Austurland


Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 3

Austurland - 12.07.1979, Blaðsíða 3
Hátíðarhöldin • • Framhald af 1. síðu. og fengu þar margir sinn fyrsta reiðtúr. Um kvöldið var kvöldskemmt- un í Egilsbúð með vandaðri dag- skrá, þar sem skólahljómsveitimar og þjóðdansararnir komu aftur fram. Kynnt voru 6 norðfirsk skáld og hagyrðingar og lesið úr verk- um þeirra. Lesarar voru Guðríður Kristjánsdóttir, Smári Geirsson og Ólöf Þorvaldsdóttir. Margrét Pálmadóttir, mjög efnileg og kom- ung sópran söngkona, söng við undirleik Hrefnu Eggertsdóttur sem ekki er síður ung og efnileg og Láms Sveinsson dáleiddi við- stadda með trompetleik sínum. Líf og f jör í skrúðgarðinum Á meðan á kvöldskemmtuninni stóð var líf og fjör í skrúðgarð- inum, þar sem skátarnir stóðu fyr- ir alls konar sprelli með mini Tívolí, varðeld o .fl. Síðast á dagskrá laugardagsins var svo dansleikur í Egilsbúð, þar sem Amon Ra lék fyrir dansi. Rigningin setti strik í reikninginn Á sunnudaginn var farið að rigna en um morguninn var haldið sundmót og eftir hádegi var hátíð- arguðþjónusta í Norðfjarðarkirkju, þar sem Lárus Sveinsson lék á trompet. Hraðmót í handknattleik sem halda átti á íþróttavellinum var flutt í íþróttahúsið vegna veðurs en Vaxlíf var á sínum stað í Egilsbúð kl. S.Allar sýningamar voru opnar og mikið sóttar. Yfir 600 manns hafa nú séð sýninguna á verkum Gerðar Helgadóttur í Egilsbúð og Náttúrugripasafnið var að sjálfsögðu einnig opið. Margar góðar gjafir í kvöldverðarboði sem bæjar- stjóm Neskaupstaðar hélt gestum í Egiisbúð voru Neskaupstað gefn- ar margar góðar gjafir og heilla- óskir fluttar. Oddviti Mjófirðinga Erlendur Magnússon afhenti bæj- arstjórn forkunnarfagran skjöld úr grágrýti greyptan silfri. Magnús E. Guðjónsson færði bæjarstjórn fundarhamar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, einnig listasmíði úr hvaltönn, silfri og steini. Þorsteinn Þorsteinsson afhenti fyrir hönd Hafnar í Hornafirði mynd af Höfn og Sýslunefndarinnar í Austur- Skaftafellssýslu sýslufánann á granítfæti. Borgarstjórinn í Stavanger Ame Rettedal gaf Neskaupstað fagur- iega unnið víkingaskip úr silfri og borgarstjórinn í Esbjerg, Henning Rasmussen færði bóka- safninu veglega bókagjöf. Á öllum aldri og 3 þjóðemum Þjóðdcinsahópurinn frá Esbjerg. Á sunnudagskvöldið var boð inni fyrir gesti, innlenda og er- lenda ásamt gestgjöfum þeirra og fulltrúum þeirra félaga og félaga- samtaka og einstaklinga sem unnið höfðu að undirbúningi afmælisins. Þarna var því samankominn blandaður hópur, allt niður í 10 ára aldur sem átti skemmtilega stund saman. Skemmtiatriði voru ekki fyrir- fram ákveðin, heldur komu þeir fram sem vildu og úr þessu varð mikið glens og gaman. Góð umg-engni í heiid tókust hátíðarhöldin vel og þátttaka var mjög góð þrátt fyrir að veðrið var ekki upp á sitt besta. Eftirtektarvert var, hvað um- gengni var góð og skemmdarverk engin, hvorki á mannvirkjum né gróðri, ekki heldur eftir dansleik- inn á laugardagskvöldið og sýnir það vonandi að unnið sé á réttri braut. Lína langsokkur (Sigríður Þorvaldsdóttir) kom i heimsókn. Takið eftir Óska eftir að kaupa notaðan ísskáp. Uppl. í sima 7646, Neskaupst. lnnilegar jtakkir til allra er glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 8. júlí með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Lifið heil Stefán Einarsson Neskaupstað Almennir fundir Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Gutt- ormsson boða til tveggja funda á næstu dögum: Á FÁSKRÚÐSFIRÐl í Skrúð föstudagskvöldið 13. júlí kl. 20.30. VIÐ LAGARFOSS laugardaginn 14. júlí kl. 15. Sundnámskeið Sundnámskeið fyrir börn fædd 1971 og 1972 hefst vænt- anlega þriðjudaginn 17. júlí. Þátttakendur mæti til skráningar og frekari upplýsinga mánudaginn 16. júlí við sundlaugina. Til skráningar eiga böm f. 1971 að koma kl. 9.30 en böm f. 1972 koma kl. 10.30. SUNDKENNARl Atvinna Starfsfólk óskast allan daginn. Upplýsingar gefur Lilja Karlsdóttir, síma 7125. « SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Atvinna Okkur vantar skipasmið eða trésmið nú þegar. íbúð á staðnum. DRÁTTARBRAUTIN HF. íbúðarhús til sölu Húseignin Miðstræti 25 er til sölu. Upplýsingar í síma 7130 — Neskaupstað. Timbursala Eigum fyrirliggjandi 2“x5“ — l^“x6 — 2j^“x6. Væntanlegt seinni hluta ágústmánaðar l“x4“ — l“x6“ — I“x7“ — l“x8“ — l“x9“. Gott verð — Tökum inn pantanir í síma 7384. Trésmiðjan HVAMMUR SF. Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.