á lín- unni Sigalda — Höfn. Hins vegar getur stjórnin ekki mælt með því, að lagt verði í frekari kostnað við hönnun og út- boð Bessastaðaárvirkjunar, fyrr en endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir hefur verið tekin. Eðli- legt er, að slík ákvörðun bíði a. m. k. þar til niðurstöður fást um stofnun nýrrar Landsvirkjunar síð- ar á þessu ári, en ákvörðun þarf að taka í síðasta lagi í árslok. Með tilliti til þessa getur stjóm Rarik fallist á tillögur rafmagns- veitustjóra um áætlanagerð og undirbúning Bessastaðaárvirkjunar og rannsóknir á virkjun Jökulsár á Fljótsdal og skiþtingu fjárveit- ingar til þess. Þó vill stjórnin gera þá athugasemd við 1. lið tillagna rafmagnsveitustjóra, að beðið verði með hönnun og gerð útboðsgagna umfram tvo fyrstu verkhlutana, sem lýkur í ágúst n. k. og getið er um í fyrrnefndri greinargerð Hönnunar hf.“ í greinargerð Hönnunar hf. um TIL SÖLU 2ja tonna trilla. Upplýsingar í síma 7226, Víglundur Gunnarsson Neskaupstað undirbúning og áætlanir vegna 1. virkjunaráfanga hennar m. a. fram, að eigi virkjunin að komast f gagn- ið fyrir árslok 1983 verði að taka ákvörðun um framkvæmdir eigi síðar en í árslok 1979. Gert er ráð fyrir að fyrri áfangi virkjun- arinnar kosti 17 milljarða miðað við áætlað verðlag á miðju ári 1980 og er afl hans 32 megavött. einstaka framsýni, áræði og fram- kvæmt eftir því. Hann sá hvað gera skyldi fyrir hinar dreifðu byggðir landsins, svo íbúar þeirra yrðu ekki fyrir stór- kostlegu atvinnuleysi, jafnvel að þar yrði landauðn. Hann réðist í það stórvirki að hefja uppbygg- ingu togaraflotans, sem hann dreifði svo um landið öllum til hagsbóta og þjóðarheild til bless- unar. Hvemig stæðum við í dag án þessa átaks? Eða uppbygging fiskvinnslunnar vítt um land. Hafa menn hugsað út f það, hver áhrif þess hafa orðið. Fyrir a. m. k. 40 árum vissi ég vel, hversu sjávarútvegsmálin vom honum hugleikin. Hann hefur þar látið verkin tala. Furðuleg skamm- sýni og þröngsýni er það hjá póli- tfskum andstæðingum að geta ekki f þessu unnt Lúðvíki þess sann- mælis sem hann sannarlega á. Þar sem nú fer að styttast f stjórnmálaferli Lúðvíks vil ég ekki láta hjá líða að færa honum þakkir fyrir vel unnin störf í þágu okkar þjóðfélags. Ég vil aðeins minna á heimabæ Lúðvíks, Neskaupstað, sem glæsilegasta bæ Austurlands á öllum sviðum og þó víðar væri leitað. Þar sýna verkin merkin. Ég veit að margur mun taka undir þessi til Lúðvíks orð mín hér að framan. Þau eru fátæklegur þakklætisvottur alþýðu- manns, sem hefur vitað og fundið hvað að honum hefur snúið, hvers virði maður eins og Lúðvík er og hefur verið alþýðunni í þessu landi. Lúðvík hefur ætíð haft alla þjóðina í huga, það þekki ég af áratuga reynslu og kynnum. Lifðu heill um langa ævi Lúðvík. Lukkan verði þér við hæfi. Jóhann Þórólfsson frá Reyðarfirði HELGI SELJAN: Um furðugrein af „furðufrásögn" Af því að pistill V. H. um heilsugæslustöðina á Búðum kem- ur sem beint framhald af baksíð- unni um Tungumenn kemst ég ekki hjá að segja þar um fáein orð. Austurland greinir rétt frá, þeg- ar þar segir að Alþýðubandalagið á Búðum hafi haft þetta mál á oddi sérstaklega. Hvenær sem er skal ég rekja sögu þessa máls alls, ef menn vilja og afstöðu manna og flokka á ýmsum tímum. Sú saga mundi staðfesta mál Austurlands miklu rækilegar en þar eru orð að hneigð. Ekkert var aðhafst á öllu stjórnartímabilinu Um loforðið fræga geta Fá- skrúðsfirðingar borið og svo botn- ar V. H. ekkert í því, þegar Aust- urland ræðir um vanefndir. Á öllu stjórnartímabili þeirra Matthíasar og V. H. var ekkert aðhafst. Það er mergurinn máls- ins. „Málið var í vinnslu“ segir V. H. Sú „vinnsla" skilaði engri fram- kvæmd. Framkvæmd nú og á næsta ári mun skila fokheldu húsi. Á þessu er regin munur. Á þetta benti Austurland. V. H. dregur eigin undirskrift um fjárveitingarloforð á næsta ári í efa með því að koma þar út úr kýrhausnum og spyrja: Spyr sá sem ekki veit. Að mínum þætti víkur Austur- land sérstaklega vegna greinar í vetur frá mér, þar sem ég fuUyrti að málið kæmist í gegn hjá sam- starfsnefnd. Afrek var það ekki, en V. H. þekkir það vel til um afstöðu sam- starfsnefndar til framkvæmda, þeg- ar fjárveiting er tæp að hann veit jafnvel og ég að þar var í fullyrð- ingu teflt á tæpasta vað. Og svo ég bæti nú við það sem Austur- land segir, þá er það satt og rétt að ég lagði á þetta mál ofuráherslu við samstarfsnefndina og taldi mér það skylt, ekki síst vegna forsögu alls þessa máls. Þetta hafa einstaka þingmenn eða sameiginlega oftlega áður gert og er sjálfsagður hlutur, en ég vissi ekki fyrr en ég sá grein V. H. að það væri saknæmt að slíkt kæmi fram. Óhrekjanleg staðreynd Hins vegar læðist að mér ónota- leg spurning. Hvað hefðu V. H. og félagar sagt um það, ef ekki hefði reynst unnt að standa við fullyrðingu mína frá í vetur, full- yrðingu, sem þá var af ýmsum talin markleysa? Ég sé Austra í anda og í engu spöruð stóryrðin. Barátta Alþýðubandalagsins á Búðum er óhrekjanleg staðreynd; loforð Matthíasar er staðreynd, framkvæmd nú er staðreynd og stöðugur þrýstingur á samstarfs- nefnd hefur þar sannarlega hjálp- Frá blaðinu Næsta blað sem kem- ur út 19. júlí verður síðast blað fyrir sumar- frí.. Áskrifendur munið að greiða árgjaldið strax. að til, m. a. s. e .t. v. skipt sköp- um. „Furðu frásögn“ Austurlands stenst því fullkomlega, hvað sem öllum stóryrðum V. H. líður. Hann hefði getað sparað sér þau þess vegna. Helgi Seljan AFM/FTJ Úrsúla Einarsson, húsmóðir, Þiljuvöllum 3, Neskaupstað, er 50 ára í dag, 12. júlí. Hún fæddist í Þýskalandi, en hefur átt heima á Norðfirði síðan 1949. ANDLÁT Kristín Daníelsdóttir, Þiljuvöll- um 6, Neskaupstað andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu 9. júlí. Hún fæddist í Sandvík, Norðfjarðar- hreppi, en átti heima á Nesi frá 1912. Hárgreiðsludama verður stödd að Nesgötu 13 dagana 19., 20. og 21. júlí. Upplýsingar í síma 7265, Nesk. Höfum til sölu Toshiba hljómflutningstæki. Toshiba litsjónvörp, útvarps- og kasettutæki í bíla, kæliskápa og fleira. Tökum að okkur nýlagnir og breytingar á eldri raflögnum. Rafsiifur sf. Egilsbraut 22 Sigurður Fannar Guðnason Símar 7388 og 7654.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.